Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.03.1977, Qupperneq 9

Dagblaðið - 02.03.1977, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977. 9 Búast verkalýðsleiðtogar við verkfölium? „ Verði verkföll, verða þau hörð” Verkalýðsleiðtogar vænta þess að atvinnurekendur muni ekki standa hart gegn kröfunni um 100 þúsund króna lág- markslaun á mánuði. Þó sýni reynslan að allt eins megi búast við verkföllum. ..Verði verkföll. þá verða þau hörð. Svo mikil ólga er meðal láglauna- fólksins," sagði Aðalheiður B.jarnfreðsdóttir, formaður Starfsstúlknafélagsins Sóknar. í viðtali við DB. Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlun- armannafélags Reykjavíkur, sagði að allir ættu að geta verið sammála um, að lágmarkslaun yrðu ekki lægri en verkalýðs- félögin krefjast. Benedikt Davíðsson. for- maður Sambands byggingar- manna, sagði að auðvitað væri alltaf erfitt að spá um hvað gerðist. Honum sýndist að ýms- ar forsendur væru nú til þess að unnt yrði að gera bre.vtingar á kjörum verkafólks í þá veru sem krafizt væri. Hann kvaðst ekki telja ástæðu til að búast við langvarandi verkföllum. Kröfurnar um hækkun á lægsta kaupinu væru ekki mörgum prósentum umfram það sem verkafólk hefði i re.vndinni haft árið 1974. Svo niikið hefði kaupmáttur minnkað á þessum tíma. Hann b.vggist hins vegar við einhverjum átökum. Aldrei væri að vita hvernig þeir sem væru ,,á hinum kantinum" brygðust við, atvinnurekendur og stjórnvöld. Kannski vildu þessir aðilar ekki að þessi breyting gerðist nema þeir væru ..píndir til þess." ..Verði atvinnurekendur og stjórnvöld ákaflega stöð, þá verða verk- föll. Verkafólk verður að knýja fram í meginatriðum þær kröfur sem kröfugerðin hljóðar upp á." sagði Benedikt. Eru menn sammála um 100 þúsundin? ,,Ég held að allir séu nú sam- mála um. að bæta verði hag þeirra verst settu," sagði Aðal- heiður. ..Ætli nokkrum geti fundizt of mikið. að fólk hafi 100 þúsund til að lifa af á mánuði?" Hún sagði að mikið mundi velta á heilindum innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. „Vilja þeir sem betur eru settir berjast fyrir hina, eða ætla þeir að fleyta rjómann, eins og þeir hafa gert?“ spurði hún. Hún sagði að- það væri árátta atvinnurekenda að geta ekki samið án verkfalla. Verk- föll væru nauðvörn verkafólks. Verkafólk tapaði mest á þeim. Magnús sagði að forgangs- krafan væri að lægstu laun yrðu ekki undir 100 þúsundum miðað við desember síðast- liðinn. Allir ættu að geta verið sammála um það, einnig at- vinnuveitendur, að ekki þurfi að vera mikil átök um þetta kaup, sem væri verulega fyrir neðan það sem meðalfjölskylda þyrfti til að geta framfleytt sér. Af fyrri reynslu væri hann þó ekki sérstaklega bjartsýnn á að samningar tækjust án veru- legra átaka, nú frekar en áður. -HH AUGLÝST EFTIR NÝJUM VARARÍKISSAKSÓKNARA Hallvarður fylgir Geirfinns- og Guðmundarmálunum i dom Embætti vararíkissaksókn- ara hefur verið auglýst laust til umsóknar. Umsóknar- frestur rennur út 21. mars. Hallvarður Einvarðsson. fráfar- andi vararikissak'sóknari. er settur enn um stundarsakir — eða þar til umsóknarfrestur rennur út — en hann tók í gær við hinu nýja emhætti rann- sóknarlögreglustjóra ríkisins. Hallvarður mun m.a. sem vararíkissaksóknari fylgja eftir og ljúka við samningu ákæru i Geirfinns- og Guðmundar- málunum. Baldur Möller, ráðu- ne.vtisstjóri í dómsmálaráðu- nevtinu. sagði í samtali við DB í gær. að skvnsamlegast hefði þótt að Hallvarður hefði það mál áfrarn á sinni könnu. enda væri hann því nákunnugur eftir að hafa f.vlgzt með gangi þess allt frá upphafi. Ekki er líklegt. að mjög margir verði til að sækja um embætti vararíkissaksóknara. ÓV Nýtt eftirlit með matvælaf ramleiðslu: Ekki gervief ni eftir geðþötta „Þetta er f.vrst og fremst ætlað til þess að hafa eftirlit með neyzluvörum heilbrigðis- lega séð. Til þessa hafa aðeins einstaka reglur gilt um auka- efni i matvælum og menn hafa getað blandað í þau gerviefnum að eigin geðþótta. þótt skömm sé frá að seg.ja." sagði Ingimar Sigurðsson hjá Heilbrigðisráðu- neytinu. en í gær tók gildi reglugerð um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyzluvara. Nú skal telja fram aukaefna- bliindu á umbúðum í lækkandi röð eftir magni hverju sinni. Ef hámarksákvæði gilda um einstök efni blöndunnar sam- kvæmt aukaefnislistum skal það auðkennt í hundraðshlut- um af heildarþyngd blöndunn- 'ar. í-á skulu framleiðendur eða aðrir sem annast pökkun eða dreifingu vara skrá nafn sitt á umbúðir. Ingimar sagði að fram- leiðendur hefðu haft aðlögun- artíma til þess að koma þessum bre.vtingum i framkvæmd Við því væri búizt að þeim yrði veittur skammtíma frestur til þess koma málum sínum í lag. ef þeir teldu þann tíma ekki hafa verið nægjanlegan. Þá sagði hann einnig að nú vrði að merkja inn á umbúðir síðasta söludag. Um það hvort við mættum eiga von á útsölu á vörum. sem væru á síðasta söludegi gat henn engu spáð, en sagði að til dæmis í Danmörku og Svíþjóð væri boðinn 20-50% afsláttur af vörum á næstsíð- asta og síðasta degi. -EVI. Monica Zetterlund og Pétur Östlund skemmta f Reykjavík Trontmuleikarinn Pétur Östlund er meðal hljóðfæra- leikara i hljómsveit sænsku leik- og söngkonunnar Monieu Zetter- lund. sem kemur til hljómleika- halds hér á landi 23. marz næst- komandi. Monica er meðal eftirsóttustu og vinsælustu listamanna í heirna- landi sínu. fjölhæf listakona. Með i hljómsveit hennar eru einnig eiginmaður hennar. Sture Áker- berg. bassaleikari. og píanóleik- arinn Lars Bagge, báðir í fremsta flokki sænskra hljómlistarmanna á sama hátt og Pétur östlund — sem Svíarnir kalla reyndar „Is- land“ Östlund. Monica kemur frani með hljóm- sveit sinni á tveimur hljómleikum i Norræna húsinu að kvöldi 25. marz. Síðan verða tónleikar á veg um Jazzvakningar í veitingahús- Monica Zetterlund ásamt manni sinum Sture Akerberg. inu Sigtúni að kvöldi 28. marz, en auk þess kemur listafólkið fram á lokuðum tónleikum i Mennta- skólanum við Hamrahlíð og loks á skemmtun Klúbbs 32 á Hótel Loftleiðum. Það er Klúbbur 32 sem stendur að hingaðkomu þess- ara góðu gesta. Monica mun að líkindum einnig koma fram í sjónvarpi ásamt hljómsveit sinni. Hún verður hér í viku ásamt þeim Bagge og Aker- berg. en Pétur h.vggst staldra við um tíma og m.a. notfæra sér hljóðritunarmöguleika Hljóðrita h.f. í Hafnarfirði. -ÓV. Ný Vika á moréun _ Allt um litasjónvörp Viðtal við „ Tona á stöðinni Grein um dóttur Freuds Smásaga eftir Grete Lund á < i i

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.