Dagblaðið - 02.01.1978, Blaðsíða 13
jþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
Jafntefli í upp-
gjöri rísanna
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 2. JANUAR 1978.
Hinn ákafiega skemmtilegi iínumaður Fram, Birgir Jóhannsson
stekkur inn úr teignum og Páli Björgvinsson reynir að stöðva hann.
DB-mynd Bjarnleifur.
—jaf ntef li þegar heimamenn í íslenzkum handknattleik
mættu „útlendingunum”—26-26
„(Jtlendingarnir“ — það eru
þeir leikmenn er leika erlendis
— mættu félögum sinum er leika
með félögum sinum hér í landi f
handknattleik á gamiársdag — að
viðstöddum á annað þúsund
áhorfendum. Liðin skildu jöfn,
26-26 — og var við hæfi í
skemmtilegum leik þar sem
margt lagiegt sást til leikmanna
beggja liða.
Það voru kunn nöfn á fjölum
Hallarinnar á gamlársdag, þeir
fjórmenningar er æfa með is-
lenzka landsliðinu, Axel Axels-
son, Einar Magnússon, Gunnar
Einarsson og Jón Hjaltalin, einn
leikreyndasti leikmaður islenzka
landsliðsins, Viðar Símonarson og
þeir félagar Guðjón Magnússon
og Hörður Harðarson. Þeir^ fengu
til liðs við sig Þorbjörn Jensson,
Birgi Jóhannsson, Jón Pétur
Jónsson og Þorlák Kjartansson,
markvörð Hauka, ásamt Erni
Guðmundssyni, markverði KR.
Að sjálfsögðu voru leikmenn
Jóhannes skoraði
en Celtic tapaði
—gegn Ayr 1-2. Ayr skoraði mark sitt skömmu fyrir leikslok
Celtic varð enn fyrir áfalii — á
gamlársdag varð Celtic að lúta f
lægra haldi fyrir Ayr United, 2-1.
Masterton náði forustu fyrir Ayr f
fyrri hálfleik en skömmu eftir
leikhlé náði Jóhannes Eðvaldsson
að jafna fyrir Celtic. En það
reyndist ekki nóg — McLaughlin
skoraði sigurmark Ayr aðeins
tveimur minútum fyrir leikslok.
Aðeins 10
mörk
Meistarar Juventus hafa nú
tekið forustuna i 1. deildinni á
ttalfu eftir nauman sigur gegn
Bolognfa, 1-0 i Torinó. AC frá
Miianó varð að sætta sig við jafn-
tefli gegn Atlanta, 1-1, á útivelli.
Torinó ferðaðist tii Rómar og
mætti Lazió, jafntefli varð, 1-1 —
en aðeins 10 mörk voru skoruð i
leikjunum, átta f 12. umferð. Þar
af var Vicenza eina liðið tii að
skora tvö mörk!
Staða efstu liða á ftaiiu er því:
Juventus 12 6 5 1 21-7 17
ACMiIanó 12 6 5 1 20-11 17
Vicenza 12 6 4 2 22-15 16
Torinó 12 6 3 3 13-8 15
Perugia 12 5 4 3 17-15 14
Rangers náði aðeins jöfnu
gegn Hibernian á Ibrox i Glasgow
— markalaust jafntefli i ákaf-
i lega slökum leik þar sem þrír
lleikmenn fengu að sjá gula
spjaldið.
Aberdeen náði þvi enn að
minnka forustu Rangers, vann
góðan sigur gegn neðsta liðinu,
Clydebank. En sigur Aberdeen
var naumur, John McMaster skor-
aði sigurmark Aberdeen aðeins
15 mínútum fyrir leikslok.
Urslit I Skotlandi urðu:
Ayr — Celtic 2-1
Clydebank — Aberdeen 0-1
Dundee Utd. — St. Mirren 2-1
Motherwell — Partick 2-0
iRangers — Hibernian 0-0
Motherwell vann góðan sigur á
Partick — og hinn nýi fram-
kvæmdastjóri Motherwell, Roger
Hynd, gat vissulega verið
ánægður með frammistöðu
Willie Pettigrew sem sýndi góðan
leik en mörk Motherwell skoruðu
McLaren og Stevens.
Staðan I úrvalsdeildinni er nú:
Rangers 19 12 4 3 42-23 28
Aberdeen 20 11 4 5 39-19 26
Partick 19 10 3 6 29-28 23
Dundee Utd. 19 8 5 6 23-15 21
Celtic 18 8 3 7 29-25 19
St. Mirren 19 7 4 8 30-30 18
Hibernian
Motherwell
Ayr
Clydebank
19
20
19
18
7 3
6 4
6 3
2 3
9 17-19
10 25-29
10 20-35
13 10-36
17
16
15
7
þeir er leika með landsliðinu í liði
heimamanna, leiddu af þeim Geir
Hallsteinssyni og Björgvin Björg-
vinssyni — báðir leikið yfir 100
landsleiki fyrir tsland.
„Utlendingarnir" náðu undir-
tökunum eftir fremur jafna byrj-
un, þar sem þeir breyttu stöðunni
úr 4-4 18-4 — og þá var hlutur
Þorláks markvarðar stór — á
meðan hann varði af stökustu
prýði fór nánast allt inn hjá lands-
liðsmarkvörðunum, þeim
Kristjáni og Gunnari sem nú eru f
miklum öldudal. Hann skyggði
alveg á þá félaga — og „útlend-
ingarnir" höfðu yfirburðastöðu i
leikhléi, 14-8. Viðar Símonarson
hafði leikið eins og herforingi,
Axel Axelsson og Gunnar Einars-
son drjúgir og Einar Magnússon
hafði sýnt að hann hafði engu
gleymt í þrumuskotum sinum.
En heimamenn tóku að saxa
á forskotið fljótlega I síðari hálf
leik — náðu góðri baráttu upp í
vörn, auk þess sem sóknarleikur-
inn varð mun beittari. Afram var
markvarzlan þó höfuðverkur,
jafnvel svo að þegar Gunnar
Einarsson ætlaði að gefa á Þor-
björn Jensson á línu fann hann
Þorbjörn ekki fyrir — en svo
blekktist Kristján Sigmundsson
að í netinu hafnaði knötturinn, úr
lfnusendingu Gunnars. Hvað um
það, þegar 10 mínútur voru til
leiksloka höfðu heimamenn
minnkað muninn I eitt mark, 21-
20, og jöfnuðu 22-22 — komust
síðan yfir, 23-22 og virtust stefna f
sigur. Þegar aðeins 20 sekúndur
voru eftir skoraði Jón H. Karlsson
úr vfti — kom heimamönnum yfir
f 26-25 — og úrslit virtust ráðin.
En markvarzlan varð heimamönn-
um enn að falli — Gunnar Einars-
son skaut að því er virtist heldur
misheppnuðu skoti frá miðjum
vallarhelmingi — en engu að
sfður fór knötturinn í gegnum
klof Kristjáns og f netið, 26-26.
Landsliðsnefnd á fyrir höndum
það erfiða verkefni að velja þá 16
leikmenn er fara utan til Dan-
merkur í HM. Fjórir leikmenn
virðast þegar hafa misst af mögu-
leikanum á Danmerkurferð — því
berjast 18 leikmenn um 16 sæti.
Allt um það, fróðlegt verður að
fylgjast með vali landsliðs-
nefndar.
Öhætt mun að futlyrða að mikil
eindrægni hefur ríkt um störf
landsliðsnefndar — stefnuna sem
mörkuð hefur verið hafa flestir
verið sammála um þó auðvitað sé
eins og oftar deilt um keisarans
skegg. t hönd fer nú hálfs
mánaðar æfingaprógramm —
ákaflega mikilvægur kafli, sem í
raun sker úr um hvernig til tekst.
Það mátti greinilega sjá á mörg-
um okkar landsliðsmanna á
gamlársdag að margir þeirra eru
þreyttir, beinlínis leiðir á hand-
knattleik. Eðlilegt — slfk þreyta
kom upp fyrir Austurríkisferðina
f vor. Allur æfingaundirbúningur
landsliðsins miðast við að vera I
toppformi f Danmörku. Þvf er sá
æfingahluti er nú fer i hönd svo
mikilvægur — og landsliðsmönn-
um, sem og nefnd, fylgja beztu
óskir.
• h halls
Lóa Ólafsson sigraði
í Sao Paulo í Brasilíu
í víðavangshlaupi þar skömmu eftir miðnætti á nýársnótt
Lóa Ólafsson, hin íslenzkættaða
danska stúlka sigraði f hinu
fræga vfðavangshlaupi f Sao
Paulo í Brasilfu — einu vinsæl-
asta viðavangshiaupi heims —
raunar ef viðavangshlaup skyldi
kalla, þar sem hlaupið er um
stræti Sao Paulo, Hlaupið hófst1
tiu sekúndum fyrir miðnætti á
gamlárskvöld, samkvæmt hefð —
og hlauplð inn f nýja árið.
Lóa Ölafsson hljóp vegalengd-
ina, 8900 metra, á 27 mfnútum og
15 sekúndum. Það setti mjög svip
sinn á hlaupið að skömmu áður
en það hófst gerði úrhellisrign-
ingu og storm — og hinir fjöl-
mörgu áhorfendur 1 brasilfsku
stórborginni leituðu skjóls.
Lóa lét það ekki á sig fá — hún
varð rúmum tveimur mfnútum á
undan næstu konu, Christu
Valenseick frá V-Þýzkalandi, sem
fékk tfmann 29:22 og f þriðja sæti
kom frönsk stúlka, Eva Gustafs-
son á 29:35. Alls voru keppendur
hátt á sjötta hundrað.
1 karlaflokki sigraði Domingo
Tibaduiza frá Kolumbíu á 23:55
— en sama vegalengd var hlaupin
af hálfu karlanna. Domingo
sigraði eftir harða keppni við tvo
V-Þjóðverja, þá Karl Fleshen á
24:03 og Detlev Uhlemann á
24:12. Hinir kolimbísku áhorf-
endur fögnuðu landa sfnum mjög
eftir hláupið, báru hann i gullstól
um götu Sao Paulo.