Dagblaðið - 02.09.1977, Side 24
Strákur í Kvennaskólann:
„GERIÞETTA AÐ SUMU LEYTI
TIL AÐ STRÍÐA KERFINU”
fr Höggmyndinni verður
hljMmúrinn" ^jjj fyfjg. Q (jtÍSafllÍ
„Við já fyrirtækinu eigum
sérstakan garð, nálægt New
York, þar sem við höfum komið
fyrir listaverkum eftir flesta
þekktustu myndhöggvara
heims,“ sagði Kendall ennfrem-
ur. „Þetta er fyrsta myndin,
sem við kaupum eftir fslenzkan
listamann."
„Eg fékk áhuga á þessu lista-
verki er ég leit eitt sinn út um
gluggann á hótelherbergi mínu
á Loftleiðum og fór að grennsl-
ast fyrir um það,“ sagði Donald
M. Kendall aðalforstjóri
Pepsico-fyrirtækisins, er Dag-
blaðsmenn hittu hann í vél-
smiðjunni Sindra I gær. Þar var
hann að kanna hvernig gerð
afsteypu af höggmynd As-
mundar Sveinssonar „Gegnum
hljóðmúrinn“ gengi. „Þetta mál
er búið að vera f undirbúningi f
eitt ár og ég vonast til að geta
fengið höggmyndina heim eftir
Iðnkynninguna f október."
skammt f rá
NewYork
Unnið hefur verið að gerð
afsteypunnar hjá vélsmiðjunni
Sindra undanfarna þrjá mán-
uði og er það f annað sinn, sem
gerð er afsteypa af listaverk-
inu. Það vegur eitt og hálft
tonn og verður flutt með skipi
til Norfolk í Virginíu og þaðan
til New York, þar sem þvi
verður komið fyrir. „Ég var að
skoða stöpulinn sem er undir
höggmyndinni við Hótel Loft-
leiðir og ég held að ég láti gera
sams konar stöpul, en bara úr
graniti,“ sagði Kendall.
Kendall hefur verið hér
fastagestur mörg undanfarin ár
en hann hefur Laxá í Dölum á
leigu. Býður hann gjarnan
hingað ýmsum stórmennum.
Til stóð að Bing Crosby kæmi
hingað á hans vegum en ekki
varð úr því þar eð Crosby er
Donald M. Kendall fekk áhuga á höggmynd Asmundar, „Gegnum hljóðmúrinn" er hann dvaldist eitt
sinn á Loftleiðahótelinu, en þar er hin afsteypa myndarinnar. Hér er hann ásamt Helga Helgasyni
fréttamanni, tengdasyni Asmundar Sveinssonar ogeru þeir að fylgjast með verkinu.
-DB-mynd Bjarnleifur.
mjaðmargrindarbrotinn. Sagt
er að hann eigi marga áhrifa-
mikla vini sem hann hafi boðið
hingað í kyrrð og ró, menn eins
og John Connally, fyrrv. ríkis-
stjóra f Texas, og eins er sagt að
miklir kærleikar séu með
honum óg Brésnef, forseta
Sovétríkjanna, enda er Pepsico
fyrsta vestræna gosdrykkja-
verksmiðjan sem fær að setja
upp verksmiðjur þar f landi.
Og hvað skyldi listaverkið
kosta, komið til New York?
Fróðir menn telja að kostnaður-
inn verði ekki undir 15 til 20
milljónum fsl. króna.
- HP
Kvennaskólinn f Reykjavfk, — eða kemur nafnið tii með að breytast
með inngöngu fyrsta karlmannsins i skólann?
DB-mynd Sv. Þ.
—en þarerlíka
góðkennsla,
segirJón Garðar
Davíðsson
Jafnréttisbaráttu karla hefur
nú tekizt að brjóta niður eitt
helzta vígi kvenna, sjálfan
Kvennaskólann. Nú í vetur mun
13 ára piltur, Jón Garðar Davfðs-
son, hefja nám í skólanum og Dag-
blaðið brá sér á fund hins hug-
djarfa sveins og spjallaði lítillega
við hann.
— Hvernig datt þér í hug að
sækja um vist í Kvennaskólan-
um?
„Ég var að hugsa um þetta,
ekkert frekar í alvöru en gríni, en
svo varð ég ákveðinn í að gera
þetta. Kvennaskólinn er góður
skóli og þar er góð kennsla. Inn-
tökuskilyrðið er góðar einkunnir
og ég var með yfir 9.60 f þeim
greinum sem metnar eru. Skóla-
stjórinn gaf lítið út á umsóknina
fyrst en J)að breyttist. Nú, að
sumu leyti er ég að gera þetta til
að stríða kerfinu. Það var annar
strákur sem sótti um líka, en
hann hætti við. Það má vera að
hann hafi ekki lagt í þetta.“
— Hvernig tóku kunningjar þínir
þessu?
„Það er misjafnt en þeir eru
flestir undrandi. Það er ekki
komið að þvf enn að þeir stríði
mér en það kemur sjálfsagt að
því. Ég er ekkert kvíðinn. Það er
aldrei að vita hvað stelpurnar
segja en ég hugsa bara að þær
verði fegnar. Og mínum nánuslu
finnst þetta allt í lagi.“
— En hvað með leikfimi og
handavinnu?
„Ætli ég verði ekki settur f
leikfimi og handavinnu 1 Réttar-
holtsskólann en þangað hefði ég
átt að fara að öllu óbreyttu. Mér
lízt ekki á að vera með stelpunum
að prjóna en það gerir þó ekkert
til að læra það eins og annað.“
— En nafnið á skóianum?
„Mér finnst það ekkert allt of
réttlátt að kalla hann kvenna-
skóla. Ég hef samt ekki hugsað
mér að gera neitt til að þvi verði
breytt. Mér er það nóg að hann
hefur verið opnaður.“
— Og hvað hefur þú hugsað þér
að gera i framtíðinni, þegar þú
ert húinn með Kvennaskólann?
„Ég hef lítið hugsað um það. Þó
held ég að ég vilji frekar fara f
iðnskóla en menntaskóla." -JH
Samninganefnd og stjórn
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja — BSRB — mun meta
vigstöðuna i kjaradeilunni við
ríkisvaldið á fundi á
mánudaginn.
Verkfallsboðun gæti orðið
Jón Garðar Davfðsson riðurá vaðið
í Kvennaskólanum.
DB-mynd Bjarnleifur.
niðurstaðan, en opinberum
starfsmönnum þykir lítið miða í
samkomulagsátt.
Samningafundur var í gær og
var þá lokið að fara yfir kröfur
BSRB og eldri samninga.
A fundi á inorgun mun
BSRB:
Vígstaðan könnuð á
frfáJst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 2. SEPT. 1977,
Dr. Bragi tek-
inn í sátt
Dr. Bragi Jósepsson hefur verið
ráðinn námsráðgjafi við
Fjölbrautaskólann f Breiðholti.
Kerfið virðist því hafa tekið hann
f sátt en þetta er 10. staðan sem
dr. Bragi sækir um f skólakerfinu
sfðan honum var sagt upp starfi
deildarstjóra í menntamála-
ráðuneytinu.
-JH.
Ávísunum
stolið á
Vellinum
Innbrot var framið í gærkvöldi
f bragga sem tilheyrir Islenzkum
aðalverktökum á Keflavíkurflug-
velli. Þar var stolið nokkrum ávís-
unum, samtals að upphæð um 200
þúsund kr. Eínnig var farið f bfla
f leit að verðmætum. Mál þetta er
í rannsókn hjá RLR og þaðan
litlar fréttir að hafa. Einn maður
var þó í yfirheyrzlu í morgun,
grunaður um að hafa verið þarna
að verki.
- ASt.
Fálldin og frú
til landsins á
sunnudaginn
Forsætisráðherra Svfa, Thor-
björn Fálldin og kona hans
Solveig koma f opinbera
heimsókn til Islands á sunnu-
daginn og dvelja hér á landi fram
á miðvikudagsmorgun. Á sunnu-
daginn munu sænsku forsætis-
ráðherrahjónin sitja boð Geirs
Hallgrfmssonar og Ernu Finns-
dóttur og á mánudag verður farið
til Vestmannaeyja og Búrfells. Þá
verður hádegisverður í
þjóðveldisbænum í Þjórsárdal og
siðan verður haldið að Skálholti,
Gullfossi, Geysi og Þingvöllum. A
þriðjudag tekur forseti íslands á
móti forsætisráðherrahjónunum
og um kvöldið bjóða forsætis-
ráðherrahjónin sænsku til veizlu.
Þau fara síðan af landi brott árla
næsta morgun.
-JH.
Þrír 14 ára
drukknirá
stolnum bíl
í fyrrinótt varð mikill eltinga-
leikur milli lögreglumanna og
bils sem grunsemdir vakti. Barst
leikurinn að dælustöð Hitaveitu
Suðurnesja en þar var bifreiðinrii
sem elt var ekið gegnum hlið sem
rammgerð keðja var fyrir. Stór-
skemmdist bifreiðin og náðist til
hennar.
í bifreiðinni reyndust vera þrír
14 ára drengir og voru þeir allir
vel við skál. Bifreiðinni höfðu
þeir stolið. Þetta mun ekki í
fyrsta sinn sem þessir piltar
komast í hendur lögreglu.
mánudag
samninganefnd ríkisins gefa
formleg lokasvör við kröfum
opinberra st.irfsmanna. Fkki er
búizt viö neinum nýjum
upplýsingum þá, sem breytt
gætu stöðunni.
-ÓG.