Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978 3 Reykjavík um páska: „DAUД BORG Þessi mynd sýnir nokkuð hversu „dauð” Reykjavík er um hátíðar. Að visu hefur bílstjórum tekizt að klessa hvor annan, enda þótt varla sé farartæki að sjá á fjölförnum um- ferðargötum um miðjan dag. DB-mynd R. Th. Sig. — hefur Guð nokkuð á móti dansi? R.S. skrifar: Það er góð þróun mála að ekki skuli allt vera lokað á páskahátíðinni. Ég tók eftir því að á páskadag mátti skoða sýningu á Kjarvalsstöðum, herskip mátti skoða og mér skilst að bílasýning hafi verið í gangi þann dag. Að öðru leyti var Reykjavik „dauð” borg. Þar sem ég þekki til erlendis er jtessu öðru vísi farið. Þar er páskahátíðinni fagnað á tilhlýðilegan hátt. Þegar fólk á almennt frídaga, hefur það þörf fyrir að hreyfa sig, skoða sýningar, fara á iþrótta- kappleiki, bíó, leikhús og alls konar mannamót. Þeir sem reka slíka starf- semi fagna þessu lika eflaust og taka sér frí á einhverjum öðrum tíma. Trúlega eru það einhverjar úreltar reglugerðir sem standa hér í veginum. t tímans rás hafa þessar reglugerðir hreinlega orðið kátbroslegar. Skyldi guð hafa nokkuð á móti því að tslendingar fái sér snúning á dansgólfi laugardagskvöld fyrir páska, — eða jafnvel á páskadagskvöld? Ég held varla. Ég held að jafnvel kirkjuyfir- völd geti ekki fett fingur út í það. Nú er það réttra yfirvalda að breyta reglum á þann hátt að fólk geti lifað skemmtilegra og fjölbreyttara lífi um hátíðar. Varla getur það talizt ókristilegt, — eða hvað? Þægstegu&hi sem við nömm vetið imeö himrn) Spurning dagsins Stundarðu garðyrkju að einhverju leyti? jigriður Bragadóttir flugfreyja: Nei, ég stunda ekki nokkur garðyrkjustörf. Ottó Sigurðsson, vinnur hjá heildsala: Nei, ekki nokkur. Elin Magnúsdóttir húsmóðir: Nei, engin. Ég hef engan garð. Ingólfur Guðbrandsson, 11 ára nemi i Digranesskóla: Ég stunda engin garðyrkjustörf. Ég hef aldrei verið í skólagörðum. Eða jú annars. ég rækta stundum blóm i jógúrtdollum í gluggan- um mínum. Páll Guðmundsson prentari: Nei, ég stunda engin garðyrkjustörf vegna þess að ég hef enga aðstöðu til þess. Þorgerður Baldursdóttir skrif- stofustúlka: Garðyrkjustörf stunda ég engin og hef aldrei gert. Nei, ég hef engan garð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.