Dagblaðið - 31.03.1978, Side 4
4
/*
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978.
.........
Orétt-
lætið
íbifreiða-
trygging-
unum:
„Ég held að fullyrða megi að um
það bil fjórði hver bíll sem lenti i
árekstrum eða umferðaróhöppum í
Reykjavik á sl. ári hafi verið skrásettur
utan Reykjavíkur,” sagði Óskar
Ólason yfirlögregluþjónn umferðar-
mála i Reykjavík.
„Það eru bílar sem auðkenndir eru
með öllum stöfum stafrófsins, sem
komið hafa við sögu árekstra í Reykja-
vík ár eftir ár. Mestur er fjöldi bílanna
sem skráðir eru i næsta nágrenni
Reykjavíkur, G númerin, Y-númerin
og X-númerin og síðast dreifist þetta á
öll skrásetningarumdæmi landsins,”
sagði Óskar.
Tilefni upphringingar til Óskars er
fréttin i DB úm mismun tryggingar-
gjalda á bilum, eftir þvi hvar þeir eru
skráðir. Tryggingafélögin skipta
landinu i þrjú gjaldsvæði og þó bilar á
utanbæjarnúmerum séu hér í Reykja-
vik, sem atvinnutæki árið út og árið
inn, komast menn upp með að greiða
hluta þeirra gjalda, sem höfuðborgar-
búar verða að punga út með. Var í
fréttinni tekið dæmi um vöru-
flutningabíla á sömu stöð. Annar var
með P-númer hinn með R-númer. Á
tryggingargjöldum bílanna munaði 68
þúsund krónum ári. Einn af deildar-
stjórum stóru tryggingafélaganna
Fjórði hver árekstursbíll
í Reykjavík á sl. ári bar
utanbæjarnúmer
—samt aka margirþeirra með tryggingarskírteini sem kosta aðeins hluta af
tryggingarskírteinum bfla á Reykjanessvæðinu
staðfesti að dæmið í DB-fréttinni væri
rétt.
„Það er fullt af bílum hér í Reykja-
vík allt áriö, sem bera skráningarmerki
annarra umdæma,” sagði Óskar
Ólason. „Sum þessara utanbæjar-
númera hafa verið á bílum manna hér
í borg frá því að ég hóf störf i
lögreglunni.”
Óskar sagði að i reglugerðum væru
ákvæði sem heimiluðu mönnum
akstur í 6 mánuði í öðru skrásetn-
ingarumdæmi en bíllinn er skráður í.
Hins vegar koma svo upp alls kyns
tilfelli sem engin ákvæði ná yfir.
Eigandi bíls „lánar” hann öðrum, eða
um „sameign” er að ræða að þvi er
haldið er fram o.s.frv. Verður þá oft
erfitt við málið að eiga og allt er látið
danka.
En Ijóst er að gifurlegt óréttlæti
viðgengst hér á landi i trygginga-
málum bifreiða. Höfuðborgarbúum og
nágrönnum er gert að greiða margföld
gjöld á við aðra landsmenn. Á sama
tima kemur i Ijós sú staðreynd, að í
fjórða hverjum árekstri sem á sér stað
í Reykjavík á utanbæjarbíll hlut aö
máli og bílar sem skráöir eru á öllum
„ódýru tryggingasvæðunum” koma
við sögu árekstra í Reykjavík.
-ASt.
I marzmánuði 1977 varð sögulegur árekstur á Lækjartorgi. Árekstursslóðin varð 30-40 metrar. Bíll með X-númeri ók yfir
aðalbraut án þess að stanza, bill með K-númeri lenti á honum með þeim afleiðingum að X-billinn valt. Fát kom á ökumann K-
bilsins svo hann ók áfram og stöðvaðist langt frá á bil með R-númeri. Myndin er valin af handahófi úr miklu safni DB-mynda
af umferðaróhöppum. DB-mynd Sveinn Þorm.
Nútíma Gulliver
- eða King-Kong?
Það mætti ætla að á myndinni væri á ferii nútima Gulliver i Putalandi, — eða
þá afkomandi risaapans King-Kongs. Svo er þó ekki. Ljósmyndarinn ungi,
sem færði okkur þessa mynd, Ólafur Guðbjartsson heitir hann, hefur hér
framkvæmt nokkrar sjónhverfingar með myndavél sinni, þannig að íbúar
hússins á myndinni ættu að vera óhultir fyrir „risanum”.
Mok-ýsa í Eyjum
Bátarnir skipta um veiðarfæri að lokinni loðnuvertfð
„Góður afli hefur verið hjá
togbátunum bæði í gær og fyrradag og
fengu sumir bátarnir allt upp í 40 tonn,”
sagði Stefán Runólfsson hjá Vinnslu-
stöðinni í Eyjum í samtali við DB í gær.
„Aðaluppistaða aflans er ýsa sem fer
öll i frystingu. Það eru einir 30-40 bátar
sem eru á togveiðum og þeir voru með
þetta frá 10,18,20, 25 og upp í 40 tonna
afla,” sagði Stefán.
Stcfán sagði að talið væri að loðnu-
vertíðinni væri nú lokið, í það minnsta
væru Eyjabátar að koma inn og skipta
um veiðarfæri. Ekki sagðist Stefán vita
hvers konar veiðar bátarnir færu á, en
nokkrir færu á net, og heyrzt hefði að
aðrir færu á spærlingsveiðar.
A.Bj.
Hundasmygl:
ENGIN NÝLEG KÆRA
— segir tollgæzlustjórinn
„Það er eitt af verkefnum tollvarða
að rannsaka sérstaklega hvort hundar
hafi komið með skipum eða flugvélum,
sem þeir tollafgreiða,” sagði Kristinn
Ólafsson tollgæzlustjóri i Reykjavík er
blaðið innti hann eftir afskiptum
tollvarða af hundainnflutningi.
„Ég man í fljótu bragði ekki eftir
neinni kæru sem tollverðir hafa ofðið að
afgreiða vegna smygltilraunar.á hund-
um. Alla vega eru slíkar mjög sjald-
gæfar,” sagði Kristinn.
Kristinn sagði að i öllum und-
antekningartilfellum varðandi inn-
flutning á hundum væri Páll A. Pálsson
yfirdýralæknir umsagnaraðili og i raun
væri afgreiðsla dýrainnflutnings á hans
valdi og lyti hans stjóm.
Kristinn sagði að ef hundar væru um
borð i erlendum skipum sem hingað
leituðu til stuttrar dvalar væri eðlilegt að
þeim yrði bannað að ganga hér á land,
en í fljótu bragði kvaðst hann ekki muna
að slíkt bann hefði þurft að framkvæma.
ASt.
Sakaður
um
sviksemi:
ÞETTAVORU
BARA MISTÖK
segir málverkasalinn
Fyrir allnokkru siðan var skýrt frá
viðskiptum málverkasala og konu,
sem keypti tvær myndir af manninum.
Var sagt að málverkasalinn hefði tekið
greiðslu fyrir tvær myndir, en aðeins
skilið aðra þeirra eftir.
„Þetta voru mistök,” sagði
málverkasalinn i gær, þegar hann
hafði samband við Dagblaðið. „Ég
þekkti konuna vel og hefði aldrei
dottið i hug að hlunnfara hana né
nokkurn annan. Ég einfaldlega tók
aðra myndina, sem hún hafði keypt, í
hugsunarleysi og pakkaði niður með
hinum myndunum.”
Eftir að fréttin birtist í DB, leiðrétti
málverkasalinn strax mistök sin og
konan hefur báðar myndirnar undir
höndum og unir glöð við sitt.