Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.02.1977, Qupperneq 15

Dagblaðið - 19.02.1977, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUH 19. FEBRÚAR 1977. 15 Sjönvarp a' morgun kl. 16.00: Hiísbændur og hjd Ekki að f urða þótt Eliza- beth sé óhamingjusöm Húsbændur og hjú eru á sínum staö í dagskrá sjónvarpsins á morgun kl. 16.00. Er þetta 3. þáttur í öðrum flokki og nefnist Astir hjóna. Þýöandi er Kristmann Eiösson. í þessum þætti segir aöallega . frá Elizabethu og Lawrence Kirbridge. Sýnt er þegar þau hjónin deila í rúminu einn morguninn þegar þau vakna og kemur í ljós í rifrildinu að þau hafa aldrei átt saman kynmök. Lawrence gefur þá ástæðu aö ást hans sé af platónskum toga spunnin og honum finnist að ef hann ætti við hana líkamleg mök myndi það spilla henni. Þau skilja ósátt og Lawrence fer á fund útgefanda síns, þvi nú á að fara að gefa út fyrstu ljóðabókina hans. Útgefandan- um finnst að í ljóðum hans komi fram lífssamband þeirra hjóna og hversu ófullkomið það sé. Útgefandinn fær Lawrence til þess að opna sig og hann segir útgefandanum allt af létta um vandamál þeirra hjóna og verður úr að útgefandinn hjálpar þeim báðum. Útgefandanum, gagnrýnend- um og fleiri er boðið til heimboðs í nýja húsið í tilefni af bókarútkomunni. Elízabeth fær nýjan bíl til þess að leika sér i og er það aðallega fyrir tilstilli þjónsins Thomasar, að hún fær bílinn og er hann einkaþílstjóri hennar. Þátturinn er sendur út í lit. -A.Bj. John Alderton fer með hlut- verk þjónsins Thomasar. Hann kemur því til leiðar að Eliza- beth eignast bíl og verður hann einkabílstjóri hennar. r Lesendur auiugiu Sjónvarps-og útvarpsdagskrár eru á bls. 22 og 23 Sjönvarp annað kvöld kl. 21.40: Eru ævisögur kvenna aðeins fyrir konur? — Áhorfendur ekki sammála um ágæti myndanna um Jennie sjónvarpið sýnir marga ,pífu og blúndu" þætti, eins og kallað er. Einnig hefur því verið haldið fram að framhalds- myndaflokkurinn um ævi Jennie Churchill sé ,,bara“ fyrir konur — karlar hafi ekki vitund gaman áf slíkum þátt- um. Það væri gaman að fá að heyra hvers konar þætti fólk tekur fram yfir ,,pífu og Þarna er setið við veizluborð í Blenheimhöll. Það er mjög fróðlegt að kynnast því hvernig aðalsfólk í Bretlandi lifði á öldinni sem leið. Það hlýtur að hafa verið leiðinlegt líf að hafa ekki meira fyrir stafni en heimilisfólkið í Blenheim. Það var engu líkara en beðið væri eftir þvi að klukkan slægi níu, þá fóru allir í háttinn og kysstu hertogahjónin á kinnina eins og hlýðin börn. blúnduþætti" — kannski myndir á borð við dönsku myndina Faðir minn, sem sýnd var fyrir skömmu. Slíkar myndir eru með því al- hundleiðinlegasta sem sjónvarpið hefur sýnt að mínu áliti (ef undanskildir eru þýzku þættirnir um bíla- leiguna og sögurnar frá Munchen). Síðari athuga- semdin um, að karlar hafi ekki gaman af þættinum, er einnig út í hött að mínu áliti. Þetta er ævisaga konu. Eiga þá aðeins konur aó hafa ánægju af slíkum sögum? Körlum finnst kannski ekki karlmannlegt að hafa gaman af ævisögum kvenna — það væri gaman að heyra álit fróðra manna um þetta atriði. Annað kvöld er þriðji þátturinn um Jennie á dag- skránni kl. 21.40. Nefnist hann Afturbati. Þýðandi er Jón O. Edwald. -A.Bj. Heyrzt hafa raddir frá ýms- um sem gagnrýna harðlega hve Hef ur dansað sig í gegnum heila öld! ..Vertu i góðu líkamlegu formi, trimniaðu og gefðu þér tíma til þess að hlusta á tónlist og dansa." Þessi orð hefur Jennie gamla Mack haft að ein- kunnarorðum sínum, en hún átti hundrað ára afmæli fyrir skömmu. Haldið var upp á aldarafmæli hennar i skemmti- stað í heimabæ hennar, Balti- more, en staðurinn er kenndur við ..beztu árin“. „Hreyfing og tónlist hafa haldið mér hraustri i öll þessi ár,“ segir sú gamla. Hún dans- aði af mikilli hjartans lyst í afmælisboðinu. alveg eins og hún gerir á hverjum miðviku- degi. ,,Ég syng líka heilmikið og þá oftast garnla slagara, sem voru vinsælir þegar ég var ung. Þá fæ ég fiðring í lappirnar og dansa um húsið." Þegar hún var aðeins firnmtán ára gömul lagði hún land undir fót, hélt til New York og ætlaði að freista gæf- unnar á Broadway. Hún fékk að sýna listir sínar fyrir frægum söngleikhússtjóra og hann réði hana á stundinni. Hún var með í vinsælum söngleik á sjálfum Broadway. Þetta kom flatt upp á alla ættina. en Jennie varð ekkert undrandi. „Þegar maður er fimmtán ára býst maður við því að leggja veröldina að fótum sér,“ segir hún. Hún var á leiksviðinu þangað til hún varð sextíú ára. árið 1937, en þá hætti hún að dansa á leikviðinu. „Mér fannst ekki vera nógu góð hiutverk fyrir konu á mínum aldri á sviðinu," segir hún. Ekki yfirgaf hún þó leikhúsið, heldur flutti sig í leikbúningadeildina og * að- stoðaði dansstúlkurnar. „Eg hætti samt ekki að dansa.“ segir Jennie. ,,Ég dans- aði bara ekki lengur á sviðinu." Jennie dró sig í hlé fyrir nokkrum árum. Hún býr nú ein síns liðs og sér um öll innkaup og eldamennsku sjálf. „Ég sit ekki auðum höndum, hef nóg að gera,“ segir Jennie. Hún spilar á spil, fer á bingó með vinum sínum og dansar á miðvikudögum Stundum tekur hún sig til og fer í strætisvagna- ferðir um borgina og þá auðvitað á mesta annatíma. „Ég elska að vera þar sem hlutirnir eru að gerast." segir hún. Jennie hefur verið einstak- lega heilsuhraust allt sitt líí þar til í fyrrasumar. að hún fékk sólsting eftir að haia horft á skrúðgöngu á pjóðhátíðardag- ínn. Hún þurfti að liggja á sjúkrahúsi i fáeina daga en var þá aftur komin á kreik eins og ekkert hefði í skorizt. Jennie Mack er alveg ein- staklega létt á fæti og enginn sem sér hana gæti látið sér detta í hug að hún væri orðin hundrað ára. Þýtt A.Bj. Jennie Mack dansaði galvösk á hundrað ára afmælinu sínu. Trésmiðir Vantar 2 trésmiði strax við innivinnu að Borgartúni 6. Uppl. á staðnum og ísíma 73376. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf vél- tæknifræðings eða vélaverkfræðings til starfa við Framkvæmdadeild. Laun eru skv. kjarasamningum ríkisstarfs- manna. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116 REYKJAVÍK Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.