Dagblaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976. — 273. TBL.
•RITSTJORN SIÐl’MULA 12, SIMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA PVERHOLTI 2, SIMI 27022
Syfjaðir ASÍ-þingfulltrúar samþykktu að:
Stjómin segi af sér, herinn
fari, en launamálin Irtt rædd
Menn voru heldur framlágir á
Alþýðusamhandsþinginu í
morgun í Súlnasalnum á Hótel
Sögu, eftir rúmlega sólarhrings-
vöku þar sem vokað var seinustu
tiu klukkustundirnar yfir fremur
litlu. Menn dormuðu í sætum sín-
um, sumir sváfu reyndar fram á
borðin en aðrir voru sæmilega
hressir, einkum þeir sem ráfuðu
um eða reyndu að hressa sig á
kaffi og kökum.
Alþýðubankamálið viðkvæma,
sem búið var tvívegis að fresta í
dagskrá, var tekið fyrir, sam-
kvæmt ósk, í gærmorgun rétt
fyrir hádegi. Benedikt Davíðsson,
bankaráðsmaður, rei faði málið og
ræddi um hrakfarir bankans.
„Fjárhagslegt tjón er ekki hægt
að bæta, en álit bankans verða
alþýðusamtökin að auka," sagði
hann.
Aðeins einn kvaddi sér hljóðs
að máli Benedikts loknu, mat-
reiðslumaðurinn úr Kópavogi
sem hafði óskað eftir umræðun-
um. Hafði hann það helzt til mál-
anna að leggja að bankanum væri
nauðsyn á að hafa bílastæði en
þau vantar alveg í nágrenni hans.
Um klukkan ellefu í gærkvöldi
átti kosning stjórnar að hefjast,
en mikið makk hafði átt sér stað
milli hinna ýmsu stjórnmálalegu
hópa og var loftið lævi blandið.
Snemma þótti sýnt að kosningin
myndi dragast, enda hafði upp-
stillinganefnd verið kosin seint og
fór kosning hennar úr böndunum
eins og svo margt annað á þessu
þingi.
Þegar ekkert bólaði á niður-
stöðum uppstillinganefndarinnar
voru nokkur mál tekin fyrir en
umræðum um þau lauk langt utan
efnis þeirra, bæði í heimspólitík-
inni og innanlandserjum. Voru
menn persónulegir og illskeyttir.
Deilt var um verkalýðsmál í Rang-
árþingi, búðarlokur, stífluð vit, og
voru menn beðnir að lesa einn og
annan kaflann úr hinum ýmsu
pésum. Frammíköll voru tíð og
stundum brýndu menn raustina
svo að hljóðmælirinn á sviðinu
fór upp í 100 desibel.
Sennilega hefur barinn, sem
opinn var þingliði í gærkvöldi,
haft örvandi áhrif á geö manna —
sem voru reyndar nýbúnir að
samþykkja að ASÍ berðist gegn
neyzlu víns og örvandi eína.
Lífeyrissjóðsmálin lentu að
mestu leytí, í fyrstu umræðu, i
alþjóðapólitíkinni austan hafs og
vestan en málefnalegur styr-stóð
aðallega um það hvort allir ættu
að fá jafna greiðslu eða eftir því
Geirfinnsmálið
hvað þeir hefðu í hann lagt. Að
endingu, eftir mikil hnútuköst,
var samþykkt að stefna að jöfnun.
Á meðan stórpólitíkusar lædd-
ust um stiga og ganga og uppstill-
inganefndin reyndi hrossakaupin
um það hverjum ætti að farga eða
gefa líf voru tvaer tillögur bornar
undir atkvæði. Önnur um kjara-
mál, sem einnig fól í sér kröfu um
að ríkisstjórnin segði af sér og
efnt yrði til nýrra kosninga, hin
um úrsögn íslands úr NATO.
Báðar voru samþykktar, hin fyrri
með 176-97 með handaupprétt-
ingu, en íiin seinni með 202-157,
17 auðir og einn ógildur — leyni-
leg atkv.gr.
Urslitin höfðu greinileg áhrif á
uppstillinganefndina. Hljóp allt i
baklás og bárust þær fréttir að
hver uppstillingin af annarri
hefði verið tætt niður jafnóðum
svo ekkert bólaði á niðurstöðum
og voru menn að henda að því
gaman að réttast væri að nefndin
félli á tíma.
Á meðan á þófinu stóð voru
tillögur um skattamál sam-
þykktar en í þeim voru allmargar
breytingar fólgnar og stefnuyfir-
lýsingin var látin í milliþinga-
nefnd — til að sameina róttækar
Þannig var ástandið á fundum Alþyðusamhandsins í morgun. — menn voru framlágir og þótti sem
ASl-þing l.vkiaði af „vinnuþrælkun". —DB-mynd Sv. Þormóðsson.
breytingatillögur sem komu illa
við þingheim, en því miður voru
launamálin að mestu látin sitja á
hakanum. Það helzta varðandi
þau kom fram í launa- og kjara-
málaáliti þingsins sem samþykk-t
var af syfjuðum mönnum í
morgunsárið. Loksins á tíunda
timanum var tilkynnt að stjórnar-
kjör hæfist innan tíðar og létti
mönnum mikið. -emm.
SÍÐUSTU
FRÉTTIR
AF ASÍ-
ÞINGI
Björn Jónsson var sjálfkjör-
inn forseti sambandsins. —
Snorri Jónsson var kjörinn
varaforseti með 34250 at-
kvæðum, Aðaiheiður Bjarn-
freðsdóttir fékk 10225
atkvæði. Stjórnarkjöri var
ekki lokið er blaðið fór í
pressuna laust fyrir hádegj.
Beztu bitunum
úthlutað:
Alþingi kýs „sína
menn” í bankaráð
ríkisbankanna
— sjá bls. 9
N
Sennileg heildarmynd af veigamiklum þáttum
— Gæzluvarðhaldsúrskurðir
Urskurður um 60 daga fram-
lengingu gæzluvarðhalds
þrjátíu og fjögurra ára gamals
Reykvíkings, nýjasta gæzlu-
varðhaldsfangans í Geirfinns-
málinu var kveðinn upp í gær-
kviildi af Birgi Þormar, fulltrúa
yfirsakadómarans í Reykjavík.
Fyrir þrem diigum var fram-
lengdur um 30 daga úrskurður
um gæzluvarðhald stúlkunnar
sem alllengi helur setið í gæzlu-
varðhaldi út af þessu máli.
Rannsókn Goirfinnsmálsins
hefur nú um nokkurt skeið
verið i afmarkaðri farvegi en
framlengdir
áður var. Er rík ástæða til þess
að ætla að rannsóknarmenn
hafi sennilega heildarm.vnd af
veigamiklum þáttum málsins.
Er unnið ósleitilega að
rannsókn þess dag hvern undir
stjórn Arnar Höskuldssonar.
sakadömara og Karl Sehtitz.
hins þýzka rannsóknarmanns.
Rökstuddur grunur um
refsiverða háttsemi verdur að
liggja fyrir til þess að rétt sé að
úrskurða mann í gæzlu-
varðhald. Varðandi nýjasta
gæzluvarðhaldsfangann féllst
Hæstiréttur á þau rök sem
Sakadómur b.vggði úrskurð
sinn á, er honum var áfrýjaö
f.vrir 20 dögum. Var þá talin
ástæða til að ætla að maðurinn
byggi yfir einhverri þeirri vit-
neskju. sem varpað gæti Ijósi á
málið. Ekki hefur sá grunur
veikzt eftir þær vfirhéyrslur
sem haldnar hafa verið yfir
homtm og öðrum vitnum og
aðilum málsins að undanförnu.
Hefur gæzluvarðhaldsúrskurð-
urinn. verið framlengdur um
60 daga. sem fyrr segir. -BS.