Dagblaðið - 02.01.1978, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. JANUAR 1978.
Mesta f lugslys á Indlandi
Indversk júmbóþota
fórst i gær
—með henni 213manns
213 manns fórust er Boeing
747 þota indverska flugfélags-
ins Air India fórst skömmu
eftir flugtak frá Santa Cruz
flugvelli í Bombay. Að sögn
sjónarvotta varð sprenging f
vélinni og hún hrapaði f sjóinn
um fjórar milur undan landi.
Samband við vélina rofnaði
þegar eftir flugtak.
Flestir farþeganna 190 voru
Indverjar, en með vélinni var
23 manna áhöfn. Þyrlur og her-
skip voru þegar send á staðinn
þar sem vélin hrapaði og fannst
þar brak úr vélinni en ekkert
merki um að neinn hefði
komizt lifandi úr slysinu. Vélin
sprakk f tvo hluta áður en hún
lenti í sjónum, sem er mjög
grunnur á þessum slóðum.
Þetta er mesta flugslys f sögu
Indlands, en vélin er fyrsta
júmbóþota Air India, smiðuð
árið 1970.
H
Boeing 747 þota af sömu gerð
og fórst.
Belgrad:
K0RTSN0J SAMÞYKK-
IR MÁLAMKLUN
— svars beðið f rá Spasský
Skákmeistarinn Korstnoj
féllst á málamiðlun f gær þess
efnis að einvígi hans og
Spasskýs geti haldið áfram án
áhorfenda. Þessi málamiðl-
unartillaga hefur enn ekki
verið borin undir Spasský,
þanmg að ekki er enn ljóst
hvort af fjórtándu einvígis-
skákinni verður, e i hana á að
tefla f dag.
Kortsnoj, sem hefur forystu I
einvfginu, með 7,5 vinninga
gegn 5,5 vinningum Spasskýs,
setti úrslitakosti um áframhald
einvfgisins fyrir helgina. Þar
krafðist hann þess að sýningar-
borð yrði fjarlægt af staðnum,
áhorfendur útilokaðir og aðeins
yrðu skákborð, tveir stólar og
skákklukkur til staðar auk
dómara.
Sú aðferð Spasskýs að standa
þegar upp frá skákborðinu eftir
leik og fylgjast með á sýningar-
borðinu hefur haft truflandi
áhrif á Kortsnoj en síðan
Spasský byrjaði þessa baráttu-
aðferð hefur hann unnið þrjár
skákir. Þá segir Kortsnoj að
áhorfendur trufli einbeitingu
hans.
Kortsnoj samþykkti mála-
miðlunartillögu sem kom frá
stórmeistaranum Gligoric, auk
nokkurra tilfærslna dómarans,
en beðið er svars Spasskýs því
engar breytingar má gera nema
með samþykki beggja kepp-
enda.
Erlendar
fréttir
Hussein fús
til friðar-
viðræðna
Hussein Jórdaníukonungúr er
tilbúinn til að taka þátt f friðar-
viðræðum Egypta og tsraels-
manna ef framlag hans hefði
áhrif.
En það kom einnig fram f við-
tali hans við bandarlsku sjón-
varpsstöðina CBS að friður f Mið-
austurlöndum væri ekki mögu-
legur n.ema ísraelsmenn sam-
þykktu að yfirgefa öll arabísk
landsvæði sem þeir hertóku 1967
og þar með væri austurhluti.
Jerúsalem.
Köstuðu
bensfn-
sprengjum og
börðu vörðinn
Menn sem taldir eru hafa verið
vinstri sinnaðir öfgamenn
köstuðu tveim bensínsprengjum
að þotueldsneytisgeymum á
nýjum alþjóðaflugvelli nærri
Tókfó f Japan f fyrrakvöld. Varð-
maður varð fljótlega var við log-
ana sem brutust út og ekki er
kunnugt um að neitt tjón hafi
orðið.
Vörðurinn var aftur á móti
barinn og særður af fjórum eða
fimm mönnum, sem sfðan komust
undan f skjóli myrkurs.
Vinstri sinnaðir öfgamenn eru
sagðir andvígir þvf að flugvöllur-
inn nýi verði tekinn í notkun en
ætlunin er að það verði f marz
næstkomandi.
Bandaríkjaforseti PAwnf
ílndlandi 116/111 911 DSlð
sambúð ríkjanna
Carter Bandaríkjaforseti og
forsætisráðherra Indlands,
Morarji Desai, hófu síðari hluta
viðræðna sinna f morgun. Um-
ræðuefnið er bætt sambúð Ind-
lands og Bandaríkjanna en hún
hefur verið slæm undanfarið ár.
Carter kom til Nýju Delhi f gær
og er Indland þriðja íandið sem
hann heimsækir á för sinni um
Evrópu, Asfu og Mið-Austurlönd.
Strax eftir komuna til Nýju Delhi
átti hann óundirbúinn fund með
Desai.
A fundinum í morgun voru
ennfremur rædd afvopnunarmál,
framtfð samvinnu um kjarnorku-
mál og efnahagsmál heimsins.
Carter leggur þunga áherzlu á að
Indverjar undirriti samningi um
að beita ekki kjarnavopnum en
Indverjar halda þvf fram að
samningurinn gangi gegn hags-
munum þeirra rfkja sem vilja
hagnýta sér kjar-norkuna. Desai
forsætisráðherra sagði hins vegar
að stjórn hans vildi gera kjarn-
orkusprengjuna útlæga úr heim-
inum en að kjarnorkan yrði notuð
sem orkugjafi mannkyninu til
heilla.
Styrkið og fegrið líkamann
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 4. janúar.
FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi.
MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun—mœling—hollráð.
SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um
15 kg eðameira.
Innritun og upplýsingar alla virka daga
kl. 13-22 ísíma 83295.
Sturtur — Ijds — gufuböð — kaffi — nudd.
Júdódeild Ármanns
Armúla 32
SADAT VILL
MEIRIAFSKIPTI
BANDARÍKJANNA
AF SAMNINGUM
Sadat, forseti Egyptalands, nokkra heimastjórn Palestfnu-
mun krefja Jimmy Carter, for- manna á vesturbakka Jórdanár
seta Bandarfkjanna, um meiri og Gaza-svæðinu á meðan Sadat
og beinni afskipti stjórnar hans sagði það algjöra úrslitakröfu
af friðarviðræður Israelsmanna sfna að þeim yrði veitt sjálf-
og Egypta, þegar þeir forset- stæði.
arnir hittast á miðvikudaginn. Jimmy Carter lýsti sig and-
Þá mun Carter koma við f vfgan sjálfstæðu riki Palestínu-
Egyptalandi og ræða við Sadat araba á vesturbakkanum á
forseta. blaðamannafundi f sfðustu
Haft er eftir Al-Ahram, hálf- viku.
opinberu málgagni egypzku
stjórnarinnar, að einnig muni I Al-Ahram er sagt frá þeim
verða ræddur sá ágreiningur hugmyndum sem Mohammed
sem er á milli egypzku og fsra- Ibrahim Kamel, utanríkisráð-
elsku samninganefndanna um herra Egypta, hefði lagt fram
afstöðuna til Palestfnuaraba. sem grundvöll friðarviðræðna
Al-Ahram telur kröfu Sadats milli Israels og Egyptalands. Er
um beinni þátttöku Bandarfkj- þar gert ráð fyrir að Israel fari
anna mikilvæga, meðal annars með heri sína á brott af Sinaí-
vegna þess að brátt hefjist við- skaganum innan ákveðins tfma.
ræður fsraelskra og egypzkra Gerðar séu öruggar ráðstafanir
hernaðar- og stjórnmálasér- til þess að hvorug þjóðin komi
fræðinga samkvæmt samkomu- til með að ógna hinni með
lagi þeirra Menachems Begins, hernaðarlegu ofbeldi. Einnig
forsætisráðhera ísraels, og segir að tillaga egypzka utan-
Sadats, Egyptalandsforseta, f ríkisráðherrans geri ráð fyrir
Ismailia á jóladag sfðastliðinn. að ísraelskur her verði á brott
Á þeim fundi kom fram að frá öllum svæðum, sem hann
Begin vildi aðeins fallast á hertók f styrjöldinni árið 1967.