Dagblaðið - 01.12.1977, Qupperneq 7

Dagblaðið - 01.12.1977, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977. Herra CENTURY Varanlegt slitlagá þjóðvegi 200 km á ári án nýrra álagna á skattgreiðendur — 29 milljarðar á alla aðalvegi landsins —vanþróun í vegagerð meiri hér á landi en annars staðar, nema ef væri á stöku stað í Af ríku í erindi Tómasar Sveins- sonar viðskiptafræðings, nýkjörins formanns FÍB, sem hann flutti á ársþingi FÍB nýlega kom ýmislegt athyglis- vert fram varðandi kostnað og framkvæmd vegagerðar með varanlegu slitlagi hér á landi. I erindinu skiptir Tómas framkvæmdum í vegamálum í þrjá höfuðþætti. Fyrsta þáttinn nefnir hann tengiskeið, annan opnunarskeið og hinn þriðja hagkvæmnijskeið. Fyrsti þátturinn beinist eingöngu að því aó leggja ófullkomna vegi á milli staða, vegi sem eru lítið notaðir nema að sumri til. Annar þátturinn beinist að því að auka gæði vega með tilliti til vetrarferða og að auka burðar- þol með tilliti til aukinnar og þyngri umferðar. Á þessum tveimur skeiðum ráða venjuleg almenn hagræn og félagsleg viðhorf framkvæmdum er miða fyrst og fremst að því að sinna ýmsum frumþörfum lands- manna um samgöngur án þess að tekið sé tillit til raun- verulegrar arðsemi fram- kvæmda. Þriðja skeiðið, hag- kvæmnisskeiðið, miðar fyrst og fremst aó því að athuga þjóðhagslega hagkvæmni fram- kvæmdanna og forgangsröðun samkvæmt því. Tómas fullyrðir að allar þjóðir hins þróaða heims hafi runnið tvö fyrstu skeiðin á enda og séu að komast á enda- markslínu þriðja skeiðsins, nema Islendingar. Ekki finnast neinar hliðstæður í Asíu og fáar í Afríku og er það helzt í Mið-Afríkulýðveldinu og Chad. Þetta gefur til kynna hve van- þróun er mikil í þessum efnum hðr á landi. I ljósi þess mikla átaks sem framundan er vill Tómas fara milliveg. Ekki séu gerðar sömu kröfur til undirlagsins og burðarþols veganna og gert hefur verið og með því sé hægt að lækka kostnað við hvern km sem lagður er olíumöl. Meira magn af olíumölinni þýðir aftur á móti að möguleiki skapast til hagstæðari samninga við kaup á blöndunarefnum í formi magnafsláttar, þ.e. meiri olíu- möl. Tómas telur að þessi skoðun eigi orðið sterka málsvara innan Vegagerðar ríkisins. Gert verði eins og í Noregi: Lágmarksundir- búningsframkvæmdir gerðar, olíumöl lögð á alla þá kafla sem vitað sé að munu standa sig og einnig á þá vegakafla sem vafa- samt sé að standi sig og reynslan skeri síðan úr um hvað takist og gert sé við jafn- óðum. Með þessu móti sparist viðhaldskostnaður og fyrst verði eitthvað ágengt við lagningu olíumalarslitlags. Með þessu móti mætti setja varanlegt slitlag á þjóðvegi landsins, þ.e. 2300 km, fyrir u.þ.b. 29 milljarða. Tómas leggur til að olíumöl yrði lögð á t.d. 200 km á ári og yrði meðal- kostnaður um 14 milljónir á km, þ.e. frá 5 milljónum sá ódýrasti og upp í 30 milljónir. Miðað við framangreint meðal- talsverð myndi framkvæmda- kostnaður á ári verða 2.8 milljarðar króna. En hvernig verða þessar framkvæmdir fjármagnaðar þar sem þær koma að mestu leyti til viðbótar hinum al- mennu vegaframkvæmdum sem nú tíðkast? Tómas telur eðlilegt að álögur á umferðina og bifreiðarnar standi undir framkvæmdunum. Sérstakar stórframkvæmdir yrðu síðan fjármagnaðar með lánum. Síðan rynnu álögur og sér- skattanir á bifreiðar og bifreiða- umferð umfram önnur sam- göngutæki beint í vegasjóð. 1 ár er áætlað að beint framlag ríkissjóðs af fjárlögum og lántaka ríkisins vegna vega- framkvæmda verði um 2.379 millj. kr. Síðan er lagður inn- flutningstollur á bifreiðir og má ætla að þær tekjur verði 3.404 milljónir króna eða 1.025 milljónir króna umfram beint framlag ríkissjóðs og lántökur. Þá er sérstakt leyfisgjald lagt á innflutning bifreiða og mun það í ár verða um 2.100 milljónir. Söluskattur af bensíngjaldi og gúmmígjaldi verður um 500 milljónir í ár. Ef þessir þrír tekjustofnar eru teknir saman og beint fram- lag og lántökur ríkissins dregnar frá verður mis- munurinn 3.625 milljónir kr. Það þýðir að hefðu þessir tekju- stofnar verið nýttir í ár en rikisframlagi og lántökum sleppt hefði ekki einasta verið hægt að ná þessum 200 km olíu- malarkafla heldur 260 km án þess að aðrar framkvæmdir væru skertar á nokkurn hátt. A þennan hátt má leggja vegi okkar bundnu slitlagi án þess að nýjar álögur séu lagðar á umferðina. Því er haldð fram að verði þessar sérálögur á bifreiðar og umferð gerðar að mörkuðum tekjum vegasjóðs dragist aðrar opinberar framkvæmdir saman að sama skapi. Þetta er rétt að sumu leyti og öðru ekki. Þetta er spurning um forgangsröð framkvæmda og arðsemi. Þegar um er að ræða lagningu bundins slitlags á aðalvegi landsins er um að ræða fram- kvæmdir sem bæði skila þjóðhaglegum arði og eru félagslega nauðsynlegar. -JH. ÁHYGGJULEYSI í GÓDVIÐRINU Það er sannkallað góðvirði þessa dagana þegar skammdegið er senn búið að renna sitt svart- asta skeið. Niðri við Tjörn synda fuglarnir áhyggjulitlir að sjá í blíðunni. Þó má benda fólki á að einmitt á veturna er ástæða til að færa þessum kæru bæjarbúum brauð að borða. Á sumrin er of- framboð af fæðunni en á vetrum er mun meira fjör við matar- gjafirnar. Farið bara og reynið. -DB-mynd Bj. Bj. CENTURY TÖLVU-ÚR ER JÓLAGJÖFIN NR. 2 NR. 3 NR. 4 Herra NR. 5 Dömii CENTURY-ÚRIN ERU MEÐ FLJÓT- ANDI LJÓSABORDI SEM SÝNIR: 1. Stundir — min. — sek. 2. Mánuð — mánaðardag. 3. Fyrir hádegi — eftir hádegi. 4. Nákvæmni ee +-r2 mín. á ári. 5. Sjálfvirkt dagatal i 4 ár. ti. Ljósahnapp fyrir álestur í myrkri. 7. Ryðfritt slál — hert gler. 8. Vatnsvarið — höggvarið. 9. Skeiðklukka, sek,- og |uín.-teljari. 10. I árs ábyrgð. Faglierðir menn. FULLKOMIN VIÐGERDARÞJÓNUSTA. KAUPID ÚRIN HJÁ ÚRSMIÐ. VERÐ 21.000.- með skeiðklukku 1/100 úr sek. VERÐ 18.365.- með sek.teljara. Skífa siiirt. VERÐ 17.670.- Skifa brún. VERÐ 21.700.- Skífa gyllt. VERÐ 17.100.- Skifa sviirt. VERÐ 17.100.- Skífa blá. VERÐ 19.500. Skífa brnn + blá. Póstsendum Ur og skartgripir - Jón og Oskar - Laugavegi 70 - Sími 24910

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.