Dagblaðið - 01.12.1977, Side 6

Dagblaðið - 01.12.1977, Side 6
6 r DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977 Kynferðisglæpum stórfjölgar en mörg brot munu aldrei kærð Nauðgarinn í Keflavík varð sjálfur fómardýr annars á yngri árum Kynferðisglæpum virðist hafa fjölgað mjög á Stór- Reykjavíkursvæðinu að undan- förnu. Um þetta liggja enn ekki fyrir tölulegar upplýsingar en að beiðni Dagblaðsins er nú verið að kanna tíðni þessara glæpa eftir afbrotaskrám Rannsóknarlögreglu ríkisins. Tveir menn sitja nú í gæzlu- varðhaldi vegna ljótra afbrota af þessu tagi. Skal þar fyrst talinn sá er síðast var hand- samaður eftir grófan glæp gegn 9 ára gömlum dreng sem hann tældi upp í bíl sinn. Sá hefur áður setið inni fyrir afbrot gegn drengjum. n, , ...... Hinn er tæplega tvitugur Keflvíkingur sem um miðjan október játaði að hafa nauðgað 12 ára stúlku sem hann tældi upp í sendiferðabíl, ók á af- vikinn stað og kom fram vilja sínum með valdbeitingu. Sá ungi maður hafði þá fáum vikum áður gerzt sekur um sams konar glæp gegn annarri stúlku. Fyrstu helgina í október voru kærðar tvær nauðganir í Reykjavík. Drukkinn farþegi í bíl bauð 19 ára stúlku heimkeyrslu eftir dansleik. Er ökumaður brá sér frá réðst sá drukkni á stúlkuna og kom að einhverju leyti fram vilja sín- um áður en stúlkan komst úr bílnum og gat leitað ásjár í nálægu húsi. Um sömu helgi var ráðizt á 26 ára konu í Hljómskálagarðin- um. Barðist hún við rárásar- manninn í nærfellt klukku- stund áður en henni tókst að slíta sig lausa og komast undan án þess að árásarmaðurinn kæmi fram vilja sfnum. Sá maður náðist eftir lýsingu konunnar. Seint í maí var nauðgun framin í Kópavogi af drukkn- um manni sem hafði í morð- hótunum við konu er hann réðst inn á og sleit síma hennar úr sambandi. Sá maður náðist einnig. Þetta eru örfá brot úr úr- klippusafni DB varðandi þessi mál. Ónefnd er þá síðasta kæran sem varð til í fyrradag, eftir að drengur á fermingar- aldri taldi sig hafa komizt í kast við mann sem tekið hafði drenginn upp í á Vífilsstaða- vegi. Kveðst drengurinn hafa komizt undan fyrir snarræði. Vitað er að mörg brot af þessu tagi, þótt kærð séu, koma aldrei til frásagnar í blöðum. Sérfróðir menn á sviði afbrota- mála segja það ennfremur víst að mörg brot sem framin séu af þessu tagi, séu aldrei kærð. Komi þar til hræðsla þeirra sem fyrir árásum verða við það að atburðurinn komist í hámáli og hræðsla eða hik foreldra við að kæra árásarmál af þessu tagi sem börn þeirra verða fyrir. Vandinn í þessum efnum virðist því miður vaxandi og lögregluyfirvöld standa ráðþrota gegn vandanum. Fátt er hægt að gera annað en hvetja kvenfólk, unglinga og börn til ýtrustu varkárni. M.a. varar lögreglan mjög við sívax- andi fjölda þeirra sem sníkja sér far með ókunnugum með puttalyftingu á vegarkanti. Veikgeðja mönnum á þessu sviði hlýtur að þykja slíkur far- þegi einn á ferð girnilegt fórnardýr. Mál þessi eru oft viðkvæm. T.d. hefur það komið fram við yfirheyrslur yfir Keflvíkingn- um unga, sem nú situr inni fyrir tvær nauðganir með fárra vikna millibili, að sjálfur var hann fórnardýr kynvillings á yngri árum. En kynferðisleg af- brot hans af ýmsu tagi síðan vekja spurningu um það hvort hann sé hæfur til að njóta full- komins ferðafrelsis. -ASt.- Sakkarín krabbameinsvaldur? Gæti verið áróður sykurframleiðenda — líkt og gegn cyklamati á sínum tíma að sögn f ramkvæmdastjóra Víf iifells Fullyrðingar bandarískra vísindamanna um að sakkarín sé krabbameinsvaldur leiða hugann að innlendri notkun sakkaríns. Fre§ka inniheldur sakkarín sem er vinsæll sykurlaus drykkur. Dagblaðið hafði samband við Kristján G. Kjartansson fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar Vífilsfells sem framleiðir Fresca. Kristján sagði að sér vitanlega væri ekki að vænta neinna breytinga á samsetningu Fresca en efnið í drykkinn kemur frá Bandaríkjunum. Kristján sagði enda ósannað að sakkarín væri sá skaðvaldur sem vísindamenn vildu vera láta og verið gæti að þessi áróður væri svipaðs eðlis og gegn cyklamati á sínum tíma, en það var m.a. í Fresca. Aldrei hefði verið sannað að það væri krabba- meinsvaldur. Benda hefði mátt á skaða ef menn drykkju 50 flöskur á dag að staðaldri í 50 ár eða eitthvað álíka fáránlegt. Þessi áróður hefði komið frá sykur- framleiðendum, sem væri illa við samkeppnina. ,,Það má ofgera öllum hlutum," sagði Kristján. Carter Bandaríkjaforseti hefur nú frestað banni við sakkarín- notkun í matvælum, þannig að ekki er að vænta breytinga á Fresca á næstunni að sögn Kristjáns, ,,en við förum að sjálf- sögðu eftir fyrirmælum frá verk- smiðjunum í Bandaríkjunum ef til breytinga kemur.“ Sakkarínskammtur sem fæst t apótcki. DB-mynd Bjarnleifur. -JH. MÓDURMÁLSKENNARAR KALDIR RÉTTIR BINDAST SAMTÖKUM Á NÍUNDU HÆÐ Astkæra ylhýra málið, ritun þess og framburður hefur verið ofarlega í hugum manna, a.m.k. á Alþingi og meðal stórskálda þjóðarinnar undanfa'rna mánuði. Þetta hefur verið mönnum mikið hitamál og því þarf varla nokkurn að undra að þeir sem leiða eiga byrjendur í gegnum frumskóg vandamálsins, þ.e. móðurmálskennarar, ætla nú að stofna með sér samtök. Hefst stofnfundur samtaka Islenzkra móðurmálskennara i Kennaraháskóla íslands nk. laugardag kl. 14.00. I tilkynningu frá undirbúnings- nefnd segir að verkefni slíkra samtaka séu mörg og brýn en meðal þeirra megi telja að félagið eigi að vinna að vexti og viðgangi íslenzkrar tungu á öllum sviðum, það eigi að efla samstarf þeirra sem móðurmál kenna í skólum landsins og hafa samskipti við þá aðila utan sköians sem iiðnitn fremur hafi áhrif á þröun íslenzks máls. Eins eigi félagið að fylgjast með nýjungum í móðurmáls- kennslu, það eigi að láta sig skipta menntun móðurmálskennara og leita eftir tengslum við móður- málskennara í öðrum löndum, þá sérstaklega Norðurlöndum, og gangast fyrir ráðstefnum, nám- skeiðum og halda uppi útgáfu- starfsemi. Vonast undirbúningsnefnd til þess að móðurmálskennarar sýni þessu nauðsynjamáli fullan áhuga og konti á stofnfundinn sem veróur haldinn eins og áður sagði i Kennarabásköla tslands laugardaginn 2. des. nk. -111*. Hótel Esja er nú orðið á miðsvæði flestra stórfyrirtækja í Revkjavík, og hefur veitinga- stofan á neðstu hæðinni, svo og Skálafell, hin nýja veitingabúð á níundu hæð, verið afar vinsæl hjá ■fólki á vinnustöðum í nágrenninu. Hefur þótt viðoigandi að fara þangað með gesti, bæði erlenda og innlenda, enda útsýni af níundi hæðinni stórfenglegt í ..nánast hvernig veðri sem er“, sagði Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða er blaðamönn- um var gefinn kostur á að bragða á köldum réttum þar fyrir skömmu. Er þetta kalda borð ný- breytni í rekstri Skálafells en sér- stök áherzla verður lögð á síld, sem bragðaðist mjög vel, svo og kalda kjötrétti. Þar eru svo jafn- framt allar veitingar í drykk sem nöfnum tjáir að nefna. Skálafell er opið i hádeginu alla daga og öll kvöld. nema miðvikudaga, og um helgar er þar leikið á rafmagnsorgel. -HP.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.