Dagblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 11
11
'JAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977
Það hefur hins vegar ekki
verið gert.
I stað þess hefur Thiry nú
verið dæmdur til dauða í sex
Afríkuríkjum að honum fjar-
verandi. Flugvél hans, sem er
af DC-4 gerð, var tekin löghaldi
í Nigeríu og enda þótt lagt hafi
verið hart að Giscard
d’Estaing, hefur hann ekki
viljað fara fram á að henni
verði skilað.
Gísl keypt frelsi
Francois Claustre-málið
hófst í litlu þorpi i Tibesti-
eyðimörkinni 21. apríl 1974.
Uppreisnarmenn af Toubous-
kynflokki réðust að næturlagi
að tveimur húsum og tóku fjóra
gísla, Claustre, aðstoðarmann
hennar og v-þýzk læknishjón.
Eiginkona læknisins lét lífið
skömmu siðar, en franska vís-
indamanninum tókst að flýja.
V-Þjóðverjar keyptu þjóð-
félagsþegni sínum frelsi fyrir
sem svarar 150 milljónum
króna og bökuðu sér þar með
óvild stjórnar Chad. Maloum
hershöfðingi sleit stjórnmála-
sambandi við Bonn.
Vegna hernaðar- og efna-
hagssjónarmiða hikuðu
Frakkar við að krefjast þess að
Claustre yrði látin laus.
Maloum hershöfðingi hafði
hótað að leggja hald á her-
stöðvar Frakka þar í landi ef
franska stjórnin reyndi að
semja beint við uppreisnar-
mennina en ekki við ríkis-
stjórnina.
Sjálfur segir Thiry, að ekki
hefði verið gert mikið í þessu
máli af hálfu Frakka, ef honum
hefði ekki tekizt að ná blaða-
mönnunum með sér eftir fyrstu
flugferðina.
Þeir höfðu farið til Chad er
málinu hafði fyrst verið hreyft.
Þar hittu þeir.fyrir eiginmann-
inn, Pierre Claustre, sem nú
vann að því að kaupa vopn fyrir
skæruliðana fyfir þá peninga,
sem þeir höfðu fengið fyrir v-
þýzka lækninn. Hann tók þá
með sér að búðum uppreisnar-
mannanna, en er þeir neituðu
að láta Francoise lausa, kom
hann því þannig fyrir, að blaða-
mennirnir voru kyrrsettir.
Blaðamenn kyrrsettir
t hópi blaðamannanna var
Marie-laure de Decker, einn
uppáhaldsblaðamaður forset-
ans og þar með fóru hjólin að
snúast. En ekki vegna Fran-
coise Claustre, heldur vegna
foreldra blaðakonunnar, sem
höfðu hótað franska forsetan-
um að leggja á borðið hneyksl-
anlegar sögur um hann, ef ekki
yrði gert eitthvað í málinu.
„Pierre Claustre hafði sam-
band við mig,“ segir Raymond
Thiry. „Hann átti allt í.einu
peninga til þess að kaupa vopn
og ég flaug til Ghana þar sem
vopnunum var hlaðið um borð.
Síðan flaug ég sem leið lá inn í
Tibesti-eyðimörkina yfir sex
Afríkuríki, sem nú hafa kveðið
upp dauðadóm yfir mér. Eftir
að ég var lentur þar og vopnun-
um hafði verið skilað, komu
blaðamennirnir um borð.“
Síðan var flugvélinni snúið
til Ghana á ný, en Thiry varð að
lenda í Nígeríu vegna vélarbil-
unar. Þar voru allir sem með
flugvélinni voru settir í varð-
hald, en það var fyrst og fremst
fyrir atbeina de Decker blaða-
konu og sambands hennar við
d’Estaing, að þau voru öll látin
laus.
„Þegar heim kom, skildist
mér fyrst að ég hafði einungis
átt að ná í blaðamennina og þá
sérstaklega þessa vinkonu for-
setans. Fanginn í eyðimörkinni
skipti engu máli.“
Innan skamms kemur út bók
um þetta mál í Frakklandi, sem
talin er geta haft mikil áhrif í
kosningabaráttunni.
J
Kjallari á
föstudegn
Að vemda gömul hús
— Að dýrka fegurðina
andi húsnæði. Kannske ekki
ýkja mörg, en dæmi samt. Slíkt
er auðvitað ófært og gegn því
ber að spyrna.
Af hagkvæmnisástæðum höf-
um við byggt stór steinsteypt
hús. Þau hafa risið út um allt,
mynda nánast borgir eins og til
dæmis í Breiðholti I Reykjavík.
Þetta voru auðvitað nauðsyn-
legar framkvæmdir á sínum
tíma og leystu vandamál
margra. En þegar frumvanda-
■mál hafa verið leyst þá taka
önnur vandamál við, þá koma
ný sjónarmið fram og leysa hin
eldri af hólmi.
Og nákvæmlega það er að
gerast. Við höfum efni, þrátt
fyrir allt, á því að huga meira
að manneskjunni sjálfri en við
höfum gert um langa hríð.
Þáttur í þessum viðhorfum er
löngunin til þess að varðveita
það sem gamalt er og elskulegt
— ef við höfum efni á því.
Stórum hluta nýrrar kynslóðar
þykir slíkt eftirsóknarvert.
t Reykjavík og víðar eru heil
hverfi sem samanstanda af
gömlum húsum. Efalítið má
reikna út að það borgi sig að
rifa þau og byggja blokkir í
staðinn. En hvað þýddi það?
Samkvæmt þessu gildismati,
sem í senn er gamalt og nýtt,
þýddi það einfaldlega að hverf-
in yrðu fátæklegri, að mannlíf-
ið yrði fátæklegra. Ef einhverj-
um finnst að gömul hús hafi
sál, þá hafa þau sál, og hvorki
Guðmundur J. eða heil steypi-
stöð getur svipt viðkomandi
þefirri hugmynd eða þeirri
ánægju.
Það má auðvitað deila um
einstök hús eins og gengur, en
þegar allt er lagt saman þá
þjónar það menningarlegum
tilgangi að spyrna við fótum,
þegar gamalt skal rifið og
steypt í staðinn.
Enda hafa fjölmargir skilið
þetta. í Arbæjarsafni ofan við
Reykjavik stendur yfir sköpun
á ævintýraheimi. Komandi kyn-
slóðir fá aldrei fullþakkað það
starf, sem þar hefur verið unn-
ið.
Gegn streitusamfélagi
I samfélagi okkar er mikið
unnið. Jafnvel svo að hjá
mörgu fólki, einkum ungu fólki
sem er að byggja yfir sig eða á
annan hátt að koma sér fyrir I
samfélaginu, skipar vinnan
óeðlilega háan sess, hærri sess
en þetta fólk raunverulega vill
sjálft, en telur samt nauðsyn-
legt. Árum saman sér fjöldi
fólks vart til sólar — nema þá i
örfáar vikur á Spáni eða
Kanarí. Auðvitað er þetta
spurning um lífsstíl og slíkt
hlýtur alltaf að vera ein-
staklingsbundið.
Getur ekki verið að stærri
hluti samfélagsins hafi efni á
því að neyta minna, en njóta
meira? Getur ekki einmitt ver-
ið að allt of stór hópur nýrrar
kynslóðar sækist eftir innan-
tómum verðmætum, lifi of
hratt? Einhvern veginn hef ég
grun um að slíkt eigi við í allt of
mörgum tilfellum. Og ef svo er,
þá er það hryggilegt.
Óskin um umhverfisvernd,
græna byltingu, húsvernd,
vyrnd heilla hverfa sem
Það er eðli tímans að hann
líður. Sérhver dagur á sér gær-
dag sem er að baki og kemur
aldrei aftur. Allt streymir fram
— endalaust. Sumir þættir til-
verunnar eru I stöðugri fram-
þróun, vísindalegar uppgötvan-
ir eru gerðar nærfellt á hverj-
um degi. I þeim efnum verður
framtíðin stöðugt mikilfeng-
legri; fortíðin stöðugt fátæk-
legri.
Aðrir þættir tilverunnar eru
samt þannig, og guði sé lof og
þökk, að mitt I framförunum
kunnum við að verða fátækari.
Ef núkynslóðin les minna af
ljóðum og fagurbókmenntum
en næsta kynslóð á undan, þá
er hún þeim þætti fátækari:
stórum fátækari. Sú kynslóð,
sem þykir umhverfi sitt ljótt er
stórum fátækari en hin, sem
þótti umhverfi sitt fagurt og
þeir gjarnan. Þó þetta skipti
auðvitað engu máli, þá eru
þetta kostulega forneskjuleg
sjónarmið.
Hvað um það. Guðjón Frið-
riksson, blaðamaður, og Guð-
mundur J. Guðmundsson,
verkalýðsleiðtogi, voru ósam-
mála um gömul hús. Þarna
rákust á tvö sjónarmið kannske
tveggja kynslóða. Ég dreg ekki
dul á hversu innilega ég
sympatísera með sjónarmiðum
blaðamannsins. Sjónarmiðum
augans, sjónarmiðum fegurðar-
innar, sem fram eru sett gegnt
sjónarmiðum hins hagnýta.
Sérhver maður er auðvitað
barn sinnar kynslóðar, sjón-
deildarhringurinn auðvitað
misjafnlega víður eins og geng-
ur. Að vísu er það rétt, að enn
eru þess dæmi í samfélaginu að
fólk býr í gersamlega óviðun-
tilheyra gamalli tíð er þó leit að
hinu gagnstæða. Sú ósk er bón
um rómantískara samfélag,
innihaldsrikara mannlíf.
Kannske hæggengara mannllf,
en fegurra. Þvl þyki einum
gamalt hús fallegt, þá er það
fallegt — I augum hans. Séu
fleiri á þessari skoðun, þá rétt-
lætir það að halda i.
Allt í kringum okkur er svelt-
andi heimur. Slíkt getur engan
glatt. Það er beinlinis skylda
okkar að reyna að leggja okkar
af mörkum til þess að lækna
annarra sár útí stórum heimi.
Og heima getum við farið
okkur hægar, við getum fundið
nýjar áherzlur, nýtt gildismat.
Mannlíf þar sem minna er
unnið og meira notið; gömul
hús með sálum, allt hangir
þetta saman í einni mynd, einni
framtíðarsýn, sem kannske er
heillandi. Almennt og yfirleitt:
Hagvöxt má mæla en hamingju
ekki.
Það er eðlilegur gangur
sögunnar að kynslóðir sem
koma hafi önnur áhugamál,
annað gildismat, en kynslóðir
sem fara. Þeir sem aldir hafa
verið upp við efnalega fátækt,
kannske efnalega örbirgð, eiga
sér það eðlilega að fyrsta
áhugamáli að berjast gegn
fátækt og neyð í öllum þeirra
myndum: að byggja börnum
sínum efnaðra og jafnara sam-
félag. Yngri kynslóð, sem þekk-
ir ekki fátækt í sama skilningi,
hefur þess vegna og eðlilega
ekki sama áhuga á efnahags-
málum; hún tekur upp ný
áhugamál. Þetta er sögunnar
rás og hvort tveggja: eðlileg og
skiljanleg.
Tvö sjónarmið
í Þjóðvilja
Fyrir nokkrum dögum varð
skoðanaágreiningur tveggja
manna — kannske tveKeia kyn-
slóða — í blaðaskriíum i Þjóð-
viljanum. í framhjáhlaupi má
kannske koma því að að það er
svolítið kostulegur siður hjá
kommum (í góðlátlegu merk-
ingunni) þessa lands, að þegar
þeir verða ósammála um eitt-
hvað, sem raunar gerist ekki
nema stöku sinnum, þá virðast
þeir hafa afskaplega mikið fyr-
ir því. Því fylgja afsökunar-
beiðnir í bak og fyrir og ein-
hver einkennileg sjálfsaðdáun:
Eg ætla að leyfa mér að vera á
móti skoðun sem fram hefur
verið sett í Þjóðviljanum, segja
Knœpur, kaffihús og
önnur herlegheit
í Grjótaþorpinu í Reykjavík
eru gömul hús og glæsileg sem
gera má upp, og gera jafnvel
enn glæsilegri en þau voru
nokkru sinni. Þarna má setja
upp kaffihús, aðseturstaði lista-
manna og annarra slíkra áhuga-
manna; þarna mætti hugsa sér
sýningar, jafnvel hljóðfæra-
slátt. Ef bjór yrði leyfður —
sem vonandi verður sem fyrst
— gætu þarna risið knæpur.
Það eru fordómar að halda að
knæpur þurfi endilega að vera
sóðalegar eða gróðrarstía
ólifnaðar — slíkt yrði aldrei
öðru vísi en þverskurður
fólksins sem sækti þær.
Svona nokkuð gæti auðveld-
lega gerzt víðar hér í borginni,
og annars staðar á landinu, að
minnsta kosti í stærri kaupstöð-
um, þar sem áhugi kynni að
vera fyrir hendi.
Slík hús, slík hverfi, gætu
orðið eins konar hæggengar
vinjar í hraðgengu samfélagi.
Vinjar þar sem fólkið kæmist
inn í annars konar veröld. Ekk-
ert af þessu kann að vera hag-
nýtt, en ef það yrði einhverjum
ánægjuauki er það vel þess
virði. Svolítið minna af streitu
og svolítið meira af rómantik
gerir samfélagið aldrei verra
en það gæti gert það svolítið
betra, það gæti verið spor mót
fegurri framtíð, mót fegurra
mannlífi.
Vilmundur Gylfason
ekki ýkja hagnýt, en rómantísk,
ef við barasta viljum.