Dagblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977. íþróttir _______________íþróttir__________íþróttir________________íþróttir_______________íþróttir NÚS 3JA — eftirsigurge f yrstu mörl Frá Halli Halllssyni, Linz. íslenzka landsliðið b.vrjaði með geysilegum krafti í leiknum við Spánverja hér í Linz í gærkvöld. Það kom Spánverjum í opna skjöldu — en íslenzku leik- mennirnir yfirunnu alla tauga- spennu með því að skora fjögur fyrstu mörkin í ieiknum. Það var rothögg á spánska liðið — og í lokin skildu enn að fjögur mörk. Ísland sigraði með 21-17 og nú er mikill hugur í öllum í landsliðs- hópnum að tryggja þriðja sætið í B-keppninni. Það er innan seilingar — og takmarkið að komast í lokakeppni heims- meistarakeppninnar í Danmörku næsta ár að verða öruggt. Ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir það — íslenzka liðið þolir sex marka tap í leik sinum við Holland á fimmtudag, án þess að HM-sætið í Danmörku sé í hættu. Leikurinn gegn Spányerjum í gær var auðveldari en reiknað hafði verið með. Islenzka liðið réð ferðinni allan tímann. Sýndi mjög góðan leik — og gerði spádóma austurrísku bláðanna að engu. Öil höfðu þau spáð Spáni sigri fyrirfram í leiknum. Það var mikil og góð stemmning eftir leikinn í búningsherbergjunum. Astæðatil að fagna góðum leik — og allir hylltu Janusz Czerwinski. Hann hefur unnið mikið afrek í þjálfun Það er f r; leika m< — sagði GeirHallst Frá Halli Hallssyni, Linz. Nú stefnum við í A-keppnina í Danmörku næsta ár — og við verðum að fá Janusz Czerwinski til að halda áfram með liðið. Við lékum nú eins og hann hafði lagt fyrir okkur — ákaflega taktískt — og ég er ánægður með leikinn, sagði Geir Hallsteinsson í gær- kvöld. — Það var frábært að leika með þeim Axel og Ölafi H. Jónssyni í gær — mjög ánægjulegt og þeir komust mjög vel frá leiknum. Ég var ákveðinn í að keyra mjög í byrjun leiksins — og lagði mig þar allan fram. Það heppnaðist. Hins vegar varð ég þreyttur, þegar líða tók á leikinn, enda hafði ég ákaflega erfiðan mann í spánska liðinu gegn mér, þegar Spánverjar voru í sókninni. Hann var stórhættulegur, hornamaður- inn sá, sagði Geir ennfremur, eni leikur íslenzka liðsins snerist um hann og Geir sýndi oft snilldar- takta. Var ákveðinn og stjórnaði liðinu af mikilli festu. — Við náðum hreint stórkost- legum leikköflum og Öli Ben. var frábær, sagði Axel Axelsson eftir leikinn. Ég er ánægður með minn hlut. Er kominn i réttan ham. Var reyndar að komast i gott form, þegar ég meiddist á fæti heima i landsleik — en nú er þetta alit komið aftur. Eg hef „fundið mig‘‘ í æfingaleikjunum og nú blómstraði allt, sagði Axel ennfremur. Hann mátti líka vera ánægður með leikinn. Hans hlut- ur var snilldarlegur. — Það er stórkostlegt að leika í markinu, þegar svona vel gengur. Eg komst fljótt í gott stuð og það munar öllu, þegar varnarleikur- inn er svona góður, sagði Ölafur Benediktsson eftir leikinn. Hann varði 11 skot i leiknum — þar af níu skot af línu og var mjög Slík markvarzla sést ekki í A-Þýzkalandi! — ísland má tapa fyrir Hollandi með sex marka mun 0^!ír%, ^GRUPPE ^1377 '*N Staðaníriðlinum Staðan í milliriðlinum í Linz er nú þannig: A-Þýzkaland 2 Spánn 2 ísland 2 Ilolland 2 Næstu leikir á ísland — Holland. — Spánn. 0 48-33 4 1 42-37 2 1 41-44 2 2 29-46 0 fimmtudag. A-Þýzkaland Geir Ilallsteinsson stjórnaði spili íslenzka iiðsins snilldarlega í gær. Frá Halli Hallssyni, Linz. tslenzka liðið lék mjög vel í þessum leik við Spánverja og markvarzla Ólafs Benediktssonar var i bezta heimsklassa. Hún var gæðaflokki betri, en við í Austur- Þýzkalandi getum gert okkur vonir um, að markverðir okkar sýni, sagði eini blaðamaðurinn frá Austur-Þýzkalandi, sem skrif- ar um B-keppnina, Kohlenz, eftir leik íslands og Spánar. Og hann við. Auk Ólafs Ben. léku þeir Ólafur H. Jónsson. Axel Axelsson og Geir Hallsteinsson snilldarlega. Það fór ekki á milli mála. Betra liðið sigraði. íslenzka liðið var sterkara en okkar, sagði Jose Perramon, markvörður og leikreyndasti maður spánska liðsins með 83 landsleiki eftir leikinn. Okkar lið var í betra formi fyrir þremur mánuðum — en einhver þreyta komin í leik- menn og við erum á niðurleið. En íslenzka liðið kom okkur vissu- lega á óvart með sínum góða leik. Það lék betur en við reiknuðum með og þeir Ölafur H„ Axel og Víðar Símonarson voru beztu menn liðsins, sagði mark- vörðurinn ennfremur. Eftir leikinn fór Ölafur H. Jónsson í „dóptest" — það er lyfjapróf ásamt einum leikmanni Spánverja og ekkert athugavert kom fram h.já þeim. Þar var allt í lagi — og það þekkist áreiðanlega ekki — eða svo er að minnsta kosti talið — að leikmenn í hand- knattleik noti örvandi lyf. Keppnin í B-milliriðlinum heldur áfram á fimmtudag hér í Linz. Þá leika Austur-Þýzkaland og Spánn — og ísland og Holland. Þess má geta, að íslenzka liðið má tapa leiknum við Holland með sex marka mun án þess að úrslita- sætið í HM í Danmörku næsta ár sé í hættu. Hins vegar komast Hollendingar í úrslitin í Dan- mörku ef þeir vinna ísland með sjö marka mun — möguleiki.sem allir hér útiloka, jafnt Hol- lendingar, íslendingar og aðrir. Þar á meðal austurríska pressan. Manch. City sigraði á tveimur vítaspyrnum! á eftir Liverpool í 1. deildinni ensku ánægður. Einn leikmaður City hafði hlaupið inn í vítateiginn — og dómarinn lét taka vítaspyrnu í 3ja sinn. Enn sendi Tueart knöttinn hægra megin við ind- verska markvörðinn og í mark. Þá var Fitzpatrick ánægður. Þremur mín. síðar var aftur dæmd vítaspyrna á Norwich. Tueart tók spyrnuna og skoraði — já, alveg rétt, sendi knöttinn hægra megin við Keelan í mark. Pressa Manc. City var þung loka- kafla leiksins, en Keelan bjargaði liði sínu frá miklu stærra tapi. Úrslit i gær urðu þessi: 1. deild Everton—Arsenal 2-1 Man. Cit.v—Norwich 2-0 Bob Latchford náði forustu fyrir Everton snemma i leiknum og á 62. mín. skoraði David Jones annað mark Everton. Rétt í lokin skoraði Malcolm MacDonald eina mark Arsenal. 22. mark hans á leiktímabilinu. Þrir leikmenn Ar- senal voru bókaðir. 2. deild Wolves—Blackpool 2-1 Ken Hibbitt skoraði sigurmark Úlfanna fjórum mín,. fyrir leiks- lók. Daley skoraði fyrsta mark leiksins. Hatton jafnaði fyrir Blackpool. 3. deild Bury—Wrexham 0-2 Oxford—Shrewsbury 4-2 4. deild Newport—Uoncaster 1-2 Rochdale—Southport 3-0 Swansea—Bradford 2-3 Skozka úrvalsdeildin Dundee Utd.—Partick 0-0 Coventry keyti í gær Jim Hilton frá Sunderland fyrir 40 þúsund pund. Holton, sem lengi lék með Manch., Utd. getur ekki leikið strax með Coventry vegna meiðsla. — ogernústigi Maneh. City sigraði Norwich með mörkum úr tveimur vita- spyrnum t 1. deildinni ensku í gær og er nú aðeins einu stigi á eftir Liverpool í deildinni. Hefur leikið einum leik ntinna. Þá náðu Úlfarnir öðru sæti í 2. deiid með sigri á Blackpool — og eru nú aðeins einu stigi á eftir Chelsea. Hafa samt leikið tveimur leikjum minna. Leikurinn við Manchester var óvenjulegur. Þegar 30 mín. voru eftir af leiknum var brotið á Dennis Tueart innan vitateigs Norwich. Dómarinn Roger Fitzpatrick dæmdi þegar víta- spyrnu. Tueart tók hana sjálfur og sendi knöttinn hægra megin við Kevin Keelan í mark Norwich. Dómarinn lét hann taka spyrnuna aftur —og aftur sendi Tueart kniittinn hægra megin við Keelan í tnark. Ekki var dómarinn Notaðir bílar til sölu Wagoneer 8 cyl. sjálfskiptur, ‘71, ‘73, ‘74. Wagoneer 6 cyl '71, '72, '73 '74.'75. Cherokee 8 cvl. sjálfskiptur '74 Cherokee 6 c.vl. beinskiptur '74.'75. Jeepster commando, bíll í sérflokki, '73 Jeep CJ5 með blæju '74, '75 Willy’s jeep '64, '65, '66, '67 Hornet '74, '75 Hornet Hatchback '74, '75 Matador coupé '74 Galant grand luxe '74 Galant dc luxe '84 Lancer 1200 2ja og 4ra dyra '74. '75 Lancer 1400 4ra dyra '74 Sunbeam Alpina '70 Sunbeam Arrow '70 Hunter '70,'71,'72, '74 Minx '68 Sunbeam 1250 og 1500 '70, '71, '72, '73 Broneo '66, '67, '73, '74 VW '71, '73 Austin Mini '73, '74 Morris Marina '74 Cortina '70, '71, '73, '74 Willy’s FC 150, fram- b.vggður með húsi '65 Saab 96 '72 Benz 230 sjálfskiptur með aflstýri og -bremsum '72 Lada '74, '75 Rambler American '67 Frambyggður Rússajeppi (Camper) '72 Fiat 128 '75 Dodge Chalanger '74 NYIR BILAR: Cherokee '77 Wagoneer ‘77 Sunbeam 1600 super ‘77 Lancer 1200 og 1400 ‘77 Galant Sigma '77 Jeep CJ5 ‘77 Getum bœtt við bílum í sýningarsal okkar og ó söluskrá. Allt á sama stað EGILL. VILHJALMSSON HE Laugavegi 118-Simi 15700

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.