Dagblaðið - 31.03.1978, Qupperneq 24
28
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31.MARZ 1978.
Ameríkubréf: r r r
Ein PRÓSENTIBUANNA OHLYÐN-
AST OG ALLT FER ÚR SKORÐUM
Hvers vegna kunna stórborgarbúar ekki að haga sérístérhríð og kolófærð?
viðurkenna jafnframt að það var kann-
ski svolítið erfitt.
Það eru ekki einungis Evrópubúar
sem hugsa svona. lbúar í Buffaló, New
York eða Duluth Minnesota, sem sjá sex
metra háa skafla á lóðum sínum, hlæja
að þessum vesalingum í heimsborginni
sem láta hálfsannars metra skafla koma
sér úr jafnvægi. Uppi í Berkshire í Nýja
Englandi þýðir snjókoma ýmislegt
skemmtilegt. Fólkið stekkur fram úr ból-
unum, tekur fjallabilinn sinn úr bíl-
skúrnum og drífur sig á skíði. Fréttir úr
borgum eins og Boston og New York
fullvissa aðra um að „stórborgirnar séu
einungis fyrir þá sem eru svo vitlausir að
vilja búa þar.”
daglega íbúatala allt að 11,5 milljónir
manna, þótt ekki sé gott að geta sér til
nákvæmlega um rétta tölu.
Kostir og lestir
stórborgarinnar
Þegar veðrið er gott könnumst við
flest við bæði kosti og lesti stórborgar-
innar. Þar er hægt að kaupa allt sem
hugurinn girnist, komast á milli staða í
yfirfullum neðanjarðarlestum, velja á
milli átján þúsund véitingastaða til að fá
sér í svanginn þar sem á boðstólum er
gífurlegt úrval bæði af réttum og á mis-
munandi verði, — og umferðarvanda-
málin virðast vera endalaus.
Lítil vandamál
Hundahald er ekki bannað i Bandarikjunum og þrátt fýrir ófsrð verður að fara út
með dýrin.Það getur stundum verið erfitt þegar mikið snjóar. DB-myndir Jay X.
Vicens.
Póstmenn lenda einnig oft i vandræðum þegar snjóþungt er. Það er lika staðreynd að
allt póstkerfið i Bandarikjunum fór úr skorðum i snjókomunni miklu á dögunum.
á litlum stöðum
Hvað gerist þegar snjóar? Stamford (í
Connecticut) sem hefur 100 þúsund íbúa
sem búa á 50 fermílna svæði á við ann-
ars konar „snjó-vandamál” að búa en
heimasveit mín, Litchfield (einnig í
Connecticut), en þar eru 9 þúsund íbúar
á 200 fermílna svæði. íbúi í Litchfield
bendir á að hann búi í Berkshire fjalla-
héraði sem standi 500 metrum hærra
yfir sjávarmáli en New Yorkborgarbú-
inn. Á „mildum” vetri er snjódýptin yfir-
leitt einn og hálfur metri að meðaltali.
Þar að auki og þrátt fyrir viðáttuna
eru ýmsir vegir sem hægt er að velja um
að aka eftir og þó nokkrar ár sem geta
tekið við leysingavatninu þegar fer að
vora. Viðáttan gerir það einnig að verk-
um að hægt er að halda öllu gangandi
með lítilsháttar snjómokstri og sand-
austri.
Allir þekkja alla og ef þú lendir í
vandræðum með bílinn þinn eða de;ttur
á hálkunni eru ótal hendur á lofti til þess
að hjáfpa þér. Þegar einhver af íbúunum
leggur í hann án þess að hafa útbúið bíl-
inn sinn nægilega vel til vetraraksturs og
það eru alltaf til fáeinir sem eru fyrir-
hyggjulausir, skapast engin teljandi
vandræði, því þeir eru fáir og auðvelt að
koma þeim til aðstoðar. En þrátt fyrir
þetta, detta alltaf einhverjir og meiða
sig, þrátt fyrir milda vetur og einhver
situr fastur á bilnum sínum I ófærð.
Stór vandamál
á stórum stöðum
En hvað gerist í New Yorkborg. Þar
er það fjöldinn sem er mest áberandi. Ef
við gerum ráð fyrir að 99% íbúanna
lendi ekki í neinum vandræðum vegna
snjókomunnar, detti og slasi sig á hálk-
unni eða þurfi á sjúkrahjálp að halda
vegna hjartaáfalls o.s.frv.
Island og New York og það reynist oft
geysilega mikið starf.
Fjórir bílar stoppa
alla umferð á
hraðbrautinni
Hvað þarf marga bila til þess að
stoppa alla umferð á hraðbrautinni? Á
fjögurra akreina vegi þarf nákvæmlega
fjóra bíla. Mjög einfalt. Ef við tökum
enn dæmi frá vinum okkar úr eina pró-
sentinu og nokkrir bílar þeirra lenda
saman á Van Wyck hraðbrautinni sem
liggur út til Queens og Kennedy flugvall-
ar. Björgunarfólk á í erfiðleikum með að
komast leiðar sinnar vegna þess að aðrir
bílar sem einnig tilheyra eina prósentinu
komast ekki leiðar sinnar og enginn
skilur af hverju það gengur svo seint að
komast heim. Allir eru að flýta sér heim
til þess að horfa á sjónvarpið. Einhver
bílsljórinn verður ofsareiður og rýkur út
úr bíl sínum til þess að formæla um-
ferðartöfinni. Honum skrikar fótur og
hann brýtur á sér hausinn. Nú er enn
meiri vandi á höndum, því nú þurfum
við líka á sjúkrabíl að halda. Hann er
svo sem ekki langt undan, ekki nema
svona tvær mílur. En það getur tekið
marga klukkutíma að komast að hinum
slasaða á hraðbrautinni þar sem fjöldi
bíla þeirra sem tilheyra eina prósentinu
sitja fastir.
Hvað gerist svo á flugvellinum?
Stjórn Kennedyflugvallar horfir með
skelfingu á vandann þegar þúsundir
manna hrúgast upp á vellinum. Alla
þarf að fæða, hýsa og róa. Hundruð
flugvéla koma og fara daglega og erfið-
leikamir hrúgast upp. Flugvallarstjórnin
"tekur þá ákvörðun að loka hreinlega
vellinum. Að visu veldur það miklum
óþægindum en sparar þó önnur óþæg-
indi. Þetta getur eina prósentið alls ekki
skilið.
Litlu f lugvellirnir
opnir
Ef þú værir í Litchfield gætirðu flogið
til og frá Johnny Kay flugvelli án nokk-
urra teljandi erfiðleika. Eina vandamálið
er að sá flugvöllur er svo lítill að hann
getur ekki tekið á móti stóru þotunum.
Það geta heldur ekki flugvellirnir í West-
chester, Ansonia, Simsbury, Bridgeport
o.s.frv. En þeir eru allir opnir og hægt að
fljúga þangað og þaðan á litlum flugvél-
um.
Með sígarettur
og Lindusúkkulaði
Við þekkjum öll persónulega einhvern
sem tilheyrir þessu eina prósenti. Þegar
borgaryfirvöld gefa út tilkynningu um
að allir séu beðnir að halda sig innan-
dyra litur vinur okkur út um gluggann á
snjóinn. Þá man hann eftir því að hafa
einhverntima gengið frá Akureyri til
Reykjavíkur í stórhrið með pakka af
sígarettum og Lindusúkkulaði í vasan-
um. „Bannsettar skræfur, hvað eru
mennirnir að tala um,” hugsar hann
með sér.
Svona bregzt þessi vinur okkar við í
hvert skipti sem stórhríð skellur á. En
einhverntíma kemur að þvi að einmitt
hann eða hún dettur á hálkunni fyrir
framan Rockefeller Center og meiðir sig
á fæti. Hann er fullur vandlætingar yfir
því hve lengi lögregla og sjúkrabíll er á
leiðinni til þess að bjarga honum. Hann
getur ekki skilið að björgunarmenn
þurfa að smokra sér eftir snjóugum göt-
unum fram hjá fjölda bíla sem þar sitja
fastir. Siðan þarf að smokra sér á nýjan
leik í gegnum skaflana að slysadeildinni
með þann slasaða. Þar er fjöldinn allur
af hinum sem fylla eina prósentið og
allir verða að bíða rólegir eftir því að að
honum komi. Þar er fólkið afgreitt eftir
því hve alvarlega það er slasað en ekki
eftir þeirri röð sem það kemur inn — og
þarna er engin stéttaskipting. Þannig fer
ekki hjá þvi að einhver móðgast gróf-
lega. Vinur okkar t.d. var forstjóri hjá
stóru fyrirtæki og hann gat ómögulega
skilið hvers vegna hann þurfti að biða
endalaust eftir að fá gert að snúnum
ökkla.
Þannig er þetta. Næst þegar yfirvöld-
in biðja fólk um að halda sig innandyra
einn dag á meðan verið er að hreinsa
snjóinn af götunum, skaltu fyrir alla
muni verða við þeim tilmælum. Það
skapar miklu minni vandræði fyrir alla
aðila.
Það borgar sig að fara að öllu með gát
og nota skynsemina.
Bless á meðan. Jay X. Vicens.
Svei mér þá, stundum heyrist sagt:
Þetta fólk er alveg eins og börn — nokk-
ur snjókorn og öll heimsborgin lamast
gjörsamlega. Veit þetta fólk ekki að það
snjóar vanalega á veturna? Er það ekki
búið undir snjókomuna. Hvað gerðist ef
eitthvað ægilegt kæmi fyrir raunveru-
lega?
Viðkomandi gæti haldið áfram í þess-
um dúr: ....einu sinni leit ég út um
gluggann og snjórinn náði upp að hús-
þakinu. Ekki stoppaði það mig í að fara í
vinnuna þótt ég þyrfti að ferðast yfir
hundrað og fimmtíu km leið! Auðvitað
ekki.”
Við höfum öll heyrt þetta og ekki að
ástæðulausu. Það veldur einhvers konar
yfirburðatilfinningu yfir ibúum þeirra
svæða sem um ræðir. New Yorkbúar
eru varla svo óskaplega veraldarvanir
fyrst smávegis snjókoma kemur öllu
þeirra lífi úr jafnvægi! Okkur finnst
aðeins ævintýralegt að komast þangað
sem við ætluðum okkar, en verðum að
Mannfjöldi og
skilningsleysi
Hver er svo sannleikurinn í öllu
þessu? Athugull áhorfandi ætti að at-
huga allar þessar staðhæfmgar vel og
vandlega og leita eftir staðreyndum.
Þegar allt kemur til alls er oftast um að
ræða mannfjölda og skilningsleysi.
Það sem við köllum vanalega New
York er borg sem er samansett úr fimm
borgarhverfum með um það bil 9.5 millj-
ónir íbúa. 1 augum flestra er New York
ekki annað en Manhattan eyja með öll-
um sínum háhýsum og veitingastöðum,
leikhúsum og neðanjarðarbrautum, stór-
verzlunum og sérverzlunum. Á eyjunni
búa um 8,2 milljónir manna á iandsvæði
sem er ekki stærra en tvær mílur á
breidd og fimm á lengd. Daglega eykst
tala þeirra sem hafa daglegt viðurværi
sitt á eyjunni með fólki sem býr á Long
Island, Connecticut, Philadelphiu og
uppi i New York riki. Þannig verður
Hið erfiða
eina prósent
Þetta eina prósent er hvorki meira né
minna en 95 þúsund manns, sem búa í
borginni um helgar eða 115 þúsund
manns sem er eitt prósent af þeim sem
þangað sækja daglega vinnu sína.
Hvað er það sem nú gerist? Á meðan
þetta eina prósent á í hinum mestu vand-
ræðum búa snjóruðningsflokkar sig
undir að ryðja snjó af götum sem eru
2600 mílur á lengd, þaktar bilum og
farartækjum vina okkar úr eina prósent-
inu. Einnig er nauðsynlegt að ryðja snjó
af járnbrautarteinum lestanna sem
koma til borgarinnar frá nágrannarikj-
unum New Jersey, Connecticut, LonR
Þetta er hornið á Lexington Ave. og 60. stræti. Snjókoman er að byrja og aliir að
flýta sérheim.
Jay X. Vicens.
Sem sagt bæði kostir og gallar stór-
borgarinnar byggjast mikið á skilnings-
leysi. Við sem kærum okkur ekki um að
búa sjálf í stórborgunum getum hins
vegar vel hugsað okkur að notfæra
okkur þá þjónustu sem þar er að fá og
halda þar með okkar eigin heimabæjum
lausum við þjónustugreinarnar. Við vilj-
um hafa skemmtigarða og opin svæði
þar sem börnin okkar geta leikið sér
frjáls og óþvinguð.