Dagblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 24
Bandarísk lög leyfa
ekki gæzluvarðhald
á rannsóknarstigi
Ástæðan fyrir því, að lög-
fræðingar bandaríska her-
liðsins á Keflavikurflugvelli
fóru fram á að Christopher Bar-
bar Smith yrði framseldur
þeim var sú að hann var
grunaður um að hafa selt
fíkniefni innan herstöðvar-
innar og þar með brotið gegn
bandarískum borgurum,
,,Við getum ekki beitt gæzlu-
varðhaldi í þágu rannsókna
eins og íslenzk refsilöggjöf
gerir ráð fyrir,“ sagði Howard
Matson, blaðafulltrúi, í gær.
„Eina ástæðan fyrir því að við
gátum haft Smith í haldi var sú,
að við töldum okkur ekki geta
treyst því að hann yrði itm
kyrrt. Þetta þýðir einnig að
fyrir bandarískum rétti getum
við ekki notað þær upplýsingar
sem íslenzk lögregla hefur,
aflað með gæzluvarðhalds-
beitingu. Ástæðan fyrir því að
við höfum ekki getað veitt
fjölmiðlum upplýsingar um
gang rannsóknarinnar er sú að
þar með værum við búnir að
fyrirgera þeim möguleika að
nota þær sömu upplýsingar
gegn viðkomandi fyrir rétti
þegar við vildum sanna sök
hans.“
Blaðafuiltrúinn sagðist í
rauninni engar upplýsingar
geta gefið um gang rannsóknar-
innar fyrr en málið hefði Verið
lagt fyrir dómara. „Sízt af öllu
viljum við,“ sagði hann, „gera
brotamanni kleift að verða
frjáls maður á lagalegu tækni-
atriði. Þið verðið því, herrar
mínir, að hafa biðlund og reyna
að skilja þær bandarísku réttar-
farsreglur, sem hér er farið
eftir."
-ÓV.
Skattafrumvarp-
ið nýja — vakti
lítinn fögnuð
— þegar konurnar f jölluðu um það igær
Það hvetur ekki til menntunai
kvenna. Það er gengið út frá því
að konur séu og verði láglauna-
hópur. Það kemur betur út að
konur séu heima. Konum er
hegnt fyrir að viija vinna úti. Það
felur í sér hróplegt ranglæti við
jafnrétti. Maður sem vinnur einn
f.vrir heimilinu ber minni skatta
en hjón sem vinna fyrir heimili.
Þó er það staðreynd að það þarf
tvær manneskjur til þess að sjá
íslenzku alþýðuheimili farborða i
dag.
Það vakti engan fögnuð, hið'
nýja frumvarp ríkisstjórnarinnar
í skattamálum. á fjölmennri ráð-
stefnu sem Kvenréttindafélag
ísland hélt í Kristalssal Ilótel
Loftleiða í gærkvöldi í lilefni 70
ára afmælis síns. Þar voru sér-
staklega rædd þau atriði í frum-
varpinu er varðaði konur.
Hver ræðumaðunnn af öðrum
lýsti sig andvígan skattabreyting-
unum og taldi þær ekki vera spor
í rétta átt. til aukins jafnréttis,
nema síður væri.
Einn hafði á orði að það væri
sorglegt að enn í dag þ.vrfti að
berjast fyrir kvenréttindum en
ekki almennum mannréttindum.
Það var og. haft á orði að frum-
varpið hefði vafalaust verið
öðruvisi, þótt ekki hefði verið
nema einn kvenmaður með í
ráðum og ef það hefði verið sent
kvenfélögunum til umsagnar,
Meginatriðið sem vantar i nýja
skattafrumvarpið er að giftar
konur eru alls ekki taldar sem
einstaklingar. Það er því enn
langt í land að Kvenréttinda-
félagið geti vent sínu kvæði í
kross og barizt eingöngu fyrir al-
mennum mannréttindum. -EVI.
Korkurinn gæti fengið 9 ára dóm
fyrir flóttann og bílþjófnaðinn
Christopher Barbar Smith á
yfir höfði sér allt að niu ára
fangelsisvist, finni herréttur
hann sekan um flótta úr
fangelsi og bílþjófnað.
Dagblaðið aflaði þessara upp-
lýsinga hjá lagadeild hersins á
Keflavíkurflugvelli í morgun.
Hugsanlegt er að væntanleg
ákæra á hendur Smith verði
þríþætt: fyrir flóttann, bil-
þjófnaðinn og fyrir að koma
óorði á bandaríska herinn.
„Hann gæti fengið sekt, fang-
elsisdóm eða verið lækkaður í
tign,“ sagði blaðafulltrúi
hersins í gær„,Ýmist eitt af
þessu eða allt í senn.“
-ÓV
160 tonna báti gengur vel á loðnunni:
MEÐ 650 TONN
A12 DÖGUM
Ekkert veiðiveður í nótt
Nokkra athygli vekur vel-
gengni Bylgjunnar VE á loðn-
unni en hún hefur fengið 650
tonn á 12 dögum, er aðeins 160
tonn að stærð og veiðir aðeins í
troll. Til samanburðar er
stærsta loðnuskipið, Sigurður
RE, 1300 tonn og með geysi-
stóra nót. Bylgjan hefur farið
fimfn túra. Þar um borð eru
munfærri mennen á stóru bát-
unum.
Annars var ekkert veiðiveð-
ur í gærkvöldi og nótt, heildar-
aflinn mun vera um 104 þúsund
ton skv. upplýsingum loðnu-
nefndar.
Aflahæstu skipin eru mjög
jöfn og miðað við að áætlanír
skipstjóranna eru ekki alltaf
hárnákvæmar er álitamál hver
er hæstur. Skv. áætluðum
tölum er Grindvíkingur GK
hæstur með 4775 tonn, þá Guð-
mundur RE, 4675 tonn,
Sigurður RE, 4651 tonn, Börkur
NK 4575 tonn, Eldborg GK,
4.400 tonn, Pétur Jónsson RE,
4324 tonn og Gísli Árni RE með
4324 tonn. Þetta eru allt mjög
stórir bátar.
-G.S.
Það var setinn bekkurinn í Kristalssal Loftleiðahótelsins er fulltrúar
kvennasamtaka tóku hið nýja skattafrumvarp til meðferðar. Guðrún
Erlendsdóttir er þarna í ræðustól. Ljósmyndarinn komst ekki nær en
að þröskuldi salarins. — DB-m.vnd Arni Páll.
frjálst, úháð dagbhtð
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977
MANNLAUS
RÚTAÁ
FLEYGIFERÐ
í KÓPAV0GI
Það þótti hið mesta. lán í
óláni að ekki varð stórslys
þegar 30—40 manna áætl-
unarbíll lagði af stað mann-
taus frá Holtagerði 5 í Kópa-
vogi. Þarna 'er góður
rennslishalli og bfllinn
komst á ferð. Rann hann yfir
Urðarbrautina sem er all-
mikil umferðargata og á
þeirri leið eru börn iðulega
að leik. En í þetta skipti
voru þar hvorki börn né
bílar, svo undarlegt sem það
má teljast.
Bíllinn lenti síðan á ljósa-
staur og mölbraut hann. Dró
þá úr ferð bílsins en áfram
rann hann þó, lenti á grind-
verki við Austurgerði 1,
braut það, en staðnæmdist í
garðinum. Ætla menn gð
hann hefði farið á húsið
hefði hann ekki lent á ljósa-
staurnum. Ekki er kunnugt
um ástæðu þessa atburðar.
' -ASt.
Gripinn
ölvaður á
stolnum bíl
í gærmorgun var auglýst
eftir Volkswagen bifreið sem
stolið var frá bílaleigunni Fal.
Var um að ræða rauðan bíl
R-12007. Óeinkennisklæddur,
athugull logreglumaður,^ sem
var á ferð í bíl sfnum, sá til
ferða bílsins. Gat hann gert
lögreglu viðvart jafnframt því
sem hann veitti bílnum eftir-
för inn á afleggjarann að
Lundi. Þar lagði lögreglu-
maðurinn bíl sínum þvert á
afleggjarann og því var eftir-
leikurinn auðveldur fyrir lög-
regluna. Reyndist maðurinn
ölvaður og. hafði hann stolið
bílnum.
-ASt.
Hasssölukerfið nær inn íflesta
framhaldsskóla borgarinnar
—og íákveðnum veitingahúsum er þaðfáanlegt
segir Stefán Jóhannsson, félagsráðunautur
„Eg tel mig vera búinn að
sannreyna að náin tengsl eru
milli hassneyzlu og síendurtek-
innar áfengisneyzlu," sagði
Stefán Jóhannsson, félagsráðu-
nautur við vistheimilið að Vífils-
stö.ðum, a blaðamannalundi hjá
AA-útgáfunni í gær. „Það
virðist einnig nokkuð ljóst að
sölukerfi hassseljenda nær inn
í flesta framhaldsskóla höfuð-
borgarinnar og ýmsa unglinga-
skóla.
Enginn virðist eiga í tiltak-
anlegum erfiðleikum með að
útvega hass og til þess nær
næstum hver og einn á sama
hátt og menn geta útvegað sér
flösku á svörtum markaði.“
Stefán kvaðst hafa af því
kynni að fólk, sem farið hefði í
endurhæfingu vegna ofdrykkju
og væri síðan útskrifað, leitaði
á náðir hassneyzlu til að svala
vímuþörf líkamans. En ævin-
lega færi á sömu leið. Hassreyk-
ingar nægðu ekki slíku fólki og
undir áhrifum hassneyzlunnar
leitaði það tilbreytingar i
neyzlu léttra vína með hassinu.
Síðan sækti í það ógæfufar að
nota sterka drykki og viðkom-
andi væri aftur kominn I sama
sökkvandi far ofdrykkjunnar.
Stefán kvaðst hafa fylgzt með
þremur slíkum útskrifuðum
sjúklingum sem ekkert inn-
byrðissamband var milli. Allir
sprungu aftur og á nákvæmlega
sama hátt, fyrst-hass, þá létt vín
og síðan sterku vínin.
Hassneyzlan er því vafalítið
hvati að áfengisneyzlu og ef til
vill má rekja sivaxandi
drykkjuskap unglinga til þeirr-
ar staðreyndar.
„Hass virðist vera til sölu,
þ.e.a.s. fáanleg hjá sölumönn-
um í allflestum framhalds-
skólum og mörgum unglinga-
skólum Reykjavíkur. Þá má
einnig benda á ákveðna
skemmtistaði og. vínveitinga-
staði þar sem hass er fáanleg þó
það sé þar ekki fyrir tilstilli
veitingamannanna," sagði
Stefán.
Hann sagui að mesta böl of-
drykkjumannsins sem væri að
reyna að losna úr heljargreip-
um drykkjunnar væru sterk
lyf. Hann átaldi lækna fyrir
hömlulitla útgáfu lyfseðla á
sterk vimulyf, sem margar
sögur væru um að hægt væri að
fá gegn ákveðnu gjaldi. Kvað
hann þetta þung orð en við þau
vildi hann standa ekki sízt ef
þau hreyfðu til andsvara og um-
ræðna um þessi mál.
ASt.