Dagblaðið - 15.10.1977, Side 23

Dagblaðið - 15.10.1977, Side 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. OKTOBER 1977 Sovézkir kvikmyndadagar: Rússneskur suðri LAUGARÁSBlÓ Siflaunamir hvarfa út I bléinn (Tabor uhodit v nabo) Framlaiflandi: Moafilm Studio, Moskvu. LaikatjóH: Emil Lotyanu Aflalhlutvark: Svatlana Toma GHgory GHgoHu lon Shkurya. Sýningartimi: 100 mínútur. Aðstandendum kvikmynd- arinnar Sigaunarnir hverfa út í bláinn hefur tekizt prýðisvel að koma til skila þeim angurværa blæ, sem einkennir svo mjög sovézkar bókmenntir. Handrit myndarinnar er byggt á nokkr- um æskuverkum rithöfund- arins Maxims Gorkí. Leikstjðr- inn, Emil Lotyanu, sem semur sjálfur handritið, er einnig ljóð- skáld og leikritahöfundur. Þessa gætir nokkuð I myndinni sem er mjög ljóðræn á köflum. Líf sígauna eða tatara, eins og þeir nefnast víst á íslenzku, hefur alltaf haft vissan spenn- andi blæ yfir sér. Rétt eins og vestrænir kúrekar eru sam- heldnir og sér á parti fara sR gaunar einförum frá venjulegu fðlki, og sem meira er, eru út- skúfaðir. Á yfirborðinu eru þeir skrautlegir og glaðværir, en undir þeim hjúpi er allt aðra sjón að sjá. Þar eru þeir von- lausir og þurfa að berjast Kvik myndir harðri baráttu fyrir tilveru sinni. A þetta misræmi leggur Lotyanu leikstjóri aðaláherzlu. Sígaunarnir hverfa út í bláinn segir frá hestaþjófinum Zobar, sem er að eigin sögn mesti hestaþjófur í heimi. Hann gengur vasklega fram við vinnu sína og svifst einskis. Af þeim sökum langar yfirvöld mjög að hafa hendur i hári hans. Eitt sinn sleppur hann naumlega með skotsár á öxlinni. Þá hittir hann sigauna- stúlkuna Rödu, sem græðir hann með tunglryki. Zobar hrífst mjög af Rödu og lif hans snýst eftir það um það eitt að fá hana fyrir konu. Rada læknar Zobar með mánaryki. Sjálfur hafði hann áður drukkið mánadögg ásamt systur sinni og hún átti að koma í veg fyrir að þau dæju af skot- (Jr „September". Zobar og Rada hittast í fyrsta skipii. Kynni þeirra verða siðar örlagarík. sárum. Mörg fleiri fróðleg at- riði koma fram úr hjátrú sígauna. Sömuleiðis eru söngv- ar þeirra kynntir, — söngvar sem mikl'u fremur eru af suðrænum uppruna en rúss- neskum. Sígaunarnir hverfa út í blá- inn hlaut I fyrrasumar verðlaunin Stóru gullskelina á alþjóðlegri kvikmyndahátíð i San Sebastian á Spáni. Hún er vel að þeim verðlaunum komin. Myndataka er mjög skemmtileg svo og klippingar. Enskt tal hefur verið sett á myndina og er hvergi til stórra lýta. En sér I lagi á myndin hrós skilið fyrir þann sérstaka rússneska angur- væra blæ, sem náðst hefur. Tvennt er það, sem finna má að. Hljóðsetning söngvanna er fremur léleg og einnig er það eintak myndarinnar, sem barst hingað, allslitið. Sígaunarnir hverfa út 1 bláinn er sýnd hér á Sovézkum kvikmyndadögum f tilefni nýrr- ar stjórnarskrár 1 Sovétrlkjun- um og 60 ára byltingarafmælis landsins. Tvær aðrar myndir verða einnig sýndar i Laugarás- biói. Þær eru September og Prinsessan á bauninni. -ÁT/Arni Páll- 23 \ Tryggvi sýnir í Súm Tryggvi Ólafsson opnar í dag fimmtu einkasýningu sína hér- lendis, í Gallerí SUM við Vatns- stíg. Hinar fjórar hafa allar verið á sama stað. Tryggvi hefur verið búsettur í Danmörku um árabil og þar í landi og viðar um lönd hefur hann haldið einkasýningar og tek- ið þátt í samsýningum. Tryggvi er fæddur i Neskaup- stað 1940. Stundaði hann fyrst nám í Myndlista- og handiðaskóla tsland en fékk siðan inngöngu i Listaháskólann I Kaupmannahöfn árið 1961 og dvaldist þar við nám næstu 6 ár eða til ársins 1966. Tryggvi tók þátt í haustsýningu listamanna í Kaupmannahöfn ár- ið 1963. Fyrsta einkasýning Tryggva var í Gallerie Jensen í Kaup- mannahöfn árið 1966. Sem meðlimur SUM hefir Tryggvi tekið þátt í samsýningum þess félagsskapar frá 1969, þ.e. SÚM III, Reykjavik 1969, SÚM IV, Amsterdam 1970, SÚM á Listahátíð í Reykjavík 1972, einn- ig farandsýningu SÚM, „H2Ó“, til Norðurlanda 1974, „SÚM ’76“, Reykjavík 1976. Tryggvi gerði utanhússkreyt- ingu ásamt Þorbjörgu Höskulds- dóttur og Sigurjóni Jóhannssyni I bænum Brande á Jótlandi sumar- ið 1970. Hann hefir einnig gert tvær skreytingar í fjórðungs- sjúkrahúsið i Neskaupstað með aðstoð Danans Jörgens Bruun Hansens, 1976 og 1977. Tryggvi hefir tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum erlendis, þ.á m. Norrænu sýningunni, Charlottenborg, Kaupmannahöfn 1970, 1972, 1974 og 1975, sýning- unni íslenzkir nútímamálarar, Stokkhólmi 1971, Eystrasaltsbien- alnum, Rostock 1971. Hann tók síðast þátt i norrænni farandsýn- ingu, Augliti til auglitis I höfuð- borgum Norðurlanda, 1976-77. Tryggvi hefur ásamt kvik- myndagerðarmanninum H.H. Jörgensen gert heimildarkvik- mynd um danska svartlistar- manninn S. Hjorth Nielsen, 1976. Tryggvi hlaut fjögurra mánaða starfslaun listamanna á þessu ári. Að þessu sinni sýnir Tryggvi samtals 30 málverk, flest unnin með acryl-litum a léreft, en auk þeirra eru nokkrar klippimyndir á sýningunni. Sýning Tryggva i Gallerí SUM verður opin daglega frá kl. 4 til 10 til mánaðamóta. rl. Fyrir svartasta skammdegið: Lionsmenn selja Ijósaperur í Garðabæ og Bessastaðahreppi Núna þegar svartasta skammdegið er ekki fjarri er það kærkomið að fá sölumenn með ljósaperur I heimsókn. Lionsmenn í Garðabæ og Bessa- staðahreppi ætla að ýta á dyra- bjölluhnappa húsanna í um- dæmi sínu nú um helgina og bjóða til sölu poka af ljósaper- um. Og ekki ætti að saka að geta þess að ágóði af sölunni fer allur til mannúðarmála og njálparstarfsemi. Lionsklúbb- urinn hefur einkum stutt starf- semi vistheimilisins á Vifils- stöðum en þar er unnið gott starf við meðhöndlun þeirra sem við drykkjusýki eiga að striða. Þá hafa skólunum verið gefin tæki til að auðvelda heil- brigðiseftirlit, skólabókasafn Bjarnastaðaskóla eflt og ein- staklingum og fjölskyldum sem átt hafa um sárt að binda hefur verið veitt aðstoð. STOFNÞING LANDS- SAMTAKANNA ÞROSKAHJÁLPAR —- Samtök sem vinna að hagsmunum þroskaheftra Stofnþing Landssamtakanna Þroskahjálpar verður haldið I Kristalssal Hótel Loftleiða laugar- daginn 15. okt. Samtök þessi sam- anstanda af 17 félögum sem vinna að hagsmunum þroskaheftra og eru meðlimir þessara félaga tæp- lega sex þúsund talsins. Meðal þessara félaga eru Styrktarfélag vangefinna f öllum landshlutum. Dagskráin á laugardaginn hefst kl. 10 með þingsetningu og ávörp- um gesta en m.a. verður borgar- stjóra og þingmönnum boðið en öllum er heimill aðgangur. Síðan hefst íyrirlestrahald kl. 13 og verða flutt 4 framsöguerindi. Bjarni Kristjánsson flytur erindi um löggjöf fyrir þroskahefta. Tor Brandt frá Osló fjallar um for- eldranámskeið I Noregi, Margrét Margeirsdóttir fjallar um tengsl foreldra og stofnana og Magnús Magnússon um reglugerð um sér- kennslu. Að loknum fyrirlestrum verða umræður og fyrirspurnum svar- að. -JH. ÚRVRL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓnU/Tfl //allteitthvaó gott í matinn STIGAHLIÐ 45-47 SIMI 39645

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.