Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUH 5. APRlL 1977. Varð- skips- menn í Papey: Með 480 kíloa gashylki svona nokkurn veginn beint upp klettasnösina Ferðamenn i Papey segjast gjarnan skilja vel hvers vegna Papar hafi setzt þar að endur fyrir löngu, því þar sé náttúru- fegurð mikil og sérstök. Skipverjar á Óðni gengu þar á land fyrir skömmu þeirra er- inda að koma gashylkjum í vit- ann sem þar er og vísar sjófar- endum veginn. Eftir hálfrar mílu siglingu er tekið land í lítilli klettaskor þvi engin er bryggjan í Papey. I þetta skipti voru þrjú hylki með í gúmbátnum en þau duga í vitann til vors. Vitinn í eynni er 98 metra yfir sjávarmáli og á lítilli eyju segir sig sjálft að það er nær beint upp. Hvert gashyiki er um 160 kiló og þau geta svo sannariega tekið í á meðan verið er að draga þau upp úr fjörunni. Eftir erfiði dagsins er gott að setjast niður á þúfur og kasta mæðinni. Frá vinstri eru skip- verjarnir Finnbogi Birgisson bátsmaður, Guðmundur Bene- diktsson háseti, Kristján Jóns- son 2. stýrimaður og Jónas Garðarsson háseti. DB-myndir: Skúli Hjaltason. Pólýfón og Ingólfur kveðja með veglegum tónleikum: Vill skila lista- mannalaunum — af þakkar styrki ríkis og borgar Pólýfónkórinn á tuttugu ára starfsafmæli um þessar mundir og hyggst minnast þessara tíma- móta með hátíðahljómleikum í Háskólabíói. Verða alls þrír hljómleikar, á skírdag, föstudag- inn langa og laugardag fyrir páska. Flutt verður einhver vand- aðasta og glæsilegasta efnisskrá kórsins til þessa og verður þetta jafnframt sú síðasta sem flutt verður undir stjórn stofnanda og stjórnanda kórsins í tuttugu ár, Ingólfs Guðbrandssonar. Á efnisskránni eru verk eftir Vivaldi, Johan Sebastian Bach og franska tónskáldið Francis Poul- enc. Flytjendur eru nærri hundrað og fimmtíu söngvarar Pólýfón- kórsins, Kammersveit og Sin- fóníuhljómsveitin með fimmtíu hljóðfæraleikurum. Konsert- meistari er Rut Ingólfsdóttir. Ein- söngvararnir eru Ann-Marie Connors sem er ein fremsta sópransöngkona Bretlands í dag, Elísabet Erlingsdóttir sópran og Sigríður Ella Magnúsdóttir altó, Keith Lewis tenór frá Nýja Sjá- landi og Hjálmar Kjartansson bassi. Á undanförnum árum hefur Pólýfónkórinn átt mikinn þátt i að móta frumflutning fjölda lón- verka og hafa hljómleikar kórsins jafnan verið eftirminnilegir við- burðir i tónlistarlífinu. Pólýfónkórinn er á förum í mikið hljómleikaferðalag til ítaliu á sumri komanda en að því loknu er búizt við að kórstarfiö leggist niður vegna fjárskorts og aðstöðuleysis. Væri það mikill skaði ef svo illa færi. I einu af morgunblöðunum sl. sunnudag segir Ingólfur i grein að hann hafi fengið 75 þúsund kr. listamannalaun árið 1976. Þakkar hann heiðurinn en hyggst skila aftur þessum krónum og jafn- framt eru 100 þúsund kr. styrkur úr ríkissjóði og 200 þúsund kr. frá Reykjavíkurborg afþakkáðar. Hann segir jafnframt að þær framkvæmdir sem nú standi fyrir dyrum hjá kórnum kosti um 30 milljónir kr. Bein fjárútlát vegna hljómleika þeirra sem hér fara fram eru fimm milljónir kr. Þó þiggur enginn af kórfélögunum laun fyrir vinnu sína. Hver söng- æfing hjá kórnum myndi kosta 500 þúsund kr. ef virt væri til' fjár. A.Bj. BlABffl frfálst, oháð dagblað Sumar- hús í séiflokki Vandaðir verksmiðjuframleiddir sumarbústaðir, glæsilegir að innri sem ytri gerð, tilbúnir til afgreiðslu strax. Allar innréttingar fylgja. Mjög stuttur uppsetningartími. Hafið samband við sölumenn í síma 86365. HÚSASMIÐJAN HF Súðarvogi 3, Reykjavík. Simi 86365.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.