Dagblaðið - 31.03.1978, Qupperneq 16

Dagblaðið - 31.03.1978, Qupperneq 16
20 /* DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978. Odípús á íslenzku Bók menntir KRISTJÁN ÁRNASON ödipús konungur aftir S6f ókles. Isianzk þýðing Helga H&tfdanarsonar. Mél og manning 1978. Undarlegt má þaö teljast, þegar litið er á öll þau kynstur af skáldsögum og ljóðum sem hér eru látin á þrykk út ganga á ári hverju, hve litið er aftur gert af því að gefa út leikrit, og raunar fremur hallaerislegt, að hér á landi skuli ekki fáanleg á prenti verk höf- unda eins og Ibsens, Strindbergs, Tsjé- koffs og Brechts nema helzt á ensku, þótt mjög svo frambærilegar þýðingar á verkum eftir þessa menn hafi verið gerðar á íslenzku. Það er engu líkara en hlutaöeigandi aðilum hafi aldrei dottið það i hug, að þaö megi hafa gaman af leikritum öðruvisi en að sjá þau eða heyra þau leikin, en það er að sjálfsögðu mesti misskilningur, og ein- mitt um þau leikverk sem mest skáld- skapargildi hafa gildir það, aö betra er fyrir þann sem hefur smávegis ímyndunarafl „to act the play himself in the theatre of his own mind”, eins og einhver komst að orði, en að horfa á klúðurslega leiksýningu, þar^Lm kannski leikari er látinn gera leikfimi- æfingar um leið og hann fer með mjög svo spaklegan texta og meira er gert til að draga athyglina að frumleika leik- stjórans en því sem höfundur er að burðast við að segja með verkinu, — eða þar sem menn verða að þola þá raun, svo vitnað sé I hina ódauðlegu ræðu Hamlets yfir leikurunum, að heyra „einn hrikalegan lokkaláng vera aö sundurslíta sárar tilfinningar, tæta þær til agna, til að skera með því að innan eyrun bakbekkja-rílsins, sem sjaldan er fær um að skilja annað en skvaldur og skrípalæti.” (Þýð. M.J.). Það skal tekið fram, að hiö ofan- sagða á engan veginn við um hina óvenju vönduðu sýningu Þjóðleik- hússins á ödípúsi konungi, sem er sjaldgæfur vottur þess, að leikhús okk- ar séu fær um að flytja harmleiki. Og, sjá, nú er ödípús meira að segja kominn út á prenti, og má þá segja, að farinn sé að vænkast hagur klassískra verka á íslandi, ef jafnvel bókaútgef- endur vita af því, að þau eru til. „Hætt get ég ekki: sannleikann skal leiða í Ijós" Það vill raunar svo til, að harm- leikurinn um ödípús konung er ein- mitt nefndur I gömlu riti um skáld- skaparlist sem dæmi þess, að harm- leiks megi njóta með lestri ekki síður en með því að horfa á hann á leik- sviði: það sem gerist I verkinu sé þess eðlis, að hárin geti risið á höfði manns við það eitt að heyra frá því hermt. Bezt er því sennilega að vera ekkert að hrella menn með því hér að rekja fyrir þeim þá sorgarsögu eða að reyna að túlka hana á annan hátt en þann, að ödípús má framar öðru teljast hetja og píslarvottur sannleikans, þessa hvimleiöa fyrirbrigðis, sem mörgum mundi þykja bezt niður kominn lengst ofan i kjallara, á stað sem enginn er líklegur til að álpast til aö finna, þannig að menn þurfi lítt að óttast það að verða ónáðaðir I sinni lífslygi. En þetta hefur bara ekki verið eins auð- velt I henni Þebu I gamla daga og það er orðiö nútildags hér um slóðir, þvi hinir fornu guðir Grikklands höfðu þá árátttu að vera með nefið niðrí i öllu og linntu oft ekki látum fyrr en það var afhjúpað sem betur hefði mátt kyrrt liggja og betur hefði mátt sveipast hulu þagnar eins og bankareikningar tslendinga erlendis. Ó, hjónabönd! Um þýðanda verksins gildir orðið Sófókks það sama og um höfundinn, að það fer að verða meira en óþarft að hengja á hann sveig, en því ber þó ekki að leyna, að þetta verk gefur enn fremur tilefni til sliks en fyrri leikritaþýðingar hans, þvi hún er lausari við allt sem heitir flúr og nær óvenjumiklum þétt- leika og tærleika hins talaða orðs. Raunar virðist Helgi betur I essinu sínu þegar hann þýðir Sófókles en þegar hann þýðir Shakespeare, þar sem ljóðræn kliðmýkt þýðandans hæfir síður gustmeira og hrjúfara tungutaki hins síðarnefnda. Þetta sýnir, að allt er ekki undir því komið að þýða úr frummáli, en það segir sig hins vegar sjálft, að meiri hætta hlýtur að vera á því en ella að þýðandi fjar- lægist „rétta” merkingu frumtextans og hugblæ, ef svo er ekki gert. Hefði Helgi til að mynda þýtt Antígónu úr frummáli, er eicki víst að hann hefði I þýðingu sinni á hinu mikilvæga orði deinos í kórsöngnum fræga um mann- inn fylgt eldri þýðingum islenzkum á þeim kórsöng, þar sem orðið er þýtt með „undur” og „dásemd”, því merk- ing þess felst I rauninni miklu fremur I orðunum: geigvænlegur, óghvekjandi, máttugur, slyngur, enda er orðið notað þar um þá tvifættu dýrategund, mannskepnuna, og þaö síður en svo í anda neinnar manndýrkunar eða mannhyggju. Eins má að þvi finna, að I ödipúsi skuli ekki fylgt frumtextans hljóðan I hinu sterka kalli ödípúsar siðast I leiknum: ó, gamoi, gamoi, sem út- leggst bókstaflega „Ó, hjónabönd, hjónaböndl”, en hljóðar í þýðingu Helga: „Ó, hvílikt hjónaband!” Fleir- talan, sem á frummálinu er fylgt eftir I framhaldinu, kemur að vísu á óvart, en gefur þessu kalli þeim mun víðari skírskotun, svo viða, að harðgift ís- lenzkt barnafólk gæti jafnvel rankað við sér i sætum sínum og spurt sjálft sig, hvers vegna í ósköpunum þaö sé að fæða börn inn I þennan heim, þvi vera má, að eitthvað sé til I þeim orðum, er kórinn hafði áður mælt: Dauölegra manna marklaust líf met ég sem skuggann af ekki neinu. Hverjum fékk auönan í aöra hönd annaö en sýndar-gengi sem brunniö erútfyrr en að er gáö eins og roðinn á kvöldsins himni? Kristján Árnason 1X2 1X2 1X2 í Verzlun Verzlun Verzlun ) 30. leikvika — leikir 25. marz 1978. Yinningsröð: 1X2 — 12X — 21X — 1 2 1 1. vinningur: 11 réttir — kr. 91.500.- 200 (Akranes) 5282+ 9351 (Rvk) 32003 (Rvk) 32657 (Rvk) 34192 (Mfsv) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 4.400.- 1182 7545 30007 31575 + 32791 34264 40651 1469 7622 30152 31576+ 32927+ 34305 40966 2006 7889 30632 32132 33281 34403 41169 6702 8171 30668 32198 33333 40253 41242 6743 8231 31077 32282 33361 40352 54687 7081 8277 31435 + 32545 33909 40398 7179 9374 31467 + 32667 34102 40489 +nafnlaus 7469 9766 31496 32762 34165 40503 Kærufrestur er til 17. april kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrif- lcgar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafh og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK A S A litsjónvarpstæki og rósaviður Mjög reynsla og 26”, hnota A myndlampi. Yfir 30 ára &Co Suðurtandabraut 10 R. Simi 81180. DRÁTTARBEiZLI — KERRUR Vorum að taka upp 10" tommu hjólastall fyrír Combi Camp og fleiri tjaldvagna. Höfum á lager allar staerAir af hjolastellum og alla hluti i kerrur. sömuleiflis allar gerAir af kerrum og vögnum. ÞÓRARINN KRISTINSSON Klapparstíg 8. Simi 28616 (Heima 72087) Ferguson litsjónvarps- tækin. Ameriskir inn- línumyndlampar. Amer- ískir transistora*- og díóður. ORRI HJALTASON Hagamel 8, sfmi 16139. Húsbyggjendur, byggingaverktakar: Eigum á lager milliveggjaplötur úr gjalli. Stærð 50 x 50 cm. Athugið verð og greiðslu- skilmála. Loftorka sfI Dalshrauni 8 Hafnarfirði, simi 50877. Tilvalinn stóll til fermingargjafa. Framleiðandi: Stáliðjan Kópavogi KRÓM HÚSGÖGN Smiðjuvegi 5. Kópavogi. Simi 43211 G.G. Innrömmun Grensásvegi 50, simi 35163, opM) fré kl. 11-6. ÁOur Njólsgötu 106. Tökum allt til innrömmunar og aðstoðum við ramma- val. Strekkjum á blindramma. Gott úrval af útlendum og innlendum rammalistum. Höfum einnig matt gler og glært gler. Póstsendum um land allt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.