Dagblaðið - 31.03.1978, Page 14

Dagblaðið - 31.03.1978, Page 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978. 14 '19 í> Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir ísland hafnaði í neðsta sæti tsland tapaði Gmmta leik sinum i forriðli Evrópukeppni unglingalandsliða i körfuknattleik, ósigur gegn Luxemburg i Ludwigshafen i gærkvöld — 92-89. Athyglin beindist öll að viðureign Belga og V- Þjóðverja. Tækist Þjóðverjum að sigra kæmust þeir áfram i úrslitakeppnina ásamt Belgum — á hag- stæðara stigahlutfalli en Pólverjar. Eftir venjulegan leiktima var staðan jöfn, 75-75, eftir hreint æðisgengna baráttu en V-Þjóðverjar náðu að vinna upp 10 stiga forustu Bclga frá leikhléi — þá var staðan 43-33. Þvi var framlengt og taugar hinna ungu Belga reyndust sterkari og sigur i höfn, 82-81 — naumara mátti það ekki vera. Pólverjar sigruðu síðan Portúgal 91-62 — en þá var Ijóst að með sigri kæmust þeir áfram. Luxemburg hafði yfir I leikhléi, 48-43, gegn íslandi og mjög slæmur kafli um miðjan siðari hálfleik gerði vonir tslands að engu en þá breyttu leikmenn Luxemburgar stöðunni i 79-59 — og endanleg úrslit ráðin þó tslandi tækist að saxa á forskot Luxemburg. Lokastaðan i V-Þýzkalandi varð: Belgfa 5 5 0 461—314 10 Pólland 5 4 1 400-318 8 V-Þýzkaland 5 3 2 470-297 6 Luxemburg 5 2 3 343—468 4 Portúgal 5 1 4 327—444 2 island 5 0 5 306—466 0 ÍBK mætir Blikunum suður með sjó Tveimur leikjum er nú lokið í Litlu bikarkeppninni, og eru það Akurnesingar, sem fengu að leika tvo leiki i marz vegna þátttöku sinnar i Meistarakeppni KSt, sem fer fram i apríl. Skagamenn sigruðu i báðum leikj- um sinum. Unnu þeir fyrst FH í Hafnarfirði með 3—1 og síðan It'ku þeir á heimavclli gegn Haukum og sigruðu 2—0. Hafa Akurnesingar því byrjað vörn bikarsins vel, en þeir eiga eftir að leika gegn Kefl- vfkingum og Breiðablik. Næstu leikir i Litlu bikarkeppninni fara fram á laugardaginn. Leika þá Haukar og FH f Hafnarfirði en i Keflavik leika heimamenn gegn Breiðablik. Báðir leikirnir hefjast kl. 14.00 og strax að þeim loknum mætast 1. flokkar félaganna, en þeir taka einnigþátt i mótinu. Niðurröðun leikja f Litlu bikarkeppninni i aprfl er þessi: Laugardagur l.aprfl Haukar — FH Keflavfk — Breiðablik Laugardagur 8. aprfl Akranes— Keflavfk Breiðablik — Haukar Laugardagur 15. aprfl Kcflavík - FH Laugardagur 22. aprfl FH - Breiðablik Haukar — Keflavfk Laugardagur 29. april Breiðablik — Akranes Allir leikirnir hefjast kl. 14.00. Landsflokka- glíman á sunnudag Landsflokkaglfman fer fram f Íþróttahúsi Kennara- háskóla Íslands sunnudaginn 2. aprfl og hefst kl. 2. Keppt verður f 6 flokkum og verða keppendur alls 30. Þeirra á meðal verða allir sterkustu gllmukappar landsins — sigurvegarinn frá sfðustu landsflokka- glfmu, Þingeyingurinn Pétur Ingvason. Þá Guðmundur Ólafsson er hafnaði i öðru sæti og einnig Ingi Ingvason er hafnaði f þriðja sæti — bróðir Péturs. Meistarar ÍA gegn Val Meistarakeppni KSt hefst nú um helgina — á morgun eigast við tslandsmeistarar t A og Bikarmeist- arar Vals uppi á Skaga og hefst leikurinn kl. 14.30. Þriðja liðið f keppninni eru Eyjamenn en ÍBV hafnaði i þriðja sæti f 1. deild siðastliðið sumar. Raunar átti leikur ÍA og Vals að fara fram á Mela- vellinum en var færður upp á Akranes þar sem ekki var alveg Ijóst hvort Melavöllurinn yrði til i tæka tfð. Unnið er af kappi við frágang Melavallarins — og samkvæmt leikjaskrá eiga Vfkingur og Fylkir að mætast í fyrsta leik Reykjavfkurmótsins á sunnudag. Ekki er alveg Ijóst hvort af leiknum verður — verði völlurinn ekki til í tæka tið verður honum frestað. — ÍS sigraðií bikarkeppniKKI eftirsigurá Val87-83. Eftiráraradir við toppinn landaði ÍS loks titli Bikarínn til Stúdenta Haukar sex stigum en Vfkingur fæstum stigum f 1. deild — fimm stigum. Það verður þvi hart barizt i Höllinni á sunnudagskvöld. Haukar hafa komið mjög á óvart i vetur með skemmtilegumi ferskum leik. Þar er aðal áherzla lögð á línuspil — og þeir Andrés Kristjánsson og Ingimar Haraldsson verið drjúgir á línunni. Þá hefur Elias Jónasson stjórn- að öllu spili Hauka eins og herforingi — en aðalskýringin á velgengni Hauka er þó frábær markvarzla Gunnars Einars- sonar. Islenzki landsliðsmarkvörðurinn hefur sýnt snilldartakta í marki Hauka — bókstaflega fært liðinu með eigin hendi dýrmæt stig. Ekkert lið hefur á að skipa jafn- mörgum landsliðsmönnum og Vikingur — en ekkert lið hefur orðið fyrir jafn miklum skakkaföllum og Víkingur í vetur. Aðalskytta liðsins, Ólafur Einars- son, meiddist í Danmörku og verður ekkki meir með í vetur. Þá hefur Krist- ján Sigmundsson, landsliðsmarkvörður Víkings verið frá um langan tíma — kom inn gegn FH í Hafnarfirði. Suður i Hafnarfirði var Víkingur án Þorbergs Aðalsteinssonar en breidd Víkinga er gífurleg. Þess vegna er Víkingur nú með í baráttunni um Íslandsmeistaratign. Þar eru traustir leikmenn og leikreyndir. Björgvin Björgvinsson og Árni Indriða- son, sterkir línumenn. Páll Björgvinsson hefur stjórnað spili liðsins — og Viggó Sigurðsson, þó mistækur sé, ákaflega vaxandi leikmaður. Þorbergur Aðal- steinsson hefur ekki náð sér fyllilega á strik eftir HM — en Víkingar hafa á að skipa traustu liði. Fyrir HM — fyrst í haust — virkaði Víkingur sem yfir- burðalið í 1. deild, önnur lið komust ekki með tærnar þar sem Víkingur hafði hæl- ana. Meiðslin hafa hins vegar sett strik í reikninginn — spennan í íslandsmótinu er nú í hámarki. Síðari leikurinn í Höll- inni á sunnudag er viðureign Vals og ÍR. Staðan i 1. deild er nú: Haukar 11 6 4 1 228—195 16 Víkingur 10 6 3 1 217—183 15 Valur 10 5 2 3 203-137 12 FH 11 5 2 4 228-232 12 iR 10 3 3 4 197—195 9 Fram 113 3 5 228—259 9 KR 10 2 2 6 205-216 6 Ármann 11 2 1 8 103—242 5 Iraklis Salonika, Grikklandi, sigrað Bayern Miinchen 3-1 f knattspyrnuleik Salonika í gær. Áhorfendur 30 þúsum og Gerd Miiller skoraði eina marl Bayern og jafnaöi f 1-1 á 66. mín. KA og FH á Akureyri Tveir leikir fara fram í Bikarkeppni HSÍ nú um helgina — báðir á Akureyri. KA fær góða gesti — bikarmeistara FH og fer leikurinn fram í íþróttaskemmunni f kvöld. Það verður vissulega fróðlegt að sjá viðureign KA og FH. KA hefur nú um nokkur ár verið á þröskuldi 1. deild- ar án þess þó að hafa náð þvi takmarki. FH á hinn bóginn hefur baðað sig i Ijóma stórra og sætra sigra — síðast í vor er leið er bikarinn hafnaði i höndum Hafn- firöinganna. Á morgun eigast við i Bikarnum Þór og Þróttur úr Reykjavík — og fyrirfram má búast við jöfnum og spennandi leik. Hver veit nema Akureyri eignist tvo fulltrúa i undanúrslitum Bikarsins, já, hver veit. Baráttan um tslandsmeistaratign i ár f handknattleik er ákaflega hörð — fjögur lið eiga möguleika á titlinum þó mögu- leikar Hauka og Víkings séu þar stærst- ir. Einmitt þessi tvö lið — Haukar og Vfkingur — mætast f Laugardalshöll á sunnudagskvöldið i uppgjörí toppliða. Sigurvegarinn stendur á þröskuldi tslandsmeistaratignar. Jafntefli gefur Val möguleika en Íslandsmeistarar Vals hafa tapað átta stigum, FH tfu stigum, Gunnar Einarsson — stórgóð mark- varzla hans hefur fært Hauka á toppinn. Hart barizt — Jón Héðinsson reynir körfuskot en þeir Torfi Magnússonog Þráinn Hafsteinsson sterkir til varnar. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Spánn sigraði Noreg 3—0 i landsleik i knattspyrnu i Gijon á Spáni í gær. Guini skoraði tvö af mörkum Spánar — Villar það þríðja. Áhorfendur voru 30 þúsund þó svo marga af beztu leikmönnum Spánar vantaði. Uppgjör toppliða hins vegar kom Dunbar aftur inná — og eins og hendi væri veifað náðu stúdentar forustu þegar — skoruðu næstu sex stig í röð. Valsmenn neituðu að gefast upp — jöfnuðu 79-79 og aðeins þrjár mín- útur til leiksloka. Dunbar og félagar höfðu ekki sagt sitt síðasta orð — næstu sex stig voru þeirra eftir að Valsmenn höfðu farið mjög illa með upplögð tæki- færi, hreint ótúlega góð tækifæri. Síðustu mínúturnar var stúdenta að halda knettinum — Valsmenn gengu á lagið og minnkuðu muninn í 85-83 en Bjarni Gunnar átti síðasta orðið, sigur ÍS í höfn. Þeir fögnuðu innilega — Bikarinn til ÍS. Stúdentar voru. vel að sigrinum komnir — undir stjórn Dirk Dunbar og styrkri stjórn Birgis Arnar Birgis á bekknum var lið:ð heilsteypt. Hitt er annað — framtaksleysi stúdenta er Dun- bar var ekki inná, það hlýtur að vera umhugsunarefni. Dunbar var yfirburða- maður í liði ÍS — en Sveinn Sveinsson átti mjög góðan leik. Þeir Jón Héðinsson og Bjarni Gunnar Sveinsson drjúgir — sér í lagi var Jón Héðinsson sterkur í sókninni er á leikinn leið. Rick Hockenos er í liði Vals — rétt eins og Dunbar í liði ÍS — yfirburða- maður. Allt spil snýst um þennan snjalla leikmann. Torfi Magnússon var og sterkur, svo og Kristján Ágústsson. Hjá ÍS skoraði Dirk Dunbar 27 stig, Steinn 22, Jón Héðinsson 19, Bjarni Gunnar 11. Rick Hockenos skoraði 31 stig fyrir Val, Torfi 21 og Kristján Ágústsson 15 stig. Leikinn dæmdu þeir Þráinn Skúlason og Erlendur Eysteinsson. H Halls. Verzló sigurvegari í Albertsmótinu Dirk Dunbar tolleraöur — maðurinn á bak við sigur IS hylltur af félögum sinum. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Páll Björgvinsson — skoraði 10 mörk gegn Gunnari i Hafnarfirði 1 jafntefli Hauka og Vikings þá — hvað gerist á sunnudag? — sigraði MH 5-0 í úrslitum Fyrsta innanhússknattspyrnumótið á milli skólanna á menntaskólastigi hér á Stór-Reykjavfkursvæðinu var haldið dagana 8. og 15. marz. Þeir skólar er þátt tóku í móti þessu voru eftirtaldir: Verzlunarskóli tslands (Vt), Mennta- skóiarnir hér á Stór-Reykjavikur- svæðinu, þ.e. MR, MH, MS og MK, Fjölbrautaskólinn f Breiðholti (FB) og Ármúlaskólinn. Mót þetta fór nú, sem fyrr sagði, fram í fyrsta skipti og var ákveðið að veita þeim skóla er sigraði í mótinu vegleg verðlaun. Albert Guðmundsson, alþingismaður, var svo veinveittur að gefa okkur glæsilegan bikar til mótsins og var mótinu þvi gefið nafn samkvæmt því og nefnt Albertsmótið. Skólunum sjö var skipt í tvo riðla og varð útkoman sú að MR, MH og Ár- múlaskólinn lentu saman i öðrum riðlin- um en VÍ, MS, MK og FB í hinum riðlinum. Þann 8. marz fór riðlakeppnin fram og var leikið samtimis á tveimur stöðum, í íþróttahöllinni í Laugardal og í KR húsinu. í íþróttahöllinni i Laugar- dal urðu úrslitin eftirfarandi: Ármúlaskóli-MR 4—2 MH-Ármúlaskóli 3—2 MH-MR 6—3 Menntaskólinn í Hamrahlið bar því sigur úr býtum úr þessum riðli. 1 KR- húsinu urðu úrslitin þessi: VÍ-FB 7-2 MK-MS 3-6 MK-VÍ 5-3 MS-FB 6—4 VÍ-MS 4-0 FB-MK 4-2 Verzlunarskólinn bar hér sigur úr býtum, hlaut hagstæðara markahlutfall heldur en Menntaskólinn við Sund. Þá var komið að úrslitaleik þessa móts og áttust þar við Verzlunarskóli íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Leikur þessi fór fram í KR húsinu þann 15. marz. í upphafi leiksins var augljósí mál að báðir skólar voru ákveðnir að berjást til þrautar. Strax í upphafi náðu VÍ- piltarnir forystunni með góðu marki og var staðan því orðin 1—0 Vt í vil. Er f. hálfleikur var rúml. hálfnaður fékk VÍ vitaspyrnu sem skorað var af öryggi úr. Verzlunarskólinn bætti síðan við einu marki fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var þvi 3—0 fyrir Verzlunarskólann. t síðari hálfleik var hið sama uppi á teningnum. VÍ hélt áfram að bæta við markatölu sína og er flautað var til leiksloka hafði VÍ skorað fimm mörk en MH komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Vt og var því án marka í þessum leik. Verzlunarskólinn sigraði því örugglega í þessum leik með 5-0 Verzlunarskólinn sigraði þvi í fyrsta Albertsmótinu í innanhússknattspyrnu, Menntaskólinn við Hamrahlíð hafnaði í öðru sæti og Menntaskólinn við Sund i þriðja sæti. íþróttir og Víkings í Höllinni —Baráttan í íslandsmótinu í handknattleik í algleymingi. Sigurvegarínn á þröskuldi íslandsmeistaratignar Loksins, loksins tókst tS að vinna til æðstu verðlauna í körfuknattleik — i gærkvöld tókst tS að vinna langþráðan sigur i Bikarkeppni KKt, sigur gegn Val i Laugardalshöll að viðstöddum um 700 áhorfendum, 87-83. Fyrsti sigur tS siðan 1959 er félaginu tókst að skjótast inn milli risa ÍR og KR og hreppa tslands- meistaratign. Já.'stúdentar unnu sigur, sætan sigur eftir að hafa svo oft siöustu árin verið meðal sterkustu liða i körfuknattleik án þess að ná að hreppa íslandsmeistara- tign, Bikarinn — hvað þá Reykjavíkur- meistaratitil. Því var innileg gleði stúd- enta skiljanleg í lok leiksins er þeir hlupu í röð í hring með bikarinn, veifandi — loksins hafði ÍS tekizt að sigra. Stúdentar þurftu sannarlega að hafa fyrir sigri sinum i gærkvöld gegn sterku liði Vals. Það var hart barizt frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu — þegar aðeins þrjár mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn, 79-79, en á einni mínútu tókst ÍS að snúa Valsmenn af sér — skoraði sex stig gegn engu stigi Vals- manna, og staðan breyttist í 85-79. Sigurinn í höfn þó Valsmenn hafi náð að minnka muninn í 85-83 með miklu harð- fyigi- Leikur ÍS og Vals var uppgjör Dirk Dunbar og Rick Hockenos — hvorásína vísu mjög góður körfuknattleiksmaður. Dæmalaus hittni Dunbar, hann nánast gat hitt körfuna hvaðan sem var og langt utan af velli. Leikni hans með knöttinn þar sem hann lék iðulega lag- lega á leikmenn Vals — gaf siðan á sam- herja, nánast frían undir körfunni. Þá Hauka var eftirleikurinn auðveldur og áhorf- endum var skemmt. Rick Hockenos er| ákaflega sterkur leikmaður, bæði í vörn og sókn. Ófá fráköstin hirti Hockenos — og hann skoraði margar laglegar körfur | eftir skemmtilegan einleik En Hockenos | náði ekki sama takti, sama samspili við leikmenn sina og Dunbar við stúdenta. Það reið baggamuninn í gærkvöld — þess vegna sigraði Dirk Dunbar í einvig- inu í Laugardalshöll. Þess vegna hrepptu stúdentar bikarinn. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti — komust í 6-0 og áhangendur þeira voru með á nótunum. En stúdent- ar náðu að jafna, 10-10, og komast siðan yfir, 26-18. Stúdentar voru þá nánast einráðir um fráköst og hittni Valsmanna slæm. Mestur varð munurinn 12 stig á | 15. minútu fyrri hálfleiks. Dirk Dunbar iátti þá snilldarleik, fataðist vart skot, nánast sama hvar á vellinum hann var auk þess að hann átti frábærar send- ingar á samherja er gáfu stig. Þá var Steinn Sveinsson mjög drjúgur skoraði grimmt og i leikhléi hafði hann skoraði 16 stig, mörg af miklu harðfylgi. Staðan í leikhléi var 49-43 ÍS í vil. Valsmenn byrjuðu síðari hálfleik af miklum eldmóði — og eftir aðeins 4 minútur höfðu þeir náð forustu, 56-55. Næstu minútu skiptust liðin á forustu — og á 7. mínútu fékk Dunbar sina fjórðu villu og ÍS virtist í vandræðum. Dunbar fór útaf skömmu síðar — þá höfðu stúd- entar fjögurra stiga forustu, 66-62. Þá sannaðist hve stúdentar eru í raun háðir þessum snjalla leikmanni — nánast ó- sjálfbjarga. Panik greip um sig, nánast, vonlaus skot reynd — enginn til að taka stjórnina. Valsmenn náðu á skömmum tíma þriggja stiga forustu — 71-68. Þá Sigurður Haraldsson veröur I sviösljósinu á meistaramótinu i hefur þrjá meistaratitla að verja. hann Sigurður ver þrjá titla —á meistaramótinu í badminton um helgina—góð þátttaka Meistaramót Islands í badminton fer fram nú um helgina — og þá verður Sigurður Haraidsson, þrefaldur tslands- meistari frá siðasta meistaramóti, i sviðsljósinu. Hann hefur mikið að verja, þrjá meistaratitla. Þátttaka i mótinu er með ágætum, 103 keppendur — eitt fjöl- mennasta meistaramót frá upphafi. Keppendur verða frá átta félögum, TBR, KR, Víkingi, Val, tA, BH, TBS og Gerplu. Það verður eflaust hart barizt — margt ungra badmintonleikara sækir nú að eldri köppum. Þannig má búast við að Reykjavíkurmeistarinn, hinn ungi Jóhann Kjartansson, verði Sigurði Haraldssyni skeinuhættur í einliðaleiknum. Þá koma nöfn eins og Sigurður Kolbeinsson og Broddi Kristjánsson í hugann en Broddi hefur sýnt miklar framfarir og varð þrefaldur meistari á unglingameistaramótinu. Þá vekur keppnin í einliðaleik kvenna athygli og spurningin er hvort óslitin sigurganga Lovísu Sigurðardóttur haldi áfram eða verði rofin. Lovisa vann titilinn í einliðaleik fyrst 1961. Tekst henni að halda titlinum eða tekst Kristinu Magnúsdóttur, núverandi Reykjavíkurmeistara, að binda enda á veldi Lovísu? Júdó í íþrótta- húsi KHÍ Næstkomandi sunnudag, 2. apríl, verður haldið júdómót í iþróttahúsi Kennaraháskólans þar sem keppa júiníorar á aldrinum 18-20 ára og einnig verður keppt í flokkum drengja 11-14 ára. 1 júníorflokknum verður skipt i þyngdarflokka eftir því sem fjöldi keppenda gefur tilefni til. Mót ungu drengjanna er hið þriðja í röðinni á þessum vetri, og hefur þátttaka verið geysimikil. Hefur jafnan orðið að hafa forkeppni, og er það einnig fyrir- hugað nú á laugardaginn. Keppnin hefst í íþróttahúsi Kennara- háskólans kl. 2 s.d. Sigurlið Verzlunarskólans, aftari röð frá vinstri Gunnar Kristjánsson, Olafur Ólafs- son, Guðmundur Kjartansson og Þorsteinn Ólafsson. Fremi röð — Magnús Teitsson, Snorri Gissurarson og Hannes Eyvindsson. Mynd — Hlöðver Þorsteinsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.