Dagblaðið - 31.08.1977, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGUST 1977. 9
1 1 ■
Samið um skreiðar- og salt-
fisksölu til Bandaríkjanna
—verulegt magn og gott verð
Dagblaðinu er kunnugt um,
að Islenzkir söluaðilar hafa boð-
ið skreið og saltfisk á markaði í
Bandaríkjunum með góðum
árangri.
Bæði fyrir skreiðina og salt-
fiskinn býðst betra verð en á
Nígeríu- og Ítalíumarkaði og
um töluvert magn mun vera að
ræða í báðum tilfellum.
Hingað til hafa ekki verið
neinar sölur sem máli hafa
skipt á skreið og saltfiski til
Bandaríkjanna.
Hvorugt þessara nýju
sölutilboða mun vera á vegum
hinna stóru sölusamtaka, er þá
átt við Skreiðarsamlagið, SÍS
eða Sameinaða skreiðar-
seljendur.
Islenzki seljandinn, sem gert
hefur samninga, skilyrta
samþykki íslenzkra stjórn-
valda, gefur eftirfarandi skýr-
ingu á sölumöguleikum vörunn-
ar til Bandaríkjanna:
I Bandaríkjunum eru
milljónir manna, sem þekkja
bæði skreið og saltfisk.
Annaðhvort frá sfnum heima-
slóðum í Evrópu eða þá f gegn-
um ættingja sfna, sem ólust upp
við kræsingarnar áður enn þeir
hleyptu heimdraganum og
gerðust landnemar í Ameríku.
-ÓG.
it
Verður Bandarikjamarkaður-
inn aðalsölusvæði okkar með
skreið og saltfisk? tsienzkur að-
ili telur sig geta selt þangað
verulegt magn.
Húsmæðraskólarnir:
Nógir vilja kenna húsmæðra
efnunum á Laugarvatni
„Ekki hefur borið á kennara-
skorti hér við húsmæðraskólann,“
sagði Halldóra Guðmundsdóttir
hússtjórnarkennari við hús-
mæðraskólann á Laugarvatni f
samtali við DB. Nú eru. aðeins
eftir tveir heilsárshúsmæðraskól-
ar á landinu', skólinn á Laugar-
vatni og á Varmalandi í Borgar-
firði.
„Við skólann starfa 5 fastir
kennarar auk skólastjórans og
nokkrir stundakennarar, sem
einnig kenna við aðra skóla hér á
Laugarvatni.
Aðsóknin hefur verið nokkuð
jöfn og skólinn yfirleitt alltaf
fullskipaður. Hann er byggður
fyrir fimmtíu og fimmnemendur."
— Hvaðan eru nemendur skólans
og á hvaða aldri eru þeir?
„Nemendurnir eru frá sautján
ára upp í tvítugt og þeir koma
bæði af Reykjavfkursvæðinu og
úr öllum landsfjórðungum. Aður
fyrr voru það frekar sveita-
stúlkurnar sem sóttu skólann, en
nú eru það alveg eins stúlkur úr
Reykjavfk," sagði Halldóra.
— Fá piltar aðgang að skólanum?
„Það hefur aldrei komið til tals
og mér vitanlega hefur enginn
piltur sótt um skólavist. En ég
geri ekki ráð fyrir að neitt yrði
þvf til fyrirstöðu að taka pilta f
skólann," sagði Halldóra.
Skólastjóri húsmæðraskólans á
Laugavatni er Jensfna Halldórs-
dóttir, er hún erlendis um þessar
mundir.
— Hefur þú kennt lengi við
skólann, Halldóra?
„Ég er að byrja aftur kennslu
eftir fjögurra ára hlé, hafði áður
kennt í sex ár,“ sagði Halldóra.
Hún er gift Böðvari Ingimundar-
syni sem er smiður við skólana á
Laugarvatni og er búsett á Laug-
arvatni.
-A.Bj.
Stutt gaman
og vítamín-
snautt
Það var mál manna á götum
Reykjavíkur í gærdag að sumri
væri meira en lítið farið að halla.
ískuldi hrjáði mannskapinn sem
undanfarna mánuði hefur þráð
sumar, sem varla hefur komið að
nokkru gagni á suðvestursvæði
landsins.
Barnið á myndinni var að njóta
eins af fáum sólskinsdögum f
borginni og gerir meira en að
flatmaga i sólinni, það gerir sitt
gagn f jarðyrkjunni.
-l>B-mynd llórður.
Samband ísl.
fegrunarsérfræðinga
Haustfundur að Hótel Esju fimmtu-
daginn 1. sept. kl. 8.30.
Áríðandi að lelagskonur mæti vel
vegna undirbúnings skemmtifund-
arins.
Inntaka nýrra félaga.
Stjórnin.
Forstöðumannsstarfið
við Hegningarhúsið í Reykjavík er
laust til umsóknar.
Starfið veitist frá 1. nóvember 1977.
Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir
15. september 1977.
Sígild tegurö
fylgir rússneskiiin
skmnavönnn (ug)
Eim utflytjandi rússneskra skinna er
V/O Sojuzpushina. Salan fer fram á uppboðum
í Leningrad, London, Leipzig og Greenville.
Skoðið upplýsingadeild Sovéska verslunar- og iðnaðarráðsins
á sýningunni ,,Heimiliö-'77"
V-O Sojuzpushina C Kuibysher Slr Wloskva K 12. USSR
Simi: 223 - 09 23 Telex-7150 .