Dagblaðið - 02.01.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.01.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 2. JANÚAR 1978. Z Bandaríkin: Milljarða svik lækna og lyfja fræðinga Svik og prettir þúsunda fólks í bandariskum heilbrigðisstétt- um, þar á meðal bæði lækna og lyfjafræðinga, kosta heil- brigðisyfirvöld í Bandaríkjun- um meira en 2000 milljónir dollara. Er þetta haft eftir yfirmanni heilbrigðis- og tryggingastofn- unar alríkisstjórnarinnar, í grein f timaritinu US News And World Report. Þar segir einnig að yfirvöld vinni nú að aðgerðum sem hefta eigi svik og annað sem rýri þá fjármuni sem lagðir eru fram til heilbrigðismála. Tölvur hafa verið teknar til notkunar við samanburð á lyfjareikningum, reglur um greiðslur tryggingabóta hafa verið gerðar strangari og hefur að sögn yfirmannsins tekizt á ýmsan hátt að koma í veg fyrir misnotkun. I greininni í tímaritinu er ennfremur sagt að þegar nýjar reglur og lög, sem Carter Bandaríkjaforseti hyggst leggja fyrir þingið, taki gildi muni minna fara í súginn vegna svika og mistaka en meira verða eftir til að bæta úr neyð þeirra sem eru þurfandi. Þingið í Washington mun taka tillögur forsetans til af- greióslu einhvern tímann á þessu ári. Bandaríkin: Irönsk kona með látið barn sitt, eftir jarðskjálftana i borginni Cisk i Iran. Alls létust yfir fimm hundruð manns og óttazt er að tala þeirra eigi eftir að hækka þar sem magir særðust alvariega. Carter fær sæmilega einkunn hjá sérfræð- ingum í stjómmálum Meginhluti stjórnmálafræði- prófessora við bandariska, háskóla sem spurðir voru hvernig þeir teldu Jimmy Carter Banda- ríkjaforseta hafa staðið sig f embætti fyrsta ár sitt, töldu árangur hans sæmilegan. Af sextíu og fjórum, sem bandarfska tfmaritið US News And World Report spurði, gáfu fjörutíu og tveir honum einkunnina sæmi- legt, fjórtán gáfu honum einkunnina gott en átta vildu ekki telja embættisfærslu hans annað en slæma. Um horfur Carters á næsta ári voru þrjátfu og fjórir prófessor- anna á þeirri skoðun að .hann mundi standa sig betur en fyrr, tuttugu og sjö þeirra áttu von á svipuðum árangri hans en einn átti von á afturför. Prófessorarnir töldu að reynsluleysi hefði helzt háð forsetanum á fyrstu mánuðum starfs hans í Hvíta húsinu. Einnig hefði hann litla reynslu í að starfa með þinginu. Nokkrir töldu forsetann hafa ætlað sér um of á fyrstu mánuðunum. Fer sú skoðun raunar saman við álit Carters forseta sjálfs. Flestir stjórnmálaprófessor- arnir töldu að reynsluleysi Carters hefði sérstaklega komið fram í efnahagsmálum og orku- málum. Þeir hrósuðu honum aftur á móti fyrir góða frammi- stöðu f mannréttindamálefnum. Boxari ákærður fyrir morð Hnefaleikamaður Ron Lyle, sem er fjórði í röð áskorenda á heimsmeistarann f þungavigt, hefur verið handtekinn grunaður um að vera viðriðinn morð. Maður fannst látinn, með skotsár á höfði. eftir fjölskyldusamkvæmi sem nýja árinu var fagnað. þar Lyle hefur áður setið i fangelsi fyrir morð, en var látinn laus 1969. Eiginkona hans kvartaði Friðarviðræðurnar ræddar i Knesset, isarelska þinginu. Begin forsætisráðherra ræðir við aðstoðarforsætisráðherrann Yadin og utanríkisráðherrann Dayan. _______ Olíuhækkun aðeins f restað, segir Perez, forseti Venezuela Olfuframleiðslurfki frestuðu hækkun á olfu árið 1978, á fundi sfnum fyrir jólin, sagði Carlos Andres Perez forseti Venezuela f áramótaræðu sinni. Frestun á hækkuninni var eina ákvörðun fundarins og auka- fundur mun taka afstöðu til hækkunarbeiðni forsetans að hans eigin sögn. Perez Venezuelaforseti sagði að samstaða olíuframleiðslu- rfkja hefði alls ekki rofnað þó afgreiðsla tillögu hans hafi verið frestað. Hljóðaði hún upp á fimm til átta af hundraði hækkun á olíuverði og átti að nota það fjármagn sem fengist með hækkkuninni til að lækka skuldir þróunarlandanna. Perez forseti sagði að þrjár þjóðir í OPEC samtökunum hefðu stutt tillögu hans. Hann var harðorður i garð iðnrfkja, heims og taldi litlar lfkur á að vandinn f samskiptum þeirra og vanþróaðra ríkja mundi leysast. Efnahagsmál heimsins væru á mjög viðkvæmu stigi um þessar mundir. Aðeins nýtt skipulag þeirra mála frá grunni gæti bætt úr þvi. Engu máli skipti hvort OPEC rfkin héldu olíuverði óbreyttu á nýbyrjuðu ári eða ekki, að sögn Perezar forseta. N-lrland Gamla árið kvattmeð hótelsprengjum undan þvf að hann hefði skotið á eftir henni er hún yfirgaf hann f næturklúbb 1975. Þau skildu seinna. Lyle keppti við Múhameð Ali um heimsmeistaratitilinn i maf 1975, en Ali sigraði f 11. lotu á tæknilegu rothöggi. Sjö mánuðum sfðar tapaði hann einnig fyrir öórum áskoranda, George Fore- man. Irskir skæruliðar kvöddu gamla árið með þvi að koma fyrir sprengjum f þremur hótelum. Enginn meiddist þegar sprengj- urnar sprungu, en skemmdir urðu töluverðar á hótelunum. Fjöldi hótela hefur orðið fyrir slikum árásum á Norður-trlandi I REUTER D undanfarnar vikur og eru þau óstarfhæf. Þrátt fyrir þetta lfta trar bjart- ari augum til hins nýbyrjaða árs, þar sem ofbeldi og glæpum hefur fækkað mikið undanfarið. Aðeins 68 óbreyttir borgarar féllu f -átökum árið 1977 miðað við 245 árið áður. Sprengjuárásum hefur fækkað um 60% og skotárásum um 40%. Belfast var skreytt meira nú fyrir jólin heldur en verið hefur síðan átökin byrjuðu á Norður- trlandi á sjöunda áratugnum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.