Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.01.1977, Qupperneq 10

Dagblaðið - 22.01.1977, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1977. MMBimB frfálst, úháð dagblað Utgofandi DagblaAifi hf. ^ Framkvæmdastjori: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjansson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Afistoðarf.-óttastjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blafiamenn: Anna Bjarnason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurfisson, Ema V. Jngólfsdóttir, Gissur Sigurfisson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýftsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Póll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamleifsson, Sveinn Þormóftsscn. Gjaldkeri: Þróinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Áskriftargjald J lOOkr. á mónufii innanlands. i lausasölu 60t>kr. eintakið. Ritstjóm Sífiumúla 12, sími 83322, auglýsingar, óskriftir og afgreifisla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblafiið og Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-og plötugerfi: Hilmirhf., Sífiumúla 12. Prentun: Arvakur hf.. Skeifunni 19. Hvílík aflafrétt Mikil aflafrétt barst strax eftir jólin. Sjómenn voru harla glaöir og þóttust hafa komizt í feitt. Mestallur íslenzki togaraflotinn mokfiskaði þorsk á Halamiðum og í Þverál, við ísröndina. Þeir fengu iðulega tugi tonna í hali og fylltu sig á skömmum tíma. Menn hresstust við. Var þorskstofninn að taka við sér? Nei, það var öðru nsér. Þegar gleggri fréttir bárust, kom í ljós, að þessi veiði var hneyksli. Meirihluti aflans, sem var fagnað svo mjög í byrjun, reyndist ókynþroska þorskur. Þúsund- ir tonna voru veiddar. Þá setti menn hljóða. Sjómenn sögðu í fyrstu, að þarna hefði verið um grænlenzkan þorsk að ræða, svo að skaði okkar væri minni en leit út fyrir. Þetta reynd- ist rangt og hefði raunar verið til lítils gagns. Þorskurinn var íslenzkur. Þorskurinn var yfirleitt úr árgöngunum frá 1972 og 1973, en þorskur er ekki talinn kyn- þroska fyrr en sex til sjö ára. Þarna hafði meginhluti íslenzka flotans sem sé undið sér í að drepa smáfisk, sem hefði getað margfaldazt eftir þrjú til fjögur ár. Enn einu sinni vorum við að éta útsæðið í sjávarútveginum, ganga fyrir stundarhag á sjóðinn, sem framtíðin átti að byggjast á. Þannig var þorskafli framtíðarinnar skorinn niður um túgi þúsunda tonna á nokkrum dög- um. Ekki er hægt að ætlast til þess, að sjómenn hætti veiðum í miðri hrotu, þótt þeir sjái, að fiskurinn sé smár. Hér þarf til að koma betra eftirlit fiskifræðinga. Hafrannsóknastofnun getur að vísu stöðvað veiðar á ákveðnum svæðum, ef hún telur, að í óefni stefni. En hvað gerðist í áramótahrot- unni? Flotinn hafði beinlínis klárað fiskinn, þegar kerfið hefði getað hafizt handa. Varla er von, að sjómenn taki fullt tillit til útreikninga fiskifræðinganna okkar, meðan sjálfyr sjávarútvegsráðherra gengur á undan í að vefengja niðurstöður þeirra. Hér þarf að söðla um. Við getum ekki leyft okkur að láta sjónarmið frumstæðrar veiðimennsku ráða. Svo mikið er nú vitað um fiskstofna, að unnt er að nálgast það stig, að veiðar séu stundaðar sem búskapur í mikilvægum atriðum. Fiskifræðingar þurfa áð fá meiri völd. Við mat á því, hversu mikið megi veiða af ákveðn- um fisktegundum, hvar og hvenær, eiga fiski- fræðingar að ráða, en aðrir að laga sig að því. Rétt væri að fela einum eða fleiri sérfræðing- um þau völd, að þeir gætu umsvifalaust stöðvað veiðar á ákveðnum svæðum og beint skipunum annað. Þá þarf eftirlitsmenn og eftirlitsskip á stöð- ugum verði um framvinduna. Slíkt eftirlit ætti að tengjast beitingu auð- lindaskatts, svo að veiðin verði takmörkuð við það, sem er vísindalega réttast. Nú geta menn lært að verða fakírar Ef einhvern langar til þess að verða fakír, er nú orðið tæki- færi til að komast í læri í þeirri grein. Enginn dregur í efa, að nauðsynlegt er að fá einhverja tilsögn frá hinum eiginlegu fagmönnum i grein- inni, en nú eru komnar á mark- aðinn vélar, sem eiga að geta þjálfað mann upp í þeim undir- stöðuatriðum, sem nauðsynlegt er að kunna. Vélar þessar fást nú m.a. í Danmörku, en það er sérstak- lega í Bandaríkjunum, sem unnið hefur verið mikið starf við að fullkomna þær. Það, sem til þarf, ef maður vill verða fakír og geta sofið tiltölulega rólegur í naglarúmi, er tæki sem nefnt hefur verið viðbragðsriti. Út eru komnar tvær bækur um fagið á dönsku og heitir önnur þeirra „Nýjar leiðir til heilbrigði". Þar er mikið reynt til að vekja áhuga manna á þessum nýju aðferðum við að lækna ýmsa sjúkdóma, m.a. er talið að tækið og regluleg iðkun á faginu geti orðið verulega að liði í baráttunni við migreni. Þegar fólk er sett í viðbragðs- rita, eru tengd við það nokkur rafmagnsskaut. Þau sýna m.a. hitastig í lófanum og útleiðslu V r V. Það er gott að sofa, — atriðið er bara hvernig maður fer að því. ÞIÐ FOBBARNIR 0G HALLI Opið póstkort til Ólafs Jónssonar Herra Ólafur Jónsson, gagnrýnandi Dagbiaðinu —Reykjavík. Sæll Olafur! Nú í seinni tíð er að fara í gang umræða á menningarplan- inu um þetta sem kalla mætti Filabeinsturn Opinbers Bók- menntavelsæmis og skamm- stafa F.O.B. Utgefendur og úthlutunar- nefndir, útvarps og sjón- varpsfyrirlesarar, blaðamenn, gagnrýnendur og jafnvel bóka- verðir erutaldir til varðliða í þeim turni. Og turninn er skil- greindur sem valdatækí ráð- andi hugmyndafræði. Umræðan virðist geta orðið frjó. .Samheiti ykkar í þessari varðstöðu mætti sem best draga af fyrrnefndri skammstöfun og kalla ykkur fobba. Fobbinn er semsé hugtak sem að nokkru tekur við af dauðlúnum snobbinum sem varla nýtist lengur til umræðu. Fobb gæti líka sem best verið rótskylt al- þjóðahugtakinu fobia sem merkir „leiða eða beinlínis gremju“ svo vitnað sé í ritsmíð eftir þig sjálfan frá laugardeg- inum 15. janúar. Sjálf þessi valdaaóstaða ykk- ar fobbanna leiðir til þess með undarlega náttúrlegum hætti að nú er talið ósæmilegt að höfundur taki þátt í umræðu um verk sitt nema hann hafi fyrst verið boðinn í turninn góða. Þá má hann að vísu svara kurteislegum spurningum turn- búa ef henta þykir. Utanturnshöfundar skulu þegja. Ekki ætla ég mér heldur að brjóta þá bannhelgi þó ég láti það eftir mér að koma á fram- færi skilaboðum vegna atriða í dómi þínum um bók eftir mig (Einleikur á glansmynd) í laugardagsblaðinu fyrrnefnda. En fyrst langar mig að segja þér frá Halla. Hann stendur nefnilega ut- anvið þetta. Það er mikilvægt. Ég á við Hinn Almenna Les- anda. t starfi mínu hef ég margoff bæði fyrr og síðar orðið áþreif- anlega var við Hinn Almenna Lesanda. Sú reynsla verður smám saman til þess að maður fer að líta öðrum þræði á rit-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.