Dagblaðið - 24.03.1977, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977,
„Er sko ekkert hræddur
—held mér ekki einu sinni ífaxið”
„Ég er búin að vera knapi I
14 ár eða síðan ég var 10 ára,‘
sagði hinn hressi kennari í reið
skóla Fáks, Guðrún Fjeldsted
frá Ferjubakka í Borgarfirði
Hún var um það bil að fara a(.
ríða út með 8 nemendum á mis
munandi aldri. Sumum sem
höfðu verið áður í námskeiðum
og öðrum sem voru byrjendur
Guðmundur, sem er 9 ára, vai
einn af nýgræðingunum. „nei.
nei, ég er sko ekkert hræddur
og er búinn að hleypa einu
sinni. Ég hélt mér ekki einu
sinni í faxið,“ sagði hann kot-
roskinn og klappaði Stjarna.
Flestir voru á hestum sem
Fákur átti en einn var á eigin
hesti. „Hann heitir Narfi, ja
eiginlega á pabbi hann en hann
er alltaf að vinna og má aldrei
vera að því að fara á hestbak,*'
sagði Jóhann 12 ára gamall.
„Þetta er í þriðja sinn sem ég
fer á námskeið hjá Fáki. Jú,
það er voða gaman.“ I sama
streng tók ung 13 ára meyja,
Gná kvaðst hún heita og hestur-
inn Þytur. Hún fékk bakterí-
una í sveitinni. Hún var á
Hliðarenda í Breiðdal á Aust-
fjörðum. „Jú, kannski verð ég
bóndakona. Ha, bóndi sjálf. Hví
ekki það? Hver veit?“
Fákur er nýbyrjaður með
reiðskóla og kostar það 3.500
kr. fyrir 5 skipti, 2 tíma í senn.
Innifalinn er bæklingur um
nesta. Þrjp námskeið eru á dag
9.30—11.30, annað 1.30—3.30
og það siðasta 4—6.
„Það hefur aldrei verið
önnur eins aðsókn og nú. Það er
sennilega góða veðrið,“ fræddi
Guðrún okkur á.
Hún verður að kenna fram á
vorið. „Jú, ég ætla >að verða
bóndi,“ sagði hún. Er búin að
kaupa mér jörð meira að segja
og er bæði með kindur og vitan-
lega hesta.
Hver sér um búið?„Það er
kærastinn auðvitað. Jú, jú, ég
fer auðvitað heim um helgar.
Það dugar ekki að hann fari
einn á sveitabölin."
Þeir sem eitthvað hafa fylgzt
með hestamennsku vita að
Guðrún er frægur knapi. Hún
tók öll gullin til dæmis á nýjum
skeiðvelli sem vígður var á
Kaldárbakkamelum á Snæfells-
nesinu um verzlunarmanna-
helgina í fyrra. Hún er einnig
göður laxveiðimaður og er leið-
sögumaður hjá föður sínum við
Grimsá á sumrin. Það er þegar
útlendingar eru að veiða þar. í
ágúst á sumrin rekur hún svo
reiðskóla að Ferjubakka.
„Krakkarnir í reiðskólanum
hérna byrja á því að læra að
beizla, kemba og leggja á,“
fræddi Guðrún okkur á.
Nú voru allir komnir á bak
og óróleika gætti í fari hinna
ungu nema. Við kvöddum við
svo búið og þeir þeystu úr
hlaði.
EVI
Það er hressilegur hópur sem er á reiðnámskeiði hjá Fáki. Guðrún Fjeldsted kennari stendur til
vinstri en Margrét Ósk Harðardóttir og Haukur Svavarsson bæði 15 ára úr Gagnfræðaskóla Hveragerðis
eru þarna lika með. Þau voru heila viku i starfskynningu hjá Dagblaðinu. Vitaniega tóku þau
viðtal við krakkana líka.
Margrét tekur hlutverk sitt aivarlega þegar hún ræðir við hana
Sveinbjörgu. DB-myndir Sv. Þorm.
Ungir
hesta-
áhuga-
menn
„Ég ætlá kannski að
kaupa mér hest í sumar,"
sagði Sveinbjörg Guðna-
dóttir 12 ára nemandi í reið-
skóla Fáks i viðtali við DB er
blaðamenn komu þar við.
Það var annar tíminn
hennar í reiðskólanum í
sumar og svo hafði hún
veirð þar í fyrra. „Ég verð í
Geitaskarði í Langadal, A-
Hún. í sumar hjá hreppstjór-
anum og ætla að biðja hann
að útvega mér hest til að
kaupa. Mig langaði til að
reyna þetta, ég hef áhuga á
hestum og svo var frændi
minn i þessu.“ Hún sagðist
ekki vita hve lengi hún
myndi halda áfram að vera í
reiðskóla.
móh
*>*>*(#*
petta er i fyrsta sinn sem hann Guðmundur fer i reiðskóla og hann
er sko ekkert hræddur á hestbaki.
Hann pabbi hans Jóhanns má aldrei vera að því að fara á bak og
Jóhann nýtur góðs af þvi að þá getur hann haft Narfa á meðan.