Dagblaðið - 02.03.1977, Page 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977.
Styðjum við
bakið á
unglingunum
- íbaráttunni gegn tóbaksreykingum
K.A.T. skrifar:
Mikið finnst mér kaupmenn
sem fylla búöir sínar af tóbaks-
auglýsingum vera litlir karlar.
Á meðan krakkarnir i næsta
skóla eru að berjast gegn reyk-
ingum geta þeir fengið af sér að
skreyta búðir sínar með þessum
ósmekklegu skiltum. Mér er
sama þótt verölaun séu i boði
fyrir beztar auglýsingar. Þeir
ættu að sjá sóma sinn í því að
taka ekki þátt í þessari vitleysu.
Er ekki alltaf verið að segja að
við fullorðna fólkið eigum að
vera börnunum til fyrir-
myndar? Nú er þessu óvart
snúið við. Krakkarnir eru til
fyrirmyndar fyrir okkur full-
orðna fólkið. Þeir eru aldeilis
búnir að snúa dæminu við.
Við eigum að sjá sóma okkar
í því að styðja við bakið á unga
fólkinu sem sér hversu mikill
skaðvaldur tóbakið er. Kaup-
menn sem aðrir mega ekki láta
sitt eftir liggja.
Þessi verzlun er ein af mörgum sem hafa tóbaksauglýsingar i gluggum. Nú hafa skólabörn hafið
baráttu gegn þessum augiýsingum og víóa tekið þær niður.
ALÞINGISMENN GETA EKKIVERIÐ
BARNFÓSTRA FYRIR ALLA ÞJÓÐINA
— þess vegna þjóðaratkvæði um bjórinn
Nú undanfarið hefur mátt
lesa allmikið um bjórmálið
hans Sólness í blöðum borgar-
innar, ýmist með eða móti því
væntanlega frumvarpi, og
hefur borið sýnu meir á bann-
mönnum heldur en hinum.
Ýmsar tilvitnanir um reynslu
annarra þjóða hafa sett sinn
svip á þessi skrif og að sjálf-
sögðu mest frá hinum Norður-
löndunum, sérstaklega Svíþjóð,
sem sagt er að hafi slæma
reynslu af áfengisþambi þar í
landi, sérstaklega eftir að hið
svokallaða ..milliöl" kom til sög-
un nar.
Svíar hyggjast nú hætta þess-
ari framleiðslu og setja aftur
bann á „milliölið". Svíar hafa
um alllangt árabil búið við alls
konar ófrelsi í áfengismálum
sínum, svo sem skömmtun,
síðan nokkurt frelsi o.s.frv., svo
ekki hefir verið um samfellda
reynslu þeirra að ræða í marga
áratugi. Þegar ég kom til
Svíþjóðar fyrst árið 1929, þá frá
Þýzkalandi, og ætlaði að fá mér
bjórkrús fékkst þessi sjálfsagði
hlutur ekki nema þá að fá sér
heitan mat um leið.
Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar eins og sagt er,
48 ár liðin og ekki virðast mér
Svíar hafa lært að umgangast
þessa sjálfsögðu neyzluvöru
enn.
Við íslendingar höfum
heldur ekki farið varhluta af
ýmsum mjög svo klaufalegum
ráðstöfunum í áfengismálum
okkar allt frá því aðflutnings-
bann tók gildi árið 1915.
Strax árið 1917 er farið að
bera á því og harðar deilur
hafnar í blöðum á milli and-
banninga og bannmanna um
bannlögin sem þá höfðu verið í
gildi hátt á þriðja ár. Andbann-
inga-félagið (þá) gengst fyrir
áskorunarsöfnun um „að bann-
lögunum verði sem allra fyrst
létt af og (þjóðin) snúi sér að
því að finna aðrar leiðir og
henni samboðnari sem frjálsri
þjóð til þess að koma áfengis-
málinu í sæmilegt horf“.
Og í áskoruninni segir meðal
annars: „Það er nú orðið full-
ljóst af hálfs þriðja árs reynslu
aö lögin um aðflutningsbann á
áfengi koma alls ekki að þeim
notum sem til var ætlazt af
frumkvöðlum þeirra og fylgis-
mönnum." Og enn segir: „þótt
áfengisnautn hafi ef til vill
minnkað eitthvað til sveita, en
þar var drykkjuskapur þegar
að mestu leyti úr sögunni, þá
hefur hann ekki minnkað í
kaupstöðum og sjávarþorpum,
en hefur aftur á móti orðið
miklu skaðlegri heilsu manna
vegna neyzlu allskonar
ódrykkja, sem allir vita, að
margir leggja sér til munns,
þegar hörgull verður á ómeng-
uðu áfengi, og allt eru það
sterkustu brenndir drykkir,
sem til landsins flytjast nú...“
Bannmenn hófu þegar að
mótmæla kenningum þeim sem
haldið er fram (þá) i áskorun
andbanningafélagsins. Gerðu
þeir m.a. harða hríð að dómur-
um vió landsyfirréttinn, en þeir
höfðu allir undirritað fyrr-
nefnda áskorun.
Þannig rifust menn þá og
menn rífast ennþá um þessi
mál og stundum er ekki gætt
sem skyldi hvort um stað-
reyndir og sannleika er að
ræða.
Um vínmenningu og hvort
hægt sé að bæta hana á meðal
íslendinga skrifar dr. Bjarni
Þjóðleifsson og sýnist mér
hann skrifa hóflega og ekki við-
hafa nokkurn æsing í málflutn-
ingi sínum. Hann birtir með
grein sinni tölur um áfengis-
neyzlu nokkurra þjóða (7)
mælt í dagsneyzlu á mann.
Við tslendingar erum næst-
neðstir á þessum lista, næst á
undan Tyrklandi sem rekur
lestina. Við íslendingar neytum
7,9 ml (millilítra) á dag á mann
en af því magni er 86% brennd
vín. Frakkland er hæst, þar er
neyzlan 46 ml á mann á dag af
hreinum vínanda en ekki nema
14% af þvi magni er neyzla
brenndra vína. Þetta talar sínu
máli.
Allt áfengi hefur örvandi
áhrif á líkama mannsins, segir
doktorinn, en hófleg neyzla sér-
staklega veikra vína hefur oft á
tíðum róandi áhrif á manneskj-
una (ekki má vist segja mann-
inn).
86% af neyzlu íslendinga er
neyzla brenndra vína sem við í
daglegu tali köllum brennivín.
Af neyzlu brennivíns verða
allir vitlausir, og það þó í
litlum mæli sé. Af neyzlu bjórs,
miiiibjórs skulum við segja,
verða menn latir, syfjaðir og
rólegir. Hvort er nú betra, les-
endur góðir, lútsterkt brenni-
vín eða róandi bjór, sem auk
þess bætir meltinguna? Þér
skuluð sjálf dæma.
Drykkjuskapur unglinga hér
á landi er vissulega mikið
vandamál og það er sorglegt að
sjá myndarleg ungmenni slagsa
ofurölvi um göturnar með
brennivínsflösku í hendinni.
Þessi ungmenni hafa ekki
lært þessa drykkjusiði af
BJÖRNUM því bjór er ekki
seldur í landinu. Þau hafa iært
að drekka lútsterkt brennivín
sem er mest örvandi allra
drykkja og framkallar oft of-
beldishneigð og rudda-
mennsku.
ALÞINGISMENN, sýnið að
þið hafið þor til þess, eins og
dómarar landsyfirréttarins
forðum, að taka jákvæða af-
stöðu til hins væntanlega bjór-
frumvarps Jóns Sólness.
Ef þið, þingmenn okkar,
ÞORIÐ ekki að bera ábyrgð á
þessu sjálfsagða máli þá skuluð
þið með því að samþykkja
þjóðaratkvæðagreiðsiu losa
ykkur við alia ábyrgð. Þið getið
hvort sem er ekki verið barn-
fóstra fyrir alla þjóðina.
Mér datt þetta (svona) í hug.
SIGGI flug. 7877-8083.
Raddir
lesenda
V
Tölvur,
Um leið og sagt var frá enda-
lokum hins svokallaða Geir-
finnsmáls var tilkynnt að
„tölva" hefði mjög svo auð-
veldað rannsókn málsins eftir
aö búið var að mata hana á alls
konar upplýsingum. Þótti
sumum mönnum nóg um og var
mál þetta tekið upp á þingi af
einum þingmanni Alþýðu-
bandalagsins sem vildi að fólk
yrði verndað gegn þessum tölv-
um og notkun þeirra.
Ekki kann ég skil á því
hvernig hægt var að nota tölvu
i rannsókn glæpamáls hér á
Islandi. nema fyrst hafi verið
búin til sakaskrá fyrir tölvuna
og hún mötuð með alls konar
upplýsingum.
Nú re.vndist það svo að
fjórum mönnum var aö ósekju
haldið fangelsuðum í marga
mánuði og hefur þá tölvan góða
væntanlega verið mötuð á niifn-
um þessara manna og um leið
með alls konar upplognum upp-
lýsingum um þá.
Tölvur eru sjálfsagt til margs
nýtilegar en aðallega held ég að
tölvan sé „leikfang hinna
lærðu" við útreikning alls
konar vandasamra mála. svo
leikföng hinna lærðu
sem hagkerfis lands okkar og
svo við greiðslur ellilauna og
örorkubóta sem hún nú
stjórnar o.m.fl.
Aldrei hafði mig órað fyrir
að tölvur gætu orðið hættulegar
fyrir þegna þjóðarinnar, en svo
virðist þó vera.
Eg held að almenningur eigi
heimtingu á að vita hver matar
þessa tölvu og þá með hvaða
upplýsingum og hvernig og hve
mikil afbrot tnanna þurfa að
vera til þess að hljóta þann
vafasama heiður að verða tölvu-
tækir. Eru t.d. smáhlutir, svo
sem sektir f.vrir umferðarbrot,
tengdar þessari tölvu? Spyr sá
sem ekki veit.
1 hinu svonefnda Geirfinns-
máli var vísvitandi logið upp á
fjóra menn að þeir væru við-
riðnir þetta andstyggilega mál.
Ekki er nokkur vafi á að þeir
voru stimplaðir inn í tölvuna
vegna þessa og því spyrjum
vér: er búið að má þet-ta mál
þeirra út af tölvunni aftur og
þeir þar með „tölvulega"
hreinsaðir?
Mérdatt þetta (svona) í hug.
SIGGI flug. 7877-8083.
Tölvur eru leikföng hinna lærðu, segir Siggi fiug.
Hef ur verið
slakað á
málkröfum?
Rithöfundur sendi okkur eftir-
farandi:
Ósköp kunni ég illa við það
að heyra þulið i auglýsingatíma
a.m.k. tíu sinnum sama kvöldið
að Bókamarkaður Bóksala-
félagsins opnaði útsölu sína.
Kemur þá ekki tilkynning síðar
að sami markaður loki?
Auðvitað eiga auglýsinga-
stofumenn útvarpsins að breyta
svona. Það eru bóksalar sem
stjórna markaði og opna hann
eða loka honum eða þeim húsa-
kynnum þar sem hann er hald-
inn.
Heldur finnst mér auglýs-
ingamenn útvarpsins hafa
slakað á málkröfum sínum
síðustu árin. Og sama má segja
um fréttamenn sömu stofnunar
— þó fyrst og fremst um þýð-
endur sjónvarpsins.