Dagblaðið - 02.03.1977, Side 24
Stefnt að mikilli aukningu rafhitunar húsa
Aðeins 3,3 af 100 með
olíuhitun eftir 5 ár
Kinungis 3,3 af hverjum 100
iandsmanna veröa með olíuhit-
un í húsum sínum að fimm
árum liðnum, ef sú orkuspá
stenzt, sem nú er verið að skoða
á miðsvetrarfundi Sambands ís-
lenzkra rafveitna.
Raforkuspáin er miðuð við,
að því er tekur til húshitunar,
að forgangsorka korni i stað
olíu til hitunar húsa i dreifbýli
og þéttbýli þar sem möguleikar
á öflun jarðhita eru taldir litlir
eða vafasamir sem stendur.
Gert er ráð fyrir að þessi um-
skipti á hitunaraðferð eigi sér
að langmestu le.vti stað á næstu
árum og fyrir 1985.
Einungis er reiknað með
þeirri raforkusölu til stóriðju
sem þegar hefur verið samið
um. Hún reiknar með að virkj-
anir komi í notkun á þeim tíma
sem nú er ákveðinn og þær
verði tengdar sem fullkomnast.
Rafhitun yrði þá tiltölulega
minnst á Suðurlandi og Reykja-
nesi eða 7,9 prósent en mest á
Austurlandi, 100 prósent. Á
öllu landinu er áætlað að 22.7
prósent íbúanna verði á rafhit-
unarsvæðum en 77,3 prós&nt á
hitaveitusvæðum.
Heimilisnotkun rafmagns er
nú svipuð í öllum landshlutum,
rúmlega 1000 kílówattstundir á
íbúa á ári. í orkuspánni er
stuðzt við áætlanir Svía og
Norðmanna um heimilisnotk-
un, en í þeim er gert ráð fyrir
að notkunin verði orðin um
3300 kilówattstundir á íbúa á
ári árið 2000. Aukningin er tal-
in munu verða nokkuð ör fyrst í
stað en síðar dregur úr aukn-
ingunni.
Orkuspá þessa gerði sérstök
orkuspárnefnd. Því fer fjarri,
að menn séu sammála um
þessar miklu rafhitunaráætlan-
ir, Eins og DB skýrði frá í gær,
lét Aðalsteinn Guðjohnsen, raf-
magrisstjóri Reykjavíkur, svo
ummælt á fundinum í gær, að
,,ofurkapp“ hefði verið lagt á
rafhitun. Samanburður við
hitaveitur væri hitaveitunum
tvimælalaust í hag.
-HH
Kapalviðgerðin
íEyjum:
Fárviðri
frestar
viðgerð
— Árvakur
kominn með
viðgerðarbúnað
Árvakur kom til Eyja í gær
með búnað meðferðis til að
gera við rafmagnskapalinn.
Stóð til að hefja þegar vinnu
við viðgeröina, en í morgun
var fárviðri á austan og þvi
ekki unnt að gera neitt. Gott
veður verður að vera svo unnt
sé að standa að verkinu.
Að sögn bæjarstjóra hafa
bæjarbúar tekið vel tilmælum
um að spara rafmagn og því
hefur varaaflið dugað svo til
fram að þessu. Þegar unnt
verður aö hefja vinnu við við-
geröina. er búiz\ við að hún
taki fjóra til fimni daga. -G.S.
Einn er að flýta sér, en öðrum liggur ekkert á. Sumir komast aldrei yfir þáð sem þeir ætla að gera, hversu
mjög sem þeir fiýta sér og hlaupa. Hjá öðrum er biðin löng og tíminn virðist næstum standa kyrr. Þessi
svipmynd er úr Lækjargötu — sjaidgæf sjón en þó enn til. í bakgrunni erStjórnarráðshúsið þar sem mest
er f jallað um hækkanir á vöruverði þessa dagana. DB-mynd Hörður.
Reyðarfjörður:
Milljónatjón
—er skip sigldi á bryggju
í blíðskaparveðri í gærkvöldi
sigldi 12 þúsund lesta grískt
skip á mikilli ferð á bryggjuna
á Reyðarfirði. Við áreksturinn
stórskemmdist nýlegt stálþil
mikið og er um milljónatjón að
ræða.
Stór rifa myndaðist á stefni
gríska skipsins, sem síðan slóst
þvert fyrir og lenti á Helgafell-
inu sem lá við bryggjuna.
Helgafellið slapp óskemmt.
Gríska skipið fór strax frá
br.vggju. Það er stærsta skip
sem hér hefur komið um árabil.
Átti skipið að lesta 850 tonn af
mjöli.
Bryggjan er nothæf eftir
áreksturinn en skemntdirnar á
stálþilinu eru neðan sjávarlinu.
Vigfús/A.Bj.
Byrjað á Grundar-
tangalínu bráðum
Að sögn Agnars Olsen hjá
Landsvirkjún má búast við að
byrjað verði að vinna við lagn-
ingu háspennulínu til Grundar-
tanga. Blaðið skýrði frá til-
boðum í verkið fyrir skömmu
og kom þar m.a. fram mjög mik-
ill mismunur á hæstu og lægstu
tilboðum. Var verkið boðið út í
þrem áföngum.
Landsvirkjun hefur nú
ákveðið verktaka, í hvern
áfanga. Þeir eru Aðalbraut hf.,
Hlaðbær hf. og Vörðufell hf.
Voru þeir lægstbjóðendur í við-
komandi áfanga. Hlaðbær átti
að vísu lægsta tilboð í tvo
áfangá, en það skilyrði fylgdi
tilboðum fyritækisins að það
tæki ekki nema einn áfanga.
-G.S.
Rosahækkun á kaffi og
strætisvagnafargjöldum
N.ú berast daglega fréttir af
verðhækkunum á nauðsynja-
vörum. í gær ákvað verðlags-
nefnd að heimila vérðhækkun á
kaffi. strætisvagnafargjöldum
og gasolíu.
Kaffið hækkar um 26,3% og
kostar nú pakkinn af ódýrasta
kaffinu 370 kr., kostaði áður
293 kr. Þessi hækkun er vegna
uppskerubrests í Brazilíu. Eru
raunar boðaðar frekari verð-
hækkanir á þessum þjóðar-
drykk okkar.
Strætisvagnar Reykjavíkur
eru reknir með gifurlegu tapi
og er meðaltalshækkunin 23%.
Einstaklingsfar kostar nú kr.
60, var áður 50. Nitján farmiða
spjöld kosta nú 1000 kr. Spjöld
með fjörutiu og fjórum ntiðum
kosta 2000 kr. og fjörutíu og
fjögurra miða spjöld f.vrir
ör.vrkja og aldraða kosta nú
1000 kr. Einstök fargjöld barna
kosta nú 20 kr. og farmiða-
spjöld með fjörutíu farmiðum
kosta 600 kr.
Olía. án söluskatts. til húsa-
hilunar og fiskiskipa kostar nú
30 kr. hver lítri, kostaði áður 28
kr. Er þetta 7% hækkun. Ef
þessi olía fer á bíla er hækkun-
in minni að prósenttölu eða
5%. en hver olíulitri til bíla
kostar 40 kr., var áður 38 kr.
Fyrir lá einnig beiðni frá
olíufélögunum um tveggja
króna hækkun á hvern
bensínlítra, en þeirri beiðni var
svnjað.
A.Bj.
frjálst,úháð daghJað
MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1977.
Krafla:
„Krftískt”
ástand um
helgina?
„Skjálftarnir frá kl. 3 í gær-
dag til 8 i morgun reyndust
vera 29, þar af 4 rétt yfir 2 stig
á Richterskvarða. Sólarhring-
inn á undan voru skjálftarnir
25, þar af 5 rétt yfir 2 á
Richter," sagði Bryndís
Brandsdóttir á skjálftavakt-
inni við Kröflu í morgun.
..Skjálftarnir við Kröflu
aukast stöðugt," sagði Bryndís
og bætti við að menn byggjust
við „krítísku" ástandi núna
um helgina.
í gær Jiafði landrisið við
stöðvarhúsið náð 6.558 mm en
fyrir skjálftahrinuna í janúar
er land byrjaði að siga aftur
hafði landrisið náð 6.682 mm.
Þess ber þó að gæta, að sögri
Bryndísar, að landrisið eykst
alltaf þannig, að áður en það
b.vrjar að síga á ný næst er
búizt við að það verði orðið
meira en 6.682 mm eins og það
varð mest í janúar. EVI
Skákskýringar
Smyslovsog
dr. Alsters
Út er komin aukaútgáfa af
tímaritinu Skák. Flytur blaðið
allar skákirnar, sem tefldar
hafa verið í áskorendaeinvigj-
unum fjórum sem nú standa
yfir, nema skák Horts og
Spasskys sem tefld var í gær-
kvöldi. Nýtt blaðþessararauka-
útgáfu Skákar kemur út aila
dagana, sem teflt er hér, með
þeint skákum sém lokið er.
Skákskýringar eru eftir þá
Smyslov, fyrrverandi heims-
meistara, og dr. Alster, að-
stoðarmann Horts. -BS
Lífogfjörá
Loftleiðum
í dag verður líf og fjör á
Loftleiðahótelinu. Auk þess
sem Hort og Spassky taka til
við biðskák sína frá í gær-
kvöldi verða skýrðar og sýndar
skákir Larsens og Portisch í
Rotterdam, Meckings og
Polugajevskis i Luzerne og
Korchnois og Petrosians í II
Ciocco.
Að venju verða það færustu
skáksérfræðingar sem skák-
irnar skýra jafnóðum og leikjr
berast, en skákskýringarnar
hafa þótt mjög skemmtilegar
og menn þaulsætnir yfir þeim.
-BS
Brældiámið-
unumínótt
,,Við bíðum eftir betra
veðri." sagði Jafet Ölafsson
hjá loónunefnd í viðtali við DB
i morgun.
,,Það brældi á loðnumiðun-
um í nótt og var sama og engin
veiði. Sólarhringinn á undan
fór aflinn upp í 8800-tonn frá
þrjátíu skipum. Skipin eru á
tveimur veiðisvæðum, við
Ingólfshöfða og rétt við Vest-
mannaeyjar," sagði Jafet.
A.Bj.