Dagblaðið - 31.03.1978, Síða 28
...—....Verðlagsfrumvarpið loksfcomið fram
VERÐLAGNING FRJALS EF
SAMKEPPNIER „NÆGILEG”
„Þegar samkeppni er nægileg til aö
tryggja æskilega verðmyndun og sann-
gjarnt verðlag, skal verðlagningin vera
frjáls.” Svo segir í stjórnarfrumvarpi
um verðlagsmál, samkeppnihömlur og
ólögmæta viðskiptahætti, sem lengi
hefur verið búizt við en kom loks fram
á Alþingi I gær.
Ætlunin er að verðlagning verði
gefin frjálsari í áföngum. Verðlagsyfir
völd eiga aö meta hvort samkeppni sé
nægileg á hinum ýmsu sviðum. 1
bráðabirgðaákvæði i frumvarpinu
segir, að þær samþvkktir um hámarks-
álagningu, hámarksvsrð og aðra fram-
kvæmd verðlagseftirlits, sem i gildi
eru, skuli halda gildi sinu áfram, þar til
verðlagsráð hefur tekið afstöðu til
þeirra.
Framkvæmd laganna á að verða í
höndum verðlagsráðs, samkeppnis-
nefndar og verðlagsstofnunar. Verð-
lagsstofnunin annast dagleg störf verð-
lagsráðs og verður auk þess stofnuð
við hana sérstök neytendadeild til að
annast neytendavernd.
Verðlagsstofnunin á að hafa eftirlit
með fyrirtækjum sem eru ráðandi á
markaðnum.’ Ef samkeppnisnefndin
telur að samkeppnishömlur hafi skað-
leg áhrif, á hún að fela verðlagsstofn-
un að reyna með samningum að binda
enda á þær, eða með öðrum leiðum, ef
nauðsyn krefur.
Þá eru sett nákvæmari ákvæði en
fyrr um bann við að veita rangar,
ófullnægjandi og villandi upplýsingar I
auglýsingum eða með öðrum hætti.
HH
DB-mynd Höröur.
OG SKOTIÐ
REIÐ AF.......
Aðvörun:
ÁFENGISNEYZLA VELDUR
SKÖDDUN Á ÓFÆDDU BARNI
Og skotið reið af — ekki byssuskot heldur skot
ljósmyndarans sem hitti þessa máva í Hafnar-
fjarðarhöfn á dögunum. Það er engu líkara en að
mávarnir séu að halda árshátíð sína — eða eru þeir
hreinlega að setja mávaþing eftir páskafríið rétt eins
og þingmennirnir okkar við Austurvöll.
Veruleg hætta er á að drykkjusjúkar
konur ali börn sem skaddazt hafa i
móðurkviði, segir í frétt frá Áfengis-
varnarráði. Bandarískir sérfræðingar
telja likurnar til þessa 30—50%.
Sköddunin er rakin til eitrunar frá
alkóhólinu og hættulegasti tíminn fyrir
fóstrið er fyrstu þrír mánuðir
meðgöngutímans. Rannsóknir hafa
farið fram viða um heim og niðurstaðan
alls staðar sú sama. Aðaleinkenni barna
sem átt hafa drykkjusjúkar mæður eru:
Mjög einkennilegur andlitssvipur, mjög
dregur úrvexti á fósturskeiðinu, bæði
lengd og þyngd og möguleikar til að
bæta það upp eftir fæðingu eru skertir. í
mörgum tilfellum eru börnin höfuðlítil,
vansköpuð, haldin geðrænum truflun-
um, heilaskemmd eða hjartagölluð.
Minkar drápu 40
hænur í Þormóðsdal
Fyrir nokkru komust tveir minkar í
tilraunahænsnabú Rannsóknar-
stofnunar landbúnaðarins í Þormóðs-
dal og drápu þar 40 hænur. Tuttugu
hænsni í búinu „lifðu af’ áhlaup
villiminkanna tveggja og verður
tilraunum og ræktun haldið áfram
með þann hóp svo og unga frá þessum
stofni sem eru í uppeldi í kjallara
byggingar landbúnaðarins að
Keldnaholti.
Dr. Stefán Aðalsteinsson sem
stjórnaði tilraununum með hænsna-
stofninn sagði að tjónið væri bagalegt
en þó ekki óbætanlegt og við svona
skakkaföllum mætti kannski alltaf
búast. Þarna var verið með samansafn
hænsnfugla af gömlum stofni I
landinu. Hafði hænsnunum verið
safnað saman úr öllum landshlutum
sem fulltrúum úr upprunalegum
hænsnastofni í landinu. Var og er í
ráði að reyna að hressa upp á stofninn,
auka frjósemi hans með því að blanda
saman hænsnum úr mismunandi
landshlutum og fjölga i stofninum til
að tryggja varðveizlu hans.
Stofn þessi hefur engin sérstök
einkenni til rikulegrar eggja-
framleiðslu eða til framleiðslu kjúkl-
inga til ætis en hann er talinn
geta búið yfir einhverjum gömlum
eiginleikum, sem ekki eru algengir eða
jafnvel ekki til annars staðar. Hænsna-
stofn þessi er mjög fjölbreytilegur í
litum með ýmsar gerðir af toppum og
margfalda kamba. Gat Stefán þess
að elztu samtimaheimildir um
hænsnahald á tslandi væru frá 16. öld
Trufluðu
kynbófatilraunir
áaldagömlum
íslenzkum
hænsnastofni
og þar væri þess getið „að eitthvað
væri af hænsnum hjá ríku fólki”.
Villiminkarnir tveir sem komust I
hænsnabúið I Þormóðsdal hafa nú
truflað þessar tilraunir en ekki stöðvað
þær. Minkarnir komust í fjárhús á
staðnum og þaðan hafa þeir fundið
leið i hænsnahúsið um músagöng sem
þeir hafa breikkað og stækkað. Mink-
arnir voru báðir felldir og síðan hafa
hús fengið frið fyrir rándýrum.
-ASt.
FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978.
Framsóknarmenn
á Dalvík:
RAFVIRKJA-
MEISTARI
EFSTUR
Helgi Jónsson rafvirkjameistari hlaut
efsta sætið á lista framsóknarmanna í
prófkjöri á Dalvík vegna bæjarstjórnar-
kosninganna þar i vor.
í öðru sæti varð Kristján Ólafsson
útibússtjóri, i þriðja sæti Kristinn
Guðlaugsson sláturhússtjóri og í fjórða
sæti Kristín Gestsdóttir húsmóðir.
í kösningunum 1974 bauð Fram-
sóknarflokkurinn á Dalvík fram lista
meö Samtökum frjálslyndra og vinstri
manna og fengu þá fjóra af sjö mönnum
kjörna. -HP.
Bílvelta í gær
Mallorkaídag
Tveir jeppaeigendur veltu bílum sin-
um á götum Reykjavikur í gær. Varð
önnur veltan á mótum Njarðargötu og
Bergstaðastrætis en hin á Bústaðavegi. í
síðara tilfellinu sinnti ökumaður ekki
umferðarmerkinu er á myndinni sést og
ók i veg fyrir annan bil. ökumaðurinn
slapp með sár á höfði og skrámur. Var
hann hinn hressasti er tekin var af
honum lögregluskýrsla í gærkvöldi —
enda ætlaði maðurinn til Mallorka i
morgun. Líf manna er mismunandi
viðburðarikt en þarna er það æði litrikt;
bilvelta í gær, Mallorka i dag.
A.StJDB-mynd Sveinn Þorm.
irjálst, oháð dagblað
„Iss, þetta er
nú ekki mikill
vandi!”
Menn á ritstjón DB voru að býsnast
yfir honum Moses, 16 ára pilti, sem er
þeim óvenjulegu „hæfileikum” búinn að
geta snúið tánum I gagnstæða átt við
það sem almennt gerist. Frá honum
sagði í blaðinu í gær.
Vindur sér þá inn einn af ljósmyndur-
um blaðsins, Ragnar Th. Sigurðsson.
„Iss, þetta er nú ekki mikill vandi,”
hnussaði í hortum. Og sjá, — Ragnar
virðist ekki þurfa mikla æfingu til að ná
honum Moses i kúnstinni.
DB-mynd Hörður.