Dagblaðið - 02.01.1978, Blaðsíða 1
4. ARG. — MANUDAGUR 2. JANUAR 1978. — 1. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11. AFtiREIÐSLA ÞVERHOLTI 2. — AÖALSÍMI 27022.
Lands-
banka-
málið:
Haukur rak sinn eigin
ff
banka í bankanum"
„Hvarflaði aldrei að mér að persónuleg fyrirgreiðsla forstöðumanns-
ins væri tengd fjármálum bankans,” segir Björgóif ur Guðmundsson
„Það, sem snýr að mér í
þessu máli, er að viðskipti mín
og fyrirtækja þeirra, er ég
veitti áður forstöðu, við
ábyrgðadeild Landsbanka ts-
lands, hafa verið mjög mikil i
fjöldamörg ár,“ sagði Björgólf-
ur Guðmundsson i viðtali við
DB í morgun.
„Það hvarflaði aldrei að mér
að persónuleg lánafyrirgreiðsla
forstöðumanns ábyrgðadeildar-
innar, þegar um hana var að
ræða, væri á nokkurn hátt
tengd fjármálum bankans,"
sagði Björgólfur, „enda var sú
lánafyrirgreiðsla ekki eingöngu
bundin við viðskipti min við
ábyrgðadeildina.
A frumstigi málsins bauð ég
fram bókhaldsgögn fyrirtækja
þeirra er ég hafði veitt for-
stöðu, til þess að flýta rannsókn
málsins. Það er von mín að allt
verði gert til þess að málinu
verði flýtt og sönn og rétt
niðúrstaða fáist sem fyrst,“
sagði Björgólfur Guðmundsson
að lokum.
I DB sl. föstudag var þess
getið að Dósagerðin hf. væri
eitt þeirra fyrirtækja sem nefnt
hefði verið í sambandi við rann-
sókn á máli Hauks Heiðar, for-
stöðumanns ábyrgðadeildar
Landsbanka Islands. Var þar
einnig leitt getum að persónu-
legum lánveitingum forstöðu-
mannsins til fyrirtækisins. Er
nú staðfest að sú tilgáta var á
rökum reist. Þá er DB kunnugt
um að Bláskógar hf. hafa lagt
fram bókhald sitt og óskað at-
hugunar á þvi i sambandi við
þetta mál á sömu forsendum og
greint er frá hér að framan.
Mörg fleiri fyrirtæki, alveg
óskyld þeim sem að framan er
getið, hafa verið nefnd i sam-
bandi við þetta Landsbanka-
mál. DB veit með vissu að
ákveðin fyrirtæki hafa ýmist
hafið könnun á eigin bókhaldi
eða eru i þann veginn að hefja
hana, vegna grunsemda um að
viðskipti þeirra kunni að tengj-
ast málinu.
Það liggur með öðrum orðum
fyrir að forstöðumaður
ábyrgðadeildarinnar hefur með
miliifærslum notað ranglega
fengið fé af a.m.k. einu fyrir-
tæki, Sindra-Stái hf„ til að
greiða ábyrgðir fyrir önnur.
Hefur verið litið á þær greiðsi-
ur sem persónulegar lánveit-
ingar hans til þeirra. Hafa þau
lán verið greidd honum per-
sónulega. - ÖV/BS
í Vel'
J kom-
5 Ínn,
*
i
í
í
í
ungi
Islend-
i
mgur:
Hægt og bítandi fjölgar tslend-
ingum. Hér er einn sá allra nýj-
asti. Hann hefur trúlega verið
fyrsti íslendingurinn, sem
fæddist á hinu nýbyrjaða ári,
1978. Móðir hans sýnir okkur hér
hinn státna 14 marka son sinn.
Þau Edda og maður hennar komu
akandi úr Þorlákshöfn á gamlárs-
kvöld í þungri færð, náðu til
Fæðingarheimilis Reykjavíkur i
tima og alit gekk vel fyrir sig og
fljótt. DB-mynd R.Th.
— Sjá nánar á bls.9
Kortsnoj féllst
á málamiðlun
— bedid eftir
Spasský
— sjá erl. fréttir
bls. 6-7
íIí
Alf reð saklaus,
ungmennin
kærð fyrir
ávísanafals
Ein rólegustu
áramótí
manna minnum
um land allt
-sjábls.4