Dagblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977. 13 íþróttir Stórsigur Evrópumeist araTékka! Staðaní l.deild Úrslit leikja í gærkvöld: FH—Fram 26-22 Haukar—Valur 19-20 Staðan í 1. deild er nú: Valur 10 7 0 2 201-167 14 Víkingur 9 7 0 2 220-192 14 Haukar 10 5 2 3 199-197 12 FH 9 5 1 3 210-188 11 ÍR 9 4 2 3 180-188 10 Fram 9 3 1 5 182-191 7 Þróttur 8 0 3 5 146-174 3 Grótta 9 0 18 171-212 1 Markhæstu leikmenn nú eru: Hörður Sigmars., Haukum 75/22 Þorbjörn Guðm.son., Val 57/10 Jón Karlsson, Val 56/20 Viðar Símonarson FH 56/22 Geir Ilallsteinsson FH 53/10 Ólafur Einarsson, Vík., 51/9 Konráð Jónsson, Þrótti 41/6 Pálmi Pálmason, Fram 42/20 Björgvin Björgvinsson, Vík.40/2 Þorb. Aðalsteinsson Vík. 38/— jón Pétur Jónsson, Val 38/- Þór Ottescn, Gróttu 37/- Vilhj. Sigurgeirsson, ÍB 26/21 Brynjólfur Markússon, ÍR 35/- Viggó Sigurðsson, Víking 34/8 Árni Indriðason, Gróttu 33/21 Þorbjörn Guðmundsson var tvímælalaust maður leiksins í gærkvöld — skoraði 10 mörk á f jölbreytilegan hátt. Hér sKorar þesst sterki leik- maður af línu í gærkvöld. Gunnar Einarsson kemur engum vörnum við og Svavar Geirsson og Elís Jónasson fylgjast með. DB-mynd — Sveinn Þormóðsson. STEFNIR í UPPGJÖR VÍKINGS 0G VALS! —eftir sigur Vals gegn Haukum 20-19 í 1. deild Islandsmótsins ígærkvöld. Valur náði Víking þar með að stigum — bæði með 14 stig Valur vann ákaflega þýðingar- mikinn sigur á Haukum í 1. deild Íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld suður í Hafnarfirði — en sigur Vals var naumur 20-19 — sigur engu að síður og 2 þýðingar- mikil stig í Hlíðarenda. Þessi sigur Vals styrkir þá skoðun að baráttan um íslandsmeistara- titilinn verði í ár milli Vals og Víkings. Já, tvö stig fóru í Hlíðarenda en ætli Valur að eiga möguleika á meistaratitli í vetur verður liðið að sýna betri handknattleik en í gærkvöld. Sannleikurinn er sá að sá handknattleikur sem félögin sýndu í gærkvöld var ákaflega slakur — mikið um mistök á báða bóga og Valur sigraði einfaldlega vegna þess að Haukar gerðu fleiri mistök. Leikurinn í gærkvöld var leikur mistakanna eins og sjá má ef litið er á eftirfarandi. Haukar voru ákaflega slakir í fyrri hálf- leik og Valur hafði yfir 13-9 í leikhléi. Hvað eftir annað misstu leikmenn knöttinn klaufalega, sendu hann einatt beint í hendurnar á Valsmönnum. 1 byrjun síðari hálfleiks brá svo við að það voru Valsmenn sem gerðu mistökin — já, hreint ótrúieg mis- tök. Haukar skoruðu þá 6 mörk gegn 1 marki Valsmanna og breyttu stöðunni í 15-14 sér í vil. Þá hljóp hins vegar allt í baklás hjá Haukum og næstu 5 mörk voru Vals — þeir breyttu þá stöðunni í 19-15 sér. í vil — Haukar gerðu sig seka um hrein byrjendamistök. En hvað gerðist næst — jú, það var komið að Valsmönnum að gera mistökin og Haukar skoruðu 4 síðustu mörkin gegn 1 marki Valsmanna. Haukar voru með knöttinn þegar leik- urinn var flautaður af en tókst ekki að nýta sér það. Slíkur var leikurinn í gærkvöld — sannar- lega leikur mistakanna en Vals- menn náðu því sem þeir ætluðu sér — tveimur stigum og baráttan miiii Víkings og Vals þvi í al- gleymingi. Haukar eygja nú hins vegar sáralitla möguleika á meistaratitili — til þess gerðu þeir sig seka um of mörg mistök — byrjendamistök í gærkvöld. Ef við snúum okkur að leiknum í gærkvöld þá mættu Valsmenn mjög ákveðnir til leiks og skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en Haukar náðu að jafna 2-2 á 4. mínútu. Valsmenn höfðu undir- tökin í fyrri hálfleik — voru yfir- leitt 2-3 mörk yfir og mest 4 mörk í leikhléi, 13-9. Síðan kom að síðari hálfleik — um hann þarf ekki að hafa mörg orð. Valur stóð uppi sem sigurvegari 20-19. Valsmenn sóttu tvö stig suður í Hafnarfjörð í gærkvöld, sannarlega dýrmæt stig. En það hlýtur að vera Vals- mönnum íhugunarefni að enn mæðir markaskorun allt of mikið á fáum mönnum — nokkuð sem varð liðinu að falli gegn Víkingi á mánudag. Þorbjörn Guðmunds- son átti sannarlega stórleik í gær- kvöld — sterkur í vörn og þættulegur í sókn og hann skoraði 10 mörk í leiknum — á fjölbreytilegan hátt, sum af línu, önnur með gegnumbrotum og enn önnur með þrumuskotum. Já, Þorbjörn er sannarlega vaxandi maður. Þeir Jón Pétur og Jón Karlsson skoruðu 4 mörk hvor — en Jón Karlsson var tekinn úr umferð lengst af I síðari hálfleik. Þar eru komin 18 af 20 mörkum Vals — en á mánudag skoruðu þeir þrír 19 af 20 mörkum Vals. Stefán Gunnarsson skoraði siðan 2 mörk Vals. Haukar voru ákaflega ólíkir sjálfum sér, ef mið er tekið af því að þeir léku suður í Hafnarfirði. Leikmenn gerðu sig seka um slæm mistök og virtist sem mikil taugaspenna væri I liðinu. Það var afdrifaríkt fyrir Hauka að Hörður Sigmarsson var aðeins skugginn af sjálfum sér en hins vegar dreifist markaskorun á fjölda leikmanna. Ólafur Ólafss. skoraði flest mörk Hauka, 4 — öll úr vítaköstum. Hörður Sigmars- son, Ingimar Haraldsson og Guð- mundur Haraldsson skoruðu 3 mörk hver. Sigurgeir Marteinsson og Elías Jónasson skoruðu 2 mörk hvor og þeir Jón Hauksson og Þorgeir Haraldsson 1 mark hvor. Leikinn dæmdu þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson og höfðu þeir góð tök á leiknum þó ef til vill megi deila á einstök atriði í dómgæzlu þeirra: Evrópumeistarar Tékkó- slóvakíu sigruðu Grikki 4-0 í vin- áttulandsleik þjóðanna sem fram fór í Prag í gærkvöld. Tékkar áttu ekki í erfiðleikum með Grikkina en leikurinn var liður í undirbún- ingi Tékka fyrir landsleik gegn Wales sem fram fer í Wrexham á miðvikudag en sá leikur er ein- mitt iiður i undankeppni HM. Skotar eru í riðlinum ásamt Wales og Tékkum. Evrópumeistararnir tóku leik- inn létt — og léku 15 leikmenn — það er f jórir varamenn komu inn. Þegar á 9. minútu skoruðu Tékkar — Panenka skoraði beint úr aukaspyrnu og á 18. mínútu skoraði Nehoda með skalla eftir sendingu Masny. Aðeins mínútu síðar kom þriðja markið og það skoraði Gogh — þrumuskot hans af 25 metra færi hafnaði efst í hægra markhorninu og þannig var staðan í leikhléi. Þá settu Tékkar inn varamenn sína — fjóra — og yfirburðir þeirra voru þrátt fyrir það miklir. En aðeins eitt mark kom í síðari hálfleik. Það kom á 56. mínútu — Dobias skaut þá þrumuskoti sem markvörður Grikkja varði mjög vel í horn. En það reyndist skammgóður vermir — Masny skoraði með skalla úr hornspyrn- unni og stórsigur Tékka varð stað- reynd. Stórsigur sem enn eykur sigurlíkur þeirra í HM-riðiinum en þar hafa Tékkar þegar sigrað Skota 2-0. FH sigraði Víking FH sigraði Víking í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik kvenna í gærkvöld — 16-9 voru lokatölur leiksins en Víkingur byrjaði leikinn vel — komst í 2-0 en jafnt var í leikhléi. i síðari hálfleik komu hins vegar yfir- burðir FH í Ijós — hvað eftir annað skoruðu FH-stúlkurnar úr hraðaupphlaupum — nokkuð sem Víkingar hafa átt ákaflega erfitt með að verjast í vetur og kostað. ófá stig. Víkingur er enn stigi á undan Breiðabliki — hefur hlotið 4 stig, Blikarnir 3 stig og er baráttan á botninum hörð. FH siglir hins vcgar á milli skers og báru — getur hvorki fallið né á mögu- leika í íslandsmeistaratitli. -h. halls. Á leiðinni til borgarinnar ,Hvað er að Nítu. Rikki'.'Ekki neit, vona ég. Hún varð mjög veik, þegar þú fórst til Evrópu en iæknirinn naði henni á strik. [Hún vill sennilega lekki tala við mig Staðreyndin er, að hún ætlar að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.