Dagblaðið - 24.03.1977, Síða 15
15
■
Þroskaþjálfaskólinn
Starfiö krefst þolin-
mæði og jákvæðs hugarfars
„Þetta starf höfðar svo mikið
til manns. Ég kynntist því fyrst
þegar ég byrjaði að vinna á
Skálatúni en áhugi minn
vaknaði vegna þess að móðir
mín vann á Sólheimum og var
alltaf að tala um strákana sína
og hvernig þeir væru,“ sagði
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir
nemandi í 3. bekk Þroska-
þjálfaraskóla Islands þegar við
litum þar við á dögunum.
Svölurnar, félag fyrrverandi og
núverandi flugfreyja, voru að
afhenda 200 þús. kr. styrk til
þeirra nemenda þroskaþjálfa
sem útskrifast í vor, en þeir eru
að leggja upp í ferð til Dan-
merkur. Ætla nemendurnir að
skoða stofnanir þar fyrir
þroskahefta.
Bryndís Víglundsdóttir sem
gegnir störfum skólastjóra
sagði að mjög mikil aðsókn
væri að skólanum sem nýlega
hefur fengið til umráða hús-
næði hjá Kópavogshæli. 80
sóttu um í haust en aðeins 20
voru teknir inn. „Því miður er
ekki pláss fyrir fleiri," sagði
Bryndís. Þörfin er mikil fyrir
þroskaþjálfa bæði á stofnunum
fyrir þroskahefta svo og á geð-
deild barnaspítala Hringsins.
Einnig er vinna fyrir þá á
barnaheimilum. 48 nemendur
eru i allt í skólanum. Þetta er 3
ára nám og skiptist að % í bók-
legt og '/$ í starfsþjálfun.
Reynoldsdóttir formaður 3.
bekkjar nemenda. „Þeim er
kennt alls konar föndur til þess
að gera þeim grein fyrir
hvernig hlutirnir eru,“ bætti
hún við og sýndi okkur ýmiss
konar kennslugögn sem nem-
endur Þroskaþjálfaskólans búa
til. Er það til þess að þjálfa þau
þroskaheftu í litaskynjun,
formi og ekki sfzt til þess að
gera sér grein fyrir eigin lík-
ama.
Þegar farið er með þau í
ferðalög eru gjarnan búnar til
alls konar myndir til þess að
gera hinum þroskaheftu betur
grein fyrir því hvers þeir mega
vænta.
Magnea sagði að fyrst og
fremst væri miðað að því að
gera þau þroskaheftu fær um
að geta bjargað sér sem mest
upp á eigin spýtur. Síðar gætu
þau jafnvel unnið á vernduðum
vinnustöðum.
„Mér finnst þetta mjög
skemmtilegt starf. Það krefst
þolinmæði og jákvæðs hugar-
fars,“ sagði Magnea. „Þroska-
heftir eru manneskjur með
sömu langanir og þarfir og aðr-
Hvet karlmenn
hiklaust í námið
Eini karlmaðurinn í hópnum
er Jakob Magnússon. Sagðist
hann hafa fengið áhuga á skól-
anum í námskynningu i Skál-
holtsskóla. Eiginlega vegna
þess hve Þroskaþjálfaraskólinn
hefði verið lítið kynntur. Hann
kannaðist við skiptinema sem
var á Sólheimum og fór að
heimsækja hann. Þar með var
Jakob ákveðinn í að hefja nám.
Annars er aðeins einn karl-
maður útskrifaður þroskaþjálfi
en 3 eru I skólanum fyrir utan
Jakob. Hann kvaðst ekki hika
við að skora á karlmenn sem
hefðu hug á þessu starfi að fara
út i að læra það.
EVI.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1977.
Áður en þroskaáeftir
lœra að lesa og skrifa
þarf að kenna þeim alls
konar forœfingar
„Aður en þeír þroskaheftu
byrja að læra að lesa og skrifa
þarf að láta þá gera alls konar
foræfingar," sagði Magnea
Bryndís Víglundsdóttir sem gegnir störfum skólastjóra Þroskaþjálfaskóla Islands. Fyrir endanum t.h. er Lilja Enoksdóttlr formaður
Svalanna, félags fyrrverandi og núverandi flugfreyja. Myndin ertekin í skólanum þegar Svölurnar afhentu 200 þús. kr. tll styrktar
nemendum Þroskaþjálfaskólans en nemendur eru á förum til Danmerkur til þess að skoða aðstöðu þroskaheftra þar. mynd Bjarnleifur.
„Gaman á hestbaki”
„Þegar ég byrjaði hérna hafði ég eiginlega aldrei komið á
hestbak áður,“ sagði Jón Arason, 9 ára, þegar DB ræddi við hann
í reiðskóla Fáks fyrir stuttu. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er
hérna og mér finnst mjög gaman,“ sagði hann einnig. „Ég ætla
að reyna að eignast hesta sjálfur einhverntímann, en þangaö til
getur mamma útvegað mér hesta því hún vinnur hér hjá Fáki.“
Að lokum sagði Jón: „Ég ætla að halda áfram hér í reiðskólanum
því það er svo gaman að vera á hestbaki." -H.S.
Guðrún Fjeldsted hefur tekið mörg gullin, þvi að hún er ekki
aðeins rciðkennari heldur einnig knapi.
,Ég, bóndi? Já, hví ekki það?“ segir hún Gná á honum Þyt.