Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978. Yfirlýsingítölsku stjórnarinnar. EKKISAMIÐ VIÐ MANNRÆNINGJA Mannræningjar Aldo Moros voru varaðir við í dag, að ekki væri hægt að semja um fórnarlamb þeirra. Aðeins einum sólarhring eftir að bréf barst frá Moro, þar sem leiddar voru líkur að því að mannræningjarnir vildu semja og skipta á honum og félögum Rauðu herdeildanna, útilokaði Kristilegi demókrataflokkurinn þá leið. í stuttri yfirlýsingu, sem birtist sem leiðari i flokksblaði Kristilega demókrataflokksins, II Popoli, sagði að ekki væri mögulegt að ganga að kúgunarkröfum Rauðu herdeildanna. Litið er svo á að þessi yfirlýsing sé stefna ítölsku stjórnarinnar. Þegar yfirlýsingin var kunngerð, hjöðnuðu umræður um að skipt yrði á Moro og hryðjuverkamönnunum. Þessi afstaða stjórnarinnar er studd af hinum valdamikla ítalska komm- únistaflokki, en sem kunnugt er styður-kommúnistaflokkurinn minni- hlutastjórn Kristilegra demókrata. í blaði kommúnistaflokksins, La Unita sagði m.a. i leiðara i gær: „Lýðræðið getur ekki gefizt upp fyrir starfsemi hryðjuverkamanna.” Enn sem komið er hafa Rauðu her- deildirnar ekki gert neinar kröfur um lausnargjald. í bréfi Moros var farið fram á aðstoð Vatikansins og Vatikanið lýsti því yfir í gær að það myndi reyna að aðstoða. Moro er per- sónulegur vinur Páls páfa. Talið er að Moro hafi verið þvingaður til þess að skrifa bréfið, annað hvort vegna sálrænna þvingana eða lyfja. Still bréfsins bendir og til að hann hafi verið pyntaður. 9 \ Olíuslysið við Frakkland: Sprengingum lokið Frönsk flotayflrvöld munu kanna I dag flak risaoliuskipsins Amoco Cadiz til þess að ganga úr skugga um hvort eitthvað er eftir af oUu í geymum skipsins. Þyrlur vörpuðu í gær djúpsprengjum á miðhluta flaksins og hafa því sprengjuaðgerðir flotans staðið í tvo daga. Allir hlutar flaksins hafa nú verið sprengdir til að olian sem eftir var renni i sjóinn. Strandlengjan frá strandstaðnum er oUumenguð á 200 km löngum kafla eftir versta oUumengunarslys sögunnar. Úr lestum skipsins runnu 220 þúsund lestir af hráolíu í sjóinn. Slysið hefur drepið fugla og sjávarUf á staðnum og ógnar ferðamannaiðnaði á þess- um slóðum, en þarna eru strendurnar vinsæll áningarstaður ferðamanna. Vegna slyssins hefur franska stjórnin sett nýja reglugerð um ferðir oliuskipa. Ekki er lengur talin veruleg hætta á mengun í Ermarsundi. — bútasala — útsala —- butasala — útsala — bútasala — útsala — bútasala — útsala — bútasala Mljóggott VERÐ UTSALA Ull, acryl, nælon teppabútar, BUTASALA stórir og smáir. Einnig nokkrar rúllur á niðursettu verði TEPPAVERZLUNIN FRIÐRIK BERTELSEN LAGMULA 7 — SÍMI86266 butasala — utsala — bútasala Carter íNígeríu —fyrsta heimsókn Bandaríkja- forseta Carter Bandarikjaforseti kemur til Lagos í Nigeríu í dag og er það fyrsta heimsókn bandarísks forseta til svörtu Afríku. Heimsóknin er táknræn fyrir aukinn áhuga Bandaríkjastjórnar á málefnum þróunarlandanna og þriðja heiminum. Nigeria er valdamesta ríki hinna svörtu Afríkuríkja, en í Nígeríu eru um 80 milljónir ibúa. Bæði Nixon og Humphrey komu til ríkja svörtu Afríku, en sem varaforsetar. Gert er ráð fyrir því að Olusegun Obasanjo herforingi, þjóðarleiðtogi Nígeríu, muni tjá Carter forseta óánægju sina vegna viðbragða hans við hinni nýju stjórnarmyndun í Rhódesíu. Þar myndaði Ian Smith sem kunnugt er bráðabirgðastjórn með hófsamari leiðtogum blökkumanna. Þá munu þeir einnig ræða orkumál, en Nígería er annar stærsti oliuútflytjandinn til Bandarikjanna. Framtíð dollarans mun einnigberaá góma. SNYRTISTOFA - SNYRTIVÖRUVERZLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG17 ANDLITS-, FÓT-, HANDSNYRTING OPIÐ KL 9-5 DAGLEGA - LAUGARDAGA KL 9-4 TÍMAPANTANIR í SÍMA10266

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.