Dagblaðið - 24.03.1977, Síða 7

Dagblaðið - 24.03.1977, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAC.UR 24. MARZ 1977. 7 Verzlunarhúsnæði Óskum eftir að taka á leigu sem fyrst verzlunarhúsnæði við Laugaveginn eða sambærilega verzlunargötu. Uppl. í síma 27510. NYERERE ÞAKKAR PODGORNY Forseti Tánzaniu, Julius Nyerere, hefur borió lof á Sovétmenn fyrir aðstoð þeirra við frelsishreyfingar Afríku- ríkja en gagnrýndi um leið aðstoð þeirra við óháð ríki S- Afríku. í ræðu sem Nyerere hélt í samkvæmi til heiðurs Nikolai Podgorny, forseta Sovétríkj- anna sem þar er í heimsókn, sagði hann að vir.áttusamband ríkjanna hefði verið styrkt' „vegna stuðnings Sovétríkj- anna við frelsisbaráttu A'fríku- ríkja". 1 ræöunni sagði Nyerere m.a.: „Enda þótt þjóðir þessar- ar álfu fari ekki fram á það að aðrir berjist fyrir frelsi þeirra geta stríðsmenn vorir ekki notað boga og örvar gegn ný- tízku herbúnaði óvinanna. Við í Tanzaníu'erum þakklátir Sovét- möfinum fyrir þá aðstoð sem þeir hafa veitt okkur og frelsis- hreyfingum kúgaðra Afríku- þjóða.“ BILASALA RENAULT 12 TL 72 RENAULT 12 TL 73 RENAULT 12 TL 74 RENAULT 12 TL 74 RENAULT 12 ST 71 RENAULT 12 ST 74 RENAULT 12 ST 75 RENAULT 12 ST 75 RENAULT 15 TS RENAULT 16 TL 74 RENAULT 4 VAN 75 RENAULT 4 VAN 76 Kristinn Guðnason hf. SUÐURLANDSBRAUT 20 — SÍMI 86633 Mest seldi bíllinn í Evrópu 1976. RENAULT Öfgarnar í veðráttu Bandaríkjanna Bóndi í suðvesturríkinu Kansas í Bandaríkjunum sést hér kanna botn uppþornaðrar tjarnar á landareign sinni eftir mikia vetrarþurrka á þessu svæði. Fyrir neðan má sjá snjó þann sem kýngt hefur niður í Kolorado og svipuðum sióðum og má með sanni segja að bæði bóndinn og fólkið í húsinu, sem er hálfgrafið í snjðnum, bíði eftir betra veðri. Blásið hefur verið nýju lífi i stjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi eftir margra vikna óvissu um framtíð hennar því í gær tókust samningar við flokk frjálslyndra um stjórnarsamstarf. Með því að frjálslyndir fá að starfa mjög náið með ríkisstjórn- inni var komið í veg fyrir að van- trausttillaga íhaldsmanna næði fram að ganga en slíkt hefði haft þriðju þingkosningarnar á þremur árum í för með sér. Lítið vantar á að samkomulagið feli í sér stjórnarsamstarf. Þó munu engir hinna 13 þingmanna frjálslyndra eiga sæti í ríkis- stjórninni. Þá munu leiðtogar flokkanna beggja hittast reglulega til þess að ræða stjórnarstefnuna í ýms- um málum. Er þetta í fyrsta skipti, ef frá er talinn stuttur tími í síðari heims- styrjöld, sem frjálslyndir hafa einhver áhrif á stjórnarstörf í meira en 60 ár. Stjórn Callaghans var vart hugað líf í gær en frjálslyndir komu til bjargar á síðustu stundu. Callaghan bjargaö með blástursaðferðinni

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.