Dagblaðið - 02.03.1977, Side 10

Dagblaðið - 02.03.1977, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977. frfálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjori: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfrettastjori: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurösson, Ema V. Ingólfsdottir, Gissur SigurÖsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pólsdóttir, Krístín Lýös- dóttir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Pormóösson. Skrifstofustjori: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. HaBdórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakiö. Ritstjórn Síöumula 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiösla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf., Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Bændur launaðir beint Ríkið mundi spara sér 3,2 milljarða króna á ári með því að hætta afskiptum af landbúnaði og borga í þess stað hverjum bónda 1,5 milljónir á ári. Jafnframt mundu tekjur bænda hækka, þótt þeir hættu allri framleiðslu. í slíkar ógöngur er landbúnaðarstefna stjórn- málaflokkanna komin. Ríkið leggur á þessu ári um 10 milljarða til landbúnaðar. Eru þá innifaldir um 5 milljarðar til niðurgreiðslna á landbúnaðarafurðum, enda heyrast varla lengur þær raddir, að þær séu landbúnaðinum óviðkomandi. Lífeyrissjóður bænda er á þeim lið. Þar á ofan hefur formaður Stéttarsambands bænda lagt til, að niður- greiðslum á afurðum bænda verði breytt í niðurgreiðslur á hráefnum og öðrum aðföngum bænda. Er því orðið tímabært að færa niður- greiðslurnar á réttan stað í landbúnaðarbálki fjárlaganna. Sanngjarnt er að draga nokkra liði frá 10 milljörðunum, svo sem-skógrækt, landgræðslu, fiskirækt, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og búnaðarskólana. Eftir standa þá 8,7 milljarð- ar króna, sem er framlag ríkisins til land- búnaðar umfram það, sem eðlilegt er. Forustumenn landbúnaðarms hafa upplýst, að ekki séu eftir nema 3.700 raunverulegir bændur í landinu, þegar ýmsir sportmenn hafi verið dregnir frá. Það mundi kosta ríkið 5,5 milljarða að greiða hverjum einasta þessara 3700 bænda 125 þúsund króna mánaðarlaun eða 1,5 milljóna árslaun. Ríkið ætti þá samt eftir 3,2 milljarða afgangs, sem nota mætti til að lækka söluskatt og þar með allt verðlag í landinu. Með þessum launagreiðslum ætti ríkið að vera laust allra mála. Það gæti því leyft innflutning landbúnaðarafurða, enda er slíkt leyft víðast hvar í heiminum. Það er bara rugl að beita yfirdýralækni sem Grýlu í því banni, sem hér gildir, enda eru hinar raunverulegu forsendur þess eingöngu atvinnupólitískar. Innflutningur landbúnaðarafurða mundi gera landbúnaðarvörur flestar mun ódýrari en þær eru nú niðurgreiddar. Innlendir bændur mundu lækka verð afurða sinna til samræmis, enda hefðu þeir hvort sem er föst laun hjá ríkinu. Þannig mundi verðlag í landinu lækka töluvert umfram 3,2 milljarða lækkun söluskatts. Verðbólga stjórnmálaflokkanna mundi verða fyrir alvarlegu áfalli. Offramleiðslan í innlendum landbúnaði mundi hverfa eins og dögg fyrir sólu, ef þetta yrði gert. Mundi þá sparast gífurlegur gjald- eyrir í rándýrum rekstrarvörum land- búnaðarins, svo sem eldsneyti, áburði og fóður- bæti. Þennan gjaldeyrissparnað má nota til að f jármagna innflutning landbúnaðarafurða. Svo virðist sem næg verkefni séu í íslenzku atvinnulífi fyrir þá, sem nú hafa atvinnu af landbúnaði eða vinnslu landbúnaðarafurða og mundu kæra sig um að hverfa til annarra starfa. Slík tilfærsla mundi verða þjóðarbúinu töluverð lyftistöng. Eini gallinn við þetta reikningsdæmi er, að það tekur ekki tillit til félagslegra sjónarmiða. En það sýnir þó ljóslega, hversu fáránleg land- búnaðarstefnan er. V Fjármálaspilling íPortúgal: Stórfé frá Flóttamannahjálpinni hefur horfíð í vasa fjárglæframanna Portúgalska lögreglan kannar nú fullyrðingar þess efnis, að ríkið hafi verið svikið um stórar fjárhæðir Þeim átti að verja til að skjóta skjólshúsi yfir og klæða hundruð þúsunda flóttamanna, sem hafa streymt til Portúgal frá Angóla og Mósambik eftir að þessum lönd- um var veitt sjálfstæði. Þetta er fyrsta meiriháttar fjármálahneykslið, sem upp kemur eftir að minnihluta- stjórn Mario Soares tók við völdum fyrir sjö mánuðum. Forstöðumaður flóttamanna- hjálparinnar, Goncalves Ribeiro herforingi, hefur lofað að fullkomin rannsókn fari fram á þessu peningahvarfi. Yfirvöld landsins hafa staðfest, að óreiða hafi ríkt í fjármálum flóttamanna- hjálparinnar. Þeim, sem hefðu auðgað sjálfa sig með þeim peningum eða vanrækt starf sitt, yrði umsvifalaust vísað úr embætti og látnir sæta refsing- um. Það var kvöldblað jafnaðar- manna, A Luta (Baráttan) sem afhjúpaði fjármálaspillinguna innan flóttamannahjálparinn- ar. — ,,Retornados“ er nafnið, sem Portúgalir hafa gefið flóttamönnunum frá Angóla og Mósambik. Þeir eru að minnsta kosti 500.000 talsins. Sú tala er reyndar sú opinbera. Öopinberar tölur segja aftur á móti frá að minnsta kosti 800.000 manns og enn þann dag í dag stækkar talan. Meðal þeirra, sem eru enn að koma til landsins, eru svartir portúgalskir ríkisborg- arar og kynblendingar. A Luta-kvöldblaðið fullyrti í grein sinni, að um það bil 1.500 milljónir escudosa (portúgalska gengið er ekki Flugleiðir töpuðu 20 milljónum en höfuð- paurinn gjaldþrota... Frásagnir af f jármálamönnum ínokkrum þáttum Það er margur merkis- maðurinn í hópi svokallaðra fjármálamanna. Guðbjartur Pálsson eða Batti rauði er eitt dæmi. Annar er maður að nafni Jóhann Stefánsson. Hann mun manna á meðal ganga undir nafninu Jói svarti. Að þvi er virðist mun hann hafa stundað allumfangsmikil fjársvik með fulltingi sinna líkra. Því er Jóhann þessi nefndur að á næstunni verða rakin hér í Dag- blaðinu nokkur atriði nýgerðr- ar dómsrannsóknar í Sakadómi Reykjavíkur, þar sem hann kemur allnokkuð við sögu á- samt nokkrum góðkunningjum sínum. Rannsókn þessi hefst á „ætluðum fjársvikum" Jóhanns o. fl. en beinist ef til vill öðru fremur að tollsvikamáli frá árinu 1974, sem kallað hefur verið Flugfraktarmálið. Sex ákœrðir Á því ári voru sviknar út úr vörugeymslum flugfélaganna í Reykjavík einar 32 vöru- sendingar og nam verðmæti þeirra samanlagt tugum milljóna króna. Hér var aðal- lega um að ræða tízkuvarning hvers konar. Að verki voru stórkaupmenn, heildsalar og leyfislaus heildsali ásamt af- greiðslumanni í Flugfrakt. í sumum tilvikum tókst þessum mönnum að fá afhentar vörur án þess að greiða toll af þeim og í öðrum tilvikum hafði hvorki tollur né andvirði vörunnar verið greitt. Nú hefur ríkissaksóknari . ákært i málinu og fimm menn sakaðir um að hafa staðið i þessum svikum: Afgreiðslu- maðurinn Guðgeir Leifsson, stórkaupmennirnir Ásgeir H. Magnússon og Matthías Einarsson, báðir heildsalar, verzlunareigandinn og heild- salinn Garðar Ölafsson og svo Jóhann Stefánsson, leyfislausi heildsalinn. Auk þessara fimm er ákærður í tengslum við fjár- svikamál hins síðastnefnda Loftur Baldvinsson, prókúru- hafi án prókúru. Mönnum þess- um er gefið að sök að hafa stundað umboðssvik, skilasvik auk þess að hafa brotið tollalög. 1. þáttur: Batti, Pétur og Jósafat Ég hef undir höndum dóms- rannsókn vegna tollsvika- málsins og annarra mála, þar sem Jóhann þessi kemur við sögu ásamt Lofti Baldvinssyni og ýmsum kunnum fjármála- mönnum. Rannsókninni lauk í lok desember og í janúarlok gaf ríkissaksóknari út ákæru í málinu. Fyrir fákunnandi er lestur rannsóknarinnar á við reyfara. Og það minnir jafnvel á leikrit. Enda hafa starfsmenn ríkissaksóknara og Sakadóms Reykjavikur skipt því upp í kafla og þætti. „Leikendur" eru fleiri en aðeins þessir sex menn, sem hafa verið ákærðir. Má hér til nefna þá Guðbjart Pálsson, bíl- stjóra, Pétur Pétursson, stór- kaupmann, kallaður Pétur í glerinu, og siðast en ekki sízt Jósafat Arngrímsson, kaup- mann í Keflavík. Eins og fyrr sagði nema fjár- svik í þeim málum, sem til rannsóknar hafa verið vegna viðskipta þessara manna. tug- urn milljóna króna. Til dæmis nam fjárhagslegt tjón Flugleiða vegna tollsvikamálsins eins tæpum 20 milljónum króna þann 8. desember sl. eða nánar tiltekið 19.850.819.00 krónum. Penningtonmálið — 7 milljónir Og í Borgardómi Reykja- víkur var nú fyrir skemmstu kveðinn upp dómur í einka- máli, sem höfðað var á hendur Á. H. Magnússyni & Co. i einka- eign Asgeirs H. Magnússonar, sem sumir kalla Geira stæl. Samkvæmt dómsniðurstöðu er Ásgeiri gert að greiða tæpar sjö milljónir króna fyrir vangoldn- ar vörur, sem sviknar voru út úr Flugfrakt, vöruafgreiðslu flugfélaganna árið 1974. Fyrir dómi neitaði Ásgeir raunar að hafa nokkurn tíma pantað þessar vörur, alls 18 vörusendingar, enda þótt þær væru stílaðir á fyrirtæki hans Auk þess kveðst hann hafa látið Jóhanni Stefánssyni eftir að leysa þær úr tolli, þar sem hann hefði sjálfur ekki haft bolmagn til. Þetta er hið svokallaða PENNINGTONMÁL, sem rakið verður siðar. Afgreiðslumaðurinn greiðir5,5milljónir Rétt er að geta þess, að af- greiðslumaðurinn Guðgeir Leifsson, sem afhenti vörurnar út úr Flugfrakt, greiddi 10. desember sl. 5,5 milljónir króna sem innborgun á fyrrnefnt tjón Flugleiða. í yfirlýsingu vegna þessarar greiðslu segja Flug- leiðir, að „að móttekinni þess- ari skaðabótagreiðslu sam- þykkir félagið að falla frá frekari bótakröfum á hendur Guðgeiri Leifssyni.“ Þannig hefur afgreiðslu- maðurinn sýnt lit á því að bæta fyrir brot sitt að einhverju leyti, en hið sama verður ekki sagt um aðra málsaðila. Flug- leiðir hafa til dæmis gert kröfu í þrotabú Jóhanns Stefáns- sonar.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.