Dagblaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1977.
12
Davíð og Golíat
Ekki hefur ýkja mikiö vatn'
runnið á tslandi síöan þeirvoru
þörfustu þjónarnir presturinn
og hesturinn. Hækkandi
meðalaldur og hverfandi ung-
barnadauði hafa næstum því
gert hlutverk prestsins að
spurningarmerki, en tæknin
hefur stungið svo undan
hrossinu, að það keppir nú við
siamsketti sem gæludýr í út-
landinu. Tryggðatröllið sjálft,
— hundurinn, er bannað í þétt-
býli.
Það er leitandi að þjóðfélagi í
heiminum, sem ekki hefur
orðið vitlaust af jafn miklum
breytingum á jafn skömmum
tima og orðið hafa á íslandi.
Fyrir röskum hundrað árum
gerði fólk ekki aðrar kröfur á
tslandi en að geta haldið líf-
tórunni og með þær kröfur var
ekki verzlað, enda ekki við aðra
að semja en sjálfan sig og sína.
Hið opinbera á þeim tíma voru
veðurguðirnir, faktorinn, sýslu-
maður og prestyr.
A þessum sama tíma, fyrir
hundrað árum, hafði látlaus
tækniþróun staðið í eitt
hundrað og tuttugu ár í Vestur-
Evrópu, eða allt frá upphafi
iðnbyltingarinnar í Bretlandi
um-1750. Þróaður iðnaður var
til í öllum myndum, og það rót-
gróinn, um miðbik 19. aldar, en
hér var næstum steinöld. í ljósi
þessara staðreynda gæti varla
nokkur efazt um að tsland sé
tæknilega vanþróað árið 1977
og þá i afstæðri merkingu að
sjálfsögðu.
Frá því um 1750 stóð I Bret-
landi látlaus runa uppfinninga
i áratugi þar sem hvert stór-
stökkið var öðru glæsilegra á
tæknilega sviðinu. Verksmiðjur
risu, heilar iðnaðarborgir urðu
til og iðnaður, siglingar og
verzlun skópu eitt víðfeðmasta
stórveldi sögunnar. tslandi kom
þetta ekkert við og hélt áfram
að hordrepa sfna snillinga. Og
þótt stórstyrjaldir í álfunni hafi
bæði orðið tækninni til tafa og
framdráttar allt fram á vora
daga, má með sanni segja, að
látlaus iðnþróun hafi staðið í
Evrópu frá þvi á miðri 18. öld.
A fyrri hluta þessa tímabils
hamast Pétur Þríhross og aðrir'
sannir íslendingar við að fylla
kirkjugarðana fyrir prestun-
um, að undanskildri smátilraun
Skúla Magnússonar fógeta sem
fljótlega tókst að stöðva með
aðstoð erlendra sérfræðinga.
Drepum drepum....
Þótt við neitum að viður-
kenna það, þá blundar enn sú
árátta með þjóðinni að vera á
móti nýjungum ef þess er
nokkur kostur. Þetta fyrir-
brigði er ein af geðrænum
truflunum þjóðflokksins, leifar
af þeirri köllun og sálsýkislegu
dægradvöl, sem hér áður fyrr
gat rekið jafnvel greindustu
menn til að vinna gegn fram-
förum. Þeir sem skrifa íslands-
söguna síðar meir munu ef til
vill falla í sömu freistni og
núlifandi sagnfræðingar, að
kenna dönskum yfirráðum og
fjarlægðinni einfarið um van-
þróun atvinnulífsins allar götur
fram yfir aldamótin 1900.
/... Það má gera því skóna að þær
heimildir sem nú eru til um
menn, sem hugsuðu i stórum
einingum og áttu undir lands-
feður að sækja sem sundlaði við
milljónum, kunni að setja strik
í söguna. Hugmyndir framfara-
mannsins Einars Benedikts-
Kjallarinn
Leö M. Jónsson
V
............
sonar um stórvirkar fram-
kvæmdir voru kynntar minni
kynslóð í barnaskóla sem
skrýtlur og látið að þvi liggja að
yfirburðir hans sem skálds
hefðu bjargað honum frá því að
vera álitinn fffl. Þó fór svo að
jafnvel skáldsnilli Einars Bene-
diktssonar megnaði ekki að
minna á nærveru hans á Þing-
völlum á Alþingishátiðinni
1930.
Enn þann dag f dag er grunnt
á þeirri grillu, að uppfinninga-
menn séu til þess eins að gera
gys að, og þeir sem boði bylting-
arkenndar nýjungar á
einhverju sviði athafnalffsins.
séu sjálfkjörnir trúðar til að
skemmta aíþýðu. Fátt hefur f
raun reynzt þjóðinni dýrara en
þessi skortur á heilbrigðri
dómgreind.
Þvf er oft haldið fram, að
tslendingar séu þunglynd þjóð
og ef til vill er það rétt. Þvf er
einnig haldið fram að orsökin
fyrir þessu þunglyndi sé
skammdegið og leiðinlegt
veðurf ar. En gæti nú ekki verið
að ein af raunverulegum
ástæðum fyrir þessu þung-
lyndi sé sú almennt neikvæða
afstaða sem landinn hefur tam-
ið sér til flestallra hluta? Hve
oft heyrir maður ekki fólk gera
lítið úr mönnum og málefnum,
sem það hefur augljóslega
harla lítil kynni af, eða hvort
muna menn lýsingar sr. Árna
heitins Þórarinssonar á hinni
fyrirfram neikvæðu afstöðu og
furðulegu viðbrögðum fólks á:
hans dögum? Getur verið að
það sé eitthvað bogið við þá
lífsstefnu, sem Islendingar hafa
tamið sér og fyrir áhrif hennar
reynist þetta þjóðfélag hafa
grautfúna innviði?
Á 19. öldinni urðu svo
lygilegar fréttirnar, sem bárust
til Bretlands af tæknifram-
förum í Ameríku, þrátt fyrir að
Bretar reyndu eftir megni að
hefta útflutning á tækni-
þekkingu sinni þangað, að gerð
var út af örkinni brezk nefnd
til að kynna sér framfarirnar
vestanhafs. Nefndarmenn
sigldu undir því yfirskini til
New York að þeir ætluðu á iðn-
sýningu sem þar stóð 1853-1854.
Þessi nefnd var sammála um
það í skýrslu sinni, eftir heim-
komuna, að Ameríkumenn
hefðu náð ótrúlega langt á
mörgum sviðum iðnaðar og
tækni á ótrúlega skömmum
tíma, og ástæðuna fyrir þessari
öru tækniþróun töldu Bretarnir
verafurðulegan áhuga Amerfku
manna fyrir notkun véla í öll-
um mögulegum störfum, og
hvað þeir væru opnir fyrir
nýjungum yfirleitt.
fbúð i Hlíðahverfi
Kauptilboð óskast í hluta húseignarinnar Drápuhlíð 4,
Reykjavík, sem er eign ríkissjóðs.
Eignin sem er 5 herbergi á hæð og 5 herbergi í risi,
verður til sýnis væntanlegum kaupendum kl. 4—6 e.h.
föstudaginn 20. maí nk. og laugardaginn 21. maí kl. 2—4
e.h. Þar verða einnig allar nánari upplýsingar gefnar og
þeim afhent tilboðseyðublöð sem þess óska. Lágmarks-
verð skv. 9. grein laga nr. 27/1968 er ákveðið af seljanda
kr. 16 milljónir.
Tiiboð verða opnuð á skrifstofu vorri föstudaginn 27. maí
1977, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BOUGARTÚNI 7 ?ÍMI 26844
KLUKKA
SKEIÐKLUKKA
VEKJARAKLUKKA
REIKNINGSTÖLVA
Verð
kr. 20.850
r
Enn eitt undurfrá
umboðið STALTÆKI, Vesturveri, sími 27510
Heimska?
Hvers vegna ætla herstöðva-
andstæðingar að ganga frá
Straumsvík þessa ferðina?
Ekki er neinn her þar, eða
hvað?
Eða hvað?
Getur hugsast, að til sé
einhver samsvörun milli
álversins í Straumsvík og her-
stöðvarinnar á Rosmhvalanesi?
Jafnvel blábjánar geta farið að
hugsa um þetta.
Til hvers eru Bandaríkin
með herstöðvar út um allan
heim?
Það stafar áreiðanlega ekki
af þvi, að þeir séu svo logandi
hræddir við rússa. Allt frá
strfðslokum hefur Bandaríkja-
stjórn vitað, að þeir höfðu yfir-
höndina í þessum efnum. Þó
ekki væri nema kjarnorku-
sprengjan, sem rússar urðu 5
árum seinni að koma sér yfir
Og tvan minn er ekki svo
fífldjarfur að hann fari að
kássast uppá annarra stórvelda
jússur. Það hefur hann aldrei
gert. (Mér var bent á þennan
einfalda og sjálfsagða hlut árið
1962 af ,,ópólitískri“
manneskju í sambandi við
Kúbumálið).
Hinsvegar heldur hann fast
um sínar eigin jússur, sem
hann fékk með kaupmála í
stríðslokin.
í öðru lagi er langt frá því að
Bandaríkjamenn sem heild
langi til að ráða yfir öðru fólki.
Þeir eru yfirleitt ágætis fólk og
að þessu leyti áreiðanlega
skárri en jafnvel íslendingar.
Hvaó þá?
Jú, til er nokkuð sem heitir
lögmál framleiðslunnar.
Verksmiðja fer á hausinn ef
hún getur ekKi selt sína vöru.
Langstærstu iðnfyrirtæki um
gjörvallan heim eru hergagna-
verksmiðjur, og hin risa-
vöxnustu þeirra eru eðlilega í
Bandaríkjunum og Sovét-
ríkjunum.
Hvaða afleiðingar mundi
friður hafa fyrir slík iðnaðar-
stórveldi?
Efnahagslegt hrun fyrir
nokkrar ríkustu fjölskyldur
heimsins.
Atvinnuleysi fyrir nokkrar
þúshundruðir manna um allan
heim.
1 þriðja lagi: Herinn á að
gæta þess að kerfið hafi sinn
gang. Hann veit ekkert af þvi
sjálfur. Hann bara hlýðir fyrir-
skipunum.
1 fjórða lagi: Herinn á að
gæta þess að „kerfið“ eða
„báknið“ hafi sinn gang. Hann
hefur ekki hugmynd um þetta
sjálfur. Hann bara hlýðir fyrir-
skipunum. Hér hefur ekkert
komið fyrir ennþá. En ef eitt-
hvað kæmi fyrir, þá mundum
Bandaríkin eru nú, og hafa
verið lengi, langtum fremri
öðrum iðnríkjum veraldar á
sviði vísinda og tækni. Eí'
einhver heldur að það sé fyrir
tilviljun þá er eitthvað bogið
við heilabúið.
Samkeppni á
jafnréttisgrundvelli?
Þótt enginn efist um það að
tækniþjóðfélag sé risið á
tslandi með öllum kostum þess
og göllum, þá byggist það, öðru
fremur, á hraðstígri framþróun
sem á mun meira skylt við
byltingu en hefð. Og þó hér sé
iðnaður, sem í vissum greinum
stenzt erlenda samkeppni, er
ekki við því að búast að hann séi
í heild sinni samkeppnisfær við
iðnað erlendra þjóða sem
byggir á tveggja alda forskoti I
mynd samfelldrar þróunar.
Tæknistig íslenzks iðnaðar í
heild sést hvað bezt á því, að
hann getur ekki greitt starfs-
fólki sínu helming þeirra launa
sem greidd eru fyrir svipaða
vinnu hjá okkar næstu ná-
grönnum á Norðurlöndum, og
hvað sem iðnrekendur segja þá
er það ekki eingöngu því að
kenna að aðbúnaður iðnaðarins
sé vondur, þróunarstig hans er
hreinlega ekki hærra.
Þegar gerðir eru samningar
um gagnkvæma niðurfellingu
tolla á iðnaðarvörum við þróuð
iðnríki á borð við EFTA-löndin,
og meira að segja á grundvelli
„frjálsrar samkeppni," þá er
það meira en lítil bjartsýni, ef
ekki skortur á dómgreind.
Aðlögunartími uppá ein stutt
10 ár er ekki nema til að brosa
að, þegar tekið er tillit til
þróunarstigs þessara þjóða og
annarra, sem nú gina yfir her-
fangi sínu í seilingarfjarlægð.
Vandamál íslenzks iðnaðar er
ekkert einkavandamál iðnrek-
enda eða stjórnmálamanna,
heldur stendur þjóðin frammi
fyrir því að velja á milli þess að
geta séð uppvaxandi kynslóð
fyrir störfum í landinu eða
verða, að öórum kosti, að sjá á
eftir henni til útlanda. Hér
duga engin vettlingatök því
tíminn flýgur frá okkur og það
er undir ríkisstjórninni komið
hvort á að hrökkva eða stökkva.
Nú hefur þingið verið leyst upp
og sent heim og stjórninni því
ekkert að vanbúnaði. að
hefjast handa. Þegar aíþingi
er I sumarfríi ætti ekki að gilda
spakmæli Ölafs Höskuldssonar
Pá, „Því ver þykir mér sem oss
muni duga heimskra manna ráð
er þau koma fléiri saman“.
Leó M. Jónsson
tæknifræðingur.
Kjallarinn
Ámi Bjömsson
við fá að vita af því. 1 nafni
réttlætis.
Hvað sem öðru líður verður
kerfið að hafa sinn gang. Þetta
kom nokkuð skriogilega fyrir í
sambandi við Italíu um daginn.
Það sama mundi gerast hér. Því
miður er það svo að enginn
stjórnmálaflokkur er laus við
þennan ljóta raunveruleika.
Jafnvel dreggjarnar í Alþýðu-
bandalaginu sætta sig við þetta.
Skynsemin segir að hugsjón-
in sé heimskuleg.
Við mótmælum.
Þessvegna göngum við.
Arni Björnsson
þjóðháttafræðingur.