Dagblaðið - 31.03.1978, Side 26
30
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978.
!
GAMLA BIO
i)
Slmi 11476
Hetjur Kellys
MGM Presents A Katzka-Loeb Production
KELLY'S HEROES
Clint Eastwood
Tcrry Savalas
Donald Sutherland
Endursýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð hörnuni.
Kvlkmyytdir
Austurbœjarbió: Ungfrúin opnar sig kl. 5,7 og 9.
Bœjarbió: Gula Emmanuelle kll. 9. Bönnuð innan 16
ára.
Gamlabió: Hetjur Kellys kl. 5og9.
Háskólabió: Slöngueggið. Sýnd kl. 5, 7 og 9.10.
Bönnuð börnum.
Hafnarbió: Lækni: i klipu kl. 3, 5, 7,9 og 11.
Hafnarfjarðarbió: Gaukshreiðrið kl. 9.
Laugarósbió: Flugstöðin '77 kl. S, 7.30 og 10.
Bönnuöbörnum innan I4ára I
Nýja bió: Grallarar á neyðarvakt kl. 5,7 og 9.
Regnboginn: Salur A. Papillon kl. 3, 5,35, 8.10 og
11. Salur B. Dýralæknisraunir kl. 3.15, 5, 7, 9.05 og
11.05. Salur C. Næturvörðurinn kl. 3.10, 5.30, 8.30
og I0.50.
Stjömubió: Bitc the Bullet kl. 5,7.30 og 10.
Tónabió: Rocky kl. 5,7.30 og I0.
HÁSKOLABIO
M
Simi 22140
Slöngueggið
Nýjasta og ein frægasta mynd eftir
Ingtnar Bergman. Fyrsta myndin sem
Bergman gerir utan Sviþjóðar. Þetta er
geysilega sterk mynd.
Aðalhlutverk:
Liv Ullman
David Carradine
Gert Fröbe.
tslenzkur texti.
Sýnd kl. 5,7 og 9..
Bönnuð börnum.
HESTAMENN
Með einu símtali
er áskrift tryggó
SÍMAR 85111 -28867
Tónabíó: Rocky
Hinn ameríski draum-
ur rifjaður upp á ný
Illa leikinn I bardaganum við heimsmeistarann.
Tónabió: Rocky, bandarisk mynd frá árinu 1977.
Framleiðandur Robert Chartoff og Irwin Winkler.
Leikstjórí John G. Avildsen. Aöalhkitvork
Silvester Stallone og Talia Shire.
Jæja, þá er Rocky kominn Mvndir
sem vann til þriggja óskarsverðlar a
í fyrra,sem bezta myndin, fyrir bczta
leikstjórn og beztu klippingu. Og ekki
er lofið sem borið hefur verið á
myndina neitt smáræði. Mesta
auglýsingu hefur þó aðalleikarinn og
höfundur handrits, Sly Stallone
fengið. Hann er persónugervingur
ævintýrsins um kotstrákinn sem
eignast hálft konungsríkið, en reyndar
ekki prinsessuna. Hann er eins og
Rocky, sjálfur gott dæmi um hinn
ameríska draum um að allir, jafnvel
strákurinn i næsta húsi, geti orðið
miklir menn ef þeir bara vilja og
nenna að gera eitthvað til þess.
I tímaritinu Films and Filming er
talað um það í ritdómi um Rocky að
hún hafi hlotið gifurlegar vinsældir út
á það eitt að Watergate-málið var
mönnum enn svo í fersku minni,
menn þurftu aftur á því að halda að
trúa á hið góða, hinn ameríska draum.
Rocky uppfyllir þessi skilyrði en
hún gerir lítið meira. Að vísu er hnefa-
leikakeppnin undir það síðasta ákaf-
lega spennandi en slíka spennu er
hægt að sjá i meöaliþróttaþætti hjá
Bjarna Fel. Maður veit einungis í bíó
hver er góði karlinn og hver hinn
vondi og með hverjum á að halda,
það veit maður ekki hjá Bjarna.
Rocky, sem var þriðja flokks boxari,
Kvik
myndir
fær óvænt tækifæri til þess að berjast
við heimsmeistarann. Sá síðarnefndi
telur það góða auglýsingu fyrir sig að
veita óþekktum manni tækifæri i
hringnum á móti sér en telur sig eiga
íllan leik á móti Rocky. Auðvitað
verður það ekki svoleiðis, það vita allir
fyrirfram. Úrslitin verða eins og þau
hlutu að verða, gátú ekki orðið
öðruvísi.
Stallone er mjög þokkalegur leikari
og flestir aörir eru það líka, en lítið
meira. Enginn skarar neitt fram úr
öðrum. Tónlist er ágæt, en yfirleitt
þannig að menn vita hvað kemur
næsti myndinni.
Rocky er bandarísk mynd, gerð með
Bandaríkjamenn i huga, ekki lslend-
inga. Með þaö fyrir augum verður
að skoða hana. Og ætli hún teljist þá
ekki góð?
En meðal annarra orða, geta starfs-
menn kvikmyndahúsanna ekki séð til
þess að menn séu ekki að koma inn á
sýningar allt að korteri eftir að þær
eru hafnar? Það truflar hina mjög að
þurfa sifellt að standa upp og skyggja
þá á fyrir þeim sem vilja sjá. DS. •
Utvarp
Sjónvarp
Útvarpíkvöld kl. 20,50: Gestagluggi
MYNDUST, SÖNGUST 0G
SIÐFRÆÐI
Þátturinn um listir og menningarmál,
Gestagluggi, er á dagskrá útvarpsins í
kvöld kl. 20,50. Umsjónarmaður hans er
Hulda Valtýsdóttir og sagði hún okkur
að í þættinum yrði meðal annars fjallað
um textilsýningu í Norræna húsinu sem
textilfélagið gengst fyrir. Þetta félag er
tiltölulega ungt og standa að því ýmsir
textilgerðarmenn, en textil er m.a. tau-
þrykk og vefnaður. Þorbjörg Þórðar
dóttir er formaður félagsins og mun hún
ásamt tveimur öðrum listamönnum gera
grein fyrir sýningunni.
Þjóðleikhúsið hefur nú tekið til sýn
ingar Kátu ekkjuna eftir Franz Léhár. I
tilefni þessarar sýningar ætlar Hulda aí
breeða sér á sýningu og taka jafnframt
tvo söngvara tali. Það eru þau Sigurðui.
Björnsson og Ólöf Kolbrún Harðardótt
ir.
Þá mun Óskar Halldórsson lektoi
fjalla um siðfræði Hávamála.
Þátturinn er tæplega klukkustundai
langur.
RK
Hulda Valtýsdóttir, umsjónarmaður
Gestaglugga.
Útvarpíkvöld kl. 19,35: Viðfangsefniþjóðfélagsfræða
MÁLEFNIALDRAÐRA
„Ég ætla aðeins að segja frá því hver
staða aldraðra er i dag. Einnig nefni ég
fjölda aldraöra og ræði um þá þjónustu
sem þeir hafa fengið, er sú þjónusta
aðallega stofnanaþjónusta. Þá fjalla ég
einnig um heimilishjálp fyrir þetta fólk
og löggjöf um dvalarheimili aldraðra.”
Þetta sagði Ásdís Skúladóttir þjóð-
félagsfræðingur okkur um þáttinn Við-
fangsefni þjóðfélagsfræða en hann er á
dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 19.35.
Ásdís sagði einnig að hún hefði tekið
fyrir málefni aldraðra i BA-ritgerð sinni
ásamt Ingibjörgu Guðmundsdóttur og
sagðist hún sækja aðalefni erindisins i þá
ritgerð.
Mun Ásdis taka fyrir kannanir sem
gerðar hafa verið á vilja og óskum
aldraðra og eru niðurstöður þeirra kann-
ana í samræmi við erlendar niðurstöður.
í þeim kemur fram að eindregin ósk og
vilji aldraðra er að mega dvelja sem
lengst i heimahúsi, þ.e. á sinu eigin
heimili, meðeinhverri heimilisaðstoð.
Einnig mun Ásdís fjalla um atvinnu-
mál aldraðra og greina frá könnunum
sem gerðár voru I því sambandi. Þær
kannanir leiða i ljós að aldraðir æskja
þess að vinna sem lengst og þá vitanlega
vinnu við þeirra hæfi og getu.
Kvaðst Ásdís þó vera þeirrar skoð-
unar, að ekki væri til nein ein ákveðin
lausn á þessum vandamálum. Það væri
t.d. engin lausn að byggja fjöldann allan
af dvalarheimilum. Heimilishjálp og
aukin önnur þjónusta við aldraða væri
ekki síður bráðnauðsynleg.
Þátturinn er tæplega hálfrar klukku-
stundar langur.
RK
Ásdis Skúladóttir þjóófélagsfræóingur
flytur erindið um málcfni aldraðra kl.
19.351 útvarpinu.
Sjónvarpíkvöld
kl. 20,35:
Svipmiklirsvanir
ALFTIRNAR KVAKA
Þeir eru orðnir nokkuð margir þætt-
irnir sem sjónvarpið hefur sýnt úr dýra-
myndaflokknum Survival og alltaf eru
þeir jafnskemmtilegir og fróðlegir.
í kvöld verður sýndur þáttur úr
þessum myndaflokki er nefnist Svipmikl-
ir svanir. Þýðandi og þulur er Gylfi
Pálsson og sagði hann okkur að að þessu
sinni væri greint frá rannsóknum sem
Peter Scott og aðstoðarmenn hans hefðu
gert á svanategundinni Bewick eða
dvergsvönum. Þessir svanir verpa í
RAGNHEIOUR !
KRISTJÁNSDÓTTII
Siberiu á sumrin en hafast síðan við i
Englandi yfir veturinn. Hefur Peter
skráningarmiðstöð ■ i Slimbridge og
Hvað heitirðu, góði minn?
fylgist þar með fuglunum, hegðun þeirra
og útbreiðslu. Hann tekur mynd af
hverjum fugli, númerar hann og gefur
honum jafnvel nafn. Aðalsvipeinkenni
svananna eru litbrigði á nefinu og nú
þekkjast meira en þúsund einstaklingar
með nafni.
Þátturinn er í litum og er tæplega
hálfrar klukkustundar langur.
RK
Föstudagur
31. marz
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við
vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdeglssagan: „Reynt aö gleyma” eftir
Alene Corliss. Axel Thorsteinson les þýðingu
sina (l 2).
15.00 Miðdegistónleikar.
15.45 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn-
ir).
16.20 Popp.
17.30 (Jtvarpssaga barnanna: „Dóra” eftir
Ragnheiði Jónsdóttur. Sigrún Guöjónsdóttir
les sögulok (22).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Viófangsefni þjóófélagsfræóa. Ásdis
Skúladóttir þjóðfélagsfræðingur flytur erindi
um rannsóknir á öldruðum i islenzku þjóð-
félagi.
20.00 Sinfónía nr. 2 i e-moll op. 27 eftir Sergej
Rakhmaninoff.
20.50 Gestagluggi. Hulda Valtýsdóttir stjórnar
þætti um listir og menningarmál.
21.40 Gitarkonsert i a-moll op. 72 eftir Salvador
Bacarisse. Narciso Yepes og Sinfóniuhljóm-
sveit spænska útvarpsins leika; Odón Alonso
stjórnar.
22.05 Kvöldsagan: „Dagur er upp kominn” eftir
J6n Helgason. Sveinn Skorri Höskuldsson les
(4).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Gleðistund. Umsjónarmenn: Guðni
Einarsson og Sam Daniel Glad.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.