Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977. dæmis hrópaói einn íhaldsþing- maðurinn „Júdas“ aó Steel, er hann gekk framhjá. En hver er hann, þessi ung- legi og hlédrægi maður, sem leióir áhrifamesta þingflokkinn á Bretlandi þessa dagana? David Steel er ekki eins ungur og hann lítur út fyrir aö vera. Hann er 38 ára gamall og yngsti maðurinn til aó gegna flokks- foringjastöðu, síðan William Pitt yngri sat á þingi fyrir tæpum 200 árum. Hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum í júlí síðastliðnum eftir að fyrrverandi formaður hans, Jeremy Thorpe hafði neyðzt til að segja af sér vegna ósannaðra grunsemda um að hann hafi átt í kynvillusam- bandi. K Þeir sem lítið þekkja til Davids Steel hafa litla trú á honum sem mikilhæfum stjórnmála- leiðtoga vegna strákslegs út- lits og hógværrar framkomu. Samt leyfa margir sér að kalla hann valdamesta stjórnmála- mann Bretiands þessa dagana. félögum hvílir auðvitað sú skylda að stjórna af hyggindum og hófsemi. En á því er mikill misbrestur, ekki síst í efna- hagsmálum. Verður ekki farið út í þá sálma að öðru leyti en því að benda á að margar óhemju dýrar og óarðbærar fjárfestingar hafa komið ríkis- fjármálum í öngþveiti og alið á mestu verðbólgu sem þekkist á vesturhveli jarðar og gert ísland að láglaunasvæði. Þetta hefur leitt til þess m.a. að ríki og ríkisstofnanir hafa þurft sífellt meira fé samtímis því sem kaupmáttur tekna launþega hefur stöðugt rýrnað. Skattpíning ríkisvalds — og á ég þar bæði við beina skatta og óbeina, tolla, vörugjald og fleira er bæði óverjandi og ill- þolanleg, enda má segja, að ríkið sjálft hafi- staðið fyrir mestu verðhækkunum hér á landi á þjónustu sinni, ekki 5—10%, heldur 40—60% á ári: síma, rafmagni, hitaveitu, fast- eignaskatti o.s.frv. Spurt er um það hvað ríkisstofnanir þurfa af fé, en ekki gætt hins hversu þungbær gjöld er unnt að leggja á einstaklinga við þær aðstæður sem myndast hafa í þjóðfélaginu. Auðvitað þarf að hafa ákveðn'ar reglur við innheimtu fjár, en þær verða að vera manneskjulegar. Boðorðið er þetta: Greiddu, ella verður lokað fyrir rafmagnið. Greiddu, ella verður lokað fyrir símann. Og milli áhlaupanna er svo til- kynnt að opnunargjald hafi tvöfaldast. Dráttarvextir eru nú 2'A% fyrir hvern byrjaðan mánuð eða um 30% á ári, meðan almennir víxilvextir eru tæplega 17%. Fasteignagjald, sem hefur eins og annað stór- hækkað, á að greiðast allt á fyrra hluta ársins og 60% fyrir 15. febrúar, þó að menn búi allt árið f íbúðum sínum. Og út yfir tekur, þegar ríki og sveitar- félög láta skuldheimtur sínar sýknt og heilagt dynja yfir fólk í fjölmiðlum með tilheyrandi forleigurétt á ánum mundi skapast jafn réttur allra lands- manna tii stangaveiði og ekki hvað síst öryggi fyrir því að árnar yrðu betur ræktaðar upp undir eftirliti okkar ágætu sýslumanna. Það hefur mikið verið rætt um það að ríkið eigi allar auðlindir landsins, svo sem jarðvarma og vatnsorku. Þessu erum við þjóðarflokks- menn andvígir. Við teljum rétt að hver sýsla eigi rétt á slikum hlunnindum sem eru innan hverra sýslumarka. Hafi einhver sýslan ónýtta umfram- orku þá sé henni hins vegar skylt að selja þá umframorku til nærliggjandi sýslna, á það vægu verði að sem hagkvæmast yrði fyrir íbúa byggðarlaganna. Það mundi skapa byggðajafn- vægi sem er undirstaða velmeg- unar þjóðarinnar í heild. Það er stefna okkar þjóðar- flokksmanna að stórefla eigi húsnæðisstjórnarlán til íbúða- húsabygginga í hinum smærri sjávarþorpum, sömuleiðis stór- auknar hafnarbætur og full- komnari frystihús. Það er þetta sem okkur vanhagar um, en ekki eiturspýjandi erlend stór- iðjubákn eða nýtt bankaútibú á hverju götuhorni í Reykjavík þar sem er svo ekki eyri að fá þö líf lægi við, nema fyrir örfáa útvalda gæðinga, sem eru búnir að telja hver öðrum trú um að þeir einir eigi að ráða bæði landi og þjóð, það sé þeirra eign, bæði landið og þjóðin, og það megi enginn eiga neitt nema þeir. Það verður að teljast kaldhæðni örlaganna að það skuli vera hvati til fógetans að bjóða upp eignir sem flestra, af því að hann hefur auka- tekjur af því. Þeir hafa prósent- ur af öllu sem þeir selja. Ég er ansi hræddur um að hinn al- menni launþegi yrði bara ánægður með að hafa sömu laun og fastalaun fógetans eru. Ég er ekki viss um að eyrarkarl- inn, sem vinnur fyrir sínuni skitnu launum þætti eftirsóknarverður ef hann neitaði að vinna nema hann fengi prósentur aukalega fyrir hvert handtak sem hann væri beðinn að inna af hendi. Ég hefi óljósan grun um að sumir fógetar séu frímúrarar, hvað .haldið þið? Við teljum verkalýðsforust- una vera svo fyrir neðan allar hellur að hún eigi engan sam- jöfnuð í víðri veröld. Það erskrumað og pípt um hin rýru kjör íslenskrar alþýðu.' Það er setið á fundum, kosið í nefndir og ráð, farið í verkföll. Svo þegar upp er staðið, klappar verkalýðsforustan saman lófunum, ölvuð af ímyndaðri sigurvímu sem er þó alltaf nei- kvæð í reynd. Það eru allir hættir að trúa svona. forustu, hvað þá að bera virðingu fyrir henni. Fyrsta skilyrðið fyrir batnandi afkomu hinna vinn- andi stétta er að skipta algjör- lega um forustumenn. Það þurfa að vera menn sem fyrst og fremst kunna að semja og í öðru lagi þora að semja. Það er ekkin óg að fá nokkurra aura kauphækkun, það þarf líka að stöðva allar verðhækkanir. En það virðist svo að núverandi verkalýðsforusta hafi hvorki vit né vilja til slíkra hluta. Nýr sjúkdómur virðist vera að stinga sér niður á stöku stað eða hefur orðið vart á ótrúlega mörgum stöðum upp á síðkastið sem nefndur hefur verið „nas- istaskjálfti frímúrara“. Það hlýtur að vera slæm veiki og stafar af þeirri sóttkveikju einni sem nefnd er slæm sam- viska. Sjálfur hef ég nú ekki hitt nema einn mann úr þeim félagsskap, sem sýnilega hafði tekið veikina, og var sá þján- ingabróðir minni inni á sjúkra- húsi. Frímúrarar virðast halda því hvað fastast fram, að við þjóðarflokksmenn og -konur, séum að mynda nýjan nasista- flokk. Og það er okkur, sem að Þjóðarflokknum stöndum, sönn David Martin Scott Steel, eins og hann heitir fullu nafni, er sonur skozks prédikara. Á æskuárum sinum dvaldi hann fjögur ár í Kenya. Síðar fór hann í Edinborgarháskóla og lagði stund á lögfræði og sál- fræði. Á háskólaárum hans vaknaði stjórnmálaáhuginn fyrir alvöru og síðari árin var hann formaður Frjálslynda klúbbsins þar. Að námi loknu starfaði Steel fyrir Frjálslynda flokkinn í Skotlandi og síðar sem fréttamaður hjá brezka sjónvarpinu. Árið 1965 var Steel kosinn á þing, þá 27 ára gamall og yngsti þingmaður Skotlands. Kjör- dæmi hans nær yfir Roxburgh, Selkirk og Peebles. Steel vakti fljótt athygli á brezka þinginu fyrir að standa fast á baráttu- málum sínum, — aðallega mannréttindum. Til dæmis var hann einna fyrstur brezkra þingmanna að fordæma aðskilnaðarstefnuna í S-Afríku. Er Steel barðist með oddi og egg fyrir útnefningu sinni sem formaður Frjálslynda flokksins í fyrra, hamraði hann stöðugt á því, að þrátt fyrir smæð flokks- ins yrði hann að standa fast á baráttumálum sínum og hvika hvergi frá þeim. Hann hafði einnig orð um, að lítill flokkur gæti einnig haft völd. Þau orð Steel hafa rætzt fljótt — mestmegnis fyrir sam- spil tilviljana. Það er á valdi Steel og hinna þingmannanna tólf úr Frjálslynda flokknum, hvort stjórnarfrumvörp ná fram að ganga. Til dæmis hafa þeir lýst því yfir, að það stríði gegn stefnu flokksins að hækka bensínverð og skatta af bif- reiðum, sem Healey fjármála- ráðherra leggur til í fjárlaga- frumvarpi sfnu. Þeir munu þvi ekki greiða þeim hluta frum- varpsins atkvæði sitt. — Þrettán þingmanna flokkur getur því haft anzi mikil áhrif þrátt fyrir smæð sína. Á tímum Viktoríu drottn- ingar var Frjálslyndi flokkur- inn stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands. Nú eru félagsmenn hans 25 þúsund talsins. Helztu baráttumál flokksins til að ná meira fylgi eru breytingar á kosningalögum Bretlands og skattalagabreytingar. Til dæmis var David Steel kosinn flokksforingi af flokksmönnum Frjálslynda flokksins í stað þess að þingmenn útnefndu Kjallarinn Bjarni Guðnason hótunum. Heimilisfriðurinn er rofinn af óbilgjörnum inn- heimtumönnum ríkisvaldsins. „Greiddu, annars verður þú fyrir óþægilegum aðgerðum.“ Eitthvað á þá lund hljómar í sjónvarpi skuldakrafa um bíla- skatt frá tollstjóra. Þegninn er orðinn varnarlaus, ofurseldur ríkisvaldinu. Hvar hefur ein- staklingurinn athvarf lengur, þegar heimilið fær ekki lengur að vera í friði? Mér er ekki kunnugt um nokkurt land, þar sem inn- heimta ýmiss konar gjalda opinberra aðila er heimil í fjöl- miðlum. Getur nokkur bent á hliðstæð dæmi í veröldinni? Það er ekki nóg, að ríkið hafi með óhóflegri og ranglátri skattheimtu og misvitri fjár- festingu gert velflesta einstakl- inga ófjárráða, heldur lætur það kné fylgja kviði með ómanneskjulegri innheimtu, frekju og beinum hótunum. Einstaklingurinn getur vart lengur um frjálst höfuð strokið. Ríkið ráðstafar í raun launa- tekjum fólks fyrirfram, og sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki væri skynsamlegast Kjallarinn Guðmundur Jónsson ánægja. Því eftir því sem þeir blása meira, vex okkar veldi. Skúlagötusöfnuðurinn er búinn að sýna, svo að ekki verður um villst, hvaða mat hann leggur á íslenska alþýðu. Þjóðin er vöknuð til nýs lífs og heyrir ekki lengur þeirra gullkálfa- gjafaloforð. En eitt er víst að enginn þeirra sem að Þjóðar- flokknum stendur hefur svívirt sitt föðurland, ísland, með því að spígspora um götur Reykja- víkur í þýskum nasistabúning- um og munu aldrei gera. Eða í nokkrum erlendum einræðis- búningum. Hins vegar var ég rétt rúmlega fermdur þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur og sá hina brúnklæddu besefa, lemj- andi saman löppunum, girtir breiðum leðurbeltum. Þessar hetjur áttu að verða arftakar íslensku þjóðarinnar. Við erum þó nokkuð mörg ennþá sem munum eftir þessum fésum. Hópnum sem kallaði sig þjóð- ernissinna. Við þekkjum þá enn í dag og munum aldrei gleyma þeim en það verður enginn þeirra skráður flokks- félagi í Þjóðarflokknum. Það er eitt af hinum gömlu góðu máltækjum sem hljóðar á þessa leið: Illur á sér ills von. Einmitt af þeim rótum hljóta svona goðsögur að verða til. Þegar menn eða skepnur lenda í sjálfheldu reyna þær í flestum tilvikum að finna einhverja útgönguleið og minnast þá gjarnan sinna fyrri daga, þegar þau héldu að þau væru mikil. Svona slæmt getur útlitið orðið og hin andlega ógleði yfir fyrir- fram dæmdum ósigri í næsta leik. Það hafa æði margir spurt hver afstaða okkar þjóðar- flokksmanna sé til Nató og mun ég nú reyna eftir bestu getu að svara því. I fyrsta lagi fæ ég ekki séð að herstöðin á Miðnes- heiði geri okkur nokkurn skapaðan hlut til hins verra. Við eigum nóg af grjóti annars staðar til búsetu fyrir þá sem vilja búa á svoleiðis jarðvegi. Við viljum halda áfram vest- rænni samvinnu. En við viljum hins vegar selja aðstöðuna sem Nató hefur hér og frá þeirra hálfu er ekkert því til fyrir- stöðu og ef forusta stjórnmála- flokkanna, sem hafa ríkt hér undangengna áratugi, hefði ekki annars vegar verið þungt haldin af þjóðarrembingi og að hinu leyti Sovétdýrkun, þá gætum við nú i dag átt glæsileg- an hringveg í stað hálfófærra skorninga. Við ættum líka glæsilegar hafnir en þetta allt hefur hin vesæla flokkaforusta haft af þjóðinni undangengna áratugi. Meginhluti utanríkis- viðskipta okkar er fyrst og fremst við Natóríkin. Við seljum um það bil helming allra bolfisksafurða á banda- rískan markað og fáum allt greitt í dollurum. Þann markað virðum við og teljum hann það mikilvægan að hann sé þjóðinni ómissandi. Meginhluti aflvéla í skipaflota okkar er brezkur. Væri þjóðin betur sett með þvi •11 hann, eins og tlðkast í öðrum flokkum. Skoðun stjórnmála- fréttaritara er sú, að eftir átta mánaða forustu í flokknum hafi Steel sýnt það og sannað, að hann sé vel hæfur foringi og að Frjálslyndi flokkurinn eigi eftir að eflast í framtíðinni. Brezka þingárinu lýkur I október næstkomandi. Talið er að Callaghan forsætisráðherra sé umhugað að lafa í sessi til lokanna. Hann hefur þó ekkert úrslitavald um það, heldur Frjálslyndi flokkurinn. Ef Steel vill, þá getur hann látið stjórnina haldast til þinghlés. Ef hann er óánægður, þá fellir hann stjórnina, sem þýðir nýjar þingkosningar i Bretlandi. ÁSGEIR TÓMASSON að segja sig vafningalaust til sveitar. Ég hef enga trú á því að íslendingar vilji slíkt stjórnar- far. Þeir skilja ekki, hvers vegna laun á tslandi skuli vera helmingi lægri hér en í na- grannalöndum. Þeir vilja taka þátt í þeirri samhjálp, sem hverju siðuðu þjóðfélagi er skylt, en þeir vilja vera fjár síns ráðandi engu að síður og þetta er unnt að sameina, sé stjórnað af hyggindum. Islend- ingar vilja halda ríkisvaldinu í hæfilegri fjarlægð. Það er orðið timabært fyrir íslendinga að gera sér fulla grein fyrir því, hvort þeir kjósa heldur ópersónulegt, miðstýrt hagvaxtarþjóðfélag, þar sem þrengt er á marga lund að ein- staklingnum eða þjóðfélag þar sem slegin er skjaldborg um rétt einstaklingsins og hann verndaður fyrir hrokafullu ríkisvaldi. Bjarni Guðnason prófessor. ✓ N að rífa allar þessar vélar burt úr skipunum og setja rússneskt járnarusl í þau í staðinn? Ég held ekki. Við viljum skilyrðis- laust vestræna samvinnu. En, eins og ég gat um hér að framan, viljum við taka eins mikla leigu fyrir herstöðina og við frekast getum fengið og um leið útiloka það að nokkur ís- lenskur ríkisborgari sæki at- vinnu sina til hersins og útiloka þannig öll samskipti íslendinga við setulið Nató á Miðnesheiði. íslenskur metnaður væri allur annar og meiri væri hannfólg- inn í þvi að hætta öllum sam- skiptum við hið erlenda setulið, láta það afskiptalaust, i stað þess að standa á strætum úti gapandi og organdi „burt með herinn", „burt með herinn", „göngum úr Nató“. Þeim hlýtur að vera farið að skiljast það, þessum mönnum, að það hlustar enginn á þá lengur. Auðvitað væri best að það væru engar herstöðvar til í heimin- um og styrjaldahætta tilheyrði fortiðinni en því miður hefur heimsmenningin ekki náð það háu stigi ennþá. Við þjóðar- flokksmenn munum beita okkur fyrir því að fá sem hæstar greiðslur fyrir herstöð- ina og því fé verði eingöngu varið til vegagerða og hafnar- framkvæmda þar sem slíkra framkvæmda er þörf, svo og til uppbyggingar í dreifbýlinu, til styrktar hvers konar íslenskum iðnaði og atvinnurekstri. Það er ekki Bandaríkjunum að kenna að hérhefur ekkert verið framkvæmt, heldur þjóðarrembingi og helberri heimsku tslendinga sjálfra. Islenska þjóðin vex ekkert að virðingu gagnvart umheimin- um þó að nokkrir Sovétdýrk- endur hrópi „burt með herinn". Samningsrof og svik verða aldrei undirstaða velferðar nokkurrar þjóðar, ekki ís- lensku þjóðarinnar heldur. Guðmundur Jónsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.