Dagblaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 20.05.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. KÖSTUDAGUR 20. MAt 1977. mmiAÐW fijálst, nhái dagblað Utgefandi Dagblaöiö hf. Framkvaamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Afistoðarfróttastjóri Atli Steinarsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Handrit: Asgrimu' Palsson. BJafiamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurfisson, Dora Stefánsdóttir, Gissur Sigurfisson, Hallur Hallsson, Holgi Petursson, Jakob F. Magnússon, Jfinas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Olafur Jónsson, Omar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur BiarnUifsson. Hörfiur Vilhiálmsson. Sveinn Þormófisson. aKrífstotustjórí: Olafur tyjólfsson. Gjaioken: Þrainn Þoríeifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M Halldórsson. Ritstjóm SíAumúla 12. Afgreifisla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. AAalsími blafisins 27022 (10 línur). Askríft 1300 kr. á mánufii innanlands. i lausasölu 70 kr. eintakifi. Setning og umbrot: Dagblafiifi og Sieindórsprent hf. Armula 5. Mynda-og plötugerfi: Hilmir hf. Sífiumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Kerfisriddaramir töpuðu Úrslit kosninganna í ísrael eru lærdómsrík fyrir íslend- inga, einkum kerfismennina hér á landi. í enn einu ríkinu hefur tiltölulega rótgróinn flokkur verið sviptur forystu- hlutverki vegna spillingar. Spillingin meðal forystumanna Verkamanna- flokksins í ísrael og kerfismannanna þar var gerð lýðum ljós fyrir tilstilli opinnar umræðu fjölmiðla. Einnig þar hefur áhrifamáttur frjálsrar fjölmiðlunar vaxið síðustu ár. Rabin forsætisráðherra baðst lausnar um páskana, þegar afhjúpað var, að eiginkona hans hafði haft drjúgar fúlgur í ólöglegum banka- reikningi í Bandaríkjunum. Þetta mál varð ekki falið, eins og sennilega hefði gerzt á íslandi, ef slíkur valdsmaður hefði átt í hlut. Dómskerfið fór á stúfana af sjálfsdáðum og rannsakaði málið. Forsætisráðherrann sagði af sér, þegar hann frétti, að hann yrði kvaddur fyrir rétt. Verkamannaflokkurinn reyndi að bjarga málum. Peres hermáláráðherra tók við emb- ætti forsætisráðherra, en hann hafði lengi beðið í skugga Rabins eftir slíku færi. En hneykslismálin, sem afhjúpuð voru, reyndust miklu víðtækari, þegar farið var ofan í saumana. Um svipað leyti höfðu önnur slík komið á daginn. Mútumál kerfismanna voru gerð opinber. Ráðherra, sem hafði brotið af sér sem stjórn- andi ríkisfyrirtækis, kaus að fremja sjálfsmorð, en málið vakti ugg almennings. Svo mætti áfram rekja. Fjármálaráðuneytið hóf rannsókn á ákærum á hendur fyrrum utanríkisráðherra og eins helzta áhrifamanns landsins um langan aldur, Abba Eban. Ótti greip margan kerfismanninn, og menn flýttu sér að tæma þá ólöglegu reikninga sem þeir áttu í erlendum bönkum. Afstaðan til Araba ræður tvímælalaust miklu um úrslitin í ísrael, en fjármálahneykslin kunna að hafa ráðið meiru. Þegar almenningi varð ljóst, hvaða spillingu tuttugu og níu ára stöðug stjórnarforysta Verkamannaflokksins hafði haft í för með sér, leituðu menn að nýjum forystumönnum. Þannig komst foringi hægri flokksins, Likud- bandalagsins, Begin, loks á tindinn, eftir að hann hafði reynt níu sinnum að velta Verka- mannaflokknum úr sessi. Nýr flokkur, sem kallast endurbótasinnuð lýðræðishreyfing og stefnir að minnkun ríkisvalds, hlaut mikið fylgi og réð í ýmsu úrslitum í kosningunum, þótt hún fengi ekki eins mikið fylgi og stóru flokkarnir tveir. Ósigur Verkamannaflokksins í kjölfar hneykslismála minnir á ósigur Frjálsynda flokksins svokallaða í Japan fyrir skömmu, sem varð eftir afhjúpun víðtæks hneykslis. Hann minnir á hinn indverska sigur, þegar Indiru Gandhi og kongressflokki hennar var steypt eftir langa valdatíó og í kjölfar valda- græðgi og spillipgar hins ríkjandi flokks og kerfismanna hans. Þossi kosningaúrslit öll ættu að verða viðvörun til kerfisriddaranna hér á íslandi. —stærstu peningaf úlgu sem um getur ísögu Bandaríkjanna stolið f rá einni manneskju i Bandaríkjamenn eiga met í flestu sem hægt er að upphugsa til að setja met í. Enn einu sinni hafa-þeir sett met og nú í því að stela frá einni manneskju stærstu peningafúlgu sem um getur í sögu Bandarikjanna. Þrír menn voru þarna að verki. Þeir höfðu ekki hugmynd um að þeir mundu finna svona mikla peninga í húsi þvi sem þeir brutust inn i. Mennirnir ætluðu aðeins að næla sér í eitthvað verðmætt, eða nokkra dollara, þetta voru venjulegir smáþjófar. Þeir fundu ógrynni af nýjum eitt hundrað doílara seðlum í húsinu, sem reyndust vera um sex milljónir dollara, þegar farið var að telja þá saman. .......... Gömul kona með hvítt hór Eigandi dollaranna var gömul, hvíthærð kona, 66 ára að aldri. Hún var ekkja. Maður hennar hafði rekið stóran verzlunar- hring, sem gaf_mikið í aðra hönd. Hann átti fjárfúlgur í bönkum þegar hann lézt. Marjorie Jackson treysti hins’ végar ekki bönkum. Hún tók það ráð að taka peningana úr bankanum og geyma þá heima hjásér. Þetta hafði þær afleið- ingar fyrir gömlu konuna. að hún hlaut bana af, þegar hún ætlaði að reyna að stöðva inn- brotsmennina við iðju sína. Hún fannst ekki fyrr en nokkrum dögum eftir innbrotii liggjandi í blóði sínu, látin. Skýringin á því hve seint komst upp um innbrotsþjófana var sú að Marjorie átti enga vini nema Guð almáttugan. Það má því segja að sérvizka gömlu kon- unnar hafi orðið henni að aldurtila, bæði vantraust hennar á bönkunum og fólki, sem hún vildi ekki hafa sam- skipti við. Henni var einnig mjög illa við lögregluna og hringdi aldrei til hennar ef hún var í vanda stödd. Þrisvar brotizt inn í húsið óður Að minnsta kosti þrisvar áður hafði verið brotizt inp „HERJOLFUR Hvers vegna ekki er ekið inn að aftan en út að f raman 1 viðtali við framkvæmda- stjóra, skipstjóra og vélstjóra nýja Herjólfs, sem birtist á bak- siðu DB föstudag 6. maí. sl., segir m.a. „hönnun skipsins er ekki eins og bezt verður á kosið og heppilegra hefði verið að hafa eitt þilfar í skipinu, en það hefði síðan verið opið í báða enda, ekið inn að aftan en út að framar". Hér er hréyft við at- riði sem að sjálfsögðu kom til tals strax í upphafi við hönn- um skipsins, en þetta er aðeins eitt af fjöldamörgum atriðum sem taka varð til athugunar. Að sjálfsögðu hefur það ýmsa aug- ljósa kosti að geta ekið bif- reiðum beint i gegnum ferjur og þetta er mjög algengt á ferj- um sem sigla stuttar leiðir, einkanlega ef uni er að ræða siglingu innan fjarða eða i vari á annan hátt. Þegar gerð voru fyrstu frum- drög að Herjólfi nýja, þá var að sjálfsögðu metin flutningaþörf fyrir bíla og fyrir fólk. Far- þegarými var miðað við salar- kynni aðallega fyrir stuttar ferðir, en að farþegar ættu þess kost að vera i klefum líka. Stærð skipsins skyldi þó ekki

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.