Dagblaðið - 30.01.1978, Síða 18
18
DAGBLAEHÐ. MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1978.
I
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
BIKARMEIST ARAR Á BLÁÞRÆÐI
I
Aðeins var hægt að leika niu af
16 leikjum í 4. umferð ensku
bikarkeppninnar á laugardag. Sjö
var frestað, svo og mörgum
leikjum í dcildunum og á
Skotlandi. Bikarmeistarar
- Man. Utd. jaf naði gegn WBA 90 sekúndum fyrir leikslok
Manch. Utd. virtust á leið
keppninni á heimavelli sínum
Old Trafford, en tókst að jafna í
1-1 gegn WBA 90 sekúndum frá
s
HLJOÐKÚTAR (FRAMAN)
........................HLJOÐKÚTAR OG PUSTROR
RUBÍLA .................HLJODKUTAR OG PÚSTROR
) S OG 8 CYL.............. HLJÓOKÚTAR OG PUSTRÓR
VROLET FÚLKSBÍLA OG VÖRÚBÍLA HLJODKÚTAR OG PÚSTROR
( DIESEL — 100A — 120A —
1200 — 1800 — 140 — 1S0 »......HLJÓDKUTAR OG PÚSTRÖR
CHRYSLER FRANSKUR...............HLJOOKUTAR OG PUSTROR
CITRO'N GS ..................... HLJOOKUTAR OG PUSTROH
DODGE FÚLKSBÍLA............... HLJÚOKÚTAR OG PÚSTRÖR
D.K.W FÓLKSBILA .................HLJÓÐKUTAR OG PUSTROR
FiAT 1100 — 1SOO — 124 —
12S — 127 — 128 — 131 — 132 HLJÖDKUTAR OG PUSTRÓR
FORD AMERISKA FOLKSBÍLA HLJÓÐKÚTAR OG PÚSTROR
FORD CONSUL CORTINA 1300 OG 1600.HLJÓOKÚTAR OG PÚSTRÚR
FORD ESCORT................. ....HUÓOKÚTAR OG PÚSTRÖR
FORO TAUNUS 12M— 15M — 17M — 20M . HUOOKUTAR OG PÚSTRÚR
HILLMAN ÖG COMMER FÚLKSBR.
OG SENOIBlLAR ..................HLJÖOKUTAR OG PUSTRÖR
AUSTIN GIPSY JEPPI.............. HLJÖÐKÚTAR OG PÚSTRÓR
INTERNATIONAL SCOUT JEPPI .......HLJÚÐKÚTAR OG PÚSTRÖR
RUSSAJEPPI GA2 69............... HUÚOKÚTAR OG PÚSTRÖR
WILLYS JEPPI OG WAGONEER.........HUÓÐKÚTAR OG PÚSTRÖR
RANGE ROVER.......HUÚÐKÚTAR FRAMAN OG AFTAN OG PÚSTRÚR
JEEPSTER V6 .................... HUÚOKÚTAR OG PÚSTRÚR
LADA HLJÓDKÚTAR OG PÚSTRÖR
LAND ROVER BENSÍN OG DIESEL......HLJÚOKÚTAR OG PÚSTRÖR
MAZDA 616.......................HLJÚOKUTAR OG PUSTRÖR
MA7DA 818.........................HUÚÐKÚTAR OG PÚSTROR
MAZOA 1300 ...................... HUÓOKÚTAR FRAMAN
MAZDA 929 .......................HLJÓÐKÚTAR FR. OG AFT.
MERCEDES BENZ FÓLKSBlLA 180 — 190 —
200 — 220 — 250 — 280 ..........HLJÚÐKÚTAR OG PÚSTRÚR
MERCEDES BENZ VÚRUBÍLA ...........HUÚDKÚTAR OG PÚSTRÚR
MOSKWITCH 403 —408—412..........HLJÚÐKÚTAR OG PÚSTRÚR
MORRIS MARINA 1,3—1.8............ HUÖÐKÚTAR OG PÚSTRÖR
OPEL REKORD OG CARAVAN ...........HUÚOKÚTAR OG PÚSTRÖR
OPEL KADETT OG KAPITAN ..........HLJÚOKÚTAR OG PÚSTRÖR
PASSAT ............ ..............HUÓOKÚTAR FR. OG AFT.
PEUGEOT 204 — 404 — 604..........HUÚDKÚTAR OG PUSTRÖR
RAMBLER AMERICAN OG CLASSIC .....HLJÚOKÚTAR OG PÚSTRÖR
RENAULT R4 — RS — R8 — R10 —
R12 — R16.......................HLJÚDKUTAR OGPÚSTRÖR
SAAB96 0G99 ............... HUÖOKÚTAR OG PUSTRÖR
SCANIA VABIS L80 — L85 — LB85
L110 — LB110 — LB140 ..........HLJÖÐKUTAR
SIMCA FÚLKSBlLL .................HLJÚOKUTAR OG PÚSTRÚR
SKODA FÚLKSBlLL OG STATION ......HLJÓOKÚTAR OG PÚSTRÖR
SUNBEAM 1250 — 1500 — 1600 ......HLJÚDKUTAR OG PÚSTRÚR
TAUNUS TRANSIT BENSlN OG DIESEL..HUÚÐKÚTAR OG PÚSTRÚR
TOYOTA FÖLKSBlLA OG STATION .....HLJÚDKÚTAR OG PÚSTRÚR
VAUXHALL FÚLKSBÍLA...............HLJÓÐKÚTAR OG PÚSTRÖR
VOLGA FÚLKSBlLA .................PÚSTRÚR OG HLJÚÐKÚTAR
VOLKSWAGEN 1200 — K70 — 1300
og 1500 OG SENOIBÍLA............HLJÚÐKÚTAR OG PÚSTRÖR
VOLVO FÚLKSBlLA .................HUÚOKUTAR OG PÚSTRÖR
VOLVO VÚRUBlLA F84 — 85TD — N88 — F88
N86 — F86 — N86TD — F88TO OG F89TO HLJOOKUTAR
Púströruupphrngjusett í flestar gerðir hifreiða.
Pústharkar I lestar stærðir.
Pústriir i heinum lengdum 1‘4” til 3’/í".
Setjum pústkerii undir bíla, sími 8H466
Senduni i puslkröfu um land alll.
—
Bif reidaeigendur athugiö að þetta
er allt á mjög hagstæðu verði og
sumt á mjög gömlu verði.
Gertd verðsamanburö áður en þér
festið kaup annars staðar.
Bflavörubúðin Fiöðrin hf.
leikslokum. Liðin leika á ný á
miðvikudag i West Bromwich,
þar sem WBA hefur hvað eftir
annað leikið Manch. Utd. grátt á
undanförnum árum. Arsenal,
sem talið er sigurstranglegast í
keppninni, hafði einnig heppnina
með sér og skoraði sigurmarkið
gegn Úlfunum minútu fyrir leiks-
lok eftir að miðvörður Úlfanna,
hinn 18 ára gamli svertingi frá
Jamaíka, Bob Hazeli, hafði verið
rekinn af velli.
Bikarmeistarar Man. Utd.
höfðu yfirburði gegn WBA í fyrri
hálfleik og fengu sex tækifæri tíl
að skora. En aldrei lenti
knötturinn í marki WBA vegna
frábærrar markvörzlu Tony
Godden. I síðari hálfleik jafnaðist
leikurinn i leðjunni á Old
Trafford. Spenna var mikil og
harka. Þrír leikmenn WBA
bókaðir. Þegar 10 mín. voru til
leiksloka tókst WBA að skora —
Willie Johnstone og 57 þúsund
áhorfendur sátu sem lamaðir. En
bikarmeisturunum tókst að
bjarga andlitinu — að minnsta
kosti i bili. Steve Coppell átti skot
innan á stöng 90 sek. frá leikslok-
um. Knötturinn hrökk í Godden
og í markið. Hálfgert sjálfsmark.
En lítum þá á úrslitin — og
frestuðu leikina.
Bikarkeppnin
Arsenal-Wolves 2-1
Brighton-Notts. Co. fr.
Bristol R.-Southampton 2-0
Chelsea-Burnley fr.
Derby-Birmingham fr.
Ipswich-Hartlepool 4-1
Man. Utd.-WBA 1-1
Middlesbro-Everton 3-2
N ewcastle-W rexham 2-2
Nottm. For.-Man. City fr.
Orient-Blackburn 3-1
Millwall-Luton fr.
Stoke-Blyth fr.
Walsall-Leicester 1-0
West Ham-QPR 1-1
1. deild
Aston Villa-Bristol C. 1-0
2. deild
Cardiff-Sunderland 5-2
3. deild
Cambridge-Chester 0-0
Chesterf.-Portsmouth 3-0
Colchester-Tranmere 0-0
Exeter-Shrewsbury 1-1
Hereford-Plymouth 1-3
Lincoln-Port Vale 3-0
Sheff. Wed.-Bury 3-2
4. deild
Aldershot-Huddersfield 3-3
Brentford-Crewe 5-1
Southend-Bournemouth 5-1
Swansea-Darlington 1-2
Stockport-York 2-0
Torquay-Northampton 2-1
Watford-Doncaster 6-0
Arsenal byrjaði mjög vel gegn
Úlfunum. Liðið lék skínandi
knattspyrnu og á 15. mín. náði
liðið forustu með marki Alan
Sunderland, sem skoraði gegn
sínum gömlu félögum eftir auka-
spyrnu Graham Rix. En eftir því,
sem leið á leikinn dofnaði yfir
leik Arsenal-liðsins og Úlfarnir
komu meira og meira inn í
myndina. A 43. mín. jafnaði
Kenny Hibbitt af 30 metra færi,
þegar hann sá, að Pat Jennings
hafði yfirgefið markið. t síðari
hálfleik var leikurinn mjög jafn
og það virtist stefna í jafntefli. En
þegar tæpar tvær mín. voru til
leiksloka var dæmd hornspyrna á
Úlfana og Bob Hazell lenti í úti-
stöðum við einn leikmann
Arsenal — auk þess, sem hann
mótmælti hornspyrnunni
kröftuglega. Dómarinn rak hann
af velli. Liam Brady tók horn-
spyrnuna. Gaf vel fyrir markið.
Willie Young skallaði til Malcolm
MacDonald og hann skallaði á-
fram í markið. Heppnissigur
Arsenal var í höfn, segir Reuter
— en fyrir leikinn var MacDonald
í hættu að verða settur úr liði
Arsenal vegna slakra leikja að
undanförnu. Það varð þó ekki.
Alan Hudson lék með en ekki
Frank Stapleton.
Middlesbro fékk óskabyrjún
gegn* Everton. Eftir 10. mín. stóð
2-0 fyrir Middlesbro. John
Mahoney skoraði á 6. mín. og
David Mills á þeirri tíundu.
Middlesbro fékk góð tækifæri til
að auka við muninn áður en Mills
skoraði 3ja mark liðsins á 51. min.
Þá var Duncan McKenzie settur
inn hjá Everton en varnar-
manninum Roger Kenyon kippt
út af. Everton fór að sækja.
George Telfer minnkaði muninn í
3-1 á 67. mín. en breytingin hafði
komið of seint. Mick Lyons skor-
aði annað mark Everton á loka-
mínútu leiksins. í liði Middlesbro
lék 17 ára Astralíumaður, Craig
Johnston.
Lundúnaliðin West Ham og
QPR gerðu jafntefii og voru það
sanngjörn úrslit. Billy Bonds
|skoraði á 42. mín. fyrir WH en í,
síðari hálfleik jafnaði Ernie
Howe fyrir QPR. Bæði liðin
skoruðu mörk, sem dæmd voru af.
Abbott fyrir QPR og Derek Hales
fyrir West Ham.
Ipswich fór létt með Hartlepool
úr 4. deild. Colin Viljoen, víti, og
Paul Mariner skoruðu fyrir
Ipswich í fyrri hálfleik en Derek
'Downing fyrir Hartlepool. I síðari
hálfleik skoruðu þeir Talbot og
Viljoen fyrir Ipswich. Hartlepool
var í vörn mest allan leikinn og
hefur aldrei sigrað lið úr 1. deild í
bikarkeppni í 70 ára sögu
.félagsins.
Hins vegar sigraði Walsall,
liðið, sem Dave McKay, stjórnar í
3. deild 1. deildarlið Leicester.
Walsall lék mun betur en það var
þó ekki fyrr en á 89. min. að Alun
Evans, sá kunni leikmaður, sem
eitt sinn lék með Úlfunum og
Liverpool, skoraði sigurmarkið.
Áhorfendur voru 17.421 og
fögnuður gifurlegur. Walsall er
ein af útborgum Birmingham.
Þá tókst Newcastle ekki að
sigra Wrexham úr 3. deild á
heimavelli. Dai Davies, welski
landsliðsmaðurinn, sem áður var
hjá Everton, varði oft snilldarlega
í marki Wrexham. Jafntefli var i
hálfleik en um. miðjan s.h. náði
Newcastle forustu með marki
miðvarðarins John Bird. Dixie
McNeil jafnaði fyrir Wrexham en
aftur komst Newcastle yfir. Ray
Blackhall skoraði en minútu fyrir
leikslok jafnaði McNeil.
Bristol Rovers vann góðan
sigur á Southampton, bikar-
meisturunum 1966. 19 ára piltur í
liði Rovers, Poul Randali, skoraði
bæði mörk Rovers sitt í hvorum
hálfleiknum. Orient skoraði tví-
vegis á síðustu fimm mín. gegn
Blackburn og sigraði 3-1 eftir að
Blackburn hafði leikið mun
betur. Metcalfe skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Blackburn, en
Kitchen jafnaði og á 85. mín.
skoraði hann aftur. 20. mark hans
á leiktímabilinu og rétt á eftir
skoraði Kevin Godfrey.
í 1. deild sigraði Aston Villa
Bristol City með marki John
Deehan, og i 2. deild vann Cardiff
sinn stærsta sigur á leiktímaþil-
inu gegn Sunderland. í 3. deild er
Tranmere efst með 37 stig.
Gillingham hefur 36 stig,
Cambridge 35 og Wrexham 34 stig
en hefur leikið fimm leikjum
minna. í 4. deild er Watford með
44 stig. Southend hefur 33 stig,
Barnsley og Aldershot 32 stig.
í bikarkeppninni leika Wrex-
ham og Newcastle á mánudag. Á
þriðjudag Ieika QPR-West Ham,'
Bolton-Mansfield, Brighton-Notts
Co„ Chelsea-Burnley, Nottm.
For.-Man. City og Milíwall-Luton.
Á miðvikudag leika WBA-Man.
Utd., Derbv-Birmingham, Stoke-
Blyth.
RANGERS VANN -
LEIK CELTIC FRESTAÐ
Mörgum leikjum í skozku
bikarkeppninni var frestað á
laugardag vegna veðurs — þar á
meðal leik Celtic og Dundee.
Úrslit í þeim ieikjum, sem fóru
fram, urðu þessi:
Arbroth-Motherwell 0-4
Berwick-Rangers 2-4
Hamilton-Dundee Utd. 1-4
Hibernian-East Fife 4-0
Queen S.-Montrose 2-2
Dregið hefur verið til fjórðu
umferðar í skozku bikarkeppn-
inni. Rangers, sem talið er sigur-
stranglegast í keppninni, leikur á
heimavelli við annað hvort'
Stirling eða Cl.vdebank. Celtic
eða Dundee eiga heimaleik gegn
annað hvort St. Mirren eða
Kiimarnock. 4. umferðin verður
háð laugardaginn 18. febrúar.
Glasgow Rangers vann auðveld-
an sigur gegn Berwick Rangers,
eina enska liðinu, sem ieikur i
skozku knattspvrnunni. Colin
Jackson og Derek Johnstone skor-
uðu tvö mörk hvor fvrir Glasgow-
liðið. Fyrir 10 árum sló Berick
Glasgow Rangers úr keppninni —
ein óvæntustu úrsiit, sem nokkru
sinni hafa átt sér stað í Skotlandi.
Markvörður Berwick þá var Jock
Wallace, núverandi. fram-
kvæmdastjóri Glasgow Rangers.
McQueen vill ekki
fara til Derby
Gordon McQueen, skozki'
landsliðsmiðvörðurinn hjá
Leeds, sem er á sölulista
félagsins, hefur neitað að ger-
ast leikmaður hjá Derb>
Coúnty. Manch. Utd. hefur
boðið Leeds 350 sterlingspund í
McQueen en Leeds vildi ckki
samþykkja það tilboð. Vill fá
500 þúsund steriingspund fyrir
ieikmanninn. Þá kom Derby
inn í myndina.
Jimmy Armfield, fram-
kvæmdastjóri Leeds, sagði:
„Við höfðum raunverulega náð
samkomulagi við Derby um
verðið á McQueen. Ég skýrði
leikmanninum frá því en hann
sagðist ekki vilja fara til Derbv
og ég hef skýrt framkvæmda-
stjóra Derby, Tomm.v
Docherty, frá þvi.“
McQueen lék með varaliði
Leeds á laugardag en hann
óskaði éftir því fyrr í þessum
mánuði að vera settur á sölu-
lista eftir atvik í bikarleik
Leeds og Man. City — og
sektar, sem hann hlaut eftir
hann.
Jimm.v Armfield neitaði því
að Man. Utd. hefði hækkað
tilboð sitt í Gordon McQueen
i eftir að Leeds hafði neitað
fyrra tilboði félagsins.
Armfield sagði: „Ég hef ekki
talað við Dave Sexton, fram-
kvæmdastjóra Man. Utd., siðan
hann kom með tilboð sitt, 350
þúsund sterlingspund í fyrri
viku.“
J
Enska knattspyrnusam-
bandið hefur sett Leeds í
þriggja ára bann i sambandi
við bikarleiki á heimavelli
félagsins vegna atvikanna, sem
áttu sér stað í leik Leeds og
Man. City. Þegar Man. City
hafði komizt í 2-0 réðust áhorf-
endur niður á völlinn tii að
reyna að stöðva leikinn. Lög-
reglan gat hreinsað tii svo
leikurinn hófst á ný tuttugu
mín. siðar. Knattspyrnusam-
bandið tilkvnnti þessa
ákvörðun á föstudag en þess
var jafnframt getið, að málið
yrði siðar tekið til endur-
skoðunar þannig, að bannið
verður ef til vill ekki nema i
eitt ár. Þá má geta þess, að
Leeds hefur einnig fengið bann
vegna áhorfenda sinna í
Evrópukeppninni — eða eftir
úrslitaleik Ba.vern Miinchen og
Leeds í París fyrir tveimur
árum.