Dagblaðið - 31.03.1978, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978.
Ezer Weizman varnarmálaráðherra
Ísraels snýr aftur heim frá Kaíró i dag
eftir viðræður við Sadat Egyptalands-
forseta og aðra egypzka leiðtoga. För
Weizmans mun litinn árangur hafa
borið og honum mistekizt markmið
sitt, að koma friðarviðræðum
þjóðanna aftur af stað.
Begin forsætisráðherra ísraels sendi
Weizman til Kaíró með „nýjar
hugmyndir” til þess að reyna að koma
friðar- og hernaðarviðræðum af stað
á nýjan leik, en viðræðurnar hafa
legið niðri síðan i janúar.
Talið er að aukinn þrýstingur bæði I
tsrael og erlendis. hafi knúið stjórn
Begins til að lina stefnu sína sem hefur
verið einstrengingsleg í tveimur
helztu deilumálunum, þ.e. neitun
ísraelsmanna um að fara frá vestur-
bakka Jórdanár og hætta búsetu á her-
teknum arabískum landsvæðum.
REUTER
Skoðanakönnun, sem birt var í
ísrael I gær, sýndi að vinsældir Begins
forsætisráðherra hafa minnkað um
20% á þremur siðustu mánuðum. Þá
sýndi skoðanakönnunin einnig að
flestir israelsmenn telja að frekari
búseta þeirra á herteknu svæðunum
muni hindra friðarviðræður.
Útvarpið i Ísrael sagði að Weizman
varnarmálaráðherra hefði strax að
loknum fundi með Sadat hringt í
Begin forsætisráðherra og gert honum
grein fyrir viðræðunum. Að sögn
Weizmans voru viðræðurnar vinsam-
legar. En samkvæmt fregnum frá
Kaíró náðu Weizman og gestgjafar
Enginn árangur af
Kafróför Weizmans
— Vonbrigði í Kaíró vegna tillagna ísraelsstjórnar.
— Begin stöðugt óvinsælli innanlands samkvæmt skoðanakönnunum
Ezer Weizman útskýrir innrás Israelsmanna i ísrael á dögunum. Litill árangur varð af fundi hans með Sadat i gær, en hann
hefur þó heitið Egyptalandsforseta því að Israelsstjórn dragi allt herlið sitt frá Suður-Líbanon. \
hans engum árangri í þvi að koma
friðarviðræðum aftur af stað, en þær
hófust sem kunnugt er eftir sögulega
ferð Sadats Egyptalandsforseta til
Jerúsalem I nóvember síðastliðnum.
Opinberlega hefur verið lýst yfir
vonbrigðum i Kaíró með tillögur þær
sem Weizman flutti með sér á fund-
inn. Weizman hafði áætlað að fara
heim aftur í gær, en óvænt ákvað
hann að dvelja i Kairó I nótt. Tals-
maður yfirvalda í Kaíró lýsti því yfir
að viðræður gætu ekki hafizt á ný fyrr
en tsraelsmenn breyttu afstöðu sinni
Egyptar höfðu vænzt þess að tsraels-
menn hefðu tekið upp mildari stefnu.
Weizman mun hins vegar hafa
heitið Sadat því að ísraelskt herlið færi
fá Suður-Líbanon strax og
gæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna
hefðu komið sér fyrir að fullu þar.
Erlendar
fréttir
Frakkland:
Barre segir
afsérídag
— hugsanlega
falið að
mynda nýja
ríkisstjórn
Raymond Barre forsætisráðherra
Frakklands mun að öllum líkindum
leggja fram lausnarbeiðni fyrir sig og
ráðuneyti sitt i dag. Frakklandsforseti
mun síðan útnefna nýjan forsætis-
ráðherra og kemur Barre sterklega til
greina sem nýr forsætisráðherra. Einnig
hefur Simone Veil fráfarandi
heilbrigðisráðherra verið nefnd sem nýr
forsætisráðherra og yrði hún þá fyrsta
konan til þess að gegna því embætti.
Liklegt er þó að stjórn verði ekki
mynduð fyrr en hið nýkjörna þing hefur
komið saman, en það kcmur saman I
fvrsta sinn á mánudag.
Sleppti fimmtán
gfslum
Vopnaður maður I Melbourne i
Ástralíu, sem hélt 15 gíslum i klúbbi
nokkrum i miðborg Melbourne, gafst
upp í gær. Hann leyfði öllum gíslunum
að sleppa og gaf sig lögreglunni á vald.
Enginn meiddist vegna þessa atburðar.
Sennilegt að
tfk Chaplins
finnist ekki
Sennilegt er að lík Charlie Chaplin Charlie Chaplin, sem fæddur var árið
finnist aldrei að sögn lögreglunnar i 1889,lézt á jóladag áttatíu og átta ára
Vevey í Sviss i gær. Líki leikarans heims- gamall. Líki hans var síðan rænt 1. eða
fræga var rænt fyrir nær mánuði úr 2. marz sl. að nóttu til.
Gröf Chaplins
grafreit í þessu svissneska þorpi, þar sem
Chaplin og fjölskylda hans bjuggu
síðustu árin.
Stöðugt samband er haft við lögreglu
annarra ríkja en enn hafa engar upp-
lýsingar um líkránið borizt þaðan.
„Við vonum það bezta,” sagði Jean-
Daniel rannsóknardómari I Vevey, „en
mögulegt er að likið finnist aldrei.” Að
sögn dómarans hafa engar alvarlegar
kröfur komið fram um lausnargjald frá
líkræningjunum. Fjöldi fólks hefur þó
hringt til lögreglunnar og sagzt hafa
líkið, en þaö hefur allt reynzt gabb þeg-
ar til hefur komið.
Ekkja Chaplin, Oona, fór frá Sviss,
skömmu eftir likránið og talið er að hún
dvelji i Bandarikjunum.
Þar sem engar kröfur hafa komið
fram um lausnargjald fyrir jarðneskar
leifar Chaplins, er talið líklegt að
likræningjarnir hafi grafið likið einhvers
staðar annars staðar, þar sem þeir hafa
talið að Chaplin ætti fremur að hvíla.
Fjöldi fólks heimsækir enn grafreit
þann sem Chaplin var grafinn í til þess
að leggja blóm við hina opnu gröf.
LAKER GRÆÐIR
—gróðinn í hálft ár380 milljónir
Fluglest Freddie Laker hélt upp á
sex mánaða starfsafmæli nú á
dögunum. I tilefni þess gaf Laker út
yfirlýsingu þar sem sagði að gróði flug-
félagsins fyrsta hálfa árið næmi einni
og hálfri millj. Bandaríkjadollara eða
380 milljónum íslenzkra króna. Þá var
einnig tilkynnt að frá og með morgun-
deginum 1. april yrðu flognar tvær
ferðir á dag á milli London og New
York.
Síðan flug Lakers á milli London og
New York hófst, hinn 26. september
sl„ hafa DC 10 breiðþotur félagsins
flutt 97.763 farþega yfir Atlantshafið
og nýting flugvélanna hefur verið
78.26% á þessu tímabili.
Við erum mjög ánægð með
árangurinn sagði talsmaður Laker
fyrirtækisins. „Þetta hálfa ár sem við
höfum starfað hafa nær allir, sem hafa
beðið um farmiða, fengið hann. Fólk
virðist kunna að meta það að geta
komið og keypt farmiða og farið rétt
eins og með lest eða strætó. Þetta hef-
ur gengið eins og við spáðum.”
H
Laker hefur skapað mikla upplausn
meðal annarra flugfélaga sem fljúga
yfir Atlantshafið með hinum ódýru far-
gjöldum sinum. Farþegar kaupa miða
eins og i lest eða strætisvagn og fara
síðan yfir hafið með Laker. Að sögn
Lakers hefur sjaldan komið fyrir að
neita þyrfti farþegum um far.