Dagblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. OKTÖBER 1977. EMEBIAÐIB Utgefandi Dagblaðiö hf Framkvicmdastjori: Sveinn R. Eyjclfsson. Ritstjori: Jonas Kristjánsson. Frettastjori: Jon Birgir Petursson. Ritstjornarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Johannes Reykdal. íþrottir: Hallur Simonarson. Aöstoöarfrettastjori: Atli Steinarsson. Handrit. Asgrimur Palsson Blaöamenn. Anna Bjamason. Asgeir Tomasson, Bragi Sigurösson, Dora Stefansdottir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Petursson, Jonas Haraldsson, Katrín Palsdottir, Ólafur Geirsson, Olafur Jonsson, Omar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljosmyridir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjólmsson, Sveinn Þormóösson. Sknfstofustjori: Ólafur Eyjolfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mór E. M. Halldorsson. Ritstiorn Siöumula 12. Afgreiösla Þverholti 2. Askriftir, auqlysingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsími blaösins 27022 (10 linur). Áskrift 1500 kr. ó mónuöi innanlands. I lausasölu 80 kr eintakiö Setning og umbrot: Dagblaöið og Steindorspront hf., Ármúla 5. Mynd.. og plotugerö: Hilmirhf. Siöumula 12 Prentun: Arvakur hf. Skeifunni 19. Sem sízt skyldi Á Vestfjörðum hagar þannig til undirbúningi næstu þingkosn- inga, að öruggir um þingsæti eru þeir, sem sízt skyldi, en hinir eiga í tvísýnu, sem fremur eiga erindi á alþingi Þetta má hugleiða nú þegar, úr því að fram eru komin öll framboð á Vestfjörðum, sem máli skipta. í leiðara Dagblaðsins á miðvikudag voru færð nokkur rök að því, að einungis þrír fram- bjóðendur væru í öruggum sætum á Vestfjörð- um að þessu sinni. Það eru Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson hjá Sjálf- stæðisflokknum og Steingrímur Hermannsson hjá Framsókn. Fimm vonbiðlar eru um óvissusætin tvö. Þeir eru Gunnlaugur Finnsson hjá Framsókn, Karvel Pálmason óháður, Sigurlaug Bjarna- dóttir hjá Sjálfstæðisflokknum, Kjartan Ólafs- son hjá Alþýðubandalaginu og Sighvatur Björgvinsson hjá Alþýðuflokknum. Þeir þrír af fimm, sem miður munu mega sín í kosningunum, eiga samt nokkra von í óvissum uppbótarsætum. Allt eru þetta þingmenn núna, en ekki víst, að Vestfirðingar verði áfram svo heppnir að fá þrjá uppbótarþingmenn. Oft hefur það komið fram í leiðurum Dag- blaðsins, að Matthías Bjarnason hafi ekki stað- ið sig í embætti sjávarútvegsráðherra. Hann hefur stundum jafnvel virzt vera í meiri and- stöðu við íslenzka fiskifræðinga en erlenda samningamenn um fiskveiðilögsögu. Og að- gerðir hans gegn ofveiði eru langt frá því að nægja. Matthíasi hefur hins vegar tekizt að gæta hagsmuna Vestfirðinga í sjávarútvegsmálum. Hann gæti því aukið fylgi flokksins í kjördæm- inu og stuðlað að því, að Sigurlaug nái kjör- dæmakosningu. Álit Dagblaðsins á Steingrími Hermannssyni hefur ekki verið skárra. Hlutdeild hans í und- irbúningi og stofnun Þörungavinnslunnar á Reykhólum er einkar ámælisvert dæmi um atkvæðaveiðar, sem kosta skattgreiðendur hundruo milljóna króna. Vegur Steingríms minnkar líka meðal Vest- firðinga. En það kemur ekki niður á honum í öruggu listasæti, heldur á Gunnlaugi bónda í Hvilft. Óbeint yrði þó fall Gunnlaugs til rétt- mætrar lækkunar á gengi Steingríms. Karvel hefur verið sjálfstæður og málhress þingmaður, sem nokkur eftirsjá væri að, þó skoðanir hans séu svona upp og ofan. Þar að auki stendur hann að merkilegri tilraun til óháðs framboðs, sem gaman væri að tækist, öðrum til eftirbreytni. Sigurlaug hefur líka, en í smærri stíl, sýnt nokkurt sjálfstæði á þingi og staðið sig þar betur en margur karlinn. Kjartan er að verða einn helzti forustumaður Alþýðubandalagsins og á sem slíkur erindi á alþingi, þótt ekki sé hann skemmtilegur þing- maður. Sighvatur hefur unnið sér það til ágætis að hafa efnt til harðari hvassviðra á alþingi en lengi eru dæmi til um. í von um fleiri slík hvassviðri er óhætt að mæla með framhaldi á þingsetu hans. Þótt allt þetta fólk komist á þing verður að segjast, að öll eru andlitin gamalkunnug og einmitt þess vegna ekki líkleg til að auka núverandi veg alþingis, sem flestum þykir sorg- lega lítill. Bindindisherferð f Frakklandi: SMÁSOPI - STÓRSLYS Líklegra er að Frakkar deyi af völdum afengis en bifreiða- slysum, segja opinberir aðilar þar i landi. Ekki nóg með það, fjórir af hverjum tíu árekstrum sem í umferðinni verða eru sök drukkinna bifreiðarstjóra. Þessar ðgnvekjandi tölur hafa orðið til þess að stjórnvöld í Frakklandi hafa hrundið af stað mikilli áróðursherferð. Takmark hennar er að fá hinn almenna bifreiðarstjóra til að hætta akstri eftir að hann hefur neytt áfengis. Akstur eða ófengi — þú verður að velia a milli Kjörorðið er, akstur eða áfengi, þú verður að velja á milli. Reynt verður að ná til allra i herferðinni. Jafnvel sá sem aðeins hefur fengið sér eitt glas af léttu víni mun hugsa sig tvisvar um, áður en hann sezt undir stýri ef árangurinn verður eins og stjórnvöld vona. Þeir eru ekkert að draga úr þvf Frakkarnir þegar baráttan hefst gegn áfengisneyzlu. Jafn- vel þeir sem ekki aka eru varaðir við að vera mikið á ferli gangandi ef áfengi hefur komið inn fyrir þeirra varir. Herferðin gegn áfenginu er á vegum nefndar sem berst fyrir auknu öryggi i umferðinni. Greinar og upplýsingar koma bæði i blöðum, timaritum, sjón- varpinu og einnig hafa verið limd upp veggspjöld á áberandi stöðum. Áætlað er að heildar- kostnaður verði nærri 700 milljónir fslenzkar krónur. Meðal þeirra upplýsinga sem vakin verður athygli á í and- drykkjuherförinni er til dæmis sú staðreynd að Frakkar drekka allra þjóða mest sam- kvæmt opinberum tölum. Einnig er bent á það almenna álit að Frakkar fái sér eitt staup af konfaki strax með morgunkaffinu. Telja forsvars- menn herferðarinnar þetta skýra á ljósan hátt að áfengis- sýki sé þjóðarböl. 20.000 lótast af ófengisvöldum Talið er að um 20.000 Frakkar látist árlega af völdum misnotkunar á áfengi en í umferðaróhöppum deyja um 14.000 á sama tíma. Áfengi veldur dauða um 6000 manns i umferðinni árlega samkvæmt opinberum skýrslum og er algengasta orsök umferðar- slysa. Unga fólkið verður illa fyrir barðinu á áfenginu og þar sem umferðarslys eru al- gengasta dauðaorsök meðal þess er bent á að ástæðan fyrir þessum sömu slysum sé oftast áfengisneyzla einhvers sem við þau er riðinn. Verður harðsótt barótta ' Fyrstu vikurnar sem her- ferðin stendur verður lögð áherzla á bráttuna undir kjör- orðunum. Smásopi — stórslys. Énginn er þó I neinum vafa Traustsyfirlýsing þjóðarinnar nærtæk- asta lausnin 1 þingsetningarpredikun, sem flutt var í Dórrikirkjunni i tilefni 99. löggjafarþings ís- lendinga, gat dómkirkjuprestur þess að islenzk menning væri kristin menning. Jafnréttmæt og þessi tilvitnun prestsins er þá má og fullyrða að þegar kristinni trú sleppir þá eigi „verkfallstrúin" allan hug landsmanna og það svo, að fáar þjóðir munu eiga fleiri trúboða þess „fagnaðar- erindis", sem verkföll eru, en tslendingar. Fullyrða má og að „verkfalls“-trúnni „hafi verið tekið af lýði“ mun almennara og með skjótari hætti en hinni kristnu á sfnum tfma og verk'- fallsguðinn dýrkaður af meiri innlifun en sá þrfeini sem grundvallar kristna menningu f landinu. Og á sama tfma og forseti tslands ávarpaði þingheim við setningu 99. löggjafarþings þjóðarinnar voru aðrir menn, sjálfskipaðir umbjóðendur verkfallsguðsins, að leggja hinar dauðu hendur sfnar á sfðasta undirbúninginn að verkfalli opinberra starfs- manna, hinu fyrsta f sögu þjóðarinnar, verkfalli sem eng- inn veit til hvers leiðir. Það verkfall sem hófst aðfaranótt hins 11. október sl.' markar þau tfmamót f sögu þjóóarinnar að með þvf virðist sem fokið sé 1 flest skjól fyrir þeim veiku möguleikum sem skapazt höfðu a því að taka upp alvörubaráttu gegn verðbólgu og vanþróun f efnahgsmálum og sem voru, áður en verkfallið skall á, komnar á það stig, að annaðhvort varð að hrökkva eða stökkva með aðgerðir í þeim málum. Með aðgerðum þeim, sem nú hefur verið gripið til, gegn vilja hundruða ef ekki þúsunda þeirra aðila, sem fylla raðir opinberra starfsmanna, hefur skapazt ástand f þjóðfélaginu sem jafn- gildir upplausnarástandi, og sýnir það bezt hve ástandið er alvarlegt að lögreglumenn á Keflavfkurflugvelli takmarka aðgang að flugvellinum upp á sitt einsdæmi, án þess að hafa samband eða samráð við yfir- mann sinn á staðnum. I höfuðborginni sjálfri eru það verkfallsverðir sem ráða lögum og lofum og taka sér alræðisvald. Það er langt gengið 1 lýðræðisþjóðfélagi, þegar slfkir verkfallsverðir ganga svo langt að stöðva lög- reglu við skyldustörf, en slfkt skeði einmitt fyrsta verkfalls- daginn! — Hvað myndu sltkir verkfallsverðir gera, ef þeim væru fengin vopn f hendur og DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. OKTÖBER 1977. 11 um að barátta gegn áfengis- drykkju verður harðsótt f Frakklandi. Árlega drekkur hver Frakki að meðaltali 140 lftra af léttum vinum og 40 lftra af bjór. Er þá átt við alla Frakka, fullorðna karlmenn, konur og kornabörn. Margir fullorðnir hljóta þvi að drekka mun meira en þessar tölur gefa til kynna. Drykkja Fransmanna er mun meiri en nágranna þeirra f Þýzkalandi og hvorki Bretar né Ameriku- menn komast neitt þar nærri f árlegri drykkju. Könnun var gerð á 328 um- ferðarslysum sem tekin voru til meðferðar á sjúkrahúsi í Parfs og sýndi hún að fjórir af hverjum tiu bifreiðarstjórum, sem ekið höfðu viðkomandi bif- reiðum, voru allir undir áhrifum áfengis. Á kvöldin og nóttunni fór þetta hlutfall upp I helming af bifreiðarstjórunum. Ástandið verra hjá hinum gangandi Ekki voru tölurnar glæsilegri hvað gangandi vegfarendur varðar. Sjö af hverjum tíu fót- gangandi fórnardýrum slysanna höfðu eitthvert áfengi I blóði sfnu. Þess vegna beinist herferðin gegn áfengisdrykkju ekki aðeins að bifreiðarstjórun- um. Einnig verður reynt að koma þvf inn hjá gangandi fólki að hættulegt geti verið að slangra drukkinn eða jafnvel aðeins hífaður um götur og torg. „Við erum að reyna að fá almenning til að lfta í eigin barm og hugleiða hvort drykkjuvenjur þeirra séu ekki hðskalegar þéim sjálfum og öðrum. Áfengisneyzla slævir viðbrögðin, eykur hættu á árekstrum, og það eru ekki aðeins hinir drukknu, sem skaða hljóta, hinir allsgáðu súpa líka seyðið af. FAGUR ER FISKUR í SJÓ Humarhalamir frá Hornaf irði og kolinn frá Húsavík dásamaðir íFlórída Þegar ég var að alast upp f Vesturbænum, var úrval fiskaf- urða, sem á boðstólum var, heldur fátæklegt. Vsan var eftirsóttust, bæði í pottinn og á pönnuna, en þorskurinn þótti ekki nógu góður staðgengill nema flattur og saltaður, en svoleiðis a sig kominn var hann aufúsugestur a hverjum laug- ardegi í hadegismatinn. Lúða og koli voru keypt, þegar til voru, og þóttu jafnan herra- mannsmatur. öðrum tegundum fisks litum við Vesturbæingar ekki við; þær voru fyrir útlendinginn. Dásamaði ég oft í huganum þá furðu eða undur, að þjóðin skyldi geta lifað á þvf að selja útlenzkum fisk, sem við í Vesturbænum töldum ekki vera almennilegan mannamat! Maður heyrði reyndar um einn og einn Islending, sem tók þorsk fram yfir ýsu, og svo vissi ég líka, að fólk a Vestfjörðum borðaði steinbít þrisvar f viku. Það hafði ég fundið út af eigin reynd sumarið sem ég var hjá ömmu á Flateyri. Einnig hafði ég heyrt á skotspónum, að húsmæðrakennarar ætu sfld eins og Svfar. En ég hafði aldrei heyrt um að íslenzkt fólk legði sér til munns ufsa, karfa eða keilu. Svo varð það mitt hlutskipti f Hfinu að vinna við útflutning og síðan sölu á íslenzkum fiski. Strax á fyrstu árum mfnum sem íslenzkur fisksali hérna vestur f henni Ameríku fór að breytast álit mitt á gæðum og gildi hinna ýmsu tegunda, sem veiddar voru við ísland. Það hvarflaði jafnvel að mér, að Vestur- bæingar hefðu ef til vill verið dálftið þröngsýnir í þessum málum og að ýsan hefði líklega verið ofmetin á stundum. Sjálfur fór ég að leggja mér til munns þorsk, ufsa og jafnvel karfa. Meira að segja fór ég að fara fögrum orðum um stein- bftinn og færði sem sönnun fyrir hollustu minni við þann ljóta fisk, að ég hefði verið eitt sumar hjá ömmu á Flateyri og borðað hann þrisvar í viku. En fslenzki fiskurinn var svo sannarlega ekki einn á Ameríkumarkaðnum. Margar aðrar þjóðir fluttu inn sömu tegundir og við, og svo bættust við ýmsar aðrar tegundir, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Mér gekk illa að skilja, að nokkur maður skyldi vilja leggja sér til munns fisk, sem ekki hefði synt við strendur Bréf frá henni Ameríku: Þórir S. Gröndal tslands i hreina og tæra sjónum þar. Nú er ég kominn f sólarfylk- ið Flórida og til viðbótar þvf að selja fslenzkan fisk sem um- boðsmaður a suðurhluta skag- ans, selur fyrirtæki það, sem ég starfa við, um 100 aðrar tegundir fiskmetis og skeldýra. Miklar fiskveiðar eru stund- aðar við strendur fylkisins, en svo eru fluttir inn tugir þúsunda smálesta af sjávarafla alls staðar að af jarðkringlunni. Einna mestur er inn- flutningurinn frá Mið- og Suður-Ameríku og er verulegt magn endurselt til annarra landshluta. Gæði þessa fisks eru allmismunandi, en lítill vafi er samt á þvf, að rómönsku Ameríku er að fara mjög mikið fram f fiskveiðum og fiskiðnaði. Mikið fjármagn berst héðan að norðan og svo hefir f vaxandi mæli verið að skjóta upp svört- um japönskum kollum þar niður frá. Arlega streyma 34 milljónir ferðamanna til Flórída. Þeim nægir ekki bara að sleikja sól- skinið, heldur þurfa þeir lfka að fá eitthvað í svanginn, og það vill svo vel til, að fylkið er þekkt fyrir mikið og gott úrval af fiskmeti. Og ferðalýðurinn heldur auðvitað, að hann sé að leggja sér til munns glænýjan fiskinn, sem dreginn hafi verið úr sjó daginn áður við sólbakaðar strendur þessa gósenlands. Þeir geta ekki nógsamlega dásamað Flórída- humarhalana (frá Horna- firði), eða glænýja Mexíkó- flóa-kolann (frá Húsavfk)! Ég er rétt að komast yfir feimni mína við allar þessar nýju tegundir, sem hér er að finna en smátt og smátt kynnist ég nýjum kræsingum úr Ægis djúpi: Glóðarsteiktur vartari (grouper), gufusoðin sand- hverfa (turbot), djúpsteikt sólflúra (common sole), smyrslingasúpa (cljm chowder) og súrsaður smokkfiskur (octopus). Sum íslenzku heitin eru úr alþjóða- orðabók yfir fiskheiti. Islenzka nefndin hefir unnið þar gott og mikið starf. Margar tegundir á ég eftir að leggja mér til munns, og má vera, að skortur á hugrekki hafi fram að þessu komið í veg fyrir, að sumar þeirra lentu á diski mfnum. Má þar nefna sæsnigla, froskalæri, silfurloðnu og kolkrabba svo eitthvað sé til talið. Það virðist sifellt fjölga þeim tegundum fiska, sem ná fótfestu (sporðfestu) á diski manriskepnunnar. Þannig er ég viss um það, að Islendingar eiga eftir að auka mjög fjölda þeirra nytjafiska, sem landinu munu færa gjald- eyristekjur á komandi árum. Það verður lfka að finna eitt- hvað I staðinn fyrir ýsuna, sem er víst að verða uppurin. Það er varla að hún nægi f Vestur- bæingana. þeim_sagt að beita þeim gegn löglega kjörnum stjórnvöldum? Ekkert er líklegra en slfkt geti einmitt skeð. Og þegar þeir sem eiga að gæta öryggi lands og lýðs hafa fengið rétt til að leggja niður vinnu, ef þeim svo sýnist, til hvaða mannafla ætti þá að grípa til þess að verjast vopnaðri byltingu eða árás? Og hvaða bakhjarl hefur rfkisstjórn og Alþingi þegar slfkar aðstæður skapast sem nú eru við lýði? Engan, nákvæm- lega engan.Og 1-fekki kæmi til samningur okkar við hin v°st- rænu ríki um varnarbandalag með staðsetningu hins banda- rfska varnarliðs f landinu væri engum blöðum um það að fletta að Sovétrfkin, með hinn mikla flotastyrk sinn skammt undan landinu, væru óðar búin að staðsetja hér flokk öryggis- sveita, sem ættu að tryggja að upplausnarástandið héldist hér nógu lengi til þess að þær hefðu næga ástæðu til að „koma aftur á eðlilegu ástandi“, eins og það myndi orðað. Það er einmitt þetta atriði, upplausnin og ringulreiðin f stjórnkerfinu, og sem kemur innan frá, sem Sovétrikin bfða nú eftir að skapist í hverju þvf landi sem þeim er umhugað að ná fóstfestu. — Og trúi þvi hver sem vill, að Sovétríkin hafi enga löngun til þess að ná fót- festu hér á landi! Kjallarinn Geir R. Andersen Það er einmitt beðið eftir að slfkt ástand skapist hér og nú er til þess að flýta fyrir og auðvelda ,,aðstoðina“, sem þau vona að þau verði beðin um, aðstoð sem fyrst og fremst felst i efnahagslegri aðstoð fyrst i stað, fyrst svo er um hnútana búið i bili, góðu heilli, að hér er staðsett varnarlið frá einni af bandalagsþjóðum okkar. Þetta atriði gera flestir stuðningsmenn lýðræðisins í landinu sér Ijóst. Það er því kaldhæðni örlaganna, að flokkar þeir sem styðja hvað ákafast lýðræðishugsjónina í orði hafi þó orðið meðvirkir f því að skapa það upplausnar- ástand, sem nú getur allt eins orðið varnanlegt, með þvf m.a. að styðja tillöguna um það að opinberir starfsmenn, sem þeg- ar höfðu réttindi fram yfir aðra þegna landsins, t.d. verð- tryggingu launa og æviráðningu, niðurgreiddar máltíðir á vinnustað o. fl. — fengju verkfallsrétt. Og þegar þetta er skrifað hefur verkfall opinberra starfs- manna staðið í nær þrjá sólar- hringa og engar þær fregnir borizt sem tákna að von sé á samkomulagi. Og auðvitað verður aldrei gert neitt sam- komulag sem felur I sér viðun- andi lausn úr þvf sem komið er. Það er aðeins ein lausn til á þeim vanda sem þjóðfélagið og landslýður allur á við að strfða. Ríkisstjórnin getur farið fram á traustsyfirlýsingu þjóðarinnar og það á hún að gera með því að leggja fram stjórnarfrumvarp um afnám verkfallsréttar opin- berra starfsmanna, ásamt heildaráætlun um ráðstafanir f efnahagsmálum, sem komi til framkvæmda nú þegar t.d. með visitölubindingu, inn- og út- lána, styrkingu gjaldmiðilsins með því að taka tvö núll aftan af krónunni, sem þá myndi verða virk sem stjórntæki til þess að þróa atvinnu- uppbyggingu i landinu og veita mönnum traust á gjaldmiðli sínum. Þetta, og þetta eitt, ber núverandi ríkisstjórn að gera við núverandi aðstæður og sé ekki nægjanlegur meirihluti fyrir slfkri traustsyfirlýsingu á Alþingi á að efna til kosninga hið fyrsta og bera slfka trausts-: yfirlýsingu undir alla þjóðina. Enda þótt hátt láti í þeim, sem nú eru að gera atlögu að lýðræðisskipulagi á tslandi er það ekkert vafamál að ríkis- stjórnin hefur um þessar mundir meðbyr frá hinum al- menna borgara I landinu (a.m.k. þeim sem ekki búa við sérréttindi) og til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin verð- ur ekki eftir á sökuð um að hafa látið undir höfuð leggjast að framkvæma, ef hún hefst ekki að, annað en það að ganga til samninga, án þess að fjárlög standi undir og leggja á nýja skatta til að brúa bilið. Segja má að þótt núverandi stjórnarsamstarf hafi framan af verið með misjöfnunt hætti og ýmis þau ntál hafi komið upp, sem brúa hafi þurft með eins konar „millifærslum," þá hafi samstarfið styrkzt eftir þvi sem á leið og með þa staðreynd í huga að núverandi stjórnar- flokkar eru þó alténd fjölmenn- ustu og sterkustu lýðræðis- flokkarnir f landinu og borin von til þess að Alþýðu- flokkurinn komi það sterkur út úr kosningum að annar hvor núverandi stjórnarflokka hafi hug á að styðjast við hann f stjórnarsamstarfi — þá muni þeir enn halda velli — ef þeir bera gæfu til að leggja slíka traustsyfirlýsingu, sem áður er minnzt á, til grundvallar fyrir samþykki kjósenda. Alþýðubandalagið er flokkur sem enn hefur sannað að hann styður ekki að neinu öðru en upplausn og glundroðaskipu- lagi, lfku þvf sem nú hefur skapast, og samstarf við hann því óhugsandi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, vegna stefnu hans f utanríkismálunum einum saman — og allir muna sfðustu vinstri stjórn, — og sennilega er Framsóknarflokknum það ekkert keppikefli að leggja út f slíka bráðabirgðasamvinnu á nýjan leik. Tækifærið er því komið fyrir núverandi rfkisstjórn að sýna hve langt hún vill ganga í þvl að gera i reynd tilraun til að takast á við þann vanda, sem við þjóðinni blasir. I landinu er nægiíega stór hópur fólks sem vill stuðla að slfkri tilraun, en frumkvæðlð verður að koma frá þeim er stjórna. Geir R. Andersen.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.