Dagblaðið - 22.01.1977, Síða 24

Dagblaðið - 22.01.1977, Síða 24
Lögregluþjónn dæmdur fyrir kylf uárás: Lögreglustjóri og ráðu- neytið ákváðu að gefa honum ,,séns” Lögregluþjónn i Reykjavík sem dæmdur var nýlega í 45 daga skilorðsbundið varðhald fyrir að berja Bandaríkjamann með kylfu í handlegg og höfuð þegar hann neitaði að láta taka af sér blóðprufu á Slysadeild Borgarspítalans 20. október 1975, hefur verið ráðinn aftur til starfa í lögregluna. Banda- ríkjamaðurinn var grunaður um ölvun við akstur og taldi sér ekki skylt að gangast undir blóðprufuna, enda ókunnur ís- lenzkum reglum um slíkt. í grein, sem Svala Thorlacius hdl. skrifaði i Vísi í fyrradag, hefur hún eftir Bjarka Elías- syni yfirlögregluþjóni í Reykja- vík, aó viðkomandi lögreglu- maðurhefði veriðtekinn aftur í lögregluna að fyrirmælum dómsmálaráðuneytisins. Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði í samtali við fréttamann blaðsins í gærkvöld að i þessu máli hefði verið farið eftir ósk- um lögreglustjóraembættisins og raunar fast eftir því gengið að afstaða þess til endur- ráðningar mannsins færi ekk- ert á milli mála. Lögregluþjónninn var „leyst- ur frá störfum um stundarsak- ir“ eftir að kylfuárásin átti sér stað. Við réttarhöld i málinu — og í bréfum og umsögnum lögreglustjóraembættisins — kom fram að lögreglumaðurinn hafði reynzt vel í starfi sínu, að sögn Baldurs Möllers, og vildu yfirmenn hans gjarnan fá hann aftur til starfa. „Það fór þó aldrei á milli mála að bæði ráðuneytið og lögreglustjóra- embættið töldu um mjög alvar- legt mál að ræða,“ sagði Baldur, „enda virtist í umrætt skipti ekki hafa skapazt slíkt ástand að beiting kylfu hefði verið nauðsynleg, eins og sagði i um- beðinni umsögn ráðuneytisins til ríkissaksóknara.“ Þegar dómur hafði verið kveðinn upp fóru enn bréf á milli dómsmálaráðuneytisins óg embættis lögreglustjóra og var síðasta orðið í því bréfi ráðuneytisins, þar sem sagði m.a. að með tillliti til þess að um skilorðsbundinn dóm hefði verið að ræða og með tilliti til umsagna um starfshæfni lög- regluþjónisns, teldi ráðuneytið kylfuárásina „ekki skera úr um að hann taki lausn að fullu og skal hann því hefja störf að nýju,“ eins og segir þar orðrétt. Baldur Möller undirstrikaði að sú ákvörðun hefði verið tekin í fullu samráði við lög- reglustjóraembættið, að „gefa honum séns“. -OV. frjálst, úhád daghlað LAUGARDAGUR 22, JAN. 1977. Krafla: Hættu- ástandi aflýst Hættuástandi á Kröflusvæð- inu hefur verið aflétt. Vinna við framkvæmdirnar mun því hefjast að nýju á mánudags- morgun, segir í fréttatilkynn- ingu frá iðnaðarráðuneytinu i gærdag. Segir í tilkynningunni að Orkustofnun telji núver- andi aðstæður þannig, að hættuástandi sé aflýst, og leyfð verði gisting starfs- manna í Kröflubúðum, svo og að venjulegur starfsdagur verði unninn, óstyttur. -JBP- Elliöaárnar eiga í erfiðleikum: Klakinn sprengdur Elliðaárnar eiga í vandræð- um með að renna sinn veg til sjávar þessa dagana. Frostin að undanförnu hafa orðið til þess, eins og fram hefur komið í fréttum DB, að árfarvegurinn hefur stíflazt. Grípa hefur þurft til þess ráðs að setja sprengiefni á svellbólstrana og sprengja þá í loft upp. t gærdag festi ljósmyndarinn eina slíka sprengingu á filmu sína. (DB- mynd Sveinn Þormóðsson). Stjóm Flugleiða hf. íkynnisferð: Kynna sér eignir fyrir- tækisins ytra Stjórn Flugleiða hf. er nú á kynningar- og skoðunarferða- lagi til Luxemburgar og Bahama-eyja. Þar sem nokkrar breytingar hafa orðið i stjórn hinna sameinuðu flugfélaga, Flugfélags tslands hf. og Loft- leiða hf„ einkum vegna sam- runans, þótti við hæfi að þeir menn, sem ekki hafa af eigin raun kynnzt rekstri félagsins á framangreindum stöðum, gerðu það nú, að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa. Þau fyrirtæki sem hér um ræðir, eru Cargolux og Hótel Aerogolf í Luxemburg, og Int- ernational Air Bahama Inc. á Bahama-eyjum. BS. ..........---------------------------————a*fs»------ Hér er höfðingjasetrið i Kröflu. Þar gista framámenn sem að garðl ber og vilja eiga nótt á óróasömu svæði. Þar hafa Kröflunefndar- menn einnig fyrirtaks aðsetursstað. (DB-mynd JR). Lítið sem ekkert hef ur f undizt af loðnu út af Vestf jörðum til þessa — ís og óveður hamla leitinni Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur að undan- förnu verið við loðnuleit út af Vestfjörðum. Sú leit hefur gengið fremur stirðlega, að sögn leiðangursstjórans Hjálm- ars Vilhjálmssonar, bæði vegna íss og slæms veðurs. „Við höfum nánast ekkert fundið af loðnu vestur af Vest- fjörðum,“ sagði Hjálmar í sam- tali við Dagblaðið. „Hins vegar' vitum við af loðnugöngu norður. af Strandagrunni og 'Kögur- grunni og hluti hennar er hrygningarloðna." Hjálmar taldi, að ástæðan fyrir þvi, hversu lítið þeir hefðu fundið af loðnu til þessá, væri sú að hún héldi sig alveg við ísbrúnina, eða jafnvel undir isnum. Því væri ekkert fyrir þá á Bjarna Sæmundssyni annað að gera en að bíða og sjá til, hvort veður skánaði ekki á næstunni. -AT- r Sérstætt f ramlag Laugvetninga í álumræðurnar: r „Al íhvert mál „Al í hvert mál“ er kjörorð 192 manna á Laugarvatni sem hafa undirritað „bænaskjal til Alþingis tslendinga", þar sem skopazt er að áhuganum á ál- verksmiðjum. „Viljum við auðmjúklega fara þess á leit að reist verði hér (á Laugarvatni) að minnsta kosti eitt álver,“ segir í bænaskjal- inu. „Ekki er að efa, að bændur hér um slóðir muni glaðir hætta búhokri sinu og hefja fagnandi störf við álverið og jafnframt gefa land það, sem til þarf að reisa álver og önnur mannvirki. Engin ástæða er til að leggja kostnað í dýr hreinsitæki, því að bændur munu hvort eð er hætta búskap. Hvað varðar þennan vesæla skóg (fúasprek væri réttnefni), þá er hann svo lítilfjörlegur. að enginn harm- aði, þótt hann hyrfi....Skipa- skurðir eftir ánum og höfn í smábátalæginu í Laugarvatni mundi valda byltingu í sam- göngu- og atvinnumálum staðarins." Af þeim, sem undirrituðu, eru 156 úr Menntaskólanum að Laugarvatni, sem eru 86,7% af nemendum staðarins. -HH. Menntasetrið á Laugarvatni er e.t.v. hentugur staður fyrir svo sem eina álverksmiðju, segja Laugvetningar og senda þingmönnum „bænaskjal" í allt öðrum og léttari tón en vandi er. Hér sjáum við hluta af Laugarvatnsbyggð. Vonandi að þar sjáist aidrei verksmiðjureykháfur (DB-mynd KP).

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.