Dagblaðið - 02.01.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 2. JANUAR 1978.
11
EILIF SÆLA
ÆVILANGT
FANGELSI
„Gleðinnar hátíð vér höldum í
dag
hér þótt sé dapurlegt víða“
Þannig segir i sálminum sem
hljómar á hátiðastundu. Sjald-
an hefir inntak orðanna átt
betur við en einmitt á þessari
jólahátíð. Válegir atburðir hafa
lengi legið sem mara á litlu
samfélagi. Mannvíg og mála-
ferli. Sorg og söknuður. Rangar
sakargiftir og réttarhöld.
Nú urðu þáttaskil við dóms-
uppkvaðningu í undirrétti.
„Mikinn öldung höfum vér
að velli lagt“ var sagt um
Gunnar á Hlíðarenda er hann
var veginn. Hann var nafn-
kenndastur vígamaður á sinni
tíð, hlaut ævinlegan út-
legðardóm, en kaus að bíða
bana heima í héraði.
Mörg ungmenni höfum vér
dæmt til ævarandi útskúfunar
úr mannlegu samfélagi á jóla-
föstu liðinnar hátíðar. Víst er
sekt þeirra stór ef sönn reynist,
svo sem líkur hafa verið færðar
að.Harmur aðstandenda þeirra
er eiga á bak ástvinum að sjá er •
þyngri en tárum taki. Enn
sárari sökum þrúgandi óvissu
um örlög þeirra. Mannorðs-
hnekkir og varðhaldsvist þeirra
er saklausir voru bornir sakar-
giftum fyrnist seint.
„Undir purpurakápu hans
þar hyl ég misgjörð mína,“
sagði sálmaskáldið.
Nafnfrægir dómarar sveip-
uðu sig skikkjum réttvlsinnar
og lásu dómsorð sfn í viðurvist
fréttamanna og lögfróðra
sækjenda og verjenda. Loks var
bundinn hnútur á eitt flóknasta
sakamál er íslenzk réttarfars-
saga geymir. Ljósglampar
myndavéla sendu blossa sfna og
uppljómuð andlit sekra og sak-
lausra er þeir gengu reyrðir
stálfjötrum handjárna af fundi
réttlætisins. Afvegaleidd ung-
menni ærð af auglýsinga-
glamri, gróðahyggju og of-
beldishneigð samtiðar sinnar
gengu svipugöng réttvisinnar
og almenningsálitsins „á mjó-
um fótum með fjöll á herðum
sér.“
Og við, litlu löghlýðnu borg-
ararnir, gátum í friði og spekt
snúið okkur að jólagjafa-
' kaupum, hangikjötslærum og
hamborgarhryggjum, í trausti
þess að réttlátir dómarar og
göfugmenni hefðu tryggt
öryggi okkar og sigur laga og
réttvísi yfir ofbeldi og
taumlausum fýsnum, af ætt
undirheima.
Dómsorð ungmennanna
hljóðaði: Ævinleg sveitfesti í
Köldukinn á Helgrindahjarni.
Makleg málagjöld kann margur
að segja. Þau áttu ei betra
skilið. Unnin voðaverk eru því
til staðfestu. Þrjóska og þver-
móðska við yfirheyrslur. Marg-
víslegar tafir og villandi vitnis-
burðir. Síbrot og hrotta-
mennska. Allt er það til dóms-
áfellis. En það má einnig líta á
málin frá annarri hlið í almenn-
um umræðum. Málatilbúnaður
allur og rannsókn hefir vakið
furðu. Má að ýmsu leyti líta á
dóminn sem endurspeglun úr-
ræðaleysis og gremju. Nú
skyldi ofstækisfullum og
harðsnúnum lítilmögnum sýnt
að dómsvald og réttarfar var í
þeirri vígstöðu að reiða hátt til
höggs -og kveða upp kórréttan
dóm án miskunnar.
Sjá þú Guðs lamb, sem burt
ber heimsins synd, sögðum við
og skárum okkur væna sneið af
Londonlambinu, sem var borið
með öðrum krásum á fagurlega
skreytt jólaborðið. Og brjóst
vor fylltust réttlæti. Jólafriður
ljómaði á hverri brá. Fjárhirðar
töldu fé sitt að lokinni jóla-
kauptíð. Logndrffan breiddi
hvíta blæju sakleysis á stéttar
og stræti og ljósin glitruðu í
kvöldkyrrðinni.
Friður á jörðu og góðvild
með þeim sem hann hefir vel-
þóknun á.
Eilíf hitaveitusæla blasti við
okkur öllum. Sjá himins opnast
hlið. En ævilöng fangelsisvist
við ungmennum. Þung hurðin
féll fast að stöfum í myrkum
vistarverum þeirra. Það var
ekki betrunarhússhurð. Heldur
hurð ævinlegrar fordæmingar.'
Lífskjör og ferill sumra þess-
ara ungmenna eru þung
ákæra á hendur því þjóðfélags-
formi er forsmáir heilbrigt
uppeldi og nytsöm störf
æskulýðs. Hampar Hallæris-
plani ómenningar, en reisir
ósannindum, tildri og sýndar--
mennsku háar hallir. Starfs-
kynningu eru helgaðar fáar
klukkustundir á ári. Hirðuleysi
um hæfileika. Engin leit að
hentugum viðfangsefnum. Sí-
felld spenna og samkeppni um
fánýtt glingur. Fljóttekinn
gróði. Metsölur og mokstur
helsta aðdáunar- og virðing-
arefni fólks og fjölmiðla. Engin
nærfærni um viðkvæman
gróður í næðingum. Kröpp
ómagakjör í harðlyndum heimi.
Hvort sem miðað er við frið-
þægingarkenningu, þá er
kennir að Kristur hafi með
fórnardauða sfnum kvittað
fyrir syndir mannanna, eða
gert er ráð fyrir frjálsum vilja
mannsins, verður að gera ráð
fyrir vakningu og siðbót hvers
manns, hve djúpt sem hann
kann að hafa sokkið, hver sem
glæpur hans kann að vera.
Tveir stórbrotnir menn af
mörgum þeim er Biblían
greinir frá, Móses í Gamla
testamentinu og Páll postuli er
sagt er frá í Postulasögunni og
bréfum ýmsum er hann reit
kristnum söfnuðum, höfðu
báðir unnið óhappaverk. Móses,
sá er setti boðorðin tíu, m.a. Þú
skalt ekki mann deyða, hafði
sjálfur unnið á fjandmanni sín-
um, egypskum manni og hulið
lík hans-i sandi. Var það orsök
þess að hann fór huldu höfði og
flúði síðan frá Egyptalandi.
Eigi þarf að fjölyrða um þátt
Mósesar i kristnu uppeldi og
fræðum. Hvert mannsbarn
lærir boðorð hans i kristnum
fræðum sínum og fermingar-
undirbúningi. Þau urðu örlög
þess manns er vó meðbróður
sinn í illdeilum og huldi lík
hans sandi, að verða
siðferðilegur leiðtogi þjóðar
sinnar og grundvallarsmiður
trúarbragða er milljónir játa
um heim allan. Um Pál postula
er rætt svo áður en hann tók
sinnaskiptum: „En Sál, sem
enn blés ógnum og manndráp-
um gegn lærisveinum drottins
Pétur Pétursson
gekk til æðstaprestsins og
beiddist bréfa af honum til
Damaskus, til samkundnanna,
til þess, ef hann fyndi ein-
hverja þessa vegar, hvort
heldur karla eða konur, þá
mætti hann fara með þá i bönd-
um til Jerúsalem.“ Þrátt fyrir
ofsóknir þær er Sál hafði haft
forustu um og manndráp er
hann átti þátt I greinir Biblían
frá orðum Drottins: Far þú, því
þessi maður (Páll) er mér út-
valið ker til að bera nafn mitt
fram fyrir heiðingja og
konunga og ísraelsmenn.
Fortíð Páls verður honum
ekki að æviniegum fangelsis-
fjötrum. Vitrun hans og sinna-
skipti verður honum sá styrkur
er veitir þrek í hverskyns
mannraunum er leiða af starfi
hans síðar. Það er fyrrum of-
sóknarmaður kristinna manna
og þátttakandi í manndrápum,
sem kveður eftir sinnaskiptin:
þótt ég talaði tungum manna og
engla, en hefði ekki kærleikann
væri ég sem hljómandi málmur
og hvellandi bjalla."
Þau dæmi sem hér eru nefnd
ber eigi að skoða sem rétt-
lætingu á glæpaverkum. Þeirra
er getið í því skyni að aldrei má
örvænta um að siðgæðisvitund
vakni og leiði til endurrnats og
nýrrar lífssýnar.
„Minnumst þess að .evilangt
fangelsi er engin tr.vgging fyrir
því að glæpaverkum hinna
dæmdu linni. Það kynni miklu
fremur að leiða til þess að auka
enn á heift og harðýðgi því eng-
inn kostur er að þyngja dóina
þótt aukið yrði við afbrot.
A jólanótt 1977.
Pétur Pétursson, þulur.
tilgang þessara lagafyrirmæla.
Hér skipta fjárhæðirnar kann-
ski ekki öllu máli, heldur er hér
að mínu mati rangt pólitiskt
mat af hálfu stjórnvalda, hve
langt er hægt að ganga í þess-
um efnum.
Hér verður einnig að hafa í
huga, að ráðherra fær verð-
tryggð lífeyrissjóðsréttindi
mjög fljótt, eða fyrir 5—8 ára
starf 40% af launum ráðherra
og 'eftir 8—12 ár fær hann 60%
af þessum launum. En jafn-
framt ráðherradómi sínum vinn
ur hann sér einnig verðtryggð
lífeyrissjóðsréttindi sem þing-
maður, en þau hefjast eftir 6
ára þingsetu með 35% af þing-
farakaupi og hækka í þrepum
upp i allt að 70% af þessum
launum. Með þessu fyrirkomu-
lagi eru nokkur dæmi þess, að
fyrrverandi ráðherra fái laun
úr 3—4 verðtryggðum lffeyris-
sjóðum, sem opinberir starfs-
menn á löngum starfsferli.
Reglur voru settar frá árinu
1970, að ráðherra gæfist kostur
á þvf að kaupa bifreið í upphafi
ráðherraferils síns án tolla og
söluskatts. Verður verð bif-
reiðanna til þeirra einn þriðji
hluti af því verði sem sama
bifreið yrði seld almenningi,
En ekki var hér talið nógu vel
gert, því að jafnframt voru
þeim tryggð lán með 5% árs-
vöxtum til 10 ára, er nægðu
fyrir mestum hluta innkaups-
verðs bifreiðanna.
Ríkið greiðir síðan að fullu
allan rekstrarkostnað þessara
bifreiða ráðherranna. Afram
starfa átta bifreiðastjórar hjá
ríkinu auk afleysingamanna til
taks fyrir ráðherrana, ef þeir
þurfa eitthvað að hreyfa sig.
Hér var heldur ekki nógu vel að
staðið að mati ráðamanna, og í
tíð „vinstri stjórnar" var enn
ákveðið að gefa ráðherrum kost
á að endurnýja bifreiðir sínar
með öllum sömu kjörum eftir
þriggja ára starf og einnig
stendur það boð allt að einu ári
eftir að ráðherradómi lýkur.
Stendur þessi regla óbreytt, að
sögn núverandi fjármálaráð-
herra, er hann nýlega upplýsti
framangreind atriði í fyrir^
spurnatíma á Alþingi. Hagnað-
ur af sölu bifreiðar er skatt-
frjáls, ef hún er 2 ár i eign
eiganda. Má þvi skoða bifreiða-
kaupin sem skattfrjálsa launa-
hækkun. Ég hef ekki geð i mér
til að rekja fleiri dæmi um fjöl-
mörg hlunnindi er fylgja þess-
um ráðherraembættum, en öll-
um ætti nú þegar að vera ljóst,
út í hvílíkar ógöngur og fjar-
stæður ráðamenn þjóðarinnar
eru komnir. Er engu líkara en
að við fráfall Bjarna Benedikts-
sonar hafi allt pólitískt sið-
gæðismat horfið af Alþingi.
Hér kann einhver að segja
„öfund, öfund," og afgreiða
með því öll þessi mál. I þessu
sambandi vil ég Iáta það koma
skýrt fram, að heldur mætti
segja að hugarfar mitt einkenn-
ist af meðaumkun gagnvart
þessum veslings mönnum.
Sjóndaprir
Merkur bóndi utan af Iandi,
sem nokkuð var tekinn að
reskjast, hugðist taka bílpróf.
Vinum hans hér á höfuðborgar-
svæðinu leist engan veginn á
þessa hugmynd hans. Um síðir
gáfust þeir þó upp og hugðust
kenna honum undirstöðuat-
riðin í bifreiðaakstri á Kjóavöll-
um hér í nágrenninu, þar sem
Sigurður Helgason
hestamenn halda nú árlega
kappreiðar sínar. Aðstæður eru
þar hinar bestu og gengur
aðeins einn skurður eftir tún-
inu að hluta. Er þessi ágætis-
maður var að reyna aksturs-
hæfni sína kom í ljós, að hann
var sífellt að aka ofan í þennan
skurð, og á endanum þraut
þolinmæðin og var fundið að
þessu við hann. „Drengir,“
sagði hann, „það er engin
furða, því að ég er sjóndapur á
öðru auganu og með glerauga í
hinu.“ Rétt er að taka það fram,
að hann fékk sitt bílpróf, en var
með afbrigðum lélegur öku-
maður.
Þessi saga kemur í huga
minn er mér verður hugsað til
ástands okkar í dag og hins
takmarkaða skilnings, sem
ráðamenn okkar hafa á svo fjöl-
mörgum sviðum. Aldrei er
meiri þörf en nú, að forystu-
menn þjóðarinnar sýni með
góðu fordáemi, að þeir ætli sér
að leiða þjóðina út úr þessum
tímabundnu erfiðleikum er við
nú erum í og fá alla til þess að
sameinast í þeim átökum.
En því miður virðist þeim
ekki ætla að takast það og
liggja til þess fjölmargar ástæð-
ur. Stundum virðast ráðamenn
okkar tala allt annað tungumál,
svo að þeir skiljast varla. Nú
fyrir skömmu sagði einn af ráð-
herrum okkar i sjónvarpi, áð ef
allir ætluðu að halda fast við
sína umsömdu launasamninga
þá hlyti allt að enda hér með
ósköpum. Mikill sannleikur
kann ef til vill aðveraí þessum
aðvörunarorðum hans, en
svarið er einfalt. Góði besti,
byrjaðu endurreisnina á
sjálfum þér og aðeins með því
móti er hægt að taka þig alvar-
lega.
Hér er ég ekki að dæma
núverandi ráðherra eitthvað
þyngra en þá í tíð vinstri
stjórnarinnar. Staðreyndin er
sú, að allir stjórnmálaflokk-
arnir hafa gerst sekir á liðnum
árum um misbeitingu á valdi
sfnu.
Forystumenn Alþýðubanda-
lagsins, sem að öðru jöfnu telja
sig sjálfkjörna fulltrúa verka-
manna og launþega, falla illa á
þessu prófi. Við stöndum í dag
gagnvart þeirri óhrekjanlegu
staðreynd, að ef fólkið glatar
trú sinni á lýðræðið, þá vex
þeim öflum fylgi sem vilja lýð-
ræðið feigt. Þjóðin þarf því að
taka höndum saman og koma
hér á hreinna og drengilegra
skipulagi og segja hvers konar
leynimakki og hrossakaupum
stríð á hendur. Á því veltur
heill og framtíð þjóðar okkar.
Ljót saga
Hér hefur verið rakið, að
hægt er að vinna sér inn rétt-
indi í 3—4 verðtrvggðum líf-
eyrissjóðum. Þegar hafðar eru i
huga þær geigvænlegu fjár-
hæðir sem ætlað er af fjárlög-
um til þess að standa við þessar
skuldbindingar og þegar einnig
er haft i huga, að ekki virðist
verða lát á verðbólgunni næstu
árin, þá verða stjórnvöld að
taka í taumana.
Eðlilega verður að standa við
gerða samninga. en með löggjöf
verður að stöðva áframhald á
slíku ranglæti. Höfum í huga,
að stór hópur manna hefur
aðeins sín eililaun eða örorku-
bætur til þess að lifa af og lítið
eða ekkert annað upp á að
hlaupa. Ég held að fæstir geri
sér grein fyrir þeim gifurlega
aðstöðumun er þessum hóp
manna er ætlaður í dag. Launa-
mismunur-manna með fulla
starfsorku er oft ekki svo ntikill
í raun, en þegar elliárin koma
eða heilsuleysi verður þá gjör-
breytist til hins verra. Fjöl-
mörg samtök áhugamanna
vinna gott og óeigingjarnt starf
að því að jafna þennan aðstöðu-
mun. Rétt er að við gerum
okkur ljóst, að það er þjóðar-
skömm, ef við látum aldraða
eða öryrkja bíða tjón á heilsu
sinni vegna fjárskorts eða eng-
inn staður er til þess að taka við
þeim til umönnunar ef nauðsyn
krefur. Þjóðfélag okkar er því
aðeins til fyrirmyndar, að vel-
megunin dreifist til lands- (
manna allra, en engan veginn
er viðunandi, að aðeins hluti
hennarbúi viðgóðkjör.
Sigurður Helgason
viðskiptafræðingur.