Dagblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976. þróttir þróttir þróttir Iþróttir Evrópumeistararnir töp- uðu fyrir námumönnum! A laugardagskvöld voru leiknir tveir af níu leikjum helgarinnar í 12. umferðinni. Á Park Astrid í Brussel — heimavelli Anderlecht — áttu sér stað óvæntustu úrslit- in í 1. deildarkeppninni í ár. FC Beringen. liðið sem er frá námu- borginni Beringen, hefur alltaf verið Anderlecht óþægur ljár í þúfu og ekki breyttu námumenn- irnir, en svo cru leikmenn Ber- ingen nefndir vegna þess að 13 af 16 eru „hálf-atvinnumenn“ og vinna hluta úr degi á 700 metra dýpi við námugröft, út af venj- unni. Þeir héldu frá Brussel tveimur stigum ríkari. Þetta var annar tapleikur Anderlecht á heimavelli í fimm ár — en það sem alvarlegra er fyrir leikmenn liðsins: þeir hafa aðeins hlotið eitt stig af sex mögulegum í síðustu þremur leikjunum. Anderlecht byrjaði þó leikinn af krafti og sótti stíft allan fyrri hálfleikinn án þess þó að leik- mönnum liðsins tækist að skora. I síðahi hálfleik var sama upp á teningnum. Anderlecht sótti og sótti en Beringen átti af og til hraðaupphlaup sem sköpuðu oft hættu. Hugo Broos náði þó for- ustu fyrir Anderlecht á 60. mín. Bessel átti hörkuskot í þversl'á úr aukasp.vrnu og Broos fylgdi vel á eftir og skoraði örugglega, 1-0. Þá lifnaði töluvert yfir heldur dauf- um stuðningsmönnum Ander- lecht og þeir byrjuðu að hvetja leikmenn sína af miklum krafti. Þeir sóttu stífar en nokkru sinni fyrr — virtust álíta að þeir væru komnir yfir það erfiðasta. Tólf mín. eftir mark Broos hættu varnarmenn Anderlecht sér of framarlega í sóknina og Put jafn- aði. Lokakafla leiksins voru leik- menn Beringen vel á verði og M.vndirnar að neðan eru frá leik Standard og Anderlecht. þegar liðin gerðu jafntefli 1-1 í 11. umf. Til vinstri hittir Pamini. Standard. ekki knöttinn við mark- teig og gott tækifæri rann út í sandinn. Til hægri er hollenzki landsliðsmarkvörðurinn Jan Ruiter á hnjánum eftir að Asgeir hafði jafnað með hörkuskoti af löngu færi. Knötturinn í mark- inu. stóðust þunga sókn Anderlecht. A síðustu min. leiksins kom svo reiðarslagið fyrir Anderlecht þegar Dolmano og Van der Moer léku skemmtilega í gegn. Sá fyrr- nefndi sendi stungubolta á Franz sem komst einn og óvaldaður að markinu og skoraði algjörlega óverjandi fyrir Ruiter mark- mann. Duncan McKenzie, fyrrum leik- maður Leeds, hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit og aðeins vermt varamannabekkina í síðustu leikjum Anderlecht. Nú er svo komið að félagið mun vilja losna við McKenzie og hafa nokkur ensk lið haft samband við framkvæmdastjóra Anderlecht, Van der Stok. Margir enskir blaðamenn og Billy Bingham, framkvæmdastjóri Everton, voru viðstaddir leik Anderlecht og Ber- ingen á laugardagskvöld. Bing- ham mun hafa boðið Anderlecht 170 þúsund sterlingspund fyrir McKenzie eftir leikinn en því var hafnað. Van den Stok sagði að McKenzie færi ekki aftur til Eng- lands fyrir það verð. Anderlecht greiddi sem kunnugt er um 200 þúsund pund fyrir leikmanninn á sínum tíma. / Jafntefli í Charleroi Standard sótti Charleroi einnig heim á laugardagskvöld. Ahorf- endur fjölmenntu á völlinn — voru um 25.000 og stemmning var mikil. Segja má að Standard hafi orðið af sigrinum á fyrstu tuttugu mínútunum þvi á þeim tíma sótti liðið stanzlaust. Á fyrstu mínútu komst Thater i dauðafæri en Berwaer bjargaði á marklínu. A 5. mín. tók undirrilaður aukaspyrnu og sendi á Riedl, sem átti góðan skalla á markið, en Mathy, mark- maður Charleroi, bjargaði glæsi- lega. Sá sami Riedl fékk svo ann- að gott tækifæri aðeins mínútu síðar en aftur tókst Mathy að bjarga. Þrjú tækifæri á fyrstu mínútunum og stanzlaus sókn fyrstu 20 mín. leiksins hefðu átt að gera út um leikinn en fram- herjar Standard voru ekki á skot- skónuin. Wasseige þjálfari greip til þess ráðs að taka bæði Austur- ríkismanninn Riedl og Kólombíu- manninn Dian út af og virðist sem Standard vanti markaskorara því liðið hefur aðeins skorað 14 mörk í 12 leikjum. Júgóslavinn Bukal lék að nýju sína á Deurne, heimavelli Ant- werpen. Beerschot lék án tveggja sinna beztu manna þar sem Spán- verjinn Logano er í leikbanni og Sanon lék með landsliði Haiti í undankeppninni fyrir heims- meistarakeppnina í Argentinu 1978. Haðfi fjarvera þeirra mikil áhrif á úrslit leiksins og svo fór að Antwerpen sigraði með 2-1. Union náði aftur forustu í 2. deild er keppnin geysihörð. Royale Union náði aftur forustu með því að sigra Waterschei 2-1 í Brussel. Stefán Halldórsson var maðurinn á bak við sigurinn, skoraði sjálfur síðara markið og lagði upp það fyrra. RC Malines, sem var í efsta sæti fyrir umferð- ina, tapaði nú sínum fyrsta leik fyrir Boom, 3-1, á útivelli. Á sunnudag leikur Standard í Beringen í 1. deild og Charleroi leikur við meistarana í Brugge. I 2. deild leikur Union gegn Berchem áútivellien Berchemféll niður úr 1. deild sl. vor. Staðan er nú þannig: l.deild Duncan McKenzie hefur ekki verið fastamaður í liði Anderlecht. Hér stekkur hann yfir van Moer. með varaliðinu og skoraði tvö mörk þegar varalið Standard vann varalið Charleroi 8-0 heima i Liege. Bukal er þó ekki kominn í sitt bezta form, enda aðeins búinn að æfa í tvær vikur eftir að hann kom aftur til Standard. Síðari hálfleikur Charleroi og Standard var ekki eins góður og sá fyrri, mikið um rangar sendingar og gróf brot. Leiknum lauk því með markalausu jafnteíli, 0-0. FC Brugge heldur strikinu Meistarar FC Brugge halda sínu striki og sama er að segja um RWDM. Bæði sigruðu á útivelli i 12. umferðinni. 1 Malines áttu Raoul Lambert og félagar hans hjá Brugge ekki í vandræðum. De Cabber skoraði í fyrri hálfleik og Lambert í þeim siðari. sem nægði í 0-2 sigur. RWDM fór aftur á móti hægar af stað í Liege. En eftir sérlega vel leikinn síðari hálfleik urðu lokatölur 0-2 fyrir RWDM. Með smáheppni hefðu tölurnar getað orðið eitthvað hærri því Liege-liðið var illa sam- stillt og opnaðist vörnin hvað eftir annað eftir einfaldar leikfléttur liðsmanna RWDM. Courtrai, liðið sem kom upp úr 2. deild sl. vor, heldur áfram að koma á óvart. Að þessu sinni vann liðið Lokeren 2-1 á heimavelli. Roger Henrotay, fyrrum leik- maður Standard og Charleroi, náði forustu fyrir Lokeren strax á fyrstu mín. en Timmerman jafn- aði fljótlega fyrir Courtrai. Slarski innsiglaði svo sigurinn á 82. mín. úr aukaspyrnu. Antwerpen-liðin, Antwerpen og Beerschot, leiddu saman hesta FC Brugge 12 25-9 19 RWDM 12 20-9 17 ANDERLECHT 12 27-15 15 Lierse 12 17-15 15 Courtrai 12 17-15 15 Standard 12 14-9 15 Antwerpen 12 15-14 15 Beerschot 12 27-20 14 CS Brugge 12 18-19 14 Lokeren 12 14-12 12 Beringen 12 18-17 10 Winterslag 12 14-14 10 Beveren 12 10-17 10 Charleroi 12 9-16 9 Waregem 12 14-22 7 FC Liege 12 11-23 7 Ostende 12 17-28 6 FC Malines 12 10-23 6 2. deild Union 12 18-12 17 RC Malines 12 24-16 17 Eisden 12 17-13 15 Boom 12 14-12 15 Tongnes 12 20-19 13 Olympic 12 12-15 13 St. Trond 12 17-15 12 Turnhout 12 16-14 12 Waterschei 12 13-13 12 Ganloise 12 21-16 11 VG Ostende 12 15-16 11 Berchem 12 11-12 11 Diest 12 18-18 10 La Louviére 12 13-23 8 St. Nicolas 12 15-21 8 Eupen 12 11-20 7 ' * • v iKnötturinn þýtur í átt að markinu. i Markvörðurir.n stekkur... j------------ íþróttir © frýing Fraiuio Syndiote, Inc.. 1974. World right»^re»eryed^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.