Dagblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. OKT0BER 1977. 5 LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER GOLFTEP Stórkostlegt úrval PPI Keramik VEGGFLÍSAR itatskar og spænskar • Glæsilegir litir GÓLFDUKUR Vyml gólfdúkur—Allar tegundir VEGGFOÐUR Vyml veggfóður—Hýir litir r MAGNAFSLA TTUR .................— VEITTUR Hreyfilshúsinu — Grensásvegi 18—Sími LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER 1 DB kynnir f ramb jóðendur íprófkjöri Alþýðuflokks- ins á Norðurlandi eystra: í dag og a morgun, þ.e. laug- ardag og sunnudag 15. og 16. þessa manaðar, fer fram prófkjör Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Er kosið a milli þriggja manna um skipan í efsta sæti a fram- boðslista til alþingis- kosninganna næstu. Þeir, sem kosið er um, eru þessir menn: Arni Gunnarsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, Reykjavík. Baður Halldórsson, mennta- skólakennari, Akureyri. Bragi Sigurjónsson, banka- stjóri Utvegsbankans á Akur- eyri. Kosningarétt hafa allir þeir, sem orðnir eru 18 ara að aldri og eiga lögheimili í kjördæm- inu og eru ekki flokksbundnir í öðrum flokkum. Kosið er a eftirtöldum stöðum: Akureyri: Alþýðuhúsinu kl. 14-19 báða dagana. Dalvík: I barnaskólanum a sunnudag kl. 14-18. Grenivík: I barnaskólanum a sunnudag kl. 14-17. Hrísey: Á sunnudag kl. 14-17. Húsavík: Félagsheimilinu kl. 14-19 báða dagana. Ólafsfjörður: Verkalýðs- húsinu kl. 14-19 báða dagana. Auk ofangreindra kjörstaða verður kosið hja eftirtöldum trúnaðarmönnum yfirkjör- stjórnar kl. 14-17 sunnudaginn 16. okt. Grímsey: Sigurjón Jóhanns- son, kennari. Þrír berjast um sæti á toppnum Arnl Gunnarsson, — rit- stjórinn að sunnan. maður og síðar fréttastjóri, þar til hann varð fréttaritstjóri Vísis um skeið árið 1975. Hinn 1. marz 1976 var hann ráðinn ritstjóri Alþýðublaðsins og er það enn. Hann hefur verið í fulltrúa- ráði Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík og setið í flokks- stjórn. Hann var um skeið vara- maður í borgarstjórn Reykja- víkur og sat í nefndum borg- arinnar. Hann hefur raunar gegnt fjölda trúnaðarstarfa, bæði í Alþýðuflokknum og í stéttar- og starfsmannafélögum, sem hann hefur verið f. Bárður Halldórsson, — kennari við MA. Baður Halldórsson er 31 árs gamall. Hann varð stúdent frá MA 1966. Nam hann sfðan latfnu og ísfenzku við Haskóla Islands. Stundaði hann nám í almennum málvísindum og latínu við Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum og lauk þar prófi í þeim greinum 1971. Hann hefur veitt Náms- flokkum Akureyrar forstöðu frá því hann kom heim frá námi 1971. Bárður hefur verið virkur I félagsstarfi Alþýðuflokksins og ritstjóri Alþyðumannsins 1972- ’74. Hefur hann gegnt ýmsum trúnarstörfum fyrir flokkinn og einnig á vegum norrænna samskipta. Bragi Sigurjónsson er 67 ára gamall. Eftir nám á Laugum lauk hann kennaraprófi 1931. Stúdentsprófi frá M A lauk hann 1935. Hann var bæjarfulltrúi á Akureyri 1950-’54 og síðan aftur 1958-70. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa: fyrir sitt bæjarfélag og 'á öðrum vettvangi. Hann varð formaður Alþýðuflokksfélags Akureyrar 1944 og hefur setið I flokks-. stjórn Alþýðuflokksins frá 1950. Hann var ritstjóri Alþýðumannsins um árabil og hefur ritað fjölda greina um stjórnmál og félagslee málefni. Bragi Sigurjónsson sat á Alþingi sem 9. landskjörinn þingmaður á kjörtímabilinu 1967-1969 og síðan nokkrum sinnum sem varaþingmaður. Bragi Sigurjónsson hefur gefið út nokkrar ljóðabækur og smásögur, auk þess sem hann hefur fengizt nokkuð við þýðingar. Hann safnaði -og ritaði að miklu leyti „Göngur og réttir”, sem er mikið verk um þjóðhætti og sögu. -BS. Hauganes:Arni Ólason, Klapparstíg 14. Raufarhöfn: Karl Agústsson, framkvæmdastjóri. Reykjahlíð: ísak Sigurðsson, Helluhrauni 1. Þórshöfn: Pálmi Ólason, skólastjóri. Arni Gunnarsson er 37 ára gamall. Að loknu almennu námi vann hann algeng störf til lands og sjávar, einkum þó til sjós. Hann hóf störf hjá Alþýðublaðinu árið 1960. Arið 1962 fór hann til starfa hjá ríkisútvarpinu sem frétta- Bragi Sigurjónsson, stjóri á Akureyri. — banka-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.