Dagblaðið - 30.01.1978, Page 32

Dagblaðið - 30.01.1978, Page 32
 „Flytjið pening- vV**' ana heinT segir gjaldeyriseftirlitið Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Islands hefur nú skrifað eig- endum bankareikninganna í Danmörku og skorað á þá að flytja peningana heim til geymslu í íslenzkum bönkum. „Það er komið eitthvað dálít- ið af svörum, menn hlýða þessu almennt," sagði Sigurður M. Jóhannsson, forstöðumaður gjaldeyriseftirlitsins, í samtali við fréttamann DB um málið. „Eitthvað af þessu er komið en sumir reikningarnir eru bundnir til lengri tíma þannig að það kemur til með að dragast að allt féð komi heim.“ Sigurður sagði að reiknings- eigendurnir hefðu fengið frest fram undir miðjan febrúar til að svara áskorunum gjaldeyris- eftirlitsins. Taldist Sigurði til að um fjórðungur reiknings- hafa hefðu svarað bréfum eftir- litsins. Eins og fram hefur komið er um að ræða 81 reikn- ing, sem skiptast á nokkuð færri reikningseigendur. Forstöðumaður gjaldeyris- eftirlitsins sagðist aðspurður ekki telja það þjóna neinum tilgangi að birta nöfn reikn- ingshafanna. „Við skulum gæta að því að þetta er bara fyrsta vers,“ sagði hann. „Hugsanlega eru það miklu fleiri sem eiga fé á erléndum bönkumog þá skil ég ekki hvers vegna við ættum að birta lista yfir tiltölulega fáa þeirra." - ÖV Barnafræðararsigr- uðu í Kópavogi og Firðinum— útgeiðar- maðuríKeflavík Hafnarfjörður: Höiðurskólastjóri í efsta sætinu Alþýðuflokksmenn i Hafnar- firði gengu til prófkjörs til að velja frambjóðendur til bæjar- stjórnarkosninga í vor. Flest alkvæði í fyrsta sæti hlaut Hörður Zophaníasson skólastjóri með 330 atkvæði. Jón Bergsson, verkfræðingur fékk flest atkvæði í fyrsta og annað sæti samtals eða 287. Lárus Guðjónsson vélsmiður hlaut flest atkvæði í þriðja sæti, 247, og i fjórða sæti kemur Grétar Þorleifsson trésmiður með 395 atkvæði. Kosningin er bindandi í það minnsta hvað varðar fyrstu tvö sætin á listanum. I prófkjöri Alþýðuflokks- manna í Hafnarfirði greiddu 633 atkvæði en af þeim voru 53 atkvæði talin ógild. - ÓG Kópavogun Guðmundur Oddsson í efsta sætinu Guðmundur Oddsson vfir- kennari i Víghólaskóla varð hlutskarpastur í prófkjöri Al- þýðuflokksmanna í Kópavogi sem haldið var um helgina, til undirbúnings bæjarstjórnar- kosninga. Hlaut hann 281 at- kvæði í fyrsta sæti en Pálmi Steingrímsson verktaki, sem einnig bauð sig fram til fyrsta sætis fékk 135 atkvæði. Rannveig Guðmundsdóttir húsmóðir fékk flest atkvæði um annað sæti listans eða 277 en Steingrímur Steingrímsson verkamaður fékk 133 atkvæði. Sjálfkjörið var í þriðja og fjórða sæti listans. í þriðja sæt- inu verður Steingrímur Stein- grímsson og í fjórða sætinu Einar Long yfirkennari Digra- nesskóla. Eru þá framboð ákveðin í fjögur fyrstu sæti lista krata til bæjarstjórnar í Kópavogi. Atkvæði í prófkjörinu greiddu 448, þar af var 31 atkvæði autt eða ógilt. Alþýðuflokkurinn fékk 1 bæjarfulltrúa-þegar síðast var' kosið í Kópavogi. - ÓG Keflavík: ÓlafurBjörnsson útgerðarmaður í efsta sætinu Ólafur Björnsson útgerðar- maður var efstur í prófkjöri Alþýðuflokksmanna í Keflavík. Það fór fram um helgina til undirbúnings bæjarstjórnar- kosningum í vor. Ölafur fékk 321 atkvæði í fyrsta sæti á list- anum. Flest atkvæði í fyrsta og annað sæti hlaut Guðfinnur Sigurvinsson, framkvæmda- stjóri Tollvörugeymslunnar, 537, þar af 237 atkvæði í fyrsta sæti. 385. Hann gaf ekki kost á sér í fyrsta og annað sæti listans. í fjórða sæti varð Jón Ólafur Jónsson verzlunarmaður með 202 atkvæði, fimmti varð Gott- skálk Ólafsson verzlunarmaður með 277 atkvæði og í sjötta sæti varð Guðrún Ólafsdóttir for- maður verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvikur með 341 atkvæði í sjötta sætið. Karl Steinar Guðnason kenn- ari og formaður Verkalýðsfél. Keflavíkur og nágrennis fékk flest atkvæði i þriðja sætið eða Alþýðuflokkurinn fékk tvo fulltrúa kjörna til bæjar- Stjórnar i Keflavík þegar síðast var kosið fyrir tæpum fjórum árum. - ÓG Fanne.v Jónmundsdóttir var eins og virðulegur æðstiprestur á hár- greiðslusýningunni í Sigtúni í gær. Henni var greitt á hárgreiðslustof- unni Sólev á Reynimel. Fannev var klædd í hvítan kvrtil með iitla húfu úr silfurgarni á höfðinu. Hárið var slegið. krullað með krumpu- eða vöfflukrullujárni og litlar fléttur komu út ur húfunni. DB-mvnd Hörður. ROÐIN OBREYTT EKKITALIÐ OFTAR „Það er hægt að slá því föstu að röðin í prófkjörunum er óbreytt frá því sem áður var,“ sagði Hannes Pálsson, bankastjóri og einn kjörnefndarmanna í próf- kjöri framsóknarmanna i Reykja- vík. Hann bætti við: „Frekar verður þetta nú ekki talið." Hannes kvað mjög óverulegar breytingar hafa orðið við endur- talningu og að engu leyti sem snerti þá frambjóðendur í próf- kjörinu, sem minnstur munur varð á. „Það er að visu mjótt á mununum eins og verða vill í kosningum," sagði Hannes ,,en röðin i báðum prófkjörum er óbreytt.” Hann hafði ekki endanlegar tölur við hendina en Kristján Benediktsson mun hafa fengið nokkrum atkvæðum meira við lokatalninguna en hann hafði fyrir. „Þar sem staða hans var Ijós í upphafi, töldum við ekki öllu máli skipta um þau fáu atkvæði sem liggja loks fyrir nákvæm- lega.“ sagði Hannes. DB hafði samband við nokkra Stjórn Verkamannabústaðanna í Reykjavík hefur samþykkt að ganga til viðræðna við byggingar- fyrirtækið Breiðholt hf. um bygg- ingu 216 íbúða. Áætlaður kostnaður við byggingu þessara íbúða er kr. 737 milljönir. Tilboð Breiðholts hf. var um 70 milljón fifálst, úháð daghlað MANUDAGUR 30. JAN. 1978. Trilla sökk ogsjómanni bjargað — Neyðarblys hans sást bæðiaf landi ogfrá skipum Neyðarblys sem sást ,frá Selja- vegi i Reykjavík og víðar að úr Faxaflóa olli nokkru írafári. En skemmst er frá því að segja að vart höfðu tilkynningar stöðvast' um neyðarblysið er björgun eins manns úr gúmbáti var tilkynnt frá Litlafelli sem var á leið inn Faxaflóa. Sjómaðurinn sem bjargað var hafði verið á leið frá Hafnarfirði til Reykjavikur á 4 tonna trillu, Svan SH. Kom skyndilegur leki að bátnum og hann sökk viðstöðu- lítið. Sæfarinn komst í gúmbát og skaut neyðarblysinu sem fyrr greinir og bæði fólk í landi og aðrir sæfarendur sáu. Hafði manninum verið bjargað innan við hálftíma frá því trilla hans sökk og mun honum ekki hafa orðið meint af volkinu. Litlafellið flutti skipbrotsmanninn til Reykjavíkur. ASt. Núeni fréttirnar farnarað koma í litum — Þ6 ekki þær innlendu, nema kyrrmyndir Litsjónvarpseigendur kættust mjög er þeir horfðu á fréttirnar á laugardagskvöldið, en þá voru fyrstu erlendu fréttirnar í litum sýndar. Fyrsta myndin var frá Kanada og hafði sú verið sendum gerfihnött til Evrópu og síðan með flugvél hingað. Enn sem komið er geta þeir hjá sjónvarp- inu ekki framkallað litfilmur. þannig að einhver bið verður á því að innlendu fréttafilmurnar birtist í lit á skjánum. Þó má sjá þar svona eina og eina lítmynd. A.Bj. Prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík: frambjóðendur í prófkjörinu. Þeir kváðust ekki geta sagt neitt um það hvernig úrslit hefðu fengist þar sem þeir hefðu ekki verið kvaddir til þess að vera við talninguna. Ekki fékkst staðfest að munað hefði 15 atkvæðum á Þórarni Þórarinssyni og Kristjáni Friðrikssyni og aðeins tveim at- kvæðum á Sverri Bergmann í 4. sæti og Kristján í 5 sæti listans í Alþingiskosningum. Röðin er því í alþingisfram- boðinu: Einar, Guðmundur G„ Þórarinn, Sverrir, Kristján. I borgarstjórn: Kristján Benedikts- son, Gerður Steinþórsdóttir, Ei- rikur Tórnasson, Valdimar Kr. Jónsson, Jónas Guðmundsson. BS Slökkviliðið á sífelldum þönum Slökkvilið Reykjavíkur var talsvert á ferðinni um helgina en hvergi kom þó til stórbruna eða mjög alvar- legs tjóns. Fyrst var farið að Njálsgötu 4 á laugardag þar sem talsverður eldur var í bil út frá rafmagni. Næst var kallað frá Veghúsastíg 1 A skömmu eftir kl. 18 á laugardag . Þar var eldur í rusli í miðstöð og tjón ekkert. Nokkru síðar var kallað frá Skólavörðustíg 8. þarhafði verið kveikt í rusli í porti og þar sem ruslið lá að timburhúsi var rifin plata af húsinu til að fyrirbyggja eld. Á sjötta tímanum i gær varð svo eldur laus í skúr að Selásbletti 16. Varð þar að rífa af þaki og vegg til að komast fyrir eldinn. Tjón telst þó ekki mikið. ASt. krónum lægra en sú áætlun. Tilskilin bankatrygging hefur verið lögð fram af hálfu Breið- holts hf. og því samþykkt að ganga til samningsgerðar við það fyrirtæki um áðurgreindar bygg- ingar. BS 5

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.