Dagblaðið - 31.03.1978, Side 7

Dagblaðið - 31.03.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978. Reykjanes, hið erfiða kjördæmi—Fjðrirflokkartilbúnirmeð framboðin: Heittí kolum hjá krötum — annars staðar siglt í hægum byr SVARTSENGI — heitasti punktur Reykjaneskjördæmis — og vegna fram- kvæmdanna þar hefur oft hitnað i kolunum syðra. DB-mynd: Hörður. Fjórir stjórnmálaflokkanna hafa nú gengið frá framboðslistum sínum vegna alþingiskosninganna í vor í Reykjaneskjördæmi. Enn eiga Sam- takamenn eftir að ganga frá lista sin um og eins er ekki vitað, hvort upp kemur óháð framboð Sigurður Helga- sonar i Kópavogi og félaga, en það hefur verið í deiglunni um tíma. Reykjaneskjördæmi er það sem stjórnmálamenn kalla „erfitt kjör- dæmi”. Það er að sönnu, enda ægir þar saman mjög ólikum sjónarmiðum kjósenda sem vonlegt er, þar eð sjónar- hólarnir eru nánast jafnmargir at- kvæðunum. 1 kjördæminu er að finna allt frá nýtízkulegum sjávarútvegi með fullkomnum togurum og vinnslu- stöðvum til trillukarla og minni fisk- verkunarhúsa, sem sífellt hafa verið á hausnum. Þar er fullkominn landbún- aður og þúfurembingur smáhokrara með nokkrar rollur og þar er fullkom- inn iðnaður og bilskúrsverkstæði. Svipaða sögu er að segja um verzlun- ina, þar er allt milli himins og jarðar allt frá fullkomnum sérverzlunum og stórmörkuðum til „kaupmannsins á horninu” og sjoppueigandans. Eitt málið er einnig þýðingarmikið, en það er hinn mikli fjöldi manna sem sækir atvinnu sína til annarra byggðarlaga, sérstaklega frá Kópavogi og Hafnar- firði og svo hið eilífa þrætuepli, her- stöðin í Keflavík, sem mjög er umdeild um land allt, en sennilega hvergi eins mikið og I nálægustu byggðarlögum, sem í raun eiga mest undir henni með atvinnu og þjónustu hvers konar. öll þessi sjónarmið verða þingmenn kjördæmisins að reyna að sameina og er mál manna í kjördæminu, að það •hafi þeim tekizt misjafnlega. Er skemmst að minnast „vanda frystiiðn- aðarins á Suðurnesjum”, sem frægur er orðinn og enn hefur ekki verið leystur svo merkjanlegt sé. Alþýðuflokkur Það er mál manna, að Alþýðuflokk- urinn hafi grætt mikið á því forskoti sem hann skapaði sér með því að hefja kosningabaráttuna snemma í haust og „hella sér út í slaginn” eins og það er orðað. Þeir létu í veðri vaka, að það væri gert til þess að „vera við öllu búnir ef til kosninga skyldi koma fyrr en ætlað er”, en enginn vafi er á því, að prófkjör þeirra sérstaklega í Reykjavík og á Reykjanesi vöktu mikla athygli og umtal og Alþýðu- flokkurinn komst á forsíður allra dag- blaða. Dagana 8. og 9. október efndu al- þýðuflokksmenn til prófkjörs i Reykja- neskjördæmi. Varð strax Ijóst er fram- boðum var skilað að gera átti atlögu að Jóni Ármanni Héðinssyni þing- manni flokksins, því að fimm aðrir frambjóðendur gáfu kost á sér i fyrsta sætið. Lét Jón Ármann svo um mælt í blaðaviðtali að „ég fæ fimm í fangið” og einnig boðaði hann það sem koma skyldi, því í öðru viðtali sagði hann: „Það á að reyna að bola okkur Eggert út...” Samt var hann óbanginn þvi i sama viðtali lýsti hann því yfir, að hann væri öllu vanur, enda sennilega eini þingmaðurinn sem kjörinn hefði verið á þing eftir tvö prófkjör. í prófkjörinu var hart barizt og greindi DB frá því, að menn hefðu heilsazt í styttingi á tröppum meðmæl- enda sinna. Helztu mótframbjóðendur Jóns voru þeir Kjartan Jóhannsson, bæjar- fulltrúi i Hafnarfirði, Karl Steinar Guðnason, bæjarfulltrúi og verkalýðs- frömuður í Keflavík, og Ólafur Björns- son, útgerðarmaður í Keflavík. Þingmaðurinn féll Er upp var staðið 10. október blasti staðreyndin við. Jón Ármann Héðins- son, þingmaður Alþýðuflokksins i Reykjaneskjördæmi, hafði fallið í prófkjörinu og misst „öruggt sæti”. Bæði Kjartan og Karl Steinar hlutu fleiri atkvæði en hann og hafa þetta án efa verið vonbrigði fyrir Jón. Kjartan varð sigurvegari prófkjörs- ins, hlaut 1008 atkvæði en Karl 986 í fyrsta sæti. Hann hlaut hins vegar 1592 atkvæði samanlagt í fyrsta og annað og varð þvi annar í röðinni. Jón hlaut 681 atkvæði í fyrsta sæti og hafði ekki boðið sig fram i annað. Gunntaugur Stefánsson guðfræðinemi úr Hafnarfirði fylgdi fast á eftir þeim Kjartani og Karli með 1093 atkvæði i annað sætið. Fram yfir áramót voru menn að velta því fyrir sér, hvort Jón Ármann myndi skipa þriðja sætið á listanum og í janúar segir Jón í viðtali, að það „hafa ýmsir talað við mig, en ég veit ekki hvað verður. Þetta er allt I deigl- unni.” Listinn var svo birtur í endanlegri gerð i febrúar og þá var Jón ekki á honum: 1. Kjartan Jóhannsson, verkfr. Hafnarfirði. 2. Kari Steinar Guðnason, form. verkl.- og sjóm.fél. Keflavíkur. 3: Gunnlaugur Stefánsson, guð- fræðinemi, Hafn. 4. Ólafur Björnsson, útgm., Kefla- vík. 5. Guðrún H. Jónsdóttir, banka- starfsm., Kóp. 6. örn Eiðsson, fulltrúi, Garðabæ. 7. Jórunn Guðmundsdóttir, hús- móðir, Sandgerði. 8. Reynir Hugason, verkfræð., Mos- fellssveit. 9. Jón Hólmgeirsson, skrifststj., Grindavík. 10. Emil Jónsson, fyrrv. ráðherra, Hafnarfirði. Jón Ármann var landskjörinn þing- maður fyrir Alþýðuflokkinn i Reykja- neskjördæmi og er því á brattann að sækja fyrir flokkinn. Hins vegar er hugur I alþýðuflokksmönnum og mátti merkja greinilega fylgisaukn- ingu flokksins, ef marka má þátttök- una í þessu sögulega prófkjöri. Sjálfstæðisflokkur Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá menn kjörna í Reykjaneskjördæmi i siðustu kosningum, þá Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra og þing- mennina Odd Ólafsson úr Mosfells- sveit og Ólaf G. Einarsson úr Garða- bæ. Þá var Axel Jónsson úr Kópavogi landskjörinn. 1 fremur litlausu prófkjöri 5. og 6. febrúar hélzt þessi efsta röð óbreytt, en þó með þeirri undantekningu, að Axel Jónsson gaf ekki kost á sér í próf- kjörinu. Ergilegir út af stöðu fiskiðnaðarins á Suðurnesjum og „fulltrúaleysi” ákváðu Suðurnesjamenn innan flokks- ins að sameinast um einn mann á list- anum og efndu til forprófkjörs í nóv- ember. Þar varð efstur Eiríkur Alex- andersson bæjarstjóri í Grindavík og er talningu atkvæða lauk eftir próf- kjörið hafði hann hafnað i fjórða sæti. Endanlega lítur listinn svona út: 1. Matthías Á. Mathiesen, ráðherra, Hafnarfirði. 2. Oddur Ólafsson, alþm., Mosfells- sveit. 3. Ólafur G. Einarsson, alþm., Garðabæ. 4. Eiríkur ALxandersson, bæjar- stjóri, Grindavik. 5. Salome Þorkelsdóttir, frú, Mos- fellssveit. 6. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Seltj.nesi. 7. Ásthildur Pétursdóttir, frú, Kópa- vogi. 8. Hannes Gissurarson, nemi, Kópa- vogi. 9. Ellert Eiríksson, verkstj. Keflavík. 10. Axel Jónsson, alþm., Kópavogi. Framsóknarflokkur Framsóknarmenn hafa um langan tíma aðeins haft einn þingmann í kjör- dæminu, Jón Skaftason úr Kópavogi. Hefur hann 'ekki þótt leiðitamur og verið fylginn sér og farið oftlega eigin leiðir, enda eins og áður sagði erfitt að samræma þessi misjöfnu sjónarmið innan kjördæmisins því sem er að gerast í landsmálum yfirleitt. Ekki töldu framsóknarmenn í Reykjaneskjördæmi viturlegt að vera að efna til prófkjörs um skipan á lista sinn, enda „fer enginn á móti Jóni,” eins og einn þeirra komst að orði. Uppstillingarnefnd fulltrúaráðsins setti þvi framboðslistann saman og lítur hann svona út: 1. Jón Skaftason, alþm., Kópavogi. 2. Gunnar Sveinsson, kaupfélstj., Keflavík. 3. Ragnhildur Sveinbjörnsdóttir, rit- ari, Hafn. 4. Haukur Nielsson, bóndi, Helga- felli. 5. Sigurður J. Sigurðsson, verkstj., Keflavik. 6. Dóra Sigurðardóttir, hjúkrunar- fr„ Seltj. 7. Halldór Ingvarsson, kennari, Grindavík. 8. Gylfi Gunnlaugsson, gjaldk., Sandgerði. 9. Valtýr Guðjónsson, fyrrv. útibús- stj., Kefl. 10. Hrafnkell Helgason, yfirlæknir, Vifilsstöðum. Alþýðubandalagið „Virkt lýðræði án slagsmála” hét aðferð alþýðubandalagsmanna við að velja menn á lista sinn til alþingiskosn- inganna, eða forval. Þótti það við fyrstu sýn nokkuð flókið og skrif- finnskulegt. Aðferðin er i stuttu máli sú, að allir félagar í hinum 6 félögum i kjördæm- inu tilnefndu skriflega tíu menn til framboðs eða jafnmarga og á listanum eru. Síðan var þessum tilnefndu raðað upp á lista eftir stafrófsröð og sá listi siðan sendur félagsmönnum. Tilnefndu þeir siðan tíu menn af þeim lista og i þeirri röð, sem þeir vildu hafa þá á listanum. Kjördæmisráð tók svo endanlega ákvörðun um uppröðunina á listanum. Þetta er hljóðlát aðferð við að velja fólk á framboðslista og fór ekki mikið fyrir forvali þessu í blöðum. En hér er listinn i endanlegri mynd en við síð- ustu þingkosningar hlaut Alþýðu- .bandalagið einn mann kjörinn, Gils Guðmundsson, Revkjavík, en Geir Gunnarsson, Hafnarfirði, var lands- kjörinn. 1. Gils Guðmundsson, alþm., Reykjavík. 2. Geir Gunnarsson, alþm., Hafnar- firði. 3. Karl Sigurbergsson, skipstj., Keflavik. 4. Bergljót Kristjánsdóttir, kennari, Hafnarf. 5. Svandis Skúladóttir, fóstra, Kópa- vogi. 6. Björn Ólafsson, verkfr., Kópavogi. 7. Albína Thordarson, arkitekt, Garðabæ. 8. Kjartan Kristófersson, sjóm., Grindavík. 9. Njörður P. Njarðvik. lektor, Sel- tjarnarnesi. 10. Magnús Lárusson, smiður, Kjós. Eins og áður sagði hafa Samtök frjálslyndra og vinstri manna enn ekki ákveðið framboð i kjördæminu né heldur er víst um óháð framboð. • HP Kratana vantaði 549atkvæði Hvernig fer i Reykjaneskjördæmi nú? Um það verður litið sagt, en siðast komst þriðji maður á lista Sjálfstæðis- flokksins inn sem fimmti kjörinn þing- maður kjördæmisins. Alþýðuflokkinn vantaði þá 549 atkvæði til að koma að manni og hindra kjör þriðja manns Sjálfstæðisflokksins. Fimm þingmennirnir komu inn í þessari röð: Fyrstur Matthías Á. Mathiesen (S) á 9751 atkvæði, annar Oddur Ólafsson (S) á helmingi at- kvæðamagns Sjálfstæðisflokksins um 4875 atvkæðum. Þriðji varð Gils Guðmundsson (AB) á 3737 atkv. Fjórði Jón Skaftason (F) á 3682 atkvæðum. Fimmti þing- maðurinn varð Ólafur G. Einarsson (S). Á hann kemur þriðjungur af atkvæðamagni Sjálfstæðisflokksins,. um 3750 atkvæði. Alþýðuflokkurinn fékk 2702 atkvæði og engan .jörinn og Samtökin 764 aikvæði og cn an. Sauöárkrókun Prófkjör hjá sjálf- stæðismönnum Bogi efstur Bogi G. Hallgrímsson varð efstur á lista framsóknarmanna til bæjarstjórnarkosninga í Grindavík i vor i prófkjöri sem þar fór fram um páskana. Hlaut hann 87.20% atkvæða en næstur varð Halldór Ingvarsson með 58.2%. 1 þriðja sæti varð Hallgrímur Bogason, i fjórða sæti Svavar Svavarsson og í fimmta sæti Will- ard Ólason. 1 síðustu bæjarstjórnarkosning- um buðu framsóknarmenn i Grindavík fram lista með alþýðu- bandalagsmönnum og hlutu þeir tvo menn kjörna. - HP Sjálfstæðismenn á Sauðárkróki efna til prófkjörs um skipan sæta á lista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar núna i vor um helgina 1. og 2. april. Þessir hafa gefið kost á sér: Árni Guðmundsson framkvæmda- stjóri, Pálmi Jónsson verktaki, Guð- mundur Tómasson hótelstjóri, Þorbjöm Árnason lögfræðingur, Birna Guðjóns- dóttir húsfrú, Sigurður Hansen lögreglu- þjónn, Björn Guðnason byggingameist- ari, Friðrik J. Friðriksson læknir, Fjóla Sveinsdóttir húsfrú og Bjarni Haralds- son kaupmaður. Rétt til þátttöku í prófkjörinu eiga allir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins 18 ára og eldri og verður kosið í Sæborg. Hefst kjörfundur klukkan tíu báða dagana og stendur til kl. 17 á laugardag og 19 á sunnudag. - HP Grindavík: Tíu manns í prófkjöri Alþýðuflokksins núna um helgina Frambjóðendur i prófkjöri Alþýðu- flokksins i Grindavík til bæjarstjórnar- kosninganna i vor, sem fram fer sunnudaginn 2. apríl nk„ eru tíu tals- ins. Þeir eru: Guðbrandur Eiríksson, Jón Gröndal, Jón Hólmgeirsson, Jón Leósson, Lúðvík Jóelsson, Pétur Vil- bergsson, Sigmar Sævaldsson, Svavar Árnason, Sverrir Jóhannsson og Sæ- unn Kristjánsdóttir. Öll bjóða þau sig fram i öll sætin nema Jón Gröndal sem býður sig fram i fjórða og fimmta sæti. Kjörstaður verður i félagsheimilinu Festi, uppi, frá kl. 10.00 til 22.00 á sunnudag. Atkvæðisrétt hafa allir Grindvík- ingar, sem þar eru búsettir, 18 ára og eldri, sem ekki eru flokksbundnir í öðrum stjórnmálasamtökum. - HP

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.