Dagblaðið - 30.01.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 30.01.1978, Blaðsíða 10
Útgefandi Dagblaöið hf Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Palsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson. Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyj^Uon, Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjórn Siöumula 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1600 kr. ó mánuöi innanlands. í lausasölu 90 kr. cintakiö. Setning og umbrot: Dagblaðiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Blóm í eyðimörkinni Á eyðimerkurferðum hlýtur að vera yndislegt og hressandi aó sjá blóm, þótt ekki sé nema eitt lítið blóm. Slíkt getur fengið menn til að gleyma stað og stund og leitt huga þeirra að fjarlægum vinjum. _ íslenzkir skattgreiðendur njóta lítils unaðar á eyðimerkurgöngu sinni. Síðustu árin hefur aukinn rekstur, framkvæmdir og fjáraustur hins opinbera kallað á síhækkaða skatta. í hagskýrslum má greinilega sjá, hvernig hið opinbera hrifsar til sín sífellt stærri geira þjóðarkökunnar. Þessi sjálftekt er engin ímyndun, heldur óhrekjanleg staðreynd. Á einum stað á landinu hefur komið í ljós viðleitni til að hamla gegn þessu. Á Seltjarnar- nesi hafa útsvör verið lækkuð niður í 10% að frumkvæði Magnúsar Erlendssonar, forseta bæjarstjórnar, og með stuðningi allra flokka. Þar sem útsvör annars staðar á landinu eru 11%, felst í lækkuninni tugþúsund króna sparnaður fyrir verulegan hluta skattgreið- enda á Seltjarnarnesi. Það munar um slíkan blóðmörskepp í sláturtíðinni. Auðvitað þýðir þetta, að minna verður um framkvæmdir en ella væri. Á Seltjarnarnesi eru næg verkefni eins og annars staðar. En það er hvort sem er ekki hægt að gera allt í einu. Segja má, að bæjarstjórn Seltjarnarness sé tiltölulega vel ístakk búin, þar sem henni hefur árum saman haldizt vel á fé. En hún hefur samt ekki lækkað útsvörin meira en önnur sveitar- félög gætu gert, ef þau vildu rifa seglin ofurlít- ið. Útsvarslækkunin á Seltjarnarnesi er ögrun og áskorun í garð annarra sveitarstjórna. Þær standa andspænis sínum skattgreiðendum, sem vita nú í fyrsta skipti, að útsvör er unnt að lækka. Fyrst og fremst hefur boltanum þó verið varpað í fang ríkisstjórnarinnar, mesta eyðslu- seggs í landinu. Þar er fitan mest og þar er auðveldast að spara. Hér í þessum dálki hefur ótal sinnum verið bent á fjárlagaliði upp á milljarða króna, sem eru óþarfir með öllu. Ríkisstjórnin þarf bara að hafa kjark til að hrista af sér þrýstihópana. Kjarkmikil ríkisstjórn ætti þess kost að safna í sjóð sparnaðinum af niðurskurði og draga þannig úr verðbólgunni. Hún ætti þess líka kost að láta skattgreiðendur njóta þessa, al- menningi til lífskjarabóta. Duglaus ríkisstjórn á hins vegar enga slíka kosti. Hún rekst bara undan straumum og vindi og gætir þess eins, að laun og skattsvik þing- manna aukist meira en annarra manna. Duglausir ráðamenn í ríkisstjórnum og sveitarstjórnum breyta lífi í eyðimerkur. Þeir auka skattakúgunina á kostnað almennings og atvinnuvega, unz hriktíj fer í sjálfum undir- stöðunum. Eitt lítið blóm, sem sprettur í slíkri eyði- mörk, er til þess fallið að efla kjark manna og trú þeirra á, að eyðimörkina sé unnt að rækta. DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 30. JANUAR 1978. Þungun vörn gegn brjóst- krabbomeini JÓNAS HARALDSSON Líkur benda til þess að þungun sé langvarandi vörn gegn brjóstkrabbameini. wv Vilji konur forða sér frá því að fá brjóstkrabbamein gera íþær ekkert betra en fæða eins I mörg börn og mögulegt er og byrja strax og þær geta. Rannsóknir aðallega í USA sýna, að því fleiri börn sem konur eiga, því minni möguleikar eru á því að þær fái brjóstkrabbamein. Líklegt er að ástæður þessa séu að fóstrið framleiði efni sem virkar gegn krabbameinsmyndun. Heimsþekktur brezkur vísindamaður, Sir Peter Meda- war, hefur gert rannsóknir á músum í samstarfi við dr. Ruth Hunt á læknisfræðisrannsókn- ardeildinni í Harrow. Hann ræktaði krabbamein í mýsnar en gerði mýsnar ,,unga- fullar" þ.e. hann sprautaði vef úr músafóstri í blóðið á þeim. | Það á að gefa sömu vörn og að Imýsnar séu í raun ungafullar. Nokkrar af músunum voru meðhöndlaðar á þessa tvo vegu samtímis. Aðrar voru gerðar „ungafullar" tveimur vikum áður en þær fengu krabba- meinsmeðferðina og enn aðrar tveimur vikum eftir krabba- meinsmeðferðina. Árangurinn sýnir að fóstrið getur verndað móðurina í veru- legum mæli, þ.e. ef hún verður ungafull i tíma, eða ef konur verða þungaðar í tíma. Þær mýs sem voru gerðar „ungafullar" áður en þær fengu krabba- meinsmeðferðinni stóðu sig vel. Á eins árs skeiði fékk aðeins þriðjungur krabbamein miðað við þær sem fengu báðar meðferðirnar samtímis. En hjá þeim sem fengu báðar aðferðirnar samtímis voru þó helmingi færri sem fengu krabbamein miðað við þær sem fengu krabbameinsmeðferðina tveimur vikum áður en þær fengu fósturmeðferðina. Til allrar hamingju hafna vefir móðurinnar ekki hinum nýju fósturvefum hjá mönnum og dýrum og fósturvefir virðast bregðast á svipaðan hátt við krabbameinsvexti, en krabba- meinsfrumur vaxa hratt eins og fóstrið gerir reyndar líka. Þau mótefni sem móðirin myndar á meðgöngutíma virka því einnig á krabbameinsfrumur. Tölfræðilegar upplýsingar styðja þessar rannsóknir en þar kemur í ljós að verði konur snemma ævi sinnar þungaðar og siðan oft á lífsleiðinni þá er það langvarandi vörn gegn brjóstkrabbameini. Enn er þó margt óljóst um það af hverju þetta stafar þótt þessar tilgátur hafi verið leiddar af tilraununum. Axorsköft á heimsmœlikvarða Ég hef rakið í fyrri greinum hvernig alþingismenn og ráð- herrar hafa sérstaklega á síð- ustu tíu árum gjörbreytt lífs- kjörum sínum þannig að gagn- rýni sætir. Það undrar mig sér- staklega, hvernig þessar breytingar hafa gerst á Alþingi, án þess nokkur markverð and- mæli hafi þaðan heyrst. í þessu sambandi minnist ég málefnalegra umræðna á Al- þingi um lengri tíma milli Bjarna Benediktssonar og Eysteins Jónssonar, hvort launa ætti þingmenn eins og um fullt starf væri að ræða. Varaði Bjarni við slíkri tilhögun því að fengju alþingis- menn laun fyrir öllu lífs- uppihaldi, þá bættust aðeins 60 nýir embættismenn við kerfið. Þeir ýrðu atvinnustjórnmála- menn, úr tengslum við starfslíf- ið i landinu og virðing þeirra og tiltrú myndi þverra að sama skapi. Þessi aðvörun hefur al- gjörlega ræst. Nú fyrir nokkrum dögum vorum við enn sinu sinni vottar slíkrar þróunar. Þingfara- kaupsnefnd ákvað samkv. 1. gr. laga 57/1971 laun þingmanna, en þar segir. „Alþingismaður nýtur launa samkv. launaflokki B3 i kjarasamningi um laun starfsmanna ríkisins.“ Þetta merkir að alþingismenn hafj jafnan laun eins og þriðju hæstu launaflokkar ríkisstarfs- manna eru á hverjum tíma. Umrædd þingfara- kaupsnefnd túlkar þetta ákvæði þannig að miða skuli launin við samninga um laun , bandalags háskólamenntaðra manna hjá hinu opinbera, en ekki við hina almennu samninga bandalags starfs- manna rikis og bæja VERÐUR ÞA STÚDENTSPRÓF SKILYRDI FRAMB0ÐS TIL ALÞINGIS? Hver skyldi ástæðan vera? Hjá fyrrnefnda bandalaginu voru laun 5% hærri í hverjum flokki en hjá hinu og auk þess var þar skotið inn aukaflokki eftir 15 ára starfstíma. Að þessari samþykkt stóð einróma þingfarakaupsnefnd. Aðspurður segir svo formaður þingfarakaupsnefndar í blaða- viðtali, að hann sé eindregið fylgjandi því, að Alþingi sjálft fjalli um sín laun, því að öðrum kosti yrðu þau óeðlilega há. Fyrir mér var þetta svar hans furðulegasta frétt vikunnar, já, ég held setning ársins. Slík svör og kaldhæðni og virðingarleysi er eins og svipuhögg á al- menning í landinu. Gera stjórn- málamennirnir sér ekki ljóst, að það er einmitt frá Alþingi, sem þjóðin leitar úrræða og lausna á vandamálum sínum? Er að undra þótt virðing Al- þingis og tiltrú þverri að sama skapi? Áður hefur einnig verið rakið, hvernig stjórnmála- flokkarnir hafa í síauknum mæli ráðstafað fjármagni ríkisins til sjálfra sín með margvíslegu móti, til styrktar flokksblaða, til sérfræðilegrar aðstöðu flokkanna og fjölmargt fleira mætti nefna í þessu sambandi. Sameiginlegt svar við gagnrýni á þessu ráðslagi er jafnan, að hér hafi þetta verið gert samkvæmt erlendri fyrir- mynd og er þá einkum vitnað til Norðurlandanna. Jafnan er þá þagað yfir þeirri staðreynd, að við íslendingar höfum hér algjöra sérstöðu. Ekkert lýðræðisríki hefur tiltölulega jafn fjölmenna lög- gjafarsamkomu. Er Alþingi íslendinga var endurreist og fram til dagsins í dag var ákveðið að hafa fjöl- mennt Alþingi og lá þar til grundvallar, að alþingismenn gegndu öðrum störfum sam- hliða þingstörfum. Þjóðin sjálf hefur aldrei verið spurð að því, hvort hún vildi gera alla alþingismenn að atvinnustjórn- málamönnum. Að mínu mati fer og ákvörðun um fjölda þing- manna eftir því, hvor stefnan verður ofan á. t nokkrum tilfellum höfum við þó gengið lengra í þvi að ívilna stjórnmálamönnum en nokkur önnur lýðræðisþjóð hefur vogað sér, og skulu dæmi tekin. METABÓK GUINNESS í þessari bók eru skráð bestu afrek í heiminum á fjölmörgum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.