Dagblaðið - 19.02.1977, Síða 24

Dagblaðið - 19.02.1977, Síða 24
f "• -.... "" ■ ... - ■ . ....... u\ Bjórinn féll á einu atkvæði 1969 Aleirf fækkun í liði and- stæðinga en stuöningsmanna Hvernig fer atkvæða- greiðslan á Alþingi um bjórtil- lögu Jðns G. Sólness? Menn bíða spenntir því að stundum hefur munað mjóu að bjórinn hefði það. Breytingar á þing- liðinu, síðan síðast var slegizt um bjór, virðast bjórnum í vil, í fljótu bragði séð. Bjórtillaga Péturs Sigurðssonar (S) og fleiri var felld í neðri deild með aðeins eins atkvæðis mun 17. apríl 1969. 18 sögðu nei og 17 já, 1 greiddi ekki atkvæði, og 4 voru fjarverandi. Af já-mönnunum 17 eru 10 enn á þingi, en af nei- mönnunum 18 eru aðeins 8 enn á þingi. Þessi hlutföll eru því bjórnum í vil. Þeir, sem sögðu já við bjórnum og enn eru á þingi: Gylfi Þ. Gíslason (A), Ingvar Gíslason (F), Jóhann Hafstein (S), Jón Skaftason (F), Matthias Bjarnason (S), Pálmi Jónsson (S), Pétur Sigurðsson (S), Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Benedikt Gröndal (A), Guðlaugur Gíslason (S). Af nei-mönnunum eru þessir enn á þingi: Jónas Arnason (AB), Lúðvík Jósepsson (AB), Magnús Kjartansson (AB), Matthias Á. Mathiesen (S), Stefán Valgeirsson (F), Vil- hjálmur Hjálmarsson (F), Þórarinn Þórarinsson (F), Geir Gunnarsson (AB). Halldór E. Sigurðsson (F), greiddi ekki atkvæði um málið 1969. Af þeim fjórum.sem þá voru fjarverandi, eru þrír enn á þingi: Ingólfur Jónsson (S), Eðvarð Sigurðsson (AB) og Friðjón Þórðarson (S). Stundum endranær hefur litlu munað að bjórinn færi í gegn. Til dæmis má rifja upp að á þinginu 1966 var bjórtillaga felld með 19 atkvæðum gegn 15. En svo eru náttúrlega allir nýju þingmennirnir sem flestir eru óskrifuð blöð um bjórmálið þar sem það hefur svo lengi iegið óhreyft. frjálst, úháð daghlað LAUGARDAGUR 19. FEBR. 1977. Skrifstofustjóri Sölunefndarinnar áförum: Verður sýslu- En sú blessuð tíð — rm úti á landi Eftirleikur Geirfkinsmálsins—varðhald saklausra Samningar um bætur fjarska ósennilegir —telur Baldur Möller ráðuneytisst jóri Hverfandi litlar líkur eru á því að samið verði um greiðslu skaðabóta fyrir gæzluvarðhald að ósekju í Geirfinnsmálinu. ,,Þ'að er augljóst að ekki kem- ur til mála að afneita þeirri hugmynd fyrirfram ef kröfuhafar verða mjög hófsamir í knöfum síríum og fara til dæmis aðeins fram á táknrænar bætur,“ sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri i dómsmálaráðuneytinu, í sam- tali við DB i gær. ,,Mér þ.vkir því fjarskalega ósennilegt að samningar verði gerðir um þessar bætur." Fjórir menn, Einar BoIIason, Magnús Leópoldsson, Sigur- björn Eiríksson og Valdimar Olsen, hafa — eða réttargæzlu- menn þeirra fyrir þeirra hönd — gert sér hugmyndir um að ef til vill verði hægt að komast hjá málaferlum vegna gæzluvarð- haldsins sem þeir sættu vegna framburðar sakborninga í Geir- finnsmálinu. Einar Bollason hefur sagt í viðtali við Dagblaðið að hann teldi það siðferðilega skyldu ríkisvaldsins að koma í veg fyrir slík málaferli sem valda myndu öllum sárindum, ekki sízt aðstandendum sem búnir séu að fá nóg. Stefna fjármálaráðuneytisins í þessu máli er að semja ekki um meiriháttar bætur heldur sé betra að láta dómstóla skera úr um þær, að sögn Baldurs Möllers. í skaðabótamáli sem annar maður stendur nú I gegn ríkis- valdinu vegna gæzluvarðhalds- að ósekju 1973, neitaði lög- maður rikisins í gær að ræða sættir i málinu „nema krafan væri 60-80 þúsund krónur,“ eins og hann sagði. -ÓV oghvaðboðar svo góan? Manna meðal er þessa dagana helzt rætt um skransölu varnar-: liðsins, stórgóðan loðnuafla, ölið sem Sólnes ætlar að færa lands- mönnum og svo þetta eilífa vor sem legið hefur í loftinu í allan vetur. Hvarvetna má sjá mynda- efni, sem ekki er vanalegt á þorra, heldur ekki góu. Hér eru nokkrir menn að skipta um gler í glugga. Ugglaust hafa þeir hugsað um þá blessuðu tið sem yfir okkur hefur „dunið“. — DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Skrifstofustjóri Sölunefndar varnarliðseigna, Sigúrðut Skarphéðinsson, er nú á förum frá fyrirtækinu og verður fulltrúi við sýslumannsemb- ætti úti á landi. Eins og blaðið sagði frá um daginn var hann í hópi umsækjenda um forstjórastöðuna, en fékk ekki. 1 fréttinni þá mátti misskilja að hann væri bæði lög- fræðingur fyrirtækisins og skrifstofustjóri en hann er skrifstofustjóri að starfi en lögfræðingur að mennt. -G.S. Ráðherra lét sig að nokkru leyti: Birtir nöfn 28 umsækj- enda af 34 —hverjir eru huldumenn- irnir sex? Einn frægasti nafnalisti siðustu ára hér á landi, listinn yfir umsækjendur um stöðu forstöðumanns Sölunefndar varnarliðseigna, var í gær sendur öllum fjölmiðlum til birtingar. En án undanbragða er listinn þó ekki opinberaður. A hann vantar enn nöfn að minnsta kosti sex manna, því upplýst var að umsækjendurnir hefðu verið 34 auk þeirra um- sókna sem til ráðherra bárust beint, en meðal þeirra var um- sókn þess er „hnossið" hreppti. Af þeim 28 nöfnum sem utan- ríkisráðherra fæst til að birta, verður helzt getum að því leitt að hin langvinna barátta, sem háð var milli loka umsóknar- frests og veitingar stöðunnar, hafi staðið milli „huldumann- anna“ sex og sjöunda „huldu- mannsins", er síðan hlaut stöð- una og varð til þess að blaðran sprakk á Alþingi og í fjölmiðl- um. Tilkynning utanríkisráð- herra fer hér á eftir: Enda þótt ég telji að skilningur minn á skyldu til birtingar á nöfnum þeirra manna, sem sóttu um starf for- stöðumanns Sölu varnarliðs- eigna sé réttur, sé ég enga ástæðu til annars en að birta nöfn þeirra er sóttu og ekki höfðu dregið umsókn sína til baka áður en sett var í stöðuna. Að því er ég best veit munu vera nokkur dæmi um það að nöfn umsækjenda hafi ekki verið birt fyrr en um leið og embættum hefur verið ráðstafað. Auk Alfreðs Þorsteinssonar sóttu eftirtaldir menn: Aðalsteinn P. Maack, forstöðumaður byggingaeftirlits ríkisins. Agnar R. Hallvarðsson, vélstjórí. AJvar Óskarsson, skrifstofustjóri. Bjöm Stefánsson, fulltrúi S.Í.S. Fríðrík Stefánsson, fulltr. rannsóknar- deildar ríkisskattstjóra. Franklín Friðleifs- son, aðalfulltr. bifreiöaeftiriits ríkisins. Guð- mundur Karisson, blaðamaöur. Guðmundur Marteinsson, sjómaður. Gunnlaugur M. Sig- mundsson, fulltr. i fjármálaráðuneytinu. Hrafn Einarsson, verzlunarmaður. Ingi B. Ársœlsson, fulltrúi í ríkisendurskoðun. Ingi- bergur Þorkelsson, sjálfstæður atvinnu- rekstur. James A. Wilde, framkvnmdastjórí. Júlíus M. Magnús. sjálfstnöur atvinnu- rekstur. Kári Guðmundsson, heilbrigöis- ráðunautur. Krístinn Gunnarsson, deildar- stjórí í samgönguráöuneytinu. Ólafur Karvolsson, deildarstjórí í innflutnings- verzlun. Páll Andreason, kaupfélagsstjórí m.m. Páll Vídalín Valdemarsson, deilðarstjórí Sindra Stál. Ragnar Pátursson, sölustjórí- S.Í.$. Sigurður Jónsson, iðnrekandi. Sig- urður öm Ingólfsson, tnknimaður. Siguijón Guðbjömsson, fulltrúi i Fríhöfninni, Kefla- víkurflugvelli. Sigurjón Magnússon, sjálf- stnður atvinnurekstur. Sigvaldi Fríðgeirs- son, skrífstofustjórí tollstjóra. Skúli ólafs, sjalfstnður atvinnurekstur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, stórkaupmaður. Þröstur Sig- tryggsson, skipherra. Reykjavík 18. febrúer 1977. Einar Agústsson.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.