Dagblaðið - 31.03.1978, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978.
/
íslensk menning—eða hvað?
Maður að nafni Hannes Hólm-
steinn Gissurarson ritar grein i
Morgunblaðið þann 28. febrúar síðast-
liðinn undir yfirskriftinni „Álitamál”.
Þetta er langt frá því að vera í fyrsta
skipti sem Hannes geysist fram á rit-
völlinn. Af og til í vetur hafa hans kát-
broslegu skrif þakið hálfar eða heilar
síður i Morgunblaðinu. Ég hef lesið
þær af greinum hans sem ég hef náð í
og haft að ýmsu leyti gaman af. Fari
maður yfir greinarnar og striki með
marglitum pennum undir helstu rang-
túlkanir, sögulegan misskilning og eða
vanþekkingarvitleysur sem þar koma
fram, verður að verki loknu úr þessu
listaverk sem nálgast haustskrúð lauf-
skóganna að litadýrð.
Ekki hef ég fram að þessu talið
ástæðu til að svara greinum Hannesar
og hnekkja þeim augljósa misskilningi
sem hann gengur með um mikilvægi
sjálfs sín og skoðana sinna.
Að loknu áðurnefndu „afreki”
mannsins á þessu sviði fæ ég þó ekki
lengur orða bundist, kannski í og með
vegna þeirrar fyrirlitningar sem
Hannes sýnir með greininni hinum al-
menna lslendingi og þeim rótum sem
hann er vaxinn upp af.
Sá vafasami heiður
Ég ætla mér að leyfa mér þann
vafasama heiður að vitna á nokkrum
stöðum í umrædda grein og gera svo
við þær tilvitnanir athugasemdir. í
þeim hluta greinarinnar sem Hannes
kallar MARKAÐSKERFI OG TIL-
SKIPANIR segir orðrétt: „menning er
umfram allt BORGARALEG, hún
getur ekki þróast án borga”.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
heldur því með öðrum orðum fram að
engin menning hafi verið til, eða i það
minnsta engin þróun á menningu
orðio allt frá landnámi og til þess er
Reykjavík tók að verða sá sælustaður
sem hún er í dag að hans dómi.
Ritsmíðar Snorra Sturlusonar og
annarra fornsagnahöfunda eru sem
sagt að áliti Hannesar ekki framlag til
menningar. Þá er annálaritun, rímna-
kveðskapur og Lilja Eysteins Ásgrims-
sonar það ekki heldur, og mætti svo
lengi telja.
Er það óhugsandi?...
„Án borganna er frjáls þróun
einstaklingsins óhugsandi,” segir
Hannes í greininni og túlkar þar að
eigin sögn skoðanir höfuðskálds
þjóðarinnar, Halldórs Laxness.
Einhver hefði nú notað mildara
orðalag en óhugsandi (leturbreyting
höfundar) I þessu sambandi. Hannes
fer vitt yfir í ritsmíðum sinum og
vitnar óhræddur í verk skálda,
heimspekinga og hvers kyns hugsuða.
Allt skilur hann þetta betur en aðrir
hafa áður gert og verður því mjög á
einn veg útkoman.
Kaldhæðnislegt er það þegar
Hannes næst lýsir Skúla fógeta,
harðasta andstæðingi og höfuðóvini
þáverandi fulltrúa auðvalds og einka-
framtaks, danskra kaupmanna. Nú er
þessi dáði framkvæmdamaður, sem
drifa vildi þjóðina upp úr ánauðinni.
settur á bekk með riddurum ein-
staklingshyggjunnar og gróða-
brasksins. Ekki „fitnaði” Skúli
af umsvifum sínum eins og nú er titt,
enda kallaður til þeirra af hugsjón en
ekki af gróðaþrá.
Hvað er menning?
Eitt albesta sýnishornið af hugsana-
gangi Hannesar kemur fram í þeim
hluta greinarinnar hvar yfir stendur
TÓMAS GUÐMUNDSSON fyrsta
borgarskáldið. Þar segir: „borgaraleg
menning (og hvaða menning er til
önnur?) hvílir.” o.s.frv.
Sniðugt af Hannesi að varpa þessu
fram innan sviga, en fáránleg spurning
engu að síður frá manni vöxnum upp
úr hartnær ellefu hundruð ára
þjóðfélagi sveita og sjávarplássa.
Ekki þurftu þeir Guðmundur
Friðjónsson frá Sandi, Jón Trausti né
Þorgils gjallandi að leita til borganna
eftir söguefni. Þeir og ótalmargir fleiri
skópu listaverk um íslenskt mannlíf og
dýralíf til sjávar og sveita áður en
himnaríki Hannesar reis við sundin
blá. Haldi nú Hannes Hólmsteinn
Gissurarson þvi fram að þeirra verk
séu ekki menningarleg arfleifð gerir
hann það vonandi einn allra Islend-
inga.
Víst rennur
þar blóð
Hannes vitnar i Tómas sem kveður
svo fallega um höfnina. En borgir eru
meira en höfnin ein. Gæti Tómas eða
nokkur annar maður ort svo um t.d.
New York borg eins og hún er í dag?
Það mætti e.t.v. nota sömu orð en þau
fengju aðra merkingu. Vlst rennur þar
blóð sekra og saklausra og eitur-
spúandi umferðin flæðir þar með
feikna hraða fyllandi stræti og torg.
Það er einangrun einstaklings-
sálarinnar í mannhafi stórborganna
sem er að verða eitt erfiðasta sálræna
vandamál borgarsamfélaganna. I
augum friðelskandi manna eru
skuggahverfi sumra heimsborganna
nær því að vera helvíti á jörð en
himnaríki. Því skyldi enginn gleyma
að borgarlifið hefur líka sínar dökku
Kjallarinn
SteingrímurJ.
Sigfússon
hliðar og hin undursamlega borgara-
lega menning, sem Hannes hefur svo
mjög til skýjanna, er langt frá þvi að
vera gallalaus.
Borgin helga
Fróðleg þykja þá sjálfsagt mörgum
landsbyggðarmanninum þau orð sem
Hannes hefur um „byggðastefnu hags-
munahópanna i dreifbýlinu” eins og
það er víst orðað. Þaðaðþeirri óheilla-
vænlegu þróun, sem um langt skeið
olli röskun á byggðajafnvægi og lagði
jafnvel heil héruð i auðn, hefur nú
loksins verið snúið við er honum
greinilega þyrnir í augum.
Sú afstaða verður skiljanleg þegar
haft er i huga að við landsbyggðar-
menn erum að hans dómi menningar-
snauður lýður, ef marka má orð hans
um að menning þrifist ekki ann-
arstaðar en i borgum. Eina von
okkar er að sjálfsögðu sú að flytja til
borgarinnar „helgu” við sundin.
Eflaust munu Hannes og félagar hans
finna einhver ráð til öflunar okkar
daglega brauðs, þó af leggist við þetta
að mestu sjávarútvegur og land-
búnaður.
Það að vera
íslendingur
Einhver teldi sjálfsagt ástæðu til
fara nokkrum orðum um lofsöng
Hannesar yfir stjórn sjálfstæðismanna
á Reykjavikurborg, en það er innan-
sveitarpólitík Reykvikinga og geta
aðrir svarað því sem það stendur nær.
Broslegt er þegar hann kemst að þeirri
niðurstöðu að auðvitað sé stjórn sjálf-
stæðismanna ekki gallalaus en bætir
svo þegar við, til að öllu sé nú óhætt,
að mjög sé hún farsæl. Ekki veit ég
hvar Hannes sleit barnsskónum en
hafi borgarastéttin, sem hann sjálfur
vegsamar svo mjög, séð um uppeldið
verður það að kallast hans eigin
óheppni. Eða hvar skyldi annars
maðurinn hafa týnt svo gersamlega
tilfinningunni fyrir því hvað það er að
vera tslendingur og hvað íslensk
menning er.
Vissulega er hér til borgarmenning
en það er sem betur fer meira en ein
rúsína í kökunni. Borgarlifið og
menning borgarinnar er einungis
hluti af hinu margslungna íslenska
samfélagi. Vart mun svo
hreinræktaður reykviskur borgari
finnast, að hann sé ekki ættaður,
a.m.k. i aðra ættina, utan af landi i
annan eða þriðja lið og eigi skyldfólk
og vini í flestum sýslum. Eigi á annað
borð að fara að greina sundur hina
reykvisku borgarmenningu annarsveg-
ar og menningu þess sem eftir er af
landinu hinsvegar vil ég að til þess
verði fenginn maður sem sannað hefur
betur sagnfræðiþekkingu sína en
Hannes Hólmsteinn hefur gert.
Að gera sjátfum
sér þá sæmd
Ég geri það svo sannarlega ekki með
góðu, eins og einn sveitungi minn
sagði forðum, að svara slíkum skrifum
sem þessari grein Hannesar. En öllu
má ofbjóða og þegar staðhæfulausar
fullyrðingar og stórkarlaleg gífuryrði
reka hvað annað um íslenska menn-
ingu, íbúa landsbyggðarinnar og
s. frv. finnst mér ástæða til athafna.
Verður vart komist hjá, eins og Jónas
frá Hriflu orðaði það forðum, að
benda manninum nú á að gera sjálfum
sér þá sæmd að þegja.
„Hvað er sósíalistinn annað en mis-
heppnaður Hrói höttur?” spyr
Hannes. Auðvelt væri að svara þvi,
enda fáráðlega spurt, en gjalda mætti
liku likt og spyrja: Hvað er sá maður
sem skrifar sem Hannes annað en
miðlungi heppnaður trúður?
Steingrimur J. Sigfússon
Þistilfirði.
Fyrir nokkru var stofnað til
svonefndrar Kvikmyndahátíðar. Þeir
heiðursmenn, sem unnu að tilurð
hennar, þurfa ekki að kvarta um, að
hún hafi ekki vakið athygli alþjóðar,
þótt sú athygli hafi verið mjög
neikvæð, eins og ótal blaðagreinar og
ummæli sanna. Ég minni aðeins á
tvær blaðagreinar úr Morgunblaðinu.
Sú fyrri birtist 12. febrúar. Þar er stutt
samtal við Jónas Guðmundsson um
leikrit hans, Silfurbrúðkaupið. Orðrétt
úr greininni: Aðspurður sagði
höfundurinn, að þetta væri lítið
leikrit, sem vekti ekki mikla athygli,
þegar yfir stæði Kvikmyndahátíð, þvi
þarna væri ekki étið undan nokkrum
manni. Blaðið spyr um álit hans á
viðtökum fólks við kvikmyndahátíð.
Svar á þessa leið. „Nú á líklega að fara
að innleiða sömu skelfinguna í kvik-
myndum og gert hefir verið í bókum
undanfarin ár.”
Einn af forsvarsmönnum Kvik-
myndahátíðar sagði nýverið, að lista-
mennirnir ákvæðu sjálfir hvað væri
listaverk, en ekki lögreglan. En þetta
er hvort tveggja rangt, þvi að það er
þjóðin, sem hefir síðasta orðið um,
hvað lifir og deyr í listinni. Jón Leifs
sagði í útvarpserindi fyrir mörgum
árum eitthvað á þessa leið, að listin
væri lik óhreinsuðum gullsandi.
Gullsáldið væri almenningur, sem
skildi gullkornin úr. Listamennirnir
vissu ekki, hvort framleiðsla þeirra
lifði til frambúðar, þar skæri þjóðin úr.
Er unga fólkið
að vakna?
1 Morgunblaðinu 16. febrúar sl. er
greint frá samtökunum Ungt fólk með
hlutverk, þar sem klámumræður í
sjónvarpi 13. febrúar sl. eru teknar til
athugunar. Þar er sagt, að einn þátt-
takenda hafi talið sjálfsagt, að ekki
maetti takmarka á nokkurn hátt klám-
sýningar fyrir fullorðið fólk. Eitt-
hvað stóð það um, að sumir þeirra
sem fram komu i þættinum, virtust
mjög tvistigandi i þvi, hvort leyfa
skyldi klámeða ekki.
Það er ólíklegt, að þeir, sem standa
fyrir klámsýningum og klámbók-
menntum hér á landi, geri sér ekki
grein fyrir hinu stórkostlega niðurrifs-
starfi, sem þeir vinna. Þessi ófagra
starfsemi er aðeins einn liður i því að
.brjóta niður siðgæðisvitund
þjóðarinnar. Margar tegundir ólista,
aðrar en klám, vaða uppi hjá mörgum
listamönnum og svonefndum menn-
ingarstofnunum (sjónvarp, útvarp,
kvikmyndir, gargtónlist, klámsögu- og
klámblaðainnflutningur, myndlist,
sem enginn heilbrigður maður sér
neitt listrænt í). Það má furðulegt
teljast, að nokkur maður skuli geta
haft þess konar ólist i eða á húsum sin-
um. Það er ólíklegt, að þessi list verði
nokkúrn tima ofan á í gullsáldi
alþýðunnar.
Síðast i fyrrnefndri grein er bent á,
að engum sé leyfilegt að brjóta um-
ferðarreglur. Engum leyfist að gera
allt, sem honum dettur i hug. Það
*
Samningar um laun
Hvað er vitleysa? Það er hugtak
sem enginn hefur getað skilgreint til
fulls, og kannski er engin þörf á að
hugsa um slíkt, en ýmis atvik koma þó
fyrir á lífsleiðinni sem manni finnst
flokkast undir hugtakið vitleysa, og
undir það flokkast það efni sem hér
verður litillega vikið að, en það
eru launaflokkarnir sem nú er unnið
eftirá vinnumarkaðnum.
Samningar
Samningar um kaup og kjör hafa átt
sér stað frá alda öðli, en hafa tekið á
sig hinar ýmsu breytingar sem virðast
i fljótu bragöi virka bæði til góðs og til
hins verra. Nú hin síðustu ár hafa
kaupsamningar orðið æ flóknari með
hverju árinu sem líður og ef heldur
áfram sem nú horfir þá verða þeir
alveg óskiljanlegir venjulegum mönn-
um og jafnvel þeim spekingum sem þá
gera og þeir botna ekki neitt í þeim
sjálfir. Auðvitað getur þetta stafað af
þvi að það er alltaf verið að skipta
hlutum semekki eru til, og það hlýtur
að vera mjög vandasamt verk og þurfa
marga snillinga til, en þá vantar ekki í
okkar þjóðfélag í dag.
Fyrirtækin
Fyrirtæki eru enginn allsnægta-
brunnur sem hægt er að ausa úr, og til
þess að hægt sé að hagnast á rekstri
þurfa bæði starfsfólk og stjórnendur
algjörlega að leggjast á eitt og mun þá
fyrst eitthvað vera til skiptanna, eða
með öðrum orðum hægt að semja um.
Báðir áðurgreindir aðilar þurfa að
standa sem heilsteyptur veggur gagn-
vart þriðja aðilanum, en það er hið
opinbera, sem leggur dauðahendi á allt
sem lifi á að glæða og til hagsbóta
horfir og væri hægt að rökstyðja það á
margan hátt ef á þyrfti að halda.
Nægir að nefna þann aragrúa af
sköttum sem lagðir eru á alla hluti til
að halda kerfinu fljótandi, en kerfið
hefur búið til þá fáránlegu launataxta
sem nú verður vikið að og var tilefni
þessarar greinar.
Launataxtar
Hinir opin- eða hálfopinberu starfs-
menn sem setið hafa i sáttanefndum
ríkisins undanfarna áratugi hafa ekki
haft annað að gjöra en að finna út eitt-
hvert kerfisapparat um kaupstiga hins
almenna manns, svo vinnuveitandi
jafnt sem launþegi skilji ekki nokkurn
skapaðan hlut i þeim. Verða nú tekin
örfádæmi umslíkt.
Launataxtar eru orðnir svo margir í
þessu þéttriðna neti skipulagsins um
hvernig eigi að skipta hinum ósýnilega
arði, að launafólk ræður varla við að
notfæra sér þá, og þetta er svo hat-
rammt, að jafnvel þrautþjálfað fólk
sem vinnur við að reikna úr laun og
það sem þeim tilheyrir ruglast
hreinlega i þvi. Sem dæmi má nefna:
Fyrirtæki í þungaiðnaði hefur i
sinni þjónustu á verklega sviðinu
fjórar greinar starfsfólks, þær eru:
Verkstjórar, fagmenn, nemar og
aðstoðarmenn.
Þegar litið er í útgefna launataxta
Kjallarinn
Kristmundur
Sörlason
þessa fólks þá kemur eftirfarandi í Ijós:
Verkstjórar 16 taxtar, fagmenn 48
taxtar, nemar 16 taxtar og
aðstoðarmenn 15 taxtar. Þetta gerir
alls 95 taxta, svo koma ýmis aukagjöld
á þetta svo að þeir verða i kringum
136 talsins. Þetta segir nú ekki alla
söguna því upplýst er hjá V.S.Í., að
það séu í kringum 639 launataxtar hjá
landverkafólki og eitthvað á sjötta
hundrað hjá sjómannafélögunum.
Ef gengið er út frá þvi að reikna
þurfi út breytingar á launatöxtum 4
sinnum á ári þá mun þetta vera eitt-
hvað á fimmta þúsund þættir sem um
er að ræða yfir árið.
Það hlýtur hverjum manni að vera
ljóst að eitthvað er bogið við störf þess
fólks, sem vinnur að þessum málum,
og það hlýtur að vera kominn tími til
að athuga þetta gaumgæfilega.
Ef hugsaðer um þetta i samhengi og
sem hluta af stjórnkerfi fyrirtækja og
þjóðarinnar í heild, þá blasir við sú
hrikalega staðreynd, að það verður að
snúa við á þessari heljarbraut vit-
leysunnar.
Það hlýtur að vera brýnt verkefni
fyrir þá menn sem taka munu við
stjórnveli þessarar þjóðar eftir þær
kosningar sem i hönd fara að finna
þessum málum annan farveg.
Vonandi fær Stjórnmálaflokkurinn
að taka þátt i lagfæringu á þessu sviði
svo og öðrum álíka, því að það þarf
nýja menn í þessi störf. Þvi brostin
augu og bilaður kjarkur nægir ekki
þessari þjóð lengur.
Kristmundur Sörlason
iðnrekandi
___