Dagblaðið - 31.03.1978, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978.
Bæjarstjórinn fyrrverandi:
Veitir birtu og yl um bæinn
Rafmagn hefur aldrei verið betra á staðarins. Segir hún engan mann eins
Eskifirði en einmitt núna í vetur. færan í því starfi og Jóhann.Þetta
Þetta er því að þakka, segir Regina hefur orðið til þess að loðnubræðsl-
Thorarensen, sú dugmikla fréttakona urnar hafa getað unnið án afláts — og
á Eskifirði, að Jóhann Clausen, fyrr- á heimilunum hefur aldrei skort afl-
um bæjarstjóri, sér um dísilvélar gjafann að sögn Regínu.
Gömul ferðaskrifstofa — en síung:
SAMVINNUFERÐIR
GERAST UMBOÐSMENN
FYRIR COOK
Ferðaskrifstofa Thomas Cook í
London er eitt af þvi sem enn minnir á
hið gamla og volduga nýlenduveldi
Bretanna. Nú hefur Thomas Cook
gert Samvinnuferðir að umboðsaðil-
um sínum hér á landi. Hyggst Cook
auka ferðamannastraum hingað frá
Bretlandi. Cook stofnaði ferðaskrif-
stofu sína 1841 og er skrifstofan ein sú
elzta í heiminum og er mjög virt fyrir
vandaða vinnu, enda síung og býður
upp á þjónustu i 870 útibúum sínum
víða um jarðkúluna. I aðalskrifstof-
unni í London starfa nú 1500manns.
Arangursrík herferð
Krabbameinsfélagsins
Atlaga Krabbameinsfélags Reykja-
víkur gegn nikótíninu hefur borið
góðan árangur. Greinilega er það ekki
lengur í tízku meðal ungmenna að
reykja og á siðasta ári seldi ÁTVR 7%
minna af tóbaki en árið á undan. Þetta
segir sina sögu. Á aðalfundi Krabba-
meinsfélagsins nýlega kom fram að í
vetur hefur verið unnið að reykinga-
vörnum á sama hátt og áður og
starfið eflt. Fræðslustarf og fjáröflun
eru aðalverkefnin en félagið leggur
helming nettótekna af rekstri happ-
drættis og af félagsgjöldum til Krabba-
meinsfélags Islands. Greiðslan á
síðasta ári nam 7.3 milljónum króna. í
stjórn Krabbameinsfélags Reykja-
víkur eru: dr. Gunnlaugur Snædal
yfirlæknir, formaður, Alda Halldórs-
dóttir hjúkrunarfræðingur, Baldvin
Tryggvason sparisjóðsstjóri, Guð-
mundur S. Jónsson dósent, Jón
Oddgeir Jónsson fv. framkvæmda-
stjóri, Páll Gíslason yfirlæknir og
Tómas Á. Jónasson læknir. Fram-
kvæmdastjóri félagsins er Þorvarður
örnólfsson lögfræðingur.
KVENSKASS?
Lögreglan er kölluð til að sinna eitt í Reykjavík henti út um glugga á
óvenjulegustu málum — á myndinni fjölbýlishúsi. Munir þessir voru vist
er lögregluþjónn með fangið fullt af eigur sambýlismannsins en þeim hafði
innanstokksmunum sem kvenskass (?) sinnazt eitthvað.
Þriðja hafréttarráðstefnan:
„LANDSLIÐIД FARIÐ UTAN
Enn á ný þingar hafréttarráðstefna
Sameinuðu þjóðanna nú í þriðja sinn
og fundir eru haldnir í Genf: „Lands-
lið" okkar Islendinga er mætt til fund-
anna en í því eru þeir Hans G.
Andersen sendih., oddviti nefndarinn-
ar, Jón L. Arnalds ráðuneytisstjóri,
Már Elísson fiskimálastjóri, Jón Jóns-
son forstöðumaður Hafrannsóknar-
stofnunar, Guðmundur Eiríksson
aðstoðarþjóðréttarfræðingur utan
rikisráðuneytis, dr. Gunnar G.
Schram prófessor, Eggert G. Þor-
steinsson alþingismaður, Eyjólfur
Konráð Jónsson alþingismaður, Gils
Guðmundsson alþingismaður og
Þórarinn Þórarinsson alþingismaður.
Borgarnes:
Aþýðubandalagið með forval
Síðari umferð forvals Alþýðubanda- Úrslit þess ættu því að liggja fyrir það
lagsins í Borgarnesi stendur nú yfir. kvöld.
Lýkur því sunnudagskvöldið 2. apríl.
Óhemju fjármagni varið í bílasýninguna AUTO 78
LÍTT ÞEKKTIR BÍLAR -
HREINUSTU FORNGRIPIR
OG SUNDURSKORNIR BÍLAR
— verða meðal sýningargripa á hinni
miklu bílasýningu á Ártúnshöfða
þátt í sýningunni að tveimur undan-
skildum.
Aðalsýningarsvæðið er ný
sýningarhöll Jóns Hjartarsonar en
handan við Bíldshöfða er annað hús
sýningarinnar. Það er hús Árna Gísla-
sonar. Aðgangseyrir verður aðeins
tekinn í fyrrnefnda húsinu svo ekki
kemur til erfiðleika með samgang milli
húsa.
Bílaumboðin hafa á aðalsýningar-
svæðinu sýningarrými fyrir einn til 12
bila. Algengustu sýningarsvæðin
rúma sex til átta bíla. 1 húsi Árna
Gíslasonar verður vörubílasýning og
þar verða ýmsir sýningarbásar fyrir
ýmislegt er bilum tilheyrir, s.s. sýning
á hjólbörðum, ryðvörn, húsvögnum
o.fl.
Margt verður gert til að auka á til-
breytnina. Sýndir verða nokkrir gaml-
ir bílar, eins konar forngripir. Meðal
þeirra er slökkviliðsbíll. Honum
verður ekið um Reykjavík á sumar-
daginn fyrsta og verða þá slökkviliðs-
menn með í ferð i búningum og hljóm-
sveitin verður ekki langt undan.
ASt.
Óhemju fjármagni verður varið til
alþjóðlegu bílasýningarinnar sem
opnuð verður í tveimur stórhýsum á
Ártúnshöfða 14. apríl kl. 7 síðdegis og
stendur til 23. apríl. Sýningin hefur nú
fengið alþjóðlega viðurkenningu og
stefnt er að því að gera hana að glæsi-
legustu sýningu sem hér hefur verið
haldin og sýningarsvæðið er stærra en
nokkru sinni hefur verið notað til
sýninga hér eða 9000 fermetrar.
Á sýningunni verða i fyrsta sinn
sýndar hér ýmsar bílagerðir sem ekki
eru seldar hér. Þarna verða hálfir bílar
og sundurskornir til að „innmaturinn”
sjáist sem bezt. Þarna verða gírkassar
sem snúast svo áhorfendum gefst
kostur á að sjá hvernig þeir vinna svo
og sérstaklega byggðar sýningarbila-
vélar.
Dixieland-hljómsveit leikur á
sýningunni meðan hún er opin en úti
fyrir blakta þjóðfánar þeirra 20 landa
sem á sýningunni eiga framleiðslu-
hluti. öll íslenzku bílaumboðin taka
Þarna sést Islenzki hópurinn 1 Bofors verksmiðjunni i Trollhátten 1 Noregi. Vélin sem fyrir aftan hann er á aö fara i loðnu-
skipið Sigurð.
Vélskóla-
nemar
kynna sér
útlenda
vélmenn-
ingu
Á milli 50 og 60 manns frá Vélskóla
íslands voru snemma í marz í náms- og
kynnisferð um ýmsar verksmiðjur á
Norðurlöndum. Skoðaði hópurinn 3
verksmiðjur í Svíþjóð, 1 í Danmörku og
aðra í Noregi ásamt safni i Þýzkalandi
og olíurannsóknarstöð i Bretlandi.
Nemamir sem fóru voru allir á fjórða
stigi í vélstjóranámi eða á síðasta náms-
ári og fylgdu þeim nokkrir kennarar.
Nokkrir tslendinganna ásamt norskum starfsmönnum Bofors. Talið frá vinstri:
Hreinn Haraldsson, Stig Alebro, Einar Ágústsson, Franz Gislason leiðsögumaður
islenzka hópsins, Beril Eirikson, Bjöm S. Björnsson og Siguröur Knudsen.