Dagblaðið - 02.03.1977, Qupperneq 22
22
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977.
Þjófar og villtar meyjar
(The Great Scout and
Cathouse Thursday)
Viðfræg, sprenghlægileg og vel
leikin ný. bandarísk gamanmynd
í litum.
Aðalhlutverk: Lee Marvin, Oliver
Reed. Elizabeth Ashley.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hækkað verð.
Islenzkur texti
Síðasta sinn
I
I
Kvenhylli og kynorka
Bráðskemmtileg og d.jörf ný ensk
litmynd með Anthon.v Kenyon og
Mark Jones.
Islenzkur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 9 og 11
og á samfelldri sýningu kl. 1.30 til
8.30 ásamt myndinni
Húsið sem draup blóði
með Peter Cushing.
Samfelld sýning kl. 1.30 til 8.30.
Rúmstokkurinn
er þarfaþing
S0REN STR0MBERG PAUL HAGEN
OLE S0LTOFT • ARTHUR JENSEN
ANNIE BIRGIT GARDE
, LISE-LOTTE NORUP
Ný, djörf, dönsk gamanmynd og
tvímælalaust skemmtilegasta
„rúmstokksmyndin“ til þessa.
tslenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Logandi víti
Stórkostlega vel gerð og leikin ný
bandarísk stórmynd, talin lang-
bezta stórslysamyndin sem gerð
hefur verið, enda hefur hún alls
staðar fengið metaðsókn.
Aðalhlutverk: Steve McQueen,
Paul Newman, William Holden,
Faye Dunaway.
ísl. texti.
Sýnd kl. 9.
Hækkað verð.
1
STJÖRNUBÍÓ
I
Ást með fullu frelsi
(Violer er blá)
tslenzkur texti.
Sérstæð og vel leikin ný dönsk
nýtímamynd, sem orðið hefur
mjög vinsæl víða um lönd. Leik-
stjóri. Peter Refn. Aðalhlutverk:
Lisbeth Lundquist, Baard Owe.
Sýnd kl. 6, 8 og 1(L
Bönnuð innan 16 ára.
Þú ok nýju MANZ-skórnir þínir verða
fljótt óaðskiljanlegir vinir.
6
erndið f œturna
andið skóvalið
Domus Medica Egilsgötu 3
Sími: 18519.
IAUGARASBÍO
Rauði sjórœninginn
S)
Ný mynd frá Universal, ein
stærsta og mest spennandi sjó-
ræningjaniynd sem framleidd
hefur verið síðari árin. ísl. texti.
Aðalhlutverk: Robert Shaw.
James Earl Jones, Peter Bovle,
Genevieve Bujold og Beau
Bridges.
Sýnd kl. 5. 7. 9 og 11.
Bönnuð börnunt innan 14 ára.
I
NÝJA BIO
I
Royal Flash
Ný bandarísk litmynd um ævin-
týramanninn Flashman, gerð
eftir einni af sögum G.
MacDonald Fraser um Flashman,
sem náð hafa miklum vinsældum
erlendis. Aðalhlutverk: Malcolm
McDowell, Alan Bates og Oliver
Reed.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
I
TÓNABÍÓ
Enginn er fullkominn
(Some like it hot)
„Some like it hot“ er ein bezta
gamanmynd sem Tónabíó hefur
haft til sýninga. Myndin hefur
verið endursýnd víða erlendis við
rnikla aðsókn.
Leikstjóri: Billy Wilder.
Aðalhiutverk: Marilyn Monroe,
Jack Lemmon, Tony Curtis.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7.15 og-9.30.
HÁSKÓLABÍÓ
Mjúkar hvílur —
mikið stríð
(£oft beds — hard battles)
I
Sprenghlægileg ný litmynd þar
sem Pcter Sellers er allt í öllu og
leikur 6 aðalhlutverk, auk hans
leika m.a. Lila Kedrova og Curt
Jiirgens.
Leikstjóri: Roy Boulting.
tsl. texti.
Sýnd kl. 5. 7 og 9.
Góóa skemmtun.
Allra síðasta sinn.
Leikfélag
Kópovogs
Glataðir snillingar
aukasýning sunnudag
20.30.
Aðeins þetta eina sinn.
Aðgöngunnðar lijá l,h
Blöndal, Skólavörðustíg c
Félagsheimili Kópavogs.
Miðasalan opin frá kl. 17.
Sími 41985.
Útvarp
Sjónvarp
i)
Sjónvarp f kvöld kl. 18,15:
Líf unglinga í Vest-
mannaeyjum séð með
augum útlendinga
Börnin á Heimaey nefnist
mynd sem er í barnatímanum í
dag kl. 18.15. Er þetta dönsk
heimildarmynd sem gerð er í
samvinnu við sænska sjónvarpið.
Þýðandi er Guðmundur Svein-
björnsson en þulur er Jón O.
Edwald.
„Þessi mynd er tekin af út-
lendingum og fyrir útlendinga en
það er fróðlegt fyrir okkur að sjá
hverjum augum þeir líta á efnið.
Myndin er gerð til þess að sýna
dönskum unglingum hvernig líf
unglinganna er í Vestmannaeyj-
um. Myndin hefst á gosinu og eru
nokkrar svipmyndir frá því en
síðan er daglegt lif eyjabarnanna
sýnt. Það er einnig sýnt hvernig
öskuhreinsunin fór fram.
Það eru aðallega strákar og
stelpa sem þarna koma fram og
sýnt hvernig foreldrar þeirra og
aðrir forfeður þeirra voru fiski-
menn, það er sýnt hvernig strákar
spranga í björgunum.
Myndin lýsir lífinu nokkuð vel
þótt kannski sé ekki mikið meira
um hana að segja." sagði Jón O.
Edwald.
Mynd þessi er á litfilmu en enn
hefur sjónvarpið ekki tæki. til
þess að senda litfilmur út þannig
að myndin er sýnd í svart-hvítu
Að sjálfsögðu er ekki nema hálft
gaman að því að sjá hana í svart-
hvítu, eins og segja má um svo
margar aðrar myndir sem við
höfum séð á undanförnum árum i
sjónvarpinu. Flestar ef ekki allar
sjónvarpsmyndir sem gerðar
hafa verið á undanförnum árum,
eru teknar með það fyrir augum
að vera sýndar í lit og ekki hálft
gagn af því að sjá þær i
svart-hvítu
Þetta stendur allt til bóta, því
nú hafa borizt fréttir frá yfir-
völdum þess efnis að nauðsynleg
tæki til litaútsendingar verði
fengin til sjónvarpsins í náinni
framtíð.
Sýningartími Vestmannaeyja-
myndarinnar er þrjátíu og fimm
mínútur.
-A.Bj.
1 myndinni í kvöld frá Vestmannaeyjum er m.a. sýnt hvernig
Vestmannaeyjaungiingar spranga. Þarna er ein ung og frísk
sprangandi Vestmannaeyjamær. DB-mynd Ragnar Th.
Wimsey lávarður
og Onedin skip-
stjóri snúa aftur
Sagt var frá því í einu dag-
blaði fyrir skömmu að þegar
sýningum á finnska framhalds-
myndaflokknum um Maju á
Stormey l.vki hæfust sýningar
á nýjum bandarískum fram-
haldsmyndaflokki Rich man
poor man. Samkvæmt áreiðan-
legum heimildum verður ein-
hver bið á að við fáum að sjá
þann þátt, því hann var dýrari
en svo að íslenzka sjónvarpið
gæti keypt hann.
Næsta miðvikudag er fyrsti
þátturinn í fjögurra þátta saka-
málaflokki um Lord Peter
Wimsey. Að þeim þætti loknum
hefst nýr flokkur um skipstjór-
ann vinsæla Onedin. Er ekki að
efa að margir gleðjast við
endurkomu hans, því hann
naut mikilla vinsælda þegar
myndirnar um hann og fjöl-
skyldu hans voru á skjánum.
A.Bj.
Peter Gilmore fer með hlutverk Onedins skipstjóra en hann kemur
aftur á skjáinn eftir að f jórum þáttum um sir Peter Wimsey Iýkur.
Sjónvarp f kvöld kl. 20,45:
Nú kynnumst við hugviti franskra í
þættinum Nýjasta tækni og vísindi
Þátturinn Nýjasta tækni og
vísindi er á dagskrá sjón-
varpsins í kvöld kl. 20.45.
Umsjónarmaður er Örnólfur
Thorlacius. Verða kynntar
nokkrar franskar fræðslu-
myndir. í þeirri fyrstu kynn-
umst við franska hönnuðinum
og listamanninum Georges
Patrix, sem fæst við að fegra
ýmsa vinnustaði. — I einni
myndinni er kynnt gagnmerkt
tæki er hlotið hefur nafnið
bergmálshjartaritun, þar sem
fyigzt er með starfandi hjarta
með því að senda út hljóðmerki
og mæla síðan bergmál
merkjanna á myndskjá.
Þá kynnumst við einnig
aðferðum Frakka við að hanna
byggð í nánd við háværar hrað-
brautir og sýnt er líkan sem
reist hefur verið af slíkri
byggð. -A.Bj.