Dagblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 10
10' ______
BIAÐIÐ
hjálst, úháð dagblað
Utgefandi Dagblaöiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson.
Frettastjóri: Jón Birgir Petursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Holgason. Aöstoöarfróttastjóri: Atli
Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrít: Ásgrímur Palsson.
BJaöamonn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Katrín Pálsdóttir, Krístín Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson,
Ómar V«ldimar»on. Ljóamyndir: Ami Páll Jóhannaaon, Bjamlaifur Bjamlaifaaon. Sveinn Por-
móðsson.
Gjaldkeri: Þrainn Þorloifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M. Halldórsson.
Áskríftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakiö.
Ritstjóm Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, askríftir og afgreiösla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Óvenjulegur
embættismaður
Kerfið horfir ekki með velþókn-
un á embættismenn, sem reyna,
nýjar leiðir. Georg Ólafsson verð-
lagsstjóri er óvenjulegur maður í
kerfinu, nánast skrýtinn. Hann
tekur starf sitt þeim tökum, að
hann hugsar sér að koma
einhverju til leiðar, sem verulegu máli skiptir.
Georg er ungur maður, nýtekinn við starfi
verðlagsstjóra. Hann kom þar að embætti, sem
hafði verið undir sömu sök selt og flest önnur.
Á verðlagsskrifstofunni gerðist fátt. Hún var
stöðnuð. Starfsemin var í klafa úreltra verð-
lagsákvæða. Starfslið var einungis til að sinna
því skrifstofustarfi, sem kerfið útheimti, og
minni háttar eftirliti, sem allt of sjaldan var
nema til málamynda.
Margt kom til, að lítið fjör var í þessu
embætti. Kerfi verðlagsákvæða er í reyndinni
ekki hagur neinna, hvorki seljenda né neyt-
enda. í nágrannaríkjunum hefur annar háttur
fyrir löngu verið tekinn upp, og hafa sósíalist-
ískir flokkar þó haft þar mikil völd. Verðlags-
eftirlitið var nátttröll.
Þegar nýr maður tók við embætti verðlags-
stjóra, hefði honum verið auðveldast að hafa
sama hátt og flestir aðrir ungir menn, sem
upphefjast í kerfinu. Honum hefði verið auð-
veldast að taka lífinu með ró, láta það vera að
amast við viðteknum venjum og þiggja laun sín
í friði. En nýi verðlagsstjórinn tók þann kost að
reyna að gera eitthvað, þótt við ramman reip
væri að draga.
Ýmislegt hefur verið gert til bóta, svo sem í
verð- og vörumerkingum, og fleira er í bígerð.
Verðlagsstjóri hefur átt verulegan þátt í slík-
um umbótum. En efst á baugi að undanförnu
hafa verið tilraunir hans til að lækka vöru-
verðið. Enn vitum við ekki, hve mikið verður
ágéngt, eða hvort kerfið yfirvinnur verðlags-
stjóra.
Verðlagsstjóri lét athuga málið og komst að
því, að íslenzkir innflytjendur gerðu yfirleitt
svo sem fimmtungi lakari innkaup í Bretlandi
en brezkir kaupmenn.Vafalauster sömu sögu að
segja annars staðar. I athugunum kom einnig
fram margt, sem leiðir til verðhækkunar og
margfaldast í vöruverðinu, til dæmis dýrar
ábyrgðir og há umboðslaun. Ýmislegt af því
tagi mætti vafalaust bæta, neytendum í hag. í
fyrstu voru viðbrögð kerfisins eins og vænta
mátti. Nei, engu væri unnt að breyta.
Nú hefur hins vegar komizt skriður á málið,
að því leyti, að innflytjendur, hver af öðrum,
kanna í meiri alvöru en áður, hvort ekki finnist
leiðir til að gera betri innkaup og minnka
kostnað við þau. Þeir hafa, margir hverjir,
snúið sér til verðlagsstjóra með gögn um slíkt.
En kerfið sjálft hefur ekki stuðlað að ódýrum
innkaupum. Álagningin hefur verið í prósent-
um, þannig að því dýrari, sem varan hefur
verið í innkaupi, því meira hefur innflytjand-
inn fengið. Því er í ráði, að innflytjendur fái
eitthvað hærri álagningu, ef þeir gera nú sér-
staklega góð innkaup og sýna fram á, að það
stuðli að lækkun vöruverðsins.
Enn má vera, að kerfið sigri verðlagsstjóra
og málið renni út í sandinn. En hann hefur
reynt.
r
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. JANUAR 1977
CLAUSTRE-MÁLIÐ
GETUR HAFT AF-
LEIÐINGAR FYRIR
GISCARD D’ESTAING
Frönsk kona, Francoise
Claustre, hefur verið fangi upp-
reisnarforingjans Hissin
Habre, sem er af ættflokki
Toubous, i Tibesti-
eyðimörkinni í þrjú ár.
Enda þótt franska ríkis-
stjórnin segi, að ekki hafi verið
reynt að fá Claustre lausa með
því að skipta á henni og vopn-
um, segir flugmaðurinn Ray-
mond Thiry, sem er 55 ára að
aldri, allt aðra sögu.
Hann er flugmaðurinn sem
flaug fyrstu af fjórum áætluð:
um flugferðum með vopn til
Tibesti-eyðimerkurinnar. Flug-
ferð þessa fór hann á milli 7. og
18. júli árið 1975.
Raymond Thiry er einnig
sami flugmaðurinn, þá nítján
ára, sem sat við stjórnvöl flug-
vélarinnar, sem SS-maðurinn
Otto Skorzeny notaði til þess að
frelsa Mussolini úr haldi á
Grandsasso I ölpunum árið
1943.
Utan Frakklands hafa menn
heyrt af máli þessu og tekið það
sem dæmi um máttleysi ein-
staklingsins í pólitísku spili
stórveldanna og mál, sem
Giscard d’Estaing hefur reynt
að semja sig út úr.
Eða sendi ekki franska ríkis-
stjórnin sem svarar 300 milljón-
um Isl. króna til uppreisnar-
hópsins í Chad í fyrra, án þess
að hún væri látin laus og þó að
peningarnir hefðu komizt í
réttar hendur?
Toubous- uppreisnarmennirnir
höfðu krafiztað fá vopn í skipt-
um fyrir Claustre, en hafði
franska rikisstjórnin ekki full-
vissað yfirvöld I Chad um að
einungis yrði varpað niður pen-
ingaseðlum?
Tvo tonn af vopnum
í flugvélinni I þessari fyrstu
ferð voru tvö tonn af alls kyns
vopnum. í flugvélinni til baka
komu blaðamenn frá Gamma-
fréttastofunni i París. Þeir
voru búnir að gera eina frétta-
þáttinn um konuna, sem birzt
hefur i fjölmiðlum. Þegar
Thiry hefði lokið hlutverki sínu
átti að láta Claustre lausa.
V
Francoise Claustre í búðum uppreisnarmanna: Hefur verið pólitískt þrætuepli í þrjú ár.